Ég er hokin af barátu fyrir bættum kjörum eldri borgara – þingheimi er sama

18.september 2018

Hér eru nokkrar tilvitnanir í lög um almannatryggingar og ellilífeyri í framhaldi af bréfi mínu til þingmanna um réttindi til töku hálfs lífeyris og sleppa þá við allar skerðingar og fá fulla greiðslu frá TR (hálf eftirlaun), jafnvel þó viðkomandi hafi milljón á mánuði eða meira í tekjur.

Á sama tíma skerðast greiðslur mínar frá TR vegna 152 þúsunda króna tekna frá lífeyrissjóði.

69.greinin fjallar um hvernig upphæðir eftirlauna skuli breytast árlega og ég velti fyrir mér hvort þetta ákvæði sé virt fullkomlega, þ.e. að tekið sé mið af launaþróun og verðlagi samkvæmt vítsitölu neysluverðs.

 

 1. gr.

Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Hér á eftir er svo almennt um ellilífeyrinn og hið stórkostlega frítekjumark krónur 25 þúsund, sé ekki verið að tala um hálfan ellilífeyrir, sem venjulegt fólk hefur auðvitað ekki efni á að nýta sér.

“Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári. Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Ellilífeyrisþegi skal hafa 25.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris. [Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 100.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.] 1) Lækkun vegna tekna tekur þó ekki til hálfs ellilífeyris sem greiddur er skv. 4. mgr. 17. gr. þar til lífeyristaka að fullu hefst.

17.gr. – Heimilt er að greiða hálfan áunninn ellilífeyri samkvæmt lögum þessum frá 65 ára aldri til þeirra sem eiga rétt á ellilífeyri frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og hafa fengið samþykki viðkomandi sjóða til að taka hálfan lífeyri hjá þeim og fresta töku lífeyris að hálfu.

Heimildir skv. 3. og 4. mgr. eru bundnar því skilyrði að samþykkt hafi verið umsókn um áunnin réttindi hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum, sbr. einnig 2. mgr. 52. gr., að teknu tilliti til hinnar varanlegu lækkunar skv. 3. mgr. 23. gr., verði að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri skv. 1. mgr. 23. gr.

Ákvæði 1.–5. mgr. eiga einnig við um heimilisuppbót samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

Einhver tók sæti á Alþingi sem varamaður og var henni talið tekna að hún væri hokin af reynslu.

Ég verð að viðurkenna að ég er hokin af undrun yfir því að enginn þingmaður skuli hafa svarað bréfi mínu um hálf eftirlaun og að aðeins einn skuli hafa svarað fyrra bréfi mínu þar sem ég útskýri hvernig minn lífeyrissjóður niðurgreiðir það sem TR greiðir mér.

Flokkur fólksins sem af miklum móði telur okkur trú um að hann sé fyrir hina lægstu hefur ekki svarað mér. Flokkurinn er þó með 4 þingmenn innanborðs. Nei sá flokkur er upptekinn við Shengen og fleira þvíum líkt. Einn ágætur úr þeim hópi sagði mér að hann væri vel í tengslum við almúgann, væri meira að segja alinn upp hjá verkamannafjölskyldu, þegar ég vændi hann um að vera úr tengslum við okkur sem erum bara venjulegt fólk. Já, og hann kallaði mig meira að segja “Mín Kæra”. Hah.

Samfylkingin sem er nú með þingmann hokinn af reynslu hefur ekki séð ástæðu til þess að svara bréfum mínum þó ég sé hokin af lífsreynslu.

Sjálfstæðisapparatið er auðvitað samt við sig og ekkert að svara einhverju FÓLKI sem angrar það með bréfum.

VG er upptekið við ljósaréttlætingar á fundi sem haldinn var fyrir aðalinn og auðvitað er ekki að búast við svari þaðan.

Viðreisn hefur sýnt sitt rétta eðli í síðustu ríkisstjórn og er skítsama um eldri borgara.

