Grein 3 vegna nuna.is og fullyrðinga um skattaparadís í Portúgal

12th December 2017

Grein 3 vegna gylliboðs nuna.is – https://www.facebook.com/valhallaparadis/?ref=br_rs

Þegar vondur málstaður er fyrir hendi þá eru athugasemdir ekki vel þegnar.

Þetta kemur vel fram hjá Valhalla síðunni, sem auglýsir grimmt gull og græna skóga í hinu ágæta landi mínu Portúgal.

Ef rennt er í gegnum comment á síðunni er ljóst að þeir sem reyna að malda í móinn eru ekki velkomnir. Athugasemdum þeirra er eytt og nú hefur verið lokað fyrir athugasemdir á þeim þræði sem ég fylgdist með.

Ég hef skrifað 2 greinar um málið á facebook síðu mína og póstað þær public.

Allir sem hafa áhuga á gylliboði Valhalla ættu að minnsta kosti að renna í gengum það sem ég hef að segja. Ég bý í landinu og er eftirlaunaþegi frá Ísland og þekki málið því nokkuð vel.

Portúgal er ekki frískatta land. Hér eru borgaðir skattar rétt eins og annars staðar í heiminum. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem sjá sóma sinn í því að nota opinbera þjónustu eins og heilsugæslu og vegakerfi ásamt fleiru og halda að slík þjónusta sé ókeypis.

Það vill nú svo einkennilega til að einhver þarf að borga læknum og starfsfólki sjúkrahúsa laun. Lögregla í Portúgal vinnur ekki í sjálfboðavinnu, þeir fá greidd laun. Ótrúlegt en satt!

Þessi einhver sem greiðir eru skattgreiðendur.

Flotta fólkið sem sýnt er á youtube er auðvitað á hraðferð í átt að þeim tíma ævinnar sem heilsugæsla er mjög mikilvæg.

Greiði þetta flotta fólk ekki skatta í landinu getur það ekki fengið heilbrigðisþjónustu. Er það ekki rökrétt?

Ég hvet fólk eindregið til að hafa í huga að hljómi tilboð of vel til þess að geta verið satt þá er það ábyggilega ekki satt.

Mér þykir áhugavert svo ekki sé meira sagt hvernig Valhalla skríbentar svara á Facebook. Þeir vísa nær undantekningalaust í auglýsinguna og ef ekki þá benda þeir fólki á að hafa samband við einhvern.

Þeir sem hafa áhuga og vilja til þess að kynna sér þessi ótrúlegu skattafríðindi í Portúgal gætu hæglega haft samband við RSK og TR á Íslandi. Svo gætu þeir haft samband við IRS hér í Portúgal en auðvitað þyrftu þeir að tala portúgölsku. Þeir gætu einnig, ef þeir vildu, haft samband við mig í gegnum Facebook síðu mína. Ég er tilbúin til þess að svara öllum þeim spurningum sem ég get. Viti ég ekki svarið eru hæg heimatök hjá mér að afla upplýsinga þar sem ég þekki vel til i opinberum apparötum hér í landinu og hef greiðan aðgang að upplýsingum sem eru áreiðanlegar.

Skattsvik eru viðbjóðsleg í mínum huga. Þeir sem þau stunda eru að láta mig borga fyrir sig opinbera þjónustu og mér þykir það ekki gott. Ég hef nóg með mig þó aðrir séu ekki að þröngva sér upp á mitt framlag til samfélagsins.

Jú, það er til gullvisa hér í landinu en það er ekki fyrir venjulegt fólk. Það er eins og ég hef áður bent á fyrir hina vellauðugu. Ég býst varla við að vellauðugir Íslendingar hafi þörf fyrir að flýja til Portúgla. Mér þætti líklegra að þeir færu til Spánar, sem er þróaðra land en Portúgal.

Látið ekki blekkja ykkur með gylliboðum eins og Valhalla apparatið er að bjóða ykkur.

