Stormurinn heltók landið

14.október 2018

Góðan daginn gott fólk.

Ég veit að margir íslenskir vinir mínir voru áhyggjufullir vegna ofsaveðursins sem gekk yfir litla landið mitt í nótt.

Klukkan rúmlega 10 í gærkvöld fór rafmagnið af í litla bænum mínum og enginn sími og internet.

Nú er kominn sunnudagur og veðrið gengið niður að mestu.

Ég viðurkenni fúslega að í gær var ég kvíðin. Ég kveið fyrir ofsarokinu sem hefur komið hér stundum á þessum tæpum 8 árum sem ég hef búið hérna en nú vissi ég að það sem hafði dunið yfir áður gæti verið smámunir miðað við það sem í vændum var.

Reyndin varð líka sú. Rokið sem dundi á í nótt og gærkvöld var eins og það versta sem ég upplifði í Kína.

Upp úr klukkan 9 í gærkvöld var farið að hvessa verulega og vandræðin byrjuð í Porto. Portó er þó nokkuð fyrir norðan mig, um það bil 200 km í norður. Ég sá í fréttunum að tré væru tekin að falla í borginni og rigning og rok vaxandi.

Það færðist yfir mig einhver undarleg ró og ég vissi að ég hafði gert allt sem ég gat til þess að verjast ófreskjunni og nú var bara að vona hið besta og sitja veðrið af sér.

Einhver spurði mig hvort ekki væri hægt að fara eitthvað í skjól, til dæmis í shelters eða bara eitthvað? Nei það er ekkert svoleiðis hér. Við björgum okkur bara sem best við getum þar sem við erum niðurkomin.

Upp úr klukkan 10 skall rokið á með ofsaþunga í bænum mínum og rafmagnið fór, ég vissi að nú væri líklega vonin það eina sem eftir væri í bili.

Það hristist allt og skalf, rigningin lamdi glugga og veggi og ef eitthvað lauslegt var einhvers staðar þaut það af stað með ofsahraða. Sem betur fór virtust íbúar götunnar minnar hafa búið sig undir ófreskjuna og flestir tekið allt lauslegt inn en bílarnir stóðu úti og svo auðvitað gróðurinn. Það var ekki hægt að færa trén. Nú reyndi á hversu sveigjanleg þau yrðu.

Eins og ég hef stundum sagt frá þá eru allar rafmagnslínur á lofti og strengdar inn á milli trjánna og staurarnir trjábolir. Það örlar aðeins á því að farið sé að leggja nýja staura sem eru steyptir en það er algjör undantekning. Í stormi og skógareldum vitum við að rafmagnið muni fara og síminn detta dauður líka. Þetta er bara svona hérna í litla landinu mínu.

Með morgninum, um sexleitið, fór að lægja og þá var loksins kominn tími til þess að geta sofnað. Vökunótt er ekkert til þess að tala um í svona ástandi. Það er hægt að bæta sér svefninn, hitt er verra að tjónið sem orðið er verður í sumum tilfellum ekki bætt og er undarlegt að minnast þess að 15. Október í fyrra geysuðu hrikalegir skógareldar fyrir norðan og tugir manna létu lífið og ótal hús eyðilögðust.

Að þessu sinni voru það ekki eldar sem lögðu heimili í rúst og slösuðu fólk, það var stormurinn og rigningin.

Þau svæði sem verst urðu úti í nótt voru Coimbra, svæðið sem ég tilheyri, Aveiro, Viseo og Leiria.

Þjóðvegir hafa lokast vegna trjáa sem liggja þvert yfir. Vegirnir verða auðvitað opnaðir fljótlega en vatnsskemmdir á húsum til dæmis í Coimbra eru miklar og heilu trén féllu á húsin og eyðilögðu hús og bíla, vítt og breitt um landið.

Figueira da Foz varð mjög illa úti. Þar æddi sjórinn upp á landið og eyrði engu.

Ég gæti haldi áfram að telja upp allt það sem gerðist en læt þetta duga.

Vinkona mín hringdi í mig í morgun og grét í símann, hún sagðist aldrei á ævinni hafa upplifað annað eins og var skelfingu lostin. Hún og fjölskylda hennar eru heil á húfi og það er einhvern vegin það sem mestu máli skiptir. Það liggja niðri rafmagnslínur um allt hjá þeim en EDP vinnur hörðum höndum nótt og dag til þess að koma fólki í samband aftur.

Einhverjar skemmdir eru á blokkinni minni. Veggurinn á næstu hæð fyrir ofan mig hefur sprungið á þtemur stöðum í látunum og gætu verið fleiri skemmdir en mér fannst nóg að skoða þessa hæð í morgun. Það flæddi ekki inn í bílageymsluna sem var gott mál en við íbúarnir bjuggumst hálft í hvoru við því.

Í morgun fór ég í göngutúr um þorpið, rétt um 10 leytið. Ég lagði af stað í nokkuð fallegu veðri en á miðri göngunni skall á hellirigning og rok. Ég kom heim holdvot og veðurbarin en sólin var farin að skína þegar ég gekk síðasta spölinn niður götuna mína. Ótrúlegar sviftingar og hafa þær haldið áfram í dag.

