24. mars 2021
Stundum er lífið svo skemmtilegt
Það er búið að girða svalir í íbúðinni fyrir ofan mig.
Ég þurfti auðvitað að rannsaka málið og hér er niðurstaða:
Íbúðin hefur verið leigð
Af hverju er verið að girða?
Jú það er sko krakki sem gæti dottið niður af svölunum
Já, en það eru litlir krakkar alls staðar og enginn sem hefur dottið, sagði ég og baðaði út öllum öngum
Sko, þessi krakki er 4 ára og alveg á fullu, sagði maðurinn
Ert þú pabbinn? spurði ég
Nei, bróðir minn, sagði hann
Hmmm !
Nú er ég semsagt að velta fyrir mér framtíðinni.
Ætli leigjendur sem koma séu alveg GaGa?
Við, ég og nágrannar höfum fylgst með og allir sammála um að þetta sé mjög einkennilegt, það er að segja svalagirðingin.
Nú er bara að sjá hvort ég fái brjálaða nágranna ofan á hausinn á mér
Þetta hefur verið svo friðsælt undanfarin misseri!
Framhald á næstu dögum!
Núna er verið að bora á fullu !

Þarna er venjan að hengja þvott sem virkar eins og gluggatjöld og byrgja auðvitað alla sól og blessuð blómin mín fá enga þegar verið er að þvo. Mikil blessun að nú skuli vera búið að girða því ég sé ekki fyrir mér hvernig frúin fer að því að hengja þvott yfir mannhæðarháa girðinguna!
Framhliðin og hér sést á litlu svölunum ef vel er að gáð hvernig búið er að girða.
Ég er þó að velta fyrir mér hvort krakkagreyið geti ekki dottið niður um auða plássis á hliðunum !

Það er þó ekki öll von úti enn því borað er á fullu núna og eitthvað ægilega merkilegt að gerast.
Til þess að ná myndum af bakhliðinni stalst ég yfir garð nágranna og smellti af þar.

Ekki get ég gert að því þó fólk blaðri á meðan ég er heima hjá mér að taka upp vídeo af reyk uppi í fjalli, eða hvað?
Semsagt, nú bíð ég eftir því að fólkið flytji inn og að friðurinn sé úti. Krakki sem þarf að girða fyrir með mannhæðar háum vír hlýtur að vera gjörsamlega brjálaður og líklega verður ekki svefnsamt á neðri hæðinni. Kannski flyt ég bara að heiman ef ég finn einhvern sem vill taka mig að sér.
Hulda Björnsdóttir