Nokkrar staðreyndir um gengi íslensku krónunnar

18.júní 2019

Góðan daginn

Mig langar til að benda á nokkrar staðreyndir varðandi búsetu erlendis og ætla að taka landið mitt, Portúgal, sem dæmi.

Ég ætla ekkert að ræða eða rökstyðja rangfærslur um skattfrelsi hér í landi. Eftirlaunaþegar og öryrkjar sem flytja hingað geta einfaldlega rekið sig á, eða þeir geta haft samband við TR og Ríkisskattstjóra til að komast að hinu sanna. Ég er hreinlega búin að gefast upp á því að reyna að koma fólki í skilnig um hvernig skattamál eru hér í landi og hvernig tvísköttunarsamningar á milli landanna virka. Það eru ótal “sérfræðingar” sem vita miklu betur þó mín reynsla sé allt önnur en sú sem þeir halda fram. Semsagt, þetta er um skattamál!

Þeir sem eru að hugleiða að flytja til Portúgal og eru orðnir 67 ára eða meira geta ekki fengið lán hér til íbúða- eða húsakaupa!

Þeir sem eru að hugleiða að flytja til Spánar og eru orðnir 67 ára geta hins vegar fengið lán til húsakaupa.

Þeir sem flytja til útlanda á eftirlaunaaldri eru auðvitað að rífa sig upp með rótum og flytja jafnvel frá fjölskyldum og vinum og oft tekur fólk þetta nærri sér en sér enga aðra leið út úr fjárhagsþröng sem skapast hefur á einu ríkasta landi heims þar sem 3 prósent baða sig í sól og vellystingum á kostnað almennigs.

Þeir sem flytja til suðrænna landa geta ekki gengið að því vísu að ALLIR tali ensku. Hér í Portúgla er hægt að finna þó nokkuð af enskumælandi fólki á stærstu stöðunum en svo eru heil svæði þar sem nær allir tala eingöngu Portúgölsku. Þetta þýðir að til þess að komast inn í þjóðfélagið þarf helst að læra málið og það getur verið snúið fyrir suma. Það getur til dæmis verið erfitt að fara á heilsugæsluna og kunna ekki málið, svo eitt dæmi sé tekið, fyrir utan einangrunina sem það skapar að vera mállaus.

Á Spáni eru Íslendinga nýlendur þar sem Íslendingar hafa safnast saman og geri ég ráð fyrir að kannski sé ekki um jafn mikla málaerfiðleika að ræða þar þó ég þekki það ekki nema af afspurn.

Þá kem ég að því sem mér finnst að ALLIR sem huga að flutningum þurfi að skoða og velta fyrir sér, og það er gengi íslensku krónunnar.

Gengi evrunnar var 1.janúar 2019 133.2 og er núna þann 18 júní 141.5

Þetta þýðir til dæmis fyrir mig að laun mín eru 21.495 krónum lægri á mánuði nú í júní en þau voru í janúar á þessu ári.

Eða 21.495 x 12 = 257.940 krónum lægri á ári.

Ég er skömmuð fyrir að vilja ekki dúsu upp á 900 krónur á mánuði ef ég hef eingöngu tekjur frá TR og stofnunin borgar millifærslukostnað af færslunni til útlanda samkvæmt frumvarpi smástyrnis á Alþingi.

900 krónur á mánuði í millifærslukostnað eru 10.800 krónur á ári eða 76,32 evrur á ári

257.940 krónur (sem laun mín hafa lækkað frá því í janúar 2019 vegna gengis) eru 1.822.89 evrur á ári.

76 evrur duga ekki fyrir einni áfyllingu á bílinn minn.

Það er ódýrara að kaupa í matinn hér en á Íslandi enda eru lágmarkslaun í landinu rétt um 600 evrur eða 84.900 ísl.krónur á mánuði.

Það er ekki mikið öryggi í því að búa erlendis og þurfa að reiða sig á gengi krónunnar og greiðslur frá Íslandi en það getur vel borgað sig ef fólk er tilbúið til þess að segja skilið við fjölskyldu og vini og taka upp nýja siði á efri árum. Það getur verið spennandi en margir treysta sér ekki í ævintýrið. Ég held til dæmis að þeir sem ekki kunna almennilega á tölvur gætu verið í vandræðum með ýmislegt sem þarf að erinda í gegnum netið sé fólk íslenskt og eigi í viðskiptum við TR og Lífeyrissjóði á Íslandi.