Framsókn og Miðflokkurinn eru auðvitað upptekin af því að hreinsa ráðherra af áburði um óábyrga frammistöðu.

Píratar eru eini flokkurinn sem hefur svarað en reyndar bara einn þingmaður þeirra og svaraði hann mér strax.

Var ekki séð um að löggæslumenn gráir fyrir járnum passaði upp á að sótsvartur almúginn væri ekki að abbast upp á þingheim við setninguna? Ég sá ekki betur.

Auðvitað er sauðsvartur almúginn bara til óþurftar og á að halda sig á mottunni.

Ekki að senda bréf til þingmanna, ekki að gagnrýna að menn séu látnir taka ábyrgð á gerðum sínum í ráðherrastól og alls ekki að vera svo heimskur, þessi sauðsvarti almúgi, að halda að einhver bréf sem send eru fyrir kosningar sé plagg sem takandi er mark á. Nei, það er bara til þess að fá X í pottinn.

Við munum sum eftir bréfi fjármálaráðherra frá árinu 2013, bara svo því sé haldið til haga.

Ég velti fyrirmér núna, og er hokin af áreynslunni, hverjum datt í hug hálfi ellilífeyririnn fyrir hina vellauðugu? Hver var það sem kom með þessa hugmynd?

Ég hef reyndar séð frú formann Landssambands eldri borgara áÍslandi kvarta yfir því að eitthvað sé að framkævmdinni og því þurfi að kippa í liðinn. Annað hef ég ekki rekist á um þetta ótrúlega mál, nema það sem Finnur Birgisson skrifaði fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann benti á að enn væri verið að auka óréttlætið í kerfi TR.

Tugir þúsunda hafa séð opna bréfið mitt til þingmanna frá 9 september á Facebook. Hundruðir hafa deilt póstinum. Margir hafa sett inn komment og lýst sig sammála mér og lýst yfir undrun á kerfinu.

Sumir hafa verið vonlitlir en aðrir þó talað um að við þyrftum að láta heyra í okkur meira en nú er.

Líklega fellur þessi ríkisstjórn fljótlega og Samfylkingin kemst að. Fari flokkurinn í eina sæng t.d. með hinum dæmalausa sjálfstæðis útibúsflokki “Flokki Fólksins” lýst mér ekki á.

Ég ætla svo sem ekkert að hafa skoðun á því hverjir stjórna eftir næstu kosningar en eitt er þó víst að þeir sem ALLTAF hafa kosið D listann munu gera það áfram, sama á hvaða aldri þeir eru.

Það er engin hætta á því að loforða súpan renni ekki af stað en spurningin er hverju trúir fólk.

Þeir eldri borgarar sem hafa kosið og munu kjósa Sjálfstæðisflokkin eiga auðvitað ekki skilið að ég sé að berjast fyrir bættum kjörum þeirra, eða hvað?

Kannski eru mestu vonbrigði mín “Flokkur Fólksins” sem hefur sýnt sig með atkvæðagreiðslum í þinginu að vera flokkur heldri stréttarinnar og koma orð stúlkunnar sem sagði við pabba sinn fyrir kosningar “Pabbi ætlarðu virkilega að kjósa þetta” , oft upp í huga minn. Það er nefninlega ekki nóg að setja upp helgisvip í ræðustól og skrifa hugljúfar greinar í Moggann um “fólkið okkar”.

“FÓLKIÐ OKKAR” er fyrir bý.

Hokin af baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara á Íslandi læt ég þessu lokið núna.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 

Opið bréf til alþingismanna – bréf 2 – um kjör eldri borgara

14.september 2018

Kærkomnar upplýsingar til þingheims, sem ólmur vill bæta kjör hinna fátæku og hyglir ekki þeim betur stæðu í þjóðfélaginu.

Upplýsingar af vef TR:

Hálfur ellilífeyrir og hálfur lífeyrissjóður

Frá og með 1. janúar 2018 er mögulegt að taka 50% ellilífeyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

Hver eru skilyrðin til að taka hálfan ellilífeyri?