Kirkjugarðurinn fallegi er í rúst. Þar hafa legsteinar og blóm fokið út í veður og vind og verður sárt fyrir aðstandendur sem sjá vel um fólkið sem er farið að horfa upp á skemmdirnar. Auðvitað verður þetta allt lagfært en sorgin er ábyggilega mikil.

Ég gekk fram hjá húsi nágranna minna, þau búa í blokkinni, en eiga stórt fallegt hús á öðrum stað í bænum. Í kringum húsið var allt í rúst. Tré og runner, blómapottar og hengirunnar, allt brotið og bramlað.

Það er mikið af skiltum sem segja að íbúðir og hús séu til sölu hangandi utan á húsum. Þessi skilti eru ekki lengur heil, vindurinn hefur svift þeim í marga parta.

Út um op á húsi sem verið er byggja ekki langt frá mér héngu einangrunarplöst og alls konar plöst. Þetta voru eins og saur pokar utan á manneskju. Ótrúlegt en satt. Grindur sem voru fyrir öðru húsi sem er í byggingu lágu á miðri götunni. Byggingaverktakinn var að renna í hlað til þess að fjarlægja grindurnar þegar ég kom labbandi.

Íbúar voru í óða önn að sópa upp laufum og greinum af stéttunum sem liggja að húsunum. Sumir höfðu orðið fyrir vatnstjóni og aðrir virtust vera með brotna glugga.

Fallegu stóru appelsínurnar sem ég hef verið að gefa auga undanfarnar vikur fyrir utan elliheimilið lágu út um alla gangstéttina. Stóra fallega tréð á hringtorginu sem liggur við götuna sem ég geng venjulega var í rúst. Greinarnar lágu út um allt.

Núna, þegar ég skrifa þetta er himininn grár og ylgdur og sést varla í fjöllin fyrir framan mig.

Svona dagar líða líklega ekki úr minni. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ofsarokin skullu á húsinu mínu í Kína og pálmatrén og eiginlega öll tré voru rifin upp með rótum og lágu eins og hráviður út um alla eyjuna.

Nóttin í nótt verður vonandi sú síðasta á þessu ári þar sem veðurguðirnir steyta hnefann framan í okkur mannfólkið sem hlustum ekki á hljóðin sem biðja okkur um að hlífa jörðinni og hætta að spúa eitri út í loftið og eyðileggja heiminn.

Kæru íslensku vinir, sem höfðu áhyggjur af mér og senduð mér hlýja strauma, ég þakka ykkur fyrir og veit að góðar hugsanir á erfiðum stundum eru gulli betri.

Nú heldur lífið áfram og ný vika framundan með fallegum haustdögum og viðurinn kemur í hús í vikunni svo hægt verður að kveikja upp í arninum og hlýja íbúðina þegar kuldinn læsir klónum í gegnum hola veggina. Það er góð líkamsrækt að bera viðinn upp á aðra hæð og ætti að styrkja heilsuna. Standi ég á öndinni á miðri leið eru góðir nágrannar á næsta strái sem draga mig að landi eins og svo oft áður.

Hulda Björnsdóttir

Ríkisstjórn Íslands er skítsama um öryrkja, en hvar er samviska þingheims?

  1. október 2018

Á Alþingi er nú frumvarp um afnám skerðinga krónu á móti krónu hjá örykjum.

Því miður eru ekki miklar líkur á því að frumvarpið verði samþykkt þar sem það er flutt af stjórnarandstöðunni.

Ég hef aldrei skilið þetta fyrirkomulag að frumvörp flutt af stjórnarandstöðu nái svo til aldrei fram að ganga.

Góð mál ættu að fá brautargengi hvaðan sem þau koma.

Stundum er það bara venjulegt fólk sem kemur með tillögur að frumvörpum og skrifar jafnvel góða greinargerð með þeim en ef það er ekki borið upp af stjórnarliðum og samþykkt í þingflokkum stjórnarflokka þá er málið dautt.

Þetta er voðalega einkennilegt finnst mér.

Þegar nýju lögin um Almannatryggingar voru lögð fram var í þeim ákvæði um krónu á móti krónu skerðingu bæði hjá öryrkjum og eldri borgurum.

Fyrir nýju lögin hafði frítekjumark hjá eldri borgurum verið 109 þúsund.

Rétt fyrir samþykkt laganna vatt ríkisstjórnin sér í að breyta krónu á móti krónu skerðingunni hjá eldri borgurum í 25 þúsund krónu frítekjumark. Frá 109 þúsund niður í 25 þúsund. Vel af sér vikið hjá Bjarna Ben og Co.

Samskonar leiðrétting, ef leiðréttingu skyldi kalla, var ekki gerð hjá öryrkjum.

Þeir áttu að fara í starfsgetumat.