Margir hafa flutt.

Sumir hafa flutt með peninga með sér og það er auðveldara en það fólk er ekki fólkið sem lepur dauðann úr skel á Íslandi.

Þeir sem ekki eiga eignir á Íslandi og eiga ekki peninga þurfa að gera sér grein fyrir því að gengið er ekki stöðugt frá mánuði til mánaðar, hvað þá frá ári til árs.

Allar áætlanir sem ég geri byggi ég á óhagstæðasta gengi krónunnar til þess að lenda ekki í vandræðum. Auðvitað er það ekki góð sálfræði en hún hefur reynst mér ágætlega og fátt sem hefur komið mér í opna skjöldu með því að nota þessa aðferð.

Ég hef heyrt í vinum mínum á Spáni, á norðurlöndunum og víðar sem eiga í erfiðleikum vegna óstöðugleikans og þess vegna er ég að tuða þetta hérna.

Það þýðir auðvitað ekkert að reyna að útskýra þetta fyrir elítunni sem stjórnar á landinu. Hún skilur bara afgirtar fegrunar ræður fluttar við hátíðleg tækifæri.

Ég er ekki að telja kjark úr ykkur sem hugið að flutningi. Ég er aðeins að vekja athygli á því að það eru bæði kostir og ókostir fyrir flesta að taka skrefið.

Hulda Björnsdóttir

 

900 krónu dúsa! Nei takk!

16.júní 2019

Kæri lesandi.

Í dag er sunnudagur og kalt hér í litla þorpinu mínu jafnvel þó sólin skíni.

Á morgun er þjóðhátíðardagur Íslendinga og margt fór í gegnum hugann í morgun þegar ég vaknaði.

Hátíðsdagar eiga að vera fyrir alla, er það ekki?

Mér hefur orðið tíðrætt um kjör eldri borgara þessa síðustu daga en ekki hef ég gleym öryrkjunum. Öryrkjar eru hins vegar svo heppnir að eiga sterka baráttusveit sem er bæði innan þings og utan en eitthvað skortir á baráttuvilja fyrir eldri borgara, finnst mér.

Flokkur sem laug sig inn á þing með þingmönnum sem nú eru komnir yfir í klaustursflokk ætlar að setja dúsu upp í þá sem búa erlendis og fá greitt frá TR. Það á semsagt að láta TR borga 900 krónurnar sem það kostar (Í Íslandasbanka, getur verið annað í öðrum bönkum) að millifæra yfir á erlenda reikninga.

Ég er eins og venjulega sú vanþakkláta og get hreinlega ekki að því gert, er bara svona illa innréttuð.

Dúsurnar frá þessu stjórnmála afli eru endalausar en engin úrræði sem mundu skipta verulegu máli í réttindabaráttunni.

Hefur þetta afl til dæmis látið sér detta í hug að skoða hvernig heimilisuppbót er notuð?

Ég er gagnrýnd fyrir að vera ekki þakklát fyrir dúsurnar en þær vekja upp ýmsar spurningar hjá mér.

Til dæmis:

Veit flytjandi frumvarps um greiðslu TR á kostnaði við innlögn á banka erlendis að það eru margir sem fá líka greitt úr Lífeyrissjóðum? Hefur flytjandinn ekki greitt í Lífeyrissjóð á starfsæfi sinni áður en á þing kom?

Ég hef hlustað á flytjanda þessa frumvarps gera lítið úr kröfum þeirra sem vilja fá frumvörp um afnám skerðinga á tekjur frá lífeyrissjóðum og kallað það fólk frekjur og beitt ótrúlega dónalegum tóntegundum til þess að lýsa vanþóknun sinni á frekjunni.