Mér var bent á nuna.is og þess vegna er ég að blanda mér í þessa ósvífni þeirra sem um síðuna og auglýsinguna sjá. Hefði góður vinur minn á Íslandi ekki vakið athygli mína á málinu væri ég bláeyg og vissi ekkert um svikin. Ég tel það skyldu mína að vara við þegar ég sé rangfærslur líkar þeim sem nuna.is hefur fram að færa. Þeir hafa greinilega borgað fyrir auglýsinguna á Facebook og þess vegna kemur hún endalaust fram í Fréttaveitu (held að þetta sé rétt nafn hjá mér á íslensku). Þið sem hafið áhuga gætuð til dæmis tilkynnt auglýsinguna sem rusl hjá Facebook. Hópurinn sem nuna.is er að sækjast eftir er á Íslandi og þess vegna hefur fyrirbærið ekki birst hjá mér óumbeðið. Ég tilheyri ekki markhóp nuna.is

Hulda Björnsdóttir

 

 

Portuguese SAGAS – The storm last night

11th December 2017

Yesterday evening the raving storm hit us in my little land. The trees shook their branches and tried to get rid of the weather. The weather won. At 10 in the evening the electricity went off. The internet was off. The phones were off.

During the night the storm and the rain took over. It was worst during the central and north but no part was totally free from the ugly head that threatened to destroy everything.

I bought, some time ago, a big flashlight and keep it at my bedside. It was a good feeling, when I got up during the night to check if everything was where it should be, to have the blue flashlight made in China, lighting up the rooms.

During this year we have had a drought through out the country. We have also had the terrible fires. All this adds to the devastation that we saw last night and it was easy for the roaring head of the storm and rain to destroy. They left destruction behind them. Now it is 13.54 and dark inside my apartment. The clouds, the dark ugly ones, are sailing through the sky and blocking the sun, which is in waiting somewhere behind. She did manage to shine a tiny bit this morning but not for long.

25299945_947506775401150_4730049761986812135_o

The houses are built, in many cases, jus on the edge of the hills. We don’t have much lowland in my little land. There have been fallen trees and there have been huge holes next to the houses this morning. To try to help the heavy machinery is bringing big rocks and filling up the holes.

On the picture above the hole is 20 meters deep. Do you notice how close it is to the house? It is at the edge of the garden. What a sight.

One person had been killed in this storm, or at least that is what we know so far.

There is no end to the devastation in my little land this year.

Climate change is partly to blame.

Human errors bear some of the blame.

At the same time the president of the most powerful country in the world ignores the  danger the fires roar through part of his country. How can he be so ignorant? I don´t understand it.

We all have to join hands and try to change the process. We need to make effort to turn the  evolution and make our planet whole again.

During last night, when there was no phone connection I thought about our situation. If something happened we would just have to die in our homes. We could not call anyone for help. The phones did not work. I have to admit that it is a bit frightening.

My neighbour next door is due to give birth any day now. She is ok this morning and continues to wait for the baby to arrive. I just hope the weather does calm down and leave us to enjoy the Christmas. Is that too much to ask?

Hulda Björnsdóttir

 

The shining star behind the clouds

  1. December 2017

Now the month of decorations and contemplation has arrived.

December was not my favourite month of the year. It was the month of sorrow and struggle. It was the month of devastation and worries, and it was the month of pretending everything was ok.

20 years ago was the worst December in my life.

Something happened and my life was ruined and there was nothing left to live for, or so I thought. I wanted to die, the pain was too much.

Behind every cloud there is a shining star, said one of my dear friends during the horror. Time heals every wound, they say.

Is that true? I don´t know, maybe and maybe not. For some it does and for others it does not.

People thought that I was a December or a Christmas child. I was not. I dreaded the month. Would I have enough food on the table? Would I be able to give my family new clothes? Would I be able to make presents for everyone? Would I be able to make everyone happy? Would I have time from work to take care of everything at home?

These were my worries and many more.

Until 20 years ago I did manage with the help of friends and a brother to make the Christmas look like everything was ok.

Last year I did not put up the Christmas tree or any decoration. I had broken my shoulder and arm in October, had 2 operations and was not able to do much, except just surviving. That was ok, there would be another Christmas next year, I told myself and did not fret over my situation.

This year I have had some health problems, some of them quite serious but now I am as good as new, or so to speak. I got rid of 2 huge tumours from my colon and got medication for a bleeding stomach. Not cancer in my body and that was wonderful. I feel fine and this December I have been a Christmas child.

I have slowly put up some decorations and enjoyed every moment. I have thought about my dear friends and been grateful for the support they have given me. How beautiful the little things I have been collecting through the last 20 years are and now they make my home beautiful during Christmas.