 • Vera 65 ára eða eldri.
 • allir skyldubundir lífeyrissjóðir, innlendir og erlendir, sem viðkomandi á rétt í hafa samþykkt töku á hálfum lífeyri.
 • Að samanlögð réttindi frá  öllum lífeyrisjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR.
 •  Að greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR hefjist samtímis.

Er hægt að fá heimilisuppbót með hálfum lífeyri?

 • Já. Þeir sem eru einhleypir og búa einir geta átt rétt á heimilisuppbót.
 • Með hálfum ellilífeyri greiðist hálf heimilisuppbót.
 • Heimilisuppbót með hálfum ellilífeyri er ekki tekjutengd.
 • Ef lífeyrisþegi er ekki í eigin húsnæði þarf að skila inn húsaleigusamningi.
 • Sækja þarf um heimilisuppbót.

Má ég vinna samhliða töku hálfs ellilífeyris?

Já, því tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR

 

Hér er eitt og annað sem mér finnst vert að skoða.

Dæmi 1:

Hafi ég 300.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði fæ ég hálfan ellilífeyri frá TR sem er þá krónur 119.742

Síðan fæ ég heimilisuppbót, hálfa, krónur 30.258 og eru þessar tölur fyrir skatt, eftir skatt eru þetta 148.485 krónur á mánuði, engar skerðingar, bara veisla.

Dæmi 2.

Hafi ég 300.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði og 500.000 krónur í tekjur af atvinnu fæ ég hálfan ellilífeyri frá TR krónur 119.742

Til viðbótar fæ ég hálfa heimilisuppbót krónur 30.258

Eftir skatt eru þetta 148.485 krónur á mánuði, óskertar krónur frá TR

Dæmi 3.

Hafi ég 500.000 krónur frá Lífeyrissjóði og 600.000 krónur atvinnutekjur fæ ég frá TR, ef ég tek hálfan ellilífeyri, krónur 119.742 og í heimilisuppbót krónur 30.258. Þetta gera 150 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og eftir skatt 148.485.

Engar skerðingar og bara veisla.

Svona er þetta hjá hinum efnameiri á meðan aumingi eins og ég sem hef ekki nema 152 þúsund frá lífeyrisjsóði og þarf að taka fullan ellilífeyri frá TR og Lífeyrissjóði, fæ ekki heimilisuppbót þar sem ég bý erlendis og TR skerðir ellilífeyri minn niður í 182.334 (fullur ellilífeyrir eftir skerðingar vegna tekna frá Lífeyrissjóði)

Minn ellilífeyrir er krónur 182.334 á mánuði fyrir skatt á meðan hálfur ellilífeyrir manns sem hefur 1.100.000 krónur á mánuði í tekjur (frá lífeyrissjóði plús atvinnutekjur) er krónur 150.000 þúsund á mánuði fyrir skatt.

Mismunur er 32.334 krónur, mér í hag!

Fyrir hverja var hálfur ellilífeyrir settur upp?

Jú fyrir hina ríku, þeim er hampað á meðan ég auminginn þarf að niðurgreiða með sparnaði mínum eftirlaun frá TR.

Finnst ykkur þetta réttlátt?

Mér þykir þetta hróplegt órettlæti og auðvitað þarf að vinda ofan af svona vitleysu.

Munu alþingismenn leiðrétta þessa vitleysu?

Ég veit það ekki en geri þó tilraun til þess að senda þessar hugleiðingar og upplýsingar, sem byggðar eru á vef TR, til allra þingmanna.

Vonandi sjá þingmenn óréttlætið og verða fljótir að leiðrétta ruglið.

Hulda Björnsdóttir

Why am I writing in Icelandic and not English?

These days I write sometimes here and it is mostly in Icelandic.

To my foreign friends and followers I apologize.

I have been in a rather poor health this year and the summer holiday in May which was supposed to be uplifting broke me.