Starfsgetumat var eitthvað fínt sem stjórnin hafði fundið og nú var komin leið til þess að henda út öryrkjum sem “nenntu ekki að vinna”, að áliti stjórnvalda.

Öryrkjar samþykktu ekki þetta mat.

Þeir reyndu að sýna fram á að þetta væri ekki raunhæf leið.

Jú, í starfsgetumat skuluð þið fara, hvað sem tautar og raular, sagði BB og co og króna á móti krónu skerðing var ekki felld niður hjá öryrkjum þegar nýju lögin um Almannatryggingar voru samþykkt.

Þessi nýju lög voru 10 ár í smíðum.

10 ár!

Mér hefði fundist að 10 ár hefðu átt að nægja til þess að opna augu þeirra sem að bákninu stóðu og leiða þeim fyrir sjónir að íslenskt atvinnulíf er ekki tilbúið til þess að taka við öryrkjum út á vinnumarkaðinn hvort heldur er í fullt starf eða hálft starf.

Ég minnist þess þegar rætt var við einn þingmann sem nú situr á Alþingi og hann spurður hvernig hann færi að ef hann þyrfti vegna örorku sinnar að vera frá þingstörfum, þá sagðist hann fá inn varaþingmann á meðan hann væri í veikindaleyfi.

Ekki eru venjulegir öryrkjar með varamenn sem geta tekið við og líklega yrðu þeir sendir heim ef þeir gætu ekki sinnt vinnunni eins og fullfrískt fólk og mundu auk þess missa vinnuna.

Ástandið á Íslandi hefur ekkert breyst. Það eru ekki til störf fyrir fólk með skerta starfsgetu að ég tali nú ekki um fólk sem komið er á eftirlauna aldur og er bara venjulegt verkafólk eða annað erfiðisvinnu fólk.

Íslenskt atvinnulíf vill ekki fólk yfir 50 ára gamalt í vinnu. Það vill yngra fólk og þeir sem eru komnir yfir 50 ár og láta sig dreyma um að skipta um starf eru í miklum vanda.

Í þessu þjóðfélagi er ætlast til þess að öryrkjar fari í starfsgetumat og út á vinnumarkaðinn í vinnu sem er EKKI TIL.

Á meðan örorkubætur eru skertar um krónu á móti krónu er ekki von til þess að öryrkjarnir fari út á vinnumarkaðinn, allavega ekki til þess að vinna löglega. Þetta er grafalvarlegt ástand og hefur í för með sér að öryrkjar eru fastir í gildru sem þeir komast engan vegin út úr.

Á meðan stjórnvöld og íslenskt atvinnulíf í sameiningu sjá ekki til þess að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og unnið eins mikið og þeir treysta sér til án þess að þurfa að borga til baka allan ágóðann, fjölgar öryrkjum.

Til þess að komast út úr öryrkja gildrunni verður fólk að geta bjargað sér án þess að vera refsað fyrir eins og nú er gert.

Ég hef ekki verið öryrki sjálf en ólst upp hjá móður sem var öryrki. Við bjuggum við sára fátækt og oft var ekki til matur fyrir okkur en móðir mín fór með mig sem ráðskona út í sveit á sumrin og þá fengum við nóg að borða. Ég þekki vel hvernig það er að fara til Félagsmálastofnunar yfir veturinn til þess að betla fyrir mat. Það voru erfið spor fyrir barnið þegar móðirin treysti sér ekki út fyrir dyr.

Ég hef séð örvæntinguna hjá öryrkjanum sem á sér enga viðreisnar von.

Ég veit ekki hvernig á að koma stjórnvöldum í skilning um að á meðan öryrkjanum er refsað fyrir að reyna að bjarga sér þá fjölgar þeim og sjálfsbjargarviðleitnin hverfur.

Starfsgetumat er ekki lausnin.

Þjóðfélagið er ekki tilbúið til þess að sjá þessum hópi fyrir vinnu í stórum stíl.

Nú eru skorin niður úrræði fyrir þennan hóp í stórum stíl. Úrræði sem gætu komið fólki aftur til lífsins og hjálpað því að komast upp úr örvæntingu þunglyndis sem stafar oft og tíðum af því að áhyggjur vegna sjálfsagðra mannréttinda eins og húsaskjóls og fæðis og klæða eru að gera út af við einstaklingana.

Andleg úrræði fyrir öryrkja og hjálp til þess að byggja upp sjálfið eru skorin niður eða hreinlega hætt.

Hjálparstofnunum er lokað í stórum stíl, þeim stofnunum sem geta byggt fólkið upp andlega og líkamleg uppbygging er eitthvað sem íslensk stjórnvöld virðast ekki skilja og heimska þeirra er svo dæmalaus að ég velti því fyrir mér hvort ekki væri gott fyrir þá sem setjast í stjórnarstólana að fara á násmkeið um endurhæfingu og andlega uppbyggingu. Á slíku námskeiði gætu hugsanlega opnast augu einhverra sem hafa vald til þess að breyta því sem breyta þarf.