Nei, dúsurnar sem í greiðslu inn á reikninga erlendis eru heilar 900 krónur og mér er bent á að séu miklir peningar fyrir suma kæmu svona út fyrir mig:

Innlegg vegna TR 900 krónur og TR borgara

Innlegg vegna Lífeyrisjsóðs 900 krónur og ég ætti að borga

Ég millifæri í einu lagi og borga 900 krónur fyrir (greiðsla frá TR og greiðsla frá Lífeyrissjóði)

Dúsan sem kæmi í minn hlut er nákvæmlega þessi: NÚLL KRÓNUR

Ég veit ekkert um það hvort allir sem fá greitt bæði frá TR og Lífeyrissjóði láti TR millifæra fyrir sig. Ég velti hins vegar fyrir mér, vegna þess að frumvarpið gerir ekki ráð fyrir að Lífeyrissjóðir borgi fyrir millifærslur á erlenda reikninga, hvort flutningsmaður hafi aldrei borgað í Lífeyrissjóð og sjái þar með ekki gróðann í heildardæminu!

Andstyggilegt auðvitað og verður að hafa það. Þið getið skammað mig endalaust ef þið viljið en ég hef þá reynslu af sumum þingmönnum að þeir moki undir eigin rass og falleg frumvörp þeirra í orði kveðnu séu oft á tíðum flutt út frá eigin stöðu en ekki þeirra sem þeir eru umboðsmenn fyrir. Þetta gerist einfaldlega vegna þess að slíkt fólk er ekki almennilega inni í þjóðfélaginu. Ég er ekki að segja að þetta þinglið sé vont fólk. Ég er að segja að það sé illa að sér í besta lagi.

Hátíðsdagurinn á morgun verður fyrir einhverja og líklega afgirtur Austurvöllur fyrir elítuna eina ferðina enn. Það er jú bráðnauðsynlegt að halda sótsvörtum almennigi fyrir utan, almenningur gæti smitað elítuna af sanngirni og réttsýni og það er gjörsamlega ófært.

Ég, hin vanþakkláta, óska fólki gleðilegrar þjóðhátíðar og vona að ALLIR eigi mat á diskinn sinn það sem eftir er af mánuðinum.

Síðan mín á Facebook heitir “MILLI LÍFS OG DAUÐA” einfaldlega vegna þess að síðustu dagar hvers einasta mánaðar ársins eru barátta á milli lífs og dauða hjá mörgum öryrkjum, líklega flestum, hjá stórum hópi eftirlaunafólks og hjá enn stærri hópi láglaunafólks.

Ég afþakka dúsur og fer fram á alvöru sleikipinna.

Hulda Björnsdóttir

Mikil er skömm þeirra !

11.júní 2019

Góðan daginn

Nokkur atriði sem mér finnst vert að benda á varðandi eftirlaun

Almennur ellilífeyrir frá TR er krónur 248.105 á mánuði plús orlofs og desemberuppbætur sem eru samtals 93.555

Eins og sumir vita þá eru skerðingar af ýmsum toga á þessum ellilífeyri og stjórnast líklega af geðþóttákvörðunum stjórnvalda á hverjum tíma. Núverandi ríkisstjórn er vinur hinna vel stæðu eins og kemur glöggt fram á dæmunum sem ég ætla að sýna hér á eftir.

Dæmi 1.

Einstaklingur sem fær 156.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 189.155 krónur í eftirlaun frá TR plús 62.115 krónur í orlofs og desemberuppbætur.

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 274.102 eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er krónur 71.053

Dæmi 2.

Einstaklingur sem fær 300.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 124.356 (fullur lífeyrir er 248.105 krónur á mánuði) krónur í eftirlaun frá TR plús 27.555 krónur í orlofs og desemberuppbætur (óskertar uppbætur eru 93.555 á mánuði).

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 313.535 á mánuði eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er kr. 110.820

Dæmi 3.

Þessi nýtir sér half and half regluna:

Einstaklingur sem fær 600.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 124.053 krónur í eftirlaun frá TR, óskert plus 93.555 krónur í orlofs og desemberuppbót, líka óskert.

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 502.413 á mánuði eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er kr 221.640

Dæmi 4.

Þessi nýtir sér líka half and half regluna:

Einstaklingur sem fær 1.000.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 124.053 krónur í eftirlaun frá TR, óskert, plús 93.555 krónur í orlofs og desemberuppbót, líka óskert.

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 736.335 á mánuði eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er kr.387.718

Niðurstaða mín er þessi:

Það er rætt um að bæta skuli hag hinna verst settu í þjóðfélaginu. Það er rætt um að þeir sem hafi hærri tekjur og séu með breiðari bök þurfi að bera aðeins meiri byrgðar til þess að hjálpa hinum verr settu.