I opened a box few days ago. A small one which I had been carrying with me from Iceland to China and from China to Portugal. This little box was full of little Santa’s which I made 20 years ago and gave my mother. I put them up in her home and thought I had decorated beautifully and she would enjoy my work. She allowed me to have them in her home that Christmas but the next one not. She told me her son, my brother, did not like too much decoration in her room! She told me to take them back and use them myself. I did take them back, they were beautiful and I had put so much love into making them and the work had in a way saved my sanity that December 20 years ago.

The box was now in front of me, open, and I wanted to use the little ones for decoration. I looked at them, admired the work and closed the box. I could not use them, not yet.

It came as a surprise but I did not thing about it and just kept on using everything else to make my little decors and enjoy the Christmas spirit.

I have become a Christmas child and it feels good.

One night, few days ago, I woke up. I was furious. I was shaking and re-living the December 20 years ago in my bed here in my little land. I was so angry. I wanted to cry but I did not. I wanted to shout but did not. I wanted to talk to someone but I did not. I just lay there, re-living the circumstances.

Why was I treated like a criminal? Why was I humiliated so badly? Why? Why did I not have any defence?

This was a struggle with a help of a lawyer, with a social worker and my friends tried to help as well. It took 3 years. I did not win. I lost badly. My lawyer and social worker who had been with me every step of these 3 years wanted me to take the case to the human rights provision. I did not want to do that, enough was enough.

When I woke up during the night in my bed in Portugal and re lived everything and the pain seemed to be unbearable something happened. I was free. I realised I was free. It was ok to be angry but it was also ok to cry, which I did not, but the best I could do, and what I did, was to let go. Before I had been sad, I had been hurt, I had felt useless and I had felt guilt. What I had not allowed me to feel was the anger. I had a right to be angry. It was ok to have that feeling as well. It was normal to feel angry.

Today I looked again into the box with the little figures. I sat there with them in my lap and looked at them. I felt the love I had put into making them. I felt the pride in my heart being able to bring Christmases as well as possible to my family, even though they did not think I did enough.

I felt the gratitude to my friends, to my lawyer, to my social worker and to the wonderful psychiatrist who helped me to make my life whole again.

I was lucky. I was free. I am lucky and I am free. Now I can enjoy this Christmas and this December and all the coming Decembers without letting ungrateful relatives destroy my life.

I survived 20 years ago when I just wanted to die so I would not have to feel the horrible pain. There is nothing I can’t survive and no one can destroy my life again. I feel it in my bones.

It does not hurt anymore if those who destroyed me 20 years ago complain today. They are the ones who have to deal with their guilty conscience. Maybe one day they will realise how wrong they were or maybe not. I have nothing to do with their lives or their conscience.

My responsibility is my sanity and my wellbeing and happiness.

Now I allow me to be a Christmas child and enjoy the little decorations and the tree is up and it’s beautiful. I can sing Holy Night with a strong happy voice and be content. What a glorious time this is.

I hope everyone who has past hurt buried inside will get well. It is such a joy to be free. It takes a lot of work, but it is possible. Everything can be healed. Blaming others for unhappiness is a waste of time. The happiness is inside each and everyone, not in other people.

The shining star behind the clouds that appeared 20 years ago is shining today and every day above my head. I am grateful for that.

Hulda Björnsdóttir

 

I apologise for my writing in Icelandic

10. December 2017

Dear followers.

I am sorry for my 2 posts in Icelandic.

They are here because I need to reach as many people in Iceland as possible.

I am writing about an ad that has been on Facebook explaining how we don´t pay taxes in Portugal, which is of course bullshit. We do pay taxes in my land and there is no way around it.

I am writing about this because I am worried that people might believe the ad which is a scam and nothing less.

I hope you bear with me, my followers and I will write in English later today, but might publish some more in the coming days in Icelandic.

Hulda Björnsdóttir

 

Eru ekki greiddir skattar í Portugal? Fullyrðing nuna.is er röng

Njóttu lífsins

Af síðu nuna.is   https://www.facebook.com/valhallaparadis/?ref=br_rs

Ég ætla að halda áfram að skrifa um þessa ótrúlegu síðu og fullyrðingar sem þar koma fram um skattaparadísina Portúgal.

Ég skrifaði pistil í gær almennt um hvernig reglur eru hér og þar sem ég bý hér og greiði skatta og skyldur samkvæmt tvísköttunarsamningi milli landanna í Portúgal þekki ég reglurnar nokkuð vel.