Ég þekki þó nokkuð af öryrkjum sem hafa af ýmsum ástæðum misst þrek til þess að vinna við fyrri störf. Sumir eru útslitnir af því að lyfta sjúklingum. Aðrir hafa orðið fyrir slysum og enn aðrir þjást af ýmsum ástæðum af þunglyndi og tengdum sjúkdómum.

Ég þekki engan öryrkja sem vill vera öryrki.

Ég þekki ekki heldur allar gerðir öryrkja en ég er sannfærð um að íslensk stjórnvöld eru ekki að reyna að leysa vanda þessa hóps með því að refsa þeim fyrir að vilja ekki fara í starfsgetumat, sem er ekki alls staðar viðurkennt sem góð lausn, og láta þá greiða til baka krónu á móti krónu uppbætur, aðstoð og að ég tali nú ekki um ef þeir eru svo ósvífnir að reyna að komast inn í þjóðfélagið með því að vinna svolítið. Nei, allt skal rifið af þeim aftur.

Nú var flutt frumvarp um að þeir eldri borgarar sem vildu vinna eftir eftirlauna aldur ættu ekki að verða fyrir skerðingum. Þetta frumvarp er flutt af öllum stjórnarandstöðu flokkum.

Fyrir hverja er það? Jú, enn eina ferðina fyrir þá vel stæðu. Þetta frumvarp er ekki fyrir öryrkja sem verður eldri borgari þegar hann kemst á ákveðinn aldur.

Á sama tíma og krónu á móti krónu skerðing er í gildi fyrir öryrkja og 25 þúsund krónu frítekjumark er hjá venulegum eldri borgurum er flutt frumvarp um að þeir sem vilja og geta unnið löngu eftir eftirlaunaaldur eigi að sleppa við allar skerðingar, jafnvel þó þeir séu með 700 þúsund eða 2 milljónir á mánuði og fá fullar greiðslur frá TR í ofanálag.

Er eitthvað vit í svona þjóðfélagi?

Hvað eru þingmenn sem flytja frumvarp um frítekjur eldri borgara vegna atvinnu að hugsa? Hvað eru þessir þingmenn að hugsa varðandi skyldu greiðslur í lífeyrissjóði sem niðurgreiða það sem greitt er frá TR?

Hvað er eiginlega að þeim sem halda að öryrki sem situr uppi með launaumslag eftir vinnu sína, tómt, af því að TR skerðir hverja einustu krónu og tekur allt til baka?

Hvað er eiginlega að í íslensku þóðfélagi sem kýs aftur og aftur sama sukkið og heldur að eitthvað breytist?

Hvað er að í þjóðfélagi sem fór á höfuðið fyrir 10 árum og stefnir nú glaðbeitt að öðru hruni?

Lærir íslensk þjóð aldrei af mistökum sínum?

Þjóðflutningar til Spánar standa nú yfir, eldri borgarar og öryrkjar flykkjast þangað til þess að deyja ekki á Íslandi á sama tíma og þeir ríku maka krókinn endalaust með samþykki 63 þingmanna.

Hvað varð um baráttu fyrir bættum kjörum og viðsnúning frá fátækt og örbyrgð? Eru Íslendingar á leið í torfkofana aftur?

Ríkisstjórn Íslendinga!

Skammist þið ykkar ekki þegar þið leggist á koddann á kvöldin og vitið af fólki sem getur enga björg sér veitt og á engann kodda til þess að leggjast á?

Vitið þið ekki af fólkinu, venjulega fólkinu, í landinu þar sem þið hælið ykkur af hagvexti og gróða þegar þið farið til útlanda?

Líklega vitið þið ekkert um öryrkja annað en að þeir SKULU Í STARFSGETUMAT ellegar geti þeir étið það sem úti frýs sem er helkaldur klakinn nú þegar vetur gengur í garð í Fróni.

Hulda Björnsdóttir

Just a thought shared with you – The mind and how clever it is

13th of October 2018

Melanie Trump told us that if people are going to say they have been sexually abused they need hard evidence.

I saw this and I wondered: Where does this lady come from?

How old is she?

Where has she lived?

What is her life experience?

She did not even have the decency to write her own speech when she was talking about her wonderful husband. She stole a speech from a former president´s wife! Seriously! And now she tells us that if we want to report a sexual harassment we should take a photo, have a sound recording on our phone, maybe ask the rapist to wait a minute while we prepare for the hard evidence.

I know this is not a laughing matter, but I can’t help laughing.

What is this lady teaching her son?

She is telling us that she is the most bullied person in the world!

Oh, poor woman.

While listening to the lady testifying to the senate, which was full of old men who did hire a prosecutor to take her apart so they would not look bad and then watching the judge shout and show us how not to behave, I have to say that there was dignity against arrogance, and the dignity won in my mind.

While listening and after thinking about the testimony of the serene lady I thought about the wonders of the mind.

The mind is really clever.

Some people think about it like an apartment or a house full of different rooms with doors that we can open when we want to.

I think about my mind like storage with uncountable boxes.

In the boxes my memories are kept. Some are good and some are not so good.