I came home after 2 weeks of the holiday with a back almost broken and pain all over after sleeping in a bed that is not for delicate bodies. I left the “hotel” and have not heard a word of apologise from those who work there or the owners. That is fine but little people become tiny sometimes, you just have to open your eyes and realise when you are being used.

My health is downhill. There are new problems and I am not too optimistic. I had some tests last Friday and the results came on Monday. They were devastating, that is the only word I can use.

Well, I have had 73 years of life, sometimes hard and sometimes easy. I have learned my lesson and ready to go when the power calls. That is not a problem.

I have so much to be grateful for.

Wonderful friends, who have supported me through thick and thin and carried me on their shoulders when I was falling apart, are precious.

Some days ago I got a call from my gym. They wanted to know why I had not come for a while. Wonderful and so heart warming.  They told me just to come for a visit and to get a hug and a kiss. These are people I appreciate, just as so many others.

I was thinking about a friend who I have not heard from for some time, he has been busy with his children and family. I sat at my computer and there he was, waiting to talk to me. We had a long chat and the love and appreciation we have for each other shone.

The last 2 months I have been able to take walks around my little village and sometimes I see some people, people that I have not seen for a while. Everyone is wonderful and welcoming and happy to see me around.

I am blessed.

At the moment the autumn is slowly trying to settle down in my little village. When I look out and see the beautiful mountain opposite and the clear sky, which is slowly getting into night mode I feel happiness in my heart.

I don´t know if I will write in English tomorrow but I ask you to forgive me if I don’t. My energy is limited for the time being but don´t worry. I am always ok.

I have been thinking about all the changes in my little village these last 7 years and have some photos which I want to use and tell the story. That is for another day. Soon.

Hulda Björnsdóttir

 

Ég hef fengið svar frá einum þingmanni við opnu bréfi mínu! Fleiri gætu verið á leiðinni!

12.september 2018

Vegna opins bréfs míns þann 9.september 2018 langar mig til þess að koma með eftirfarandi:

Eins og þið vitið sendi ég bréfið til allra þingmanna.

Nú í morgunn fékk ég svar frá Birni Leví.

Mér þótti afskaplega vænt um það og ekki síst þar sem hann hefur sýnt í mörgu að hann er að vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir spillinguna og eina prósentið.

Það er greinilegt af svari Björns að hann gerir sér grein fyrir hvernig málið stendur og skilur rök mín fyrir ábendingum um makalaust óréttlætið sem viðgengst gagnvart eldri borgurum vellauðugs landsins.

Björn Leví varpar fram í svari sínu eftirfarandi spurningu:

“Hvað er hægt að gera í þessu? Sú spurning er risastór og alls ekki auðveld, því miður. Allar hugmyndir vel þegnar.”

Eins og sjá má þá er hann að óska eftir hugmyndum til lausnar. Nú er komið að okkur að leggja höfuðin í bleyti og koma með markvissar lausnir, ekki bara stór orð og heimta að allt verði gott í fyrramálið. Nei, lausnir taka tíma og hugsun. Eins og ég hef sagt áður þá megum við ekki þjóta í að gera eitthvað bara til þess að gera eitthvað.

Það þarf að ígrunda málið vel og horfa á endalokin en ekki bara einhverja flýti uppákomu.

Ég sá mynd af stjórn FEB þar sem hún er sögð hafa hittst á vinnufundi í gær, 11.september.

Flott mynd af 9 manns og formaðurinn með geislabaug og er það líklega vel við hæfi.

Það voru nöfn fjögurra stjórnarmanna og fletti ég upp Facebook síðum þeirra.

Svo skoðaði ég hvað þetta fólk hefði skrifað um málefni eldri borgara á Facebook síðurnar.

Jamm,

Ekki var það nú ýkja mikið, allavega ekki public, því auðvitað er ég ekki vinur þessa fólks og sé ekki hvað það er að bardúsa með vinum.

Þegar ég skrifa um málefni eldri borgara er það ALLTAF public, ALLTAF.