Hvað gerist svo?

Breiðu bökin færast niður til hinna verst settu.

Þeir sem ættu að vera með breiðust bökin geta nýtt sér hálfan ellilífeyri frá TR, og efast ég ekki um að margir geri það, á sama tíma og þeir sem ekki hafa efni á að taka hálfan ellilífeyri og fá í lífeyristekjur frá TR krónur 124.355 ef þeir eru svo heppnir að Lífeyrissjóður þeirra greiði þeim 300 þúsund á mánuði.

Þessi 300 þúsund niðurgreiða lífeyri frá TR um rétt tæpan helming og eftir skatt eru tekjur þeirra 13.535 þúsund krónum hærri en það sem þeir fá frá Lífeyrisjsóði eftir æfilangan sparnað!

Hvaða réttlæti er í því að hinir betur stæðu geti fengið greitt frá TR hálfan lífeyri á meðan hinir þurfa að niðurgreiða sitt með ævilöngum sparnaði í Lífeyrissjóði?

Er þetta boðlegt?

Er þetta ástand það sem VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ætla sér að bjóða eldri borgurum upp á í framtíðinni.

Katrín sagði að eldri borgarar gætu ekki beðið eftir hækkun. Hún stóð við orð sín. Hún hefur séð til þess að þeir betur stæðu í þjóðfélaginu þyrftu ekki að bíða, um hina þykist hún ekkert vita og brosir smeðjulega út í bæði.

Ég hef skömm á hræsni og hef alltaf haft.

Ég skammast mín ekki fyrir að halda því á lofti hvernig farið er með þá sem tilheyra neðri þrepum þjófélags sem trúir tölum fjármálaráðherra sem reiknar eftir kúnstarinnar reglum til þess að fá sem besta niðurstöðu.

Það versta í þessu öllu saman er að þjóðin mun trúlega kjósa sukkið aftur og þrælslundin lætur ekki að sér hæða.

Ég er öskureið í dag og ætla að hafa þann lúxus með mér allavega í dag að þykja íslenskt þjóðfélag rotið og viðbjóðslegt og ekki mönnum bjóðandi.

Því miður gæti ég etið hatt minn upp á að þessi vesalings þjóð mun áfram kjósa þrælahaldarana og skammast svo út í eitt yfir ástandinu!

Hulda Björnsdóttir

Guilt is a horrible feeling!

5th of June 2019

When you are struggling with health life becomes a bit peculiar.

You think you are ok when you wake up in the morning but after a while something is not quite as it should be. It can be devastating and many people know this. But, there are many who don´t understand because they are always healthy! Really!

When I look back and contemplate on 3 years more or less I am amazed of how I survived. With the help of perfect doctors, the help of friends and the help of never giving up, I understand. I did not survive of my own.  I did because I have a safety net around me and great people.

Sometimes I get furious and want just to give up.

But, there is always something or someone that lifts me up and it has been like that my whole life. The truth is that since young age I have not been with really strong health. My mother told me so but I did not believe her. When looking back I see the truth. My mother was a wise woman. We did not always see eye to eye but I saved her life more than once and we had a lot in common. I make it my pride not to talk about the bad times. If I talk about her it is about the good times.

I believe as so many others that we choose our parents. The parents don´t choose us. We, the children, know what lesson we need to learn and choose the best parents to help us study!

I am grateful for all my lessons the parents I choose taught me. They were amazing teachers. I did not always listen but I learned. They made sacrifices, more than I could understand and I am grateful for that.

When children, grown ups, blame the parents on what went wrong and belittle their parent the lesson has not been learned. It is easy to say “I love myself” and that is supposed to solve everything. Does ” I love myself” give us the right to belittle or even destroy the lives of those who brought us into this world? I don´t think so. I think “I love myself” means that I need to be a kind person, respecting my parents, and not blaming them for my mistakes.

Guilt is a horrible companion.

Those who belittle their parents are carrying guilt and are not strong enough or brave enough to face their own feelings with honesty.

There are many who take your money for telling you how wonderful you are and how bad your parents have been!. Those money makers are everywhere. How much good do they do I don’t know but I know they can do a lot of damage that needs to be corrected in next life!

So here you have my thoughts for today in English, and just in English.