What I find so wonderful and amazing about the mind is that it opens the boxes when I am ready to look inside.

Some memories are good and they warm my heart and I look at them often.

Other memories are hidden in their boxes and I have not looked at them yet. Maybe I will never see them and maybe one day I will be ready and able to open the boxes where the horror is kept.

When and after, Doctor Ford was testifying she was criticised for not remembering every detail.

Her mind is clever, just as every other mind of sexual abuse survivors.

She remembered some of the details clearly.

The president told his base that after 36 years you could not accuse anyone of a crime, and he mocked Dr. Ford for not remembering what he, the precident, thought was most important.

The president is a paedophile, according to the stories about him.

What amazes me is that his wife does not care and she sides with him against the women who have accused him. What is she teaching her son, the one she wants us to believe that is her priority?

I was sexually abused more than 60 years ago.

My mind helped me and buried the memory in one of the boxes and kept it locked there until something happened to my life and I felt destroyed.

There was a sunny beautiful day and my life was destroyed. My reputation was destroyed by lies. My whole life was scrutinised by people who hated me and the authorities did not listen to anyone who was on my side. My side of the story did not count.

This sunny day in December I felt like dying and the next days and weeks and years I struggled just to keep me going and trying to pick up the pieces. My mind helped me. My clever mind that had put the abuse 60 something years ago into a hidden place opened that box. My mind knew that I was ready to face the sexual abuse and my mind knew that by showing me that I survived that abuse I would survive what was happening now. I felt relieved. I remembered details which I am not going to write here. They are not for you, the reader. Remembering helped me to understand my life better. It helped me to understand why I felt sometimes so horrible sad and why I just wanted to sit down and cry forever. The sorrow was like a stone in my heart and remembering lifted the stone from my heart.

I woke up in the middle of the night and remembered and the words in front of me were “I understand, now I understand” and a long breath of relieve followed.

My point is this.

The mind is wise. It is clever and it knows when and what we are able to cope with.

There are boxes in my mind still closed. I have not tried to open them. I know they will open up one day if that is what I need.

A friend of mine told me many years ago that the mind never puts you through more than you can survive. I believe my friend.

I am grateful to my clever mind for protecting me through a long time. I am also grateful for my mind to opening the box with the sexual abuse when I thought I would die and felt like being shattered to million pieces because of something else.

I wish Dr Ford had been believed but I know she helped a lot of people to face their fairs and perhaps open the closed boxes in their minds so they could continue living and stop being dead inside without knowing why.

I am grateful every day to be alive and I am grateful for the inner strength my parents gave me when making me.

I am not perfect but I am not in shattered pieces. With help of wonderful people I glued the pieces together. The wonderful people were stronger than the ones who tried to break me forever.

Hulda Björnsdóttir

Könnunin er búin – guði sé lof fyrir það

13.október 2018

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það hroki og rangfærslur, hverju nafni sem nefnast.

Ég veit ekki hvort ég ætla að skrifa meira um dæmalausa könnun sem Björgvin Guðmundsson stóð fyrir að gerð yrði og fékk til liðs við sig 82 ára konu sem hann hefur vart haldið vatni yfir hvað væri ægilega dugleg og að hún hefði bara gert þetta allt ALEIN eða hérum bil.

Nú er hinn ágæti skríbent búinn að gera 7.905 undirskriftir að 8.000.

Eitthvað er ekki alveg í lagi með tölulæsið hjá manninum.

Dásamlegt útvarps- og sjónvarpsviðtal við frúna sá ég. Mér fannst það nú frekar rýrt en auðvitað er ég bara gömul kelling sem væli og skil ekki þegar kraftaverking gerast.

Já, og svo er það með alla þöggunina sem var í gangi til þess að koma í veg fyrir að fólk setti nafn sitt á listann. Það er enn verið að hamra á þögguninni. Það er enn hamrað á því að konan hafi sett framtakið af stað ein og óstudd.

Hver hefur skrifað mest um þetta fyrirbæri og stutt það á hverjum einasta degi með loforðaræðu um gamla eldri borgarann sem var svo duglegur?

Hver var það sem birti á hverjum einasta degi listan, í commentum og utan commenta?

Hverjir voru svo það sem fylgdu aleinu frúnni til Steingríms inn á Alþingi til þess að skila inn listanum frábæra’

Ég þarf ekkert að segja hvaða fólk þetta er, það vita það allir sem vita vilja.

Nú er fyrirbærið liðið.

Nú getur Steingrímur sett listann í skúffuna hjá sér og geymt til betri tíma.

Ég er auðvitað andstyggileg og vanþakklát.

Ég veit það.

Ég er svo kröfuhörð að ég styð ekki hvað sem er.

Ég er líka svo viðbjóðsleg að sjá ekki hvað gamla konan var ægilega dugleg.

“Mikill fjöldi hefur sýnt viðbrögð” segir einn af helstu skríbentum um málefni eldri borgara og þegar spurður hvar þessi viðbrögð hafi verið þá eru þau á Facebook og í síma.

Það er hægt að skoða viðbrögðin.