Mér finnst full ástæða til þess að ALLIR sjái það sem ég er að leggja til málanna. Stundum er fólk sammála mér og stundum ekki. Stundum fæ ég hrós og stundum ekki. Stundum er ég húðskömmuð í einkaskilaboðum og óskað út í ystu myrkur. Þetta er bara eðli þess að vilja láta í sér heyra og ég sætti mig við skammirnar og gleðst yfir hrósinu.

Að forystumenn í samtökum eldri borgara í félagi sem er með yfir 11 þúsund manns innanborðs skuli ekki alla daga sjá ástæðu til þess að hamast í málefnum eldri borgara finnst mér aumingjalegt.

Það er ekki nóg að vera með flotta menntun eða fínan starfsferil, slíkt gefur ekki salt í grautinn hjá þeim sem stjórnarmenn eru umboðsmenn fyrir.

Ég tek þó fram að Finnur Birgisson er ötull við að láta í sér heyra og er ég ánægð með það. Hann er virkur í commentum og segir skoðun sína umbúðalaust. Það er einmitt það sem þarf í svona tilfellum.

Þögn stjórnarmanna er aumingjaleg finnst mér.

Formaður LEB setti inn comment á undirskriftasöfnun Björgvins og Erlu. Óttalega var það nú lítið og ekki gerir frúin sér grein fyrir því að valdaferill hennar, þ.e. formanns LEB, á stórann þátt í því að rokið var í þessa söfnun.

Hefði frú Þórunn H. sýnt meiri þekkingu og baráttuvilja fyrir alla eldri borgara hefði ekki verið þörf á að rjúka í að gera eitthvað! Frúin hefur haft ansi langan tíma til þess að vinna fyrir lítilmagnann og lýsti því yfir að vegna þekkingar sinnar hefði hún ákveðið að halda áfram í forystusveit eldri borgara þegar hún gerðist formaður landssambandins. Líklega gengur svona forysta í erfðir og næsti formaður LEB verður sá sem er núverandi formaður FEB í Reykjavík og nágrenni. Guð hjálpi okkur þá! Og núverandi framkvæmdastjóri FEB gæti orðið næsti formaður FEB. Jamm, bjartir tímar framundan þar.

Forysta eldri borgara hefur brugðist.

Við, hinn almenni borgari, þurfum að taka okkur til og hugsa út raunhæfar lausnir á flóknu máli eins og Björn Leví biður um.

Við, hinn almenni borgari, erum þau sem vitum hvernig það er að lifa af smáaurum sem okkur eru skammtaðir og hvernig við niðurgreiðum með sparnaði okkar eftirlaun frá TR.

Við getum til dæmis sest niður og skrifað um aðstæður okkar og sent til þingheims. Það eru allar e-mail adressur á vef Alþingis.

Þeir sem búa á Íslandi geta farið á þingpalla, þeir geta farið á fund þingmanna, þeir geta látið í sér heyra á fundum þar sem þingmenn eru. Þetta eru nokkur dæmi sem hægt er að nýta sér fyrir íbúa landins.

Þeir sem búa erlendis og hafa flúið land geta sent e-mail til allra þingmanna og sagt frá því hvers vegna þeir sáu þann kost einann að yfirgefa fjölskyldu og vini á Íslandi, einfaldlega til þess að lifa af. Þeir geta sagt frá því hvernig valið var “Á milli lífs og dauða”.

Hulda Björnsdóttir

Opið bréf til þingmanna

9.september 2018

Til þingmanna sem nú setjast í stólana og fara að vinna fyrir framan alþjóð með það að markmiði að öllum Íslendingum líði vel og allir hafi bæði húsaskjól og mat alla daga vikunnar og alla mánuði ársins.

Ég átti afmæli í maí og varð 73 ára gömul. Allt mitt líf hef ég unnið og greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Ég hef borgað lögbundin gjöld í lífeyrissjóð, sparað í sparnað sem var lögbundinn og brann upp og varð að engu.

Þar sem ég er kona hef ég ekki verið á ofurlaunum karlmanna en þó á sæmilegum launum mest alla starfsæfi mína.