I hope your day will be ok and I hope you will see my story about the wonderful wedding and the customs here in my little lands, soon.

Hulda Björnsdóttir

Eiga öryrkjar og eftirlaunafólk að flýja land? Er það lausnin?

5.júní 2019

Góðan daginn

Ég ætla að setja smávegis hér inn og líklega að vaða úr einu í annað.

Ég er frekar fúl yfir því að þurfa að fá eftirlaun mín frá Íslandi og geta aldrei gert áætlanir vegna gengis íslensku krónunnar. Laun mín lækka frá mánuði til mánaðar og ég get að sjálfsögðu ekkert gert annað en sætt mig við ástandið.

Ég sá í gær skríbent á Facebook fara mikinn og lýsa því yfir að tvennt ætti að gera væri fólk öryrkjar eða eldri borgarar.

Í fyrsta lagi átti fólk að flytja úr landi t.d. til Spánar þar sem ódýrara er að lifa. Í öðru lagi hvatti hann til þess að sendar væru greinar til erlendra blaða til þess að lýsa ástandinu á Íslandi.

Ég veit hreint ekki hvort ég er sammála eða ekki.

Ég bý ekki á Íslandi en flutti löngu áður en ég fór á eftirlaun og ekki vegna efnahagsástands landsins. Ég ákvað mjög ung að yfrigefa landið um leið og fært væri og gerði það. Ég hef ekki uppi nein áform um að flytja aftur til Íslands en tel mig samt ekki vera þess umkomin að hvetja eldri borgara og öryrkja til þess að flýja land. Það verður að vera val hvers og eins.

Ég skil vel afstöðu þeirra sem vilja að eldri borgarar og öryrkjar yfirgefi ekki landið og að þeir vilji hafa hópana áfram á landinu til þess að berjast fyrir bættum kjörum.

Hvort Facebook og rifrildi þar hefur einhver áhrif ætla ég ekki að tjá mig um. Ég nota Facebook ásamt öðrum nútíma tækjum sem fyrir hendi eru. Ég er sannfærð um að bréf frá mér til alþingismanna hafa einhver áhrif. Kannski ekki stórvægileg en eitthvað þó í skrifum mínum oft á tíðum sem vekur mennina til umhugsunar og hef ég fengið bréf til baka sem segja mér að baráttan sé ekki alveg vonlaus.

Það er ekki fyrir alla að flýja landið. Margir geta ekki hugsað sér að yfirgefa fjölskyldur og sumir hafa hreinlega ekki efni á því að flýja land. Við megum ekki vera svona áköf í því að hreinsa landið af eftirlaunafólki og öryrkjum. Við þurfum að styðja við bakið á þeim sem þurfa á stuðningi að halda. Sá stuðningur þarf ekki endilega að vera fjárhagslegur. Margir eru félagslega einangraðir og gætu notið samveru við annað fólk, jafnvel ókunnuga.

Ég talaði um það um daginn að félög eldri borgara vítt og breitt um landið þyrftu að koma upp þjónustu við þá sem ekki geta nýtt sér tölvutæknina. Ég sagði líka að væri ég á landinu mundi ég setja upp svona þjónustu. Ég er ekki á landinu og verð ekki á landinu. Ég veit ekki hvað ég lifi lengi, heilsan er að gefa sig og ekki á vísann að róa en á meðan ég get mun ég halda áfram að skrifa á netið, bæði Facebook og bloggið mitt. Sumir eldri borgarar sem búa erlendis eru ekki með Facebook og fyrir þá er bloggið.

Þeir sem búa á Íslandi ættu að geta notið stuðnings okkar sem búum erlendis, án þess að þurfa endilega að rífa sig upp með rótum.

Það er mikil reiði í þjóðfélaginu og ekki að ósekju. Ríkasta fólkið rakar saman fé eins og ég hef sagt hérna hundrað sinnum. Ríkasta fólkið skilur ekki líf almúganns. Ríkasta fólkið býr í kössum og fer aldrei út úr þeim. Því miður virðast margir þeirra sem á Alþingi sitja búa í svona harðlokuðum kössum og henda dúsum, sem eru ekki neitt neitt, til öryrkja þessa dagana. Kassabúarnir hafa hins vegar séð til þess að aðrir kassabúar sem komnir eru á eftirlaun geti fengið greiddar óskertar tekjur frá TR með því að taka hálf eftirlaun. Auðvitað sjá kassabúar um sína í eftirlaunamálum. Annað væri jú fáránlegt, eða hvað?