Hvað mörg like?

Hvað margir deila skrifunum?

Hvað margir skrifa comment?

Þetta er allt aðgengilegt ef fólk nennir að fletta því upp.

Hræsnin gæti hljóðað svona:

Dásamlegt hvað endalaust er skrifað um málefni eldri borgara og sorglegt að það skuli í raun vera aðeins einn maður. Hvar er allt hitt fólkið? Getur það ekki hunskast til þess að skrifa og hringja og tala og mótmæla og guð má vita hvað?

Já, hræsnin lætur ekki að sér hæða.

Félag eldri borgara talaði ekki niður þessa könnun, eftir því sem ég best veit.

Landsambandið ekki heldur.

Aðgerðir eru rétt að hefjast, sagði sú gamla duglega kona.

Nú bíð ég spennt eftir næstu aðgerðum.

Vonandi verða þær í samráði við fleiri en einn.

Nei, það er reyndar ekki mikil von til þess.

Það er betra að geta bent á dásemd 82 ára gamalmennis sem reis upp.

Fyrirgefið að ég skuli ekki vera yfir mig hrifin.

Ég hef betri hnöppum að hneppa en að andskotast yfir því sem mér finnst æluleg hræsni.

Það skiptir engu máli, nákvæmlega engu máli, hvað baráttufólk er ungt eða gamalt. Baráttan er það sem telur, ekki árin.

Hulda Björnsdóttir.

 

Ég er argandi reið og sár fyrir hönd venjulegs fólks

  1. október 2018

Ég er argandi reið og ekki síður vonsvikin.

Frumvarp endurflutt frá því í fyrra.

Ég á varla orð yfir heimsku sumra. Að fólk skuli virkilega láta hafa sig út í að styðja svona bull er fyrir ofan minn skilning.

Flutningsmaður þessa frumvarps er Inga Sæland, sem hefur nú blokkað mig frá athugasemdum á Facebook.

Hvort henni tekst að blokka mig hér er áhugavert svo ekki sé meira sagt.

Þetta frumvarp er endurflutt frá fyrra þingi.

Fyrir hverja er þetta frumvarp?

Ekki er það fyrir fiskvinnslukonuna, eða verkakonuna eða sjúkraliðann. Allar þessar stéttir eru útslitnar og líklega ekki tilbúnar til þess að vinna fram í rauðann dauðann.

Ekki er það fyrir verkamanninn sem er slitinn af erfiðsstörfum og getur sig vart hrært á morgnana eftir svefnlitla nótt.

Ekki er það fyrir konur komnar yfir 70 sem hafa starfað hjá leikskólum sem leikskólastjórar. Þær fá ekki vinnu sem leikskólastjórar eftir 70.

Er allt í einu orðið takmarkalaust framboð af atvinnu fyrir fólk yfir 50 á Íslandi?

Hverjir eru það sem geta unnið eftir 65 ára aldurinn?

Jú, það eru til dæmis þeir sem reka eigin fyrirtæki.

Það eru þeir sem eru í forsvari fyrir félög eldri borgara.

Það eru semsagt þeir sem eru í fínum stöðum og hafa líklega nægilegt fjármagn fyrir sig til þess að lifa af eftir að þeir eru orðnir 65 ára.

Þetta frumvarp er enn eitt dæmið um hugsunarhátt alþingismanna.

Þeir virðast vinna fyrir hina betur stæðu í þjóðfélaginu og er alveg hjartanlega sama um hina.

Er eitthvað réttlæti í því að enn einu sinni eigi að hygla þeim sem hafa það fínt á kostnað þeirra sem eru bara rétt og slétt venjulegt fólk, venjulegt verkafólk til dæmis?

Til þess að kóróna skömmina á þessu frumvarpi er ekki einu sinni þak, nei allir sem vinna skulu njóta óskerts ellilífeyris frá TR, sama hvort tekjurnar eru 200 þúsund eða 2 milljónir.

Ég segi hingað og ekki lengra.

Ég mótmæli svona gjörningi

 

  1. löggjafarþing 2018–2019.

Þingskjal 24 — 24. mál.

 

Frumvarp til laga

 

um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna).

 

Flm.: Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigurður Páll Jónsson, Birgir Þórarinsson.

 

  1. gr.

 

Á eftir 3. málsl. 1. mgr. 23. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skulu atvinnutekjur ellilífeyrisþega ekki skerða ellilífeyri.

 

  1. gr.

 

Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019 og koma til framkvæmda 1. febrúar 2019.

 

Greinargerð.

 

Málið var áður flutt á 148. löggjafarþingi (51. mál) en hlaut ekki brautargengi og er nú endurflutt óbreytt.