Nú er ég komin á eftirlauna aldur og farin að njóta ávaxta erfiðis míns og nota sparnaðinn í lífeyrissjóð, rétt eins og mér var tjáð þegar ég var yngri og var að kvarta yfir því að þurfa að borga 4 prósent af launum mínum í lífeyrissjóð. Þetta er til þess að tryggja þér áhyggjulaust ævikvöld, var mér sagt í föðurlegum tón yfirmanna minna sem ætíð voru karlmenn.

Ég bý erlendis. Tók þá ákvörðun mjög ung að búa ekki á Íslandi þegar ég yrði gömul. Ég sá mjög fljótlega hvernig búið var að eldra fólki á landi þar sem sukkað var með peninga þjóðarinnar til hagsældar fyrir hina ríku.

Lífeyrir minn eftir 40 ára starfsæfi og greiðslu skatta allan þann tíma er þessi:

Frá Lífeyrissjóði fæ ég krónur 152.000 á mánuði fyrir skatt

Frá Tryggingastofnun fæ ég krónur 182.334 á mánuði fyrir skatt

Samtals gerir þetta krónur 334.334 fyrir skatt, og eftir skatt eru þetta 264.726 krónur

Þar sem ég bý erlendis fæ ég ekki heimlisuppbót, sem ég fengi annars ef ég byggi ein og á Íslandi. Heimilisuppbót er ekki partur af lífeyri, hún er félagsleg aðstoð sem ég ætti rétt á ef búseta mín væri ekki erlendis.

Skoðum dæmið aðeins betur.

Ef ég fengi ekkert frá Lífeyrissjóði, hefði aldrei sparað í hann, þá væru tekjur mínar þessar:

Frá TR 239.484 krónur á mánuði fyrir skatta.

Eftir skatt væri upphæðin krónur 204.914 á mánuði.

Eins og ég sagði fyrr fæ ég greiddar krónur 152.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði og verða þær til þess að lífeyrir frá TR lækkar um krónur 57.150 á mánuði fyrir skatt.

Greiðsla til mín frá Lífeyrissjóði niðurgreiðir lífeyri frá TR um 57.150 krónur á mánuði, er þetta ekki eitthvað einkennilegt?.

Annað sem ég vil einnig vekja athygli á er að mismunur á greiðslum til mín og þess sem aldrei hefur greitt í lífeyrisjsóð eru krónur 59.182 eftir skatt.

Ég fengi kr. 264.726 eftir skatt

Sá sem ekki hefur greitt í lífeyrisjsóð fengi kr. 204.914 eftir skatt

Frítekjumark eftirlauna frá TR eru krónur 25 þúsund á mánuði.

Frítekjumark eftirlauna vegna atvinnutekna eru krónur 100 þúsund á mánuði.

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á ellilífeyri eru 45%

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á heimlisuppbót ( sem ég fæ ekki og sem er ekki partur af lífeyri heldur félagsleg uppbót) eru 11.90%

Greiðslur frá TR falla niður ef aðrar tekjur fara yfir 557.187 krónur á máuði.

Það er ýmislegt einkennilegt í þessum lögum. Til dæmis er heimlisuppbót notuð til þess að skreyta tölur á hátíðlegum stundum stjórnmálamanna þegar þeir þurfa að berja sér á brjóst fyrir hve vel er búið að öldruðum á Íslandi.

Eftirlaun frá Lífeyrissjóðum eiga auðvitað ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá TR. Sá sparnaður var og á að vera til viðbótar við lögbundnar greiðslur frá TR en ekki til þess að greiða niður ábyrgð ríkisins.

Ég verð hrygg þegar ég sé sparnaðinn minn étinn upp til þess að hinir ríku geti fengið meira, því ekki eru þeir peningar notaðir til hagsbóta fyrir þá sem lifa undir framfærsluviðmiðum.

Að það skuli viðgangast að fólki sé skammtað svo naumt úr hnefa að það hafi ekki til hnífs og skeiðar alla daga ársins er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi.