Það gæti verið gott að hafa í huga varðandi tilboð eins og nuna.is er að bjóða:

HLJÓMI TILBOÐIÐ OF VEL TIL ÞESS AÐ GETA VERIÐ SATT ÞÁ ER ÞAÐ VÆNTANLEGA EKKI Í LAGI.

Tvísköttunarsamningur er samningur á milli tveggja landa og er hann til þess að koma í veg fyrir að einstaklingur borgi skatta í tveimur löndum. Ástþór virðist eitthvað misskilja málið og ætla ég að útskýra fyrir honum hvernig þetta er hér í Portúgal.

Hægt er að fletta upp öllun samningnum en ég birti hér hvernig þetta er varðandi eftirlaun.

Tilvitnun:

“Hafa ber í huga að þrátt fyrir að tilteknar tekjur komi ekki til skattlagningar hér á landi vegna ákvæða tvísköttunarsamninga, þá eru þær tekjur framtalsskyldar hér á landi og geta haft áhrif á skattlagningu annarra tekna hérlendis. Hver þau áhrif eru ræðst af því hvaða aðferð er beitt til að komast hjá tvísköttun, en þeim er lýst í hverjum samningi fyrir sig.

  1. gr.

Eftirlaun.

Með þeim undantekningum sem um ræðir í 2.

mgr. 19. gr. skulu eftirlaun og annað svipað endurgjald

sem greitt er aðila heimilisföstum í samningsríki

vegna fyrri starfa hans einungis skattlögð

í því ríki.

  1. a) Eftirlaun, sem greidd eru af eða úr sjóðum

stofnuðum af samningsríki eða sjálfstjórnar-

eða stjórnsýsluhéraði eða sveitarstjórn

þess til manns fyrir störf hans í

þjónustu þess ríkis eða sjálfstjórnar- eða

stjórnsýsluhéraðs eða sveitarstjórnar,

skulu einungis skattlögð í því ríki.” Tilvitnun lýkur.

Þetta þýðir á mannamáli að séu eftirlaun vegna starfa á vegum ríkisins greiðist skattur á Íslandi en séu þau vegna starfa á almennum vinnumarkaði greiðast skattar í Portúgal.

Skattprósenta í Portúgal:

Tekjur                        Skattprósenta

Upp að to €7,091        14.5%

€7,091 to €20,261       28.5%

€20,261 to €40,522     37%

€40,522 to €80,640     45%

Frá tekjum er hægt að draga hluta virðisaukaskatts af tilteknum vörum og þjónustu. Til þess að það sé hægt þarf að vera NIF númer greiðanda á nótunni. Í hverjum flokki er hámark frádráttar 250 evrur.

Einnig dregst frá tekjum kostnaður vegna læknisþjónustu og lyfja. Í flestum apótekum í bæjarfélaginu er viðkomandi skráður inn í tölvukerfið og allar nótur með NIF númeri, án þess að biðja þurfi sérstaklega um.

Gengi íslensku krónunnar hefur áhrif.

Ástþór talar um í auglýsingunni hve mikið sé hægt að spara með því að borga ekki skatta, hvorki á Íslandi eða í Portúgal samkvæmt reglum sem hann segir vera í gildi. Þessar reglur eru ekki eins og hann heldur, eins og ég skýri út að framan.

Allar tölur sem hann gefur upp eru í íslenskum krónum og mér sýnist reikingurinn vera frá því í janúar 2017.

Gengi á evru var 2.janúar 2017 kr. 119.05 samkvæmt almennu gengi Íslandsbanka. Ég tek gengi Íslandsbanka því hann er minn viðskiptabanki og fæ ég eftirlaun mín í gegnum hann

2.jan. 119.05 27. jan, 124,45, 1.mars 112,65   3 apríl 121.35   5.júní 110   22.júní 116,2   11.júlí 123.8   17. ágúst 125,65   21.sept. 128.35   5.okt. 123.3   9.nóv 120.8   6.des.123.4

24958955_947101608775000_4742824234893555169_o

Eins og sjá má af þessum tölum þá eru tekjur ekki stöðugar allt árið. Það ræðst af gengi krónunnar. 7.204.116 ís kr. eru 2 janúar 2017 60.285 evrur en 6.desember 2017 eru þær 58.380 evrur og til dæmis þann 21.september eru þær 56.128 evrur.