Í 31. gr. laga nr. 96/2017 er kveðið á um að ellilífeyrisþegar skuli hafa 100.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna skv. 23. gr. laga um almannatryggingar. Um er að ræða sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara sem kemur til viðbótar við hið almenna frítekjumark laganna sem nemur 25.000 kr. á mánuði. 1 Með lögum nr. 116/2016, um breytingar á lögum um almannatryggingar og fleiri lögum, var m.a. gerð sú breyting á ellilífeyriskerfi almannatrygginga að öll sértæk frítekjumörk vegna einstakra tegunda tekna voru afnumin. Var þess í stað lögfest eitt almennt frítekjumark sem nemur 25.000 kr. á mánuði og gildir það um allar tekjur ellilífeyrisþega, óháð tegund þeirra. Þar áður hafði frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga gagnvart atvinnutekjum verið 109.000 kr. Eftir samþykkt laganna kom fram gagnrýni á þessa breytingu að því er atvinnutekjur varðar og hafa komið fram kröfur af hálfu hagsmunasamtaka aldraðra og fleiri aðila um að afnema skerðingar á atvinnutekjur eldri borgara.

Dr. Haukur Arnþórsson vann greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og ritaði grein um þá rannsókn sína í Morgunblaðið 23. nóvember 2017. Þar kemur fram að afnám skerðingar á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og það sé vel hugsanlegt að ríkissjóður gæti haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni.

Óumdeilt er að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri er náð eykur möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Því er lagt til að greiðslur til ellilífeyrisþega verði ekki skertar vegna atvinnutekna sbr. 23. gr. laga um almannatryggingar.

Hér að ofan er hið dæmalausa frumvarp feitletrað fyrir ykkur.

Enn eina ferðina er gerð tilraun til þess að stagbæta meingölluð lög Almannatrygginga og er það gert með þá betur stæðu í þjóðfélaginu í huga. Ég hvet fólk til þess að lesa og íhuga alvarlega það sem sagt er um áframhaldandi vinnu eftir að ellilífeyrisaldri er náð í þessu dæmalausa frumvarpi.

Það er nýtt fyrir mér að allt sé vaðandi í vinnu fyrir fólk sem komið er yfir 65 ára á Íslandi. í öðrum löndum, siðmenntuðum löndum er lögð áhersla á að þeir eldri víki fyrir þeim yngri. Það er augljóst í huga mínum að fólk sem orðið er þreytt eftir áratuga strit hreinlega GETUR EKKI jafnvel þó það vildi farið út á vinnumarkaðinn.

Vinkona mín sem var leikskólastjóri, mjög vinsæl og góður stjórnandi, vogaði sér að verða 70 ára og henni var kastað út úr stjórastöðunni. Hún gat fengið vinnu sem starfsmaður á leikskólanum, henni var treyst til þess en henni var ekki treyst fyrir starfi sem hún hafði sinnt af alúð og verið vinsæl í.

Inga Sæland getur spjallað hátt og verið eins og helgibóla en mark er ekki takandi á orðum hennar um að hún sé fyrir “fólkið okkar”. Hennar fólk er ekki verkamenn og verkakonur. Hennar fólk er allt annað.

Ég er æfareið.

Hulda Björnsdóttir

 

 

Ég er skítapakk – ekki spurning

9.október 2018

Góðan daginn.

Þá er undirskriftasöfnun lokið, söfnun sem ég hef verið alfarið á móti og sem hefur lýst ótrúlegum hroka og virðingarleysi fyrir eldri borgurum sem ekki eru tölvuvæddir. Skítapakk höfum við verið kölluð sem ekki vildum skrifa nafn okkar undir eitthvað óljóst sem er hvorki málstað eldri borgara eða öryrkja til framdráttar.

Já, ég tilheyri skítapakkinu eða vonda fólkinu og öllum þeim illnöfnum sem við sem voguðum okkur að hafa aðra skoðun á málinu höfum verið kölluð.

Hrokinn og mannfyrirlitningin sem hefur lekið í stríðum straumum þessa síðustu daga frá þeim sem telja sig vera í fararbroddi fyrir baráttu bættra kjara eldri borgara og öryrkja er óendanlegur.

Líklega halda þessir ágætu skríbentar að hrokinn og fyrirlitningin séu það besta til þess að fá stjórnvöld til þess að bæta kjör þessara hópa.

Hrokinn og fyrirlitningin sem eldra fólki er sýnd með því að heimta að þeir skrifi undir sama hvort þeir séu sammála eða ekki er fyrir neðan allar hellur.

Staðreyndin er sú að ekki eru allir eldri borgarar með Facebook.

Ekki eiga allir eldri borgarar aðstandandendur sem geta aðstoðað þá.

Ef skríbentarnir halda að allir eldri borgarar séu svona sirka 70 og eitthvað ára þá er það miskilningur.

Það er ómerkilegt að ráðast á liggjandi mann.

Það er spurning sem hægt væri að varpa fram hvað formaður fjármálanefndar FEB bætti kjör eldri borgara mikið á meðan hann var formaður?

Auðvitað má ekki spyrja svona.

Það er ekki í samræmi við helgislepjuna.

Það má líka spyrja um sannleiksgildi þess að einn eldri borgari hafi sett þessa könnun af stað og notið sáralítillar aðstoðar.

Það má spyrja hvesu margar greinar þessi hetja hefur skrifað um málefni eldri borgara undanfarin 2 ár.