Ég horfi stundum á umræður á Alþingi, alls ekki alltaf, og sá fyrir einhverjum vikum einn ágætann sjálfstæðismann skoða hvort rétt væri að þeir sem væru með milljón í tekjur á mánuði gætu fengið óskertar greiðslur frá TR. Þessi ágæti maður sá að þetta var rétt og sagði úr pontu hins ágæta alþingis að þessu þyrfti að breyta. Hefur það verið gert? Ég hef ekki séð það og hafi ég rangt fyrir mér þá verð ég örugglega tekin í karphúsið fyrir ranga fullyrðingu.

Í nokkrum löndum eru grúppur fyrir Íslendinga búsetta í viðkomandi landi. Ég er meðlimur í einum sem heitir “Íslendingar í Portúgal”.

Í morgun setti ég inn ábendingu um að vatnsbirgðir landins væru í lágmarki. Eitt comment kom þar sem spurt var hvort þetta væri óvanalegt og annað sá ég þar sem viðkomandi var greinilega með skítkast.

Ég var að velta því fyrir mér til hvers svona grúppur eru settar upp. Hver er tilgangurinn ef ekki að gefa þeim sem búa í löndunum upplýsingar um mikilvæg málefni sem skipta búsetulandið máli? Auðvitað tek ég ekki nærri mér undarlegar athugasemdir og í þessari grúppu eru þó nokkrir sem er alls ekki búsettir í Portúgal.

Mér finnst hálf undarlegt að fólk sem býr í landinu viti til dæmis ekki um vatnsskort og kannski veit sumt af þessu fólki ekki um hina ægilegu ógn sem stendur af skógareldum og hvernig eldar ár eftir ár hafa breytt loftslagi í þessu litla landi. Veit þetta fólk til dæmis hvernig fellibylurinn síðasta ár fór með línuna frá Figueira Foss til Miranda, þegar hann æddi yfir og trén sem hafa undanfarið verið varnargarður höfðu verið brennd síðasta sumar og ægilegur vindurinn átti greiða leið upp á hæstu tinda í Semide ? Auðvitað kemur mér þetta ekkert við og ég á ekki að vera að skipta mér af því hvernig útlendingar í löndum haga sér. Mér finnst bara hallærislegt að nýta sér gæða nýs búsetulands án þess að leggja á sig að kynna sér einfalda hluti eins og vatnsmál!

Líklega er ég búin að móðga fullt af fólki núna og verður að hafa það. Þegar ég fer til Slökkvuliðsins hér í litla þorpinu mínu í byrjun hvers mánaðar og færi þeim mitt framlag verður mér hugsað til þeirra sem hafa ekki hugmynd um hvernig slökkvilið landsins eru rekin og halda kannski að ríkið sjái bara um þetta allt !

Hulda Björnsdóttir

Og við föllum á kné!

1.júní 2019

Góðan daginn

Ég vaknaði öskureið í morgun.

Öskureið vegna gullfiskaminnis Íslendinga og hvernig stjórnmálamenn geta endalaust blekkt minnislausa einstaklinga.

Á Facebook er síða sem heitir “Lifðu núna” og er þar fjallað um málefni eldri borgara, sumra eldri borgara.

Ég les stundum það sem er á síðunni en alls ekki alltaf og verð stundum fúl yfir því að ekki sé talað um þá sem hafa það allra verst þegar þeir eru komnir á eftirlaun.

Auðvitað á ég ekkert að vera að skipta mér af því hvernig einhver síða á Facebook velur að fjalla um mál eldri borgara. Í gær setti ég inn athugasemd þar sem fjallað var um hvað hjón ætluðu að gera þegar þau yrðu gömul. Það var stefna þeirra að ferðast og njóta lífsins, sem er auðvitað frábært. Ég vogaði mér að segja að þeim tækist þetta líklega ekki á strípuðum launum frá TR. Þvílík ósvífni í mér! Fékk ég svo comment á mig þar sem mér var bent á að öfundin væri ekki góð!