Missir bóta frá TR vegna tekna:

Samkvæmt núgildandi lögum á Íslandi þá má hafa að hámarki krónur 25 þúsund á mánuði áður en bætur TR taka að skerðast.

Hjá öryrkjum er skerðingin króna á móti krónu.

Til þess að fá bætur frá TR, sé viðkomandi búsettur í Portúgal, þarf að skila inn skattskýrslu frá Portúgal til TR ásamt lífsvottorði. Sé þetta ekki gert falla bætur niður.

Hafi eftirlaunaþegi tekjur af leigu í Portúgal mundu þær væntanlega skerða bætur TR.

Hafi eftirlaunaþegi tekjur af leigu á eigin húsnæði á Íslandi mundu þær væntanlega líka skerða eftirlaun hans frá TR.

Samkvæmt vef TR:

Hvaða tekjur hafa skerðingaráhrif og hvernig?

vextir, verðbætur, söluhagnaður og leigutekjur) hafa áhrif. Fjármagnstekjur hjóna og sambúðarfólks eru skráðar sameiginlega. Um útreikning lífeyris Prufuútreikningur Auðvelt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris eða bráðabirgðaútreikning á Mínar síður til að skoða áhrif tekna á greiðslur. Síða yfirfarin/breytt 14.08.2017

Að framan eru nokkrar tölulegar upplýsingar og væri ágætt fyrir þá sem ætla að skella sér á tilboð hins ágæta Ástþórs og nuna.is að hugsa sig vel um. Lántaka er svo annað mál sem þeir sem þekkja betur til en ég mættu útskýra.

Ég segi það enn og aftur: Passið ykkur á svona gylliboðum. Ástþór þekkir ekki reglurnar og skilur ekki hvað felst í tvísköttunarsamningum á milli landa.

Það kemst enginn hjá því að greiða skatta í Portúgal. Enginn. Þeir sem ekki greiða skatta eru að svíkja undan kerfinu og ekki vænti ég þess að þeir sem hugleiði að flytja til Algarve ætli sér að gerast stórfelldir skattsvikarar. Það verður auðvelt fyrir skattinn á Íslandi að sjá í gegnum þann svikavef og TR einnig.

Mér þætti fróðlegt að heyra frá Ástþóri og fá hann til þess að skýra út fyrir okkur um hvaða nýju skattareglur hann er að tala um í Portúgal.

Ef þið sem þetta lesið hafið einhverjar spurningar þá er mér ljúft að svara þeim eftir bestu getu. Viti ég ekki svarið á ég heimangengt hjá skattayfirvöldum hér í landinu og get fengið allar upplýsingar frá fyrstu hendi.

Ég geri mér grein fyrir því að fasteignasalar um allan heim lokka fólk með svona gylliboðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þau koma alltaf í bakið á þeim sem lét glepjast. Það er hægt að fletta upp á netinu alls konar upplýsingum en þær einu sem eru áreiðanlegar eru frá IRS hér í Portúgal.

Hulda Björnsdóttir

 

 

Njóttu lífsins – eru ekki greiddir skattar í Portugal?

Njóttu lífsins

Þessi fyrirsögn er á greinum um hve dásamleg skattaparadís Portúgal sé og hvernig nýjar skattareglur og tvísköttunarsamningar hafa gjörbreytt umhverfi í landinu fyrir útlendinga sem komnir eru á eftirlaunaaldurinn.

Þessi ágæta fullyrðing er á síðu sem heitir nuna.is   https://www.facebook.com/valhallaparadis/?ref=br_rs

og sýnist mér vera rekin af hinum þjóðkunna fyrrverandi forsetaframbjóðanda Ástþóri Magnússyni.

Mikið væri þetta allt gott ef satt væri.

Á síðunni er fullyrt að tvöfalda lífeyri sé ekkert mál og íbúð keypt fyrir ekki neitt.

Ráðstöfunartekjur eiga að tvöfaldast og tvær milljónir aukalega á ári fyrir hjón sem nýta sér tilboð það sem herrann er að bjóða upp á.

Sýndar eru í töflu “staðreyndir” málsins og er þetta plagg líklega frá janúar 2017, alla vega er útreikningur TR frá þeim tíma.

Ég ætla ekki að tala um tölulegar villur í þessu sambandi en bendi þó á að gengi krónunnar hefur eitthvað smá með verðlagið að gera þar sem launin eru í íslenskum krónum.