Nú kemur alþingi saman eftir helgina og men setjast að karpi um eitt og annað í sölum þingsins.

Stór orð verða líklega látin falla og helgisvipur málaður á andlit. Allt er þetta ágætt en því miður óætt.

Ég skora á þingmenn í stjórnarandstöðu að bretta upp ermarnar og flytja frumvörp um breytingu á lögum um almannatryggingar.

Ég skora einnig á þingmenn stjórnar að standa við stóru loforðin, Bjarni Ben skrifaði hugljúft bréf árið 2013 þar sem hann lofaði þessum hópi, eldri borgurum, að hann mundi laga kjör þeirra. Nú eru liðin 5 ár og ekkert hefur batnað.

Ég skora einnig á forsætisráðherra sem flutti hjartnæma ræðu um að þessi hópur gæti ekki beðið eftir kjarabótinni. Það var reyndar áður en hún varð ráðherra en það hefur ekkert breyst.

Fólk getur ekki beðið.

Fólkið er að deyja og það getur ekki verið að þið sem á þingi starfið og fáið fín laun fyrir látið það spyrjast um ykkur, enn eina ferðina, að ekkert verði gert í málefnum eldri borgara.

Gleymið því ekki að þetta er fólkið sem byggði upp góðærið sem þið nú njótið.

Gleymið ekki heldur að þetta fólk tók á sig miklar fórnir þegar gróðapungar settu landið á hausinn.

Nú er tími til alvarlegra aðgerða og samtöl og viðtöl eru komin nægilega mörg og þarf ekki fleiri. Skýrslurnar eru allar til nú þegar og þarf bara að opna skúffurnar. Úttektin er hin sama. Forsendurnar eru þær sömu. Nú er komið að þingheimi að sýna að Ísland sé gott land fyrir alla, ekki bara fyrir 1 prósent þjóðarinnar.

Hulda Björnsdóttir

Hugleiðing á sunnudegi

9 . september 2018

Ég hlustaði með öðru eyranu á viðtal við formann flokks fólksins á Útvarpi Sögu.

Ríkisbubbar raða sér á garðinn, sagði einhver.

Hverjir eru þessir ríkisbubbar?

Hafa þingmenn hins ágæta flokks fyrir “fólkið okkar” afsalað sér einhverju af þeim launum og sposlun sem þeir fá?

Hafa þingmenn flokksins gengið á undan með góðu fordæmi eins og einn ágætur þingmaður hefur gert og ráðstafað “ofurlaunum” fyrir alþjóð?

Ég hef ekki séð neina yfirlýsingu frá flokki sem kennir sig við “fólkið okkar” um hvernig hann hyggist afsala sér einhverju af sposlunum eða ofurlaunum!

Það er ódýrt að vera með yfirlýsingar, en kannski betra að láta verkin tala.

Nú fellur gengi krónunnar og ekki hef ég séð mikil mótmæli frá hinum ágætu stjórnarandstöðu þingmönnum.

Er það bara hið besta mál að seðlabankinn taki sig til og felli gengið eins og enginn sé morgundagurinn?

Auðvitað vita allir að nú fara í hönd grimmar kjaraviðræður en fyrr má nú rota en dauðrota.

Katrín og VG hljóta að vera hamingjusöm þessa dagana. Ég er það hins vegar ekki, ég er öskureið.

Svo dettur 2 gamalmennum í hug að nú þurfi að setja af stað undirskriftasöfnun til þess að bæta kjör eldri borgara og öryrkja.

Ábyrgðarmaður hefur ekki skrifað ýkja mikið um málið eftir því sem ég hef séð á facebook síðu hennar. Auðvitað er ég ekki vinur frúarinnar en læt mér þó finnast að hvatningin ætti að vera public svo allir geti séð.

Björgvin hamast og biðlar til fólks að koma nú og rita nafn sitt undir. Þetta sé ekkert mál.

Margir hafa tjáð sig og sagt málið of flókið og hafa gefist upp á að reyna.