Það má líka spyrja hvers vegna ábyrgðarmaðurinn vísaði gagnrýni til Björngvins þegar hún varð uppiskroppa með mótrök.

Það mætti alveg fara ofan í saumana á sannleiksgildi fullyrðinga um eitt og annað í þessu ferli.

Ég er auðvitað skítapakk og nenni ekki að eyða tíma í það.

Skítapakk eins og ég er auðvitað ómerkilegir lygarar sem eiga ekki að gera neitt annað en halda kjafti.

Það verður fróðlegt að sjá hvað nú gerist í þessu dásamlega framtaki sem rómað er um höf og lönd.

Veit fólk virkilega hvað það var að skrifa undir?

eða, var fólk kannski bara að skrifa undir eitthvað af því einhver sagði að það þyrfti að gera eitthvað og ekki skipti máli hvað þetta eitthvað væri?

Nú er því haldið fram að þöggun hafi verið í gangi.

Þöggun fjölmiðla, þöggun fólks sem hafði aðra skoðun, þöggun samtaka eldri borgara og gengið svo langt að halda fram að félög eldri borgara hafi beinlínis lagt stein í götu fyrirbærisins.

Ég hef ekki séð neina yfirlýsingu frá FEB eða LEB um þessa söfnun? Hafi hún farið fram hjá mér væri ágætt að fá ábendingu um hvar og hvenær.

Skítapakk!

er það ekki réttnefni á mér?

jú, líklega er það svo.

 

Með kveðju

frá Huldu Björnsdóttur skítapakki

Just a thought – this and that!

5th of September 2018

After a long difficult summer the autumn is here and a cold breeze embraces me during the morning walk. Wonderful!

I have figured out that the heat is not good for my heart condition and now I am a bit more optimistic than few days ago. The morning walk this morning was easier than few days ago.

Next week I have an appointment with my family doctor, the new one, which I thought was so good, and he is compared to the one I had before.

When I went to the health centre last time I could not talk and they sent me home with a prescription for IBUPROFEN!

IBUPROFEN is something I am never supposed to eat because of my heart and stomach.

No, that was what I got when I asked for antibiotics!

Idiots!

I did send a letter to the doctor and complained.

I never got a reply.

Now I have an appointment next week.

So, do I say something or do I just pretend everything is fine?

I have not decided.

My heart surgeon asked me, some months ago, to find a private family doctor.

I have not found anyone, yet. It is difficult to find good ones but they are somewhere.

At the end of the month I have an appointment with my dr Margarida at the hospital. She is the one who has taken care of my bones during my time here in Portugal. She is thorough and good.

Already I know the results of my bone scan but not of the other tests I always have before I see her.

I have to tell her that my family doctor did not want to have my blood level checked. I asked him. She wanted me to have results every 3rd month. Will I be sent to the urgency this time? I really hope not, but I must find a good doctor to take care of my overall health, it will be expensive but I don´t care. My health needs it. I need it. I want to be a healthy 90 years old and then go to my fathers! Not too much ask, I think.

Anyway, Singing keeps me alive.

If I did not have my singing lessons I would die.

I tried a new gym a month ago, one that is really close to my home, but it is disgusting. Everything is dirty and there are just few machines. I paid just one month, did not get a receipt but that’s fine. I am not going there again. I went in the morning and guess what. The only other customer was a British man. As you know I don´t like the British men. There he was sweaty and disgusting, like a king in his palace. UGHHHHH. The Portuguese usually go to gyms in the evening and this one was open 3 mornings. The first time I came there was a Portuguese one, but that was an exception, he came that morning because he would be busy in the afternoon, and I was stuck with the horrible one.

When I am ready, again, to go to a gym I will be in Fit and Fun in Coimbra. It takes a long time to get there but it is perfect and worth it.

Until then I will walk every morning and I am gaining strength. I can do some exercises at home and a DVD helps. Just to make the most of what I have got.

Last weekend I had to carry 3 kilos in my rug sack from the centre of the village to my home, on foot.

It was difficult, but it showed me that carrying one kilo or even just a half one in my rug sack during my morning walk might strengthen my back and also my cardio. So simple and does not cost anything.

There are quick solutions everywhere. You can take pills and lose weight, you can take pills and become beautiful, you can take pills and get really healthy. Creams to make you lose weight, which would be something. If you read the small print there is always a catch. You might have to do exercises! To help the cream to work, or the pills! Miracles are everywhere.

Maybe the only miracle is to live a healthy live, eat properly, not too much, not to smoke and all in all just be moderate.

I see people with their bellies like 9 months pregnant. How can they do this to themselves? It’s so sad.

Now I am preaching, once again!

So just to shut me up I will finish my writing today and I need to make lunch, tuna fish on the grill with some green veggies and more colourful something, just to make me happy when I look at the food.

I hope your day will be fine and wish my readers all the best.

My writing has slowed down, simply because I am struggling with my health. One day I will be back every day, but this is it for now.

Hulda Björnsdóttir