Ég hef búið í Portúgal í rétt 7 ár. Í janúar á næsta ári, 2018, eru 7 ár síðan ég kom hingað.

Ég er eftirlaunaþegi og fæ eftirlaun mín frá Íslandi og tel mig þekkja nokkuð vel hvernig skattlagningu er háttað hér í landi.

Í auglýsingu Ástþórs er gert ráð fyrir að komið verði á fót Íslendinga nýlendu í Algarve.

Hann gerir einnig ráð fyrir því að fólk sé í Portúgal rúma 6 mánuði á ári og flytji lögheimili sitt til Portúgal.

Einnig gerir hann ráð fyrir að sumir eigi fasteign á Íslandi sem þeir þurfi ekki að selja til þess að kaupa aðra í Portúgal. Hann gerir ráð fyrir að fólk muni leigja í gegnum leigufyrirtæki íslenska íbúð sína og hafa tekjur fyrir það. Svo gerir hann ráð fyrir að fólk gæti verið á Íslandi, líklega þá í eigin íbúð þar, í nokkra mánuði ár hvert. Síðan á að vera hægt að skreppa til Íslands þegar fólk vill. Hinn ofboðslegi gróði af uppátækinu gerir það mögulegt.

Hann talar einnig um Golden Visa sem er í gildi hér í landinu en það er ekki fyrir venjulega eftirlaunaþega heldur hina ofur ríku.

Þegar ég sé svona auglýsingu og gylliboð fyllist ég hryllingi. Maðurinn segist þekkja vel til aðstæðna hér og birtir meira að segja af youtube vitnisburð þeirra sem hafa látið drauminn rætast. Ég sá nú engan Íslending í þeim viðtölum.

Þegar ég flutti hingað var hávær umræða hjá stjórnvöldum, þáverandi stjórnvöldum, um að útlendir eftirlaunþegar ættu ekki að greiða skatta í landinu. Þetta gekk svo langt að þeir komu fram í sjónvarpi hvað eftir annað og lofuðu gjörninginn, sem reyndar aldrei varð að veruleika. Sumir lögfræðingar héldu þessu fram blákalt og þegar ég var að stíga fyrstu skref mín í skattaumhverfi landsins varaði Finance apparatið hér í bænum mig við því að trúa lögfræðingnum. Þeir sögðu mér að þetta væri ekki rétt. Það væri eingöngu verið að tala um þetta og ekkert hefði verið samþykkt.

Málið komst aldrei lengra en að tala um það.

Á milli landanna gildir tvísköttunarsamningur og samkvæmt honum verða allir að borga skatta einhvers staðar. Það kemst enginn hjá því.

Ég var ekki ríkisstarfsmaður og þar af leiðandi borga ég mína skatta í Portúgal. Hefði ég verið ríkisstarfsmaður og fengi eftirlaun sem slík væri skattskylda mín á Íslandi.

Hér í Portúgal eru mismunandi skattþrep eftir tekjum.

Til frádráttar sköttum hér er hægt að fá frádregin virðisaukaskatt af sumu og er það ráðstöfun frá 2015 og gerð til þess að reyna að koma í veg fyrir undanskot frá skatti. Einnig er til frádráttar kostanður vegna veikinda.

Þar sem ég fæ eftirlaun mín frá Íslandi færast þau sjálfkrafa inn á íslenska skattskýrslu ásamt inneign á bankabók eða reikningum í banka um áramót ásamt eignum á Íslandi. Allt er þetta sjálfvirkt og þarf ég ekki annað en að samþykkja gjörninginn.

Um vorið er mér svo gert að skila inn lífsvottorði, bæði til TR og Lífeyrissjóðs. Það er gengið úr skugga um að ekki sé verið að greiða bætur til einhvers sem býr og hefur lögheimli í himnaríki.

Skattskýrsla mín hér í Portúgal byggir á uppgefnum tekjum á skattskýrslu frá Íslandi. Þær tekjur eru greiðslur frá TR og Lífeyrissjóði. Tekjurnar eru reiknaðar yfir í Evrur og færðar á portúgalska skattskýrslu, sem skilað er í maí. Þar sem kerfið hérna er flókið hef ég endurskoðanda sem gerir mína skýrslu. Ég passa upp á öll fylgiskjöl og reikninga og endurskoðandinn reiknar út og gengur frá skýrslunni. Þetta er allt tölvuvætt hér.