Comment mitt hafði ekkert með öfund að gera. Þetta var bara staðreynd sem ég var svo ósvífin að benda á.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig hægt væri að koma umræðu um eldri borgara og kjör þeirra á plan þeirra sem hafa það skítt þegar þeir setjast í helgann stein.

Það er endalaust fjallað um þá sem hafa það fínt og búnar til vídeómyndir um fræga eldri borgara og spurt hvort við treystum þeim til þessa og hins. Á meðal hinna frægu, og ég held svei mér þá að það hafi verið fyrsta skotið sem ég sá, var frú formaður LEB sem ég treysti ekki til eins eða neins. Það eru þættir á sjónvarpsstöð þar sem fjallað er um eitt og annað sem er svo dásamlegt fyrir eldri borgara.

Er ekki komið nóg af því sem er svo yndislegt við að verða eldri borgari?

Er ekki kominn tími til þess að taka viðtöl og búa til þætti um þá sem lepja dauðann úr skel alla mánuði ársins? Eða er það kannski ekki alveg nægilega fínt sjónvarpsefni eða viðtal? Getur það verið að þeir sem stjórna öllum þessum dásamlegu eldri borgara vinveittu fjölmiðlum viti ekki hvernig ástandið er hjá stórum hópi þessa fólks? Getur það verið? Þetta er ábyggilega ekki flokkapólitík sem stýrir, það getur bara ekki verið.

Vanþekking þeirra sem láta ljós sitt skína hér og þar er stundum hálf grátleg og alls ekki hlægileg.

Það fyrsta sem verkfræðingnum datt í hug í tilefni athugasemdar minnar um að ekki væri um strípaðan lífeyri frá TR að ræða, var öfund! Virkilega! Hvað er eiginlega að ?

Stjórnmálamenn fá upp í hendurnar tæki til þess að halda lífeyri niðri með málflutningi um dásemdina. Auðvitað trúa þeir því sem forysta eldri borgara segir! Hvað annað er mögulegt? Ekki geta stjórnmálamenn haldið að verið sé að fela óhreinu börnin hennar Evu, nei það er óhugsandi.

Ef notaður væri sami taktur og ákefð við að segja frá óhreinu börnum og beitt er við prinsana þá væri líklega skilningur pólitíkusanna aðeins meira í takt við staðreyndir.

Hverjum datt í hug að gera myndir eins og Efling gerði um venjulega verkafólkið sem var á lúsarlaunum? Það var einhver snillingur og ég vildi að eldri borgarar, eða félög þeirra, græfu upp slíkan snilling sem mundi gera myndir um fátæku eldri borgarana, bara þá, ekki hina vel stæðu. Væri þetta gert og birt mundi viðhorfið hugsanlega breytast og fólk hætta að trúa því að það séu kannski 2 eða 3 sem hafa það svo skítt að þeir eigi ekki fyrir mat síðustu viku hvers einasta mánaðar.

Ég ætla ekkert að tala um stjórnmálaflokk sem laug að þjóðinni og sagðist ætla að nota part af framlagi frá ríkinu til þess að kosta málssókn gegn TR. Ég ætla ekkert að tala um að málið tapaðist í héraðsdómi og vannst í landsrétti og nú er allt á hvolfi yfir gæsku þess sem hélt því fram að stjórnmálaflokkurinn mundi kosta málið en svo drógst það og drógst vegna umsóknar um gjafsókn. Gjafsókn fékkst og skattgreiðendur borga. Skattgreiðendur kosta geymið og öllum er sama um það. Flokkur sem lýgur upp í opið geðið á þjóðinni og þjóðin fellur á kné í aðdáun á ábyggilega eftir að gera það gott í næstu kosningum og lofa enn fleiru og hinir auðtrúa gleypa hrátt. Formaður sem kallar stóran hóp þjóðfélagsins “hina minnstu bræður” í gríð og erg er svo ægilega mikill baráttumaður fyrir bættu ástandi. Sami formaður hélt þrumuræðu í kaffi hjá samkomunni og gerði grín að því að þeir sem niðurgreiddu greiðslur frá TR með lífeyrissparnaði sínum vildu að það óréttlæti væri leiðrétt! Það er flott að standa í pontu æðstu stofnunar þjóðarinnar og belgja sig út af heilögum anda fyrir “hina minnstu bræður” og nýta sér svo hverja einustu smugu til tekna. Já, ég segi hverja einustu smugu!