Portúgalskri skattskýrslu, eða afriti af henni, þarf ég síðan að skila til TR.

Í desember á hverju ári þarf ég að senda umsókn til RSK og biðja um frískattkort, til þess að ég sé ekki látin borga skatt á Íslandi af eftirlaunum og öðrum tekjum á Íslandi og vera þar með tvísköttuð. Tvísköttunarsamningar á milli ríkja eru til þess að koma í veg fyrir slíkt. Ég hef engar tekjur hér í Portúgal svo það er einfalt. Hefði ég hins vegar tekjur hér mundu þær lækka eftirlaun mín frá TR á Íslandi.

Þeir pappírar sem ég skila til RSK eru staðfesting skattyfirvalda í búfesturíki um skattskyldu og heimilisfesti, ásamt erlendu skattframtali vegna fyrra árs og væri um tekjur að ræða þá tekjuvottorð vegna fyrra árs.

RSK gefur síðan út frískattkort sem þau senda til TR og Lífeyrissjóðs og gildir það í eitt ár.

Eins og sjá má af framangreindu er ekki skattfrelsi hér í Portúgal. Þeir sem því halda fram vaða í villu.

Ég hef spurst fyrir um það hjá yfirvöldum hér í landi hvers vegna sumir útlendingar borga skatta hér og aðrir ekki. Það er hægt að sjá á síðu IRS tvísköttunarsamninga sem gerðir hafa verið ásamt fleiri upplýsingum eins og til dæmis flokkun skattprósentu. Svörin sem ég hef fengið, bæði hér í bænum mínum og í höfuðstöðvum í Lisboa, eru að Ísland sé í raun eina landið sem fylgi því eftir að fólk greiði skatta í öðru hvoru landinu og þá samkvæmt tvísköttunarsamningum.

Það er fullt af bretum, þjóðverjum, svíum, dönum og hollendingum sem ekki greiða skatta hér en búa hér allan ársins hring. Þetta fólk nýtir sér heilbrigðisþjónustu og vegakerfi ásamt allri opinberri þjónustu, en sér sóma sinn í því að svíkjast undan skattskyldu.

Mér er vel kunnugt um að þó nokkur fjöldi Íslendinga sem búa á Spáni greiða ekki skatta þar. Þeir greiða skatta á Íslandi en ættu að greiða skattana á Spáni. Þeir sem ekki búa á Spáni meira en 6 mánuði á ári geta verið heimilisfastir á Íslandi og notið þeirra kjara sem þar bjóðast. Þeir sem búa meira en 180 daga á ári á Spáni en eru skráðir á Íslandi og njóta bóta sem þeir væru búsettir í Íslandi eru auðvitað skattsvikarar og ekkert annað. Fólk hælir sér af því að þetta sé hægt og er bara nokkuð hamingjusamt með gjörninginn.

Ég er ekki frá því að Ástþór sé ekki alveg inni í dæminu um hvernig skattkerfi virkar og hann gæti kannski sest niður með einhverjum frá RSK og fengið þau til þess að útskýra málið.

Það er alveg ljóst að enginn kemst hjá því að borga skatta einhvers staðar sé hann eftirlaunaþegi frá Íslandi. Annað eru hrein skattsvik sem enginn ætti að vera hamingjusamur með, eða stunda.

Ég vara fólk við því að taka fullyrðingar nuna.is alvarlega. Þær eru logandi af rangfærslum og blekkingum.

Það er alltaf til fólk sem leitar allra leiða til þess að svindla á þjóðfélaginu, hvar svo sem í heiminum er, en það fólk er sem betur fer ekki í meirihluta.

Ég tek undir það sem kemur fram í hinni makalausu auglýsingu Ástþórs að það er ódýrara að lifa í Portúgal en á Íslandi. Gengi krónunnar spilar inn í hve miklu ódýrara það er.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 

 

 

Just a thought

9th of December 2017

1473332829843

Good morning

I have not posted anything for a while here but will now make up for it this weekend.

Being retired means busy all the time, at least for me.

Even though I don´t write here I try to put something every day on my Facebook page but I promise to make amends and start to write again regularly on my blog page.

After being sick for 2 years and finally recovering there is so much to catch up with. Now I can get into my car and just go wherever I want and enjoy life again. What a difference, and I am grateful.

I hope you all have a great Saturday and I will tell you a lot soon, very soon.

Hulda Björnsdóttir