Ég mótmæli því að vera kölluð “hinn minnsti bróðir” þó ég sé ekki með milljónir í tekjur á mánuði og sé komin yfir 67 ára aldurinn. Auðvitað hafa mótmæli mín ekkert að segja því ég er bara full af öfund og skil ekki dásemdina!

Vel á minnst. Hvað ætli hin dásamlega frú formaður hafi boðist til að leggja fram til málssóknar Gráa hersins geng ríkinu vegna skerðinga á Lífeyrissjóðs tekjum? Ætli þar sé um einhverja stórupphæð að ræða? Það gæti verið en ótrúlegt finnst mér það því pólitískur ávinningur væri líklega ekki tilefni til múgæsingar.

Ég voga mér ekki að setja þennan pistil á Facebook. Ég yrði hálshöggvin og má ekki við því í bili.

Ég vaknaði öskuill og er enn öskuill.

Kannski er það bara hitinn sem fer svona illa í mig og kannski verð ég bara spök á mánudaginn þegar aftur verða komin 25 stig eða minna í litla þorpinu míni í litla landinu mínu.

Hulda Björnsdóttir

Voðalega er lífið skemmtilegt

31.maí 2019
Gott kvöld

Ég get ekki á mér setið og hér heilsar hin neikvæða en ég ætla samt að segja góðu fréttirnar fyrst.

Fjárhagur minn hefur tekið heljarstökk fram á við.
Ég fékk 87 krónur endurgreiddar frá TR, eða eitthvað svoleiðis, nenni ekki að gá að nákvæmri tölu.
Svo fékk ég endurgreiddar 27 krónur frá RSK. Þegar ég athugaði á mínum síðum hjá RSK kom í ljós að verið var að endurgreiða mér fjármagnstekjuskatt!

Já, það er ekki á mig logið, fjárhagurinn batnaði mikið við þetta og ég er eiginlega í vandræðum með hvernig ég á að ráðstafa auðnum, en læt það þó ekki eyðileggja fyrir mér tækifærið til þess að vera neikvæð og njóta þess á kvikindislegan hátt eða þannig.

Inga Sæland hoppar hæð sína og er í ÖLLUM fjölmiðlum vegna dóms landsréttar og lýsir því yfir að móðir hennar sé í skýjunum yfir óvæntum glaðningi.

Glaðningurinn er dómur um að TR hafi ekki verið heimilt að fara eftir lögum um Almannatryggingar eins og þeim var ætlað að vera, en urðu ekki alveg nákvæmlega rétt vegna vélritunarvillu! Það gleymdist sko að vélrita skerðingar hjá eldri borgurum.

Nú er málið búið að fara fyrir héraðsdóm og tapast þar, svo fór það fyrir landsrétt og vannst þar.

Inga er lögfræðingur á pappírunum.

Dettur henni í hug að ríkið áfrýji ekki til Hæstaréttar? Ég bara spyr eins og fávís almúgakona sem er ekki með lögfræðigráðu en svoldið af heilbrigðri skynsemi!
Semsagt, hin neikvæða ég ætla ekki að taka þátt í stríðsdansinum fyrr en ljóst er að málið fari EKKI fyrir Hæstarétt, eða að það verði dæmt móður Ingu í vil í Hæstarétti. Vinnist málið í Hæstarétti skal ég reyna að stökkva aðeins upp úr stólnum. Tapist málið hins vegar fer það kannski fyrir Mannréttindadómstól og eins og allir vita þá gera sjallarni ekki mikið með þá dóma.

Áður en við töpum okkur yfir vinningnum skulum við bara gleðjast með mér með 87 krónur plús 27 krónur í endurgreiðslu. Það er jú full ástæða til þess að hrópa húrra fyrir svoleiðis stórtíðindum.

Kærar kvejur frá 30 gráðu heitu litla þorpinu mínu, þar sem gráðurnar falla nú ört og rallýið argar um vegi og kallinn niðri, þ.e. á neðrihæðinni hamast í fólkinu í næsta húsi og rífst yfir því hvað við, sambýlisfólk hans í mínu fjölbýli, séum miklir hálfvitar.

Hulda Björnsdóttir