Nei, nei, ekkert mál; segir maðurinn.

Eins og allir vita þá lána ég ekki nafn mitt á þetta og fæ bágt fyrir frá mörgum. Mér er skítsama þó fólk gagnrýni mig fyrir aumingjaskap og mannvonsku að skrifa ekki undir.

Málið er nefninlega þetta:

Hér er listi sem er vita gagnlaus og gerir verra en enginn.

Öryrkjar og eldri borgarar eiga ekki samleið í kjarabaráttu.

Öryrkjar eiga allt hið besta skilið og ég stend hundrað prósent með þeim í þeirra baráttu en þegar farið er að spyrða þessa hópa saman segi ég hingað og ekki lengra.

Ef þið haldið að þessi undirskriftalisti breyti einhverju þá gerir hann það.

Hann réttir stjórnvöldum tæki upp í hendurnar til þess að gera nákvæmlega ekki neitt fyrir þessa hópa því það sé svo dýrt og setji allt á hausinn í þjóðfélaginu.

Þessi spyrðing er nýtt fyrirbæri.

Hún er stórhættuleg og haldi hún áfram þá geta bæði öryrkjar og eldri borgarar gleymt kjarabótum um aldur og æfi.

Það er ágætt að tala um að eitthvað þurfi að gera og að ástandið sé svo slæmt að ekki nægi að skrifa og skrifa. Allt saman hárrétt. En, það er ekki sama hvernig eitthvað er framkvæmt, eitthvað annað en skrifa og skrifa.

Var haft samband við öryrkjabandalagið áður en listinn var settur í loftið?

Var haft samband við FEB og LEB áður en listinn fór af stað?

Var hugsað út í og skipulagt framhald málsins?

Var skoðað hvaða afleiðingar það gæti haft að spyrða þessa 2 hópa saman?

Var rætt hvernig hægt væri að ná til þeirra sem ekki hafa tölvur og ekki kunna á þær?

Var rætt hvernig hægt væri að hafa listann aðgengilegri fyrir ALLA?

Það er ekki vænlegt til árangurs að skella sér út í laugina án þess að kunna að synda, hvað þá að hafa ekki tiltækan kút eða kork til þess að hægt sé að komast að landi.

Núna stendur yfir flokksþing hjá þeim sem gefa sig út fyrir að vera fyrir “Fólkið í landinu”

Vonandi koma fréttir um hvaða frumvörp skuli lögð fram nú í upphafi þings. Auðvitað kemur ekki neitt, það er nefninlega svo ágæt afsökun að það séu bara 4 þingmenn og þeir séu í stjórnarandstöðu og geti þar af leiðandi ekki neitt.

Bara til þess að upplýsa stjórnarandstöðuþingmenn sem komast kannski einhvern tíman í stjórn þá er hægt að búa til frumvörp, leggja þau fram og draga svo aftur fram í dagsljósið þegar næstu kosningar og næsta stjórn verða á döfinni. Allt tilbúið, bara að standa við fínu orðin úr andstöðunni.

Þetta hlýtur hver maður að skilja.

Já, og svo var það með ríkisbubbana sem raða sér á jötuna, hvar býr þingmaðurinn sem sagði þetta? Væntanlega hefur sá þingmaður ekki raðað sér við katlana, eða hvað? Andstyggileg get ég verið en auðvitað ekki við öðru að búast.

Hulda Björnsdóttir

Er vænlegt til árangurs að blanda saman baráttu eldri borgara og öryrkja?

 1. September 2018

Gott kvöld

Nú gengur undirskriftalisti um facebook og fólk hvatt til þess að skrifa undir.

Upphafsmenn eru Björgvin Guðmundsson og Erla Magna Alexandersdóttir.

Eftir því sem fram hefur komið hjá Björgvin var Erla upphafsmaður og Björgvin aðstoðaði.

Erla er ábyrgðarmaður.

Ég hef áður lýst því yfir að ég muni ekki skrifa undir þennan lista og hef útskýrt hvers vegna og ætla ekki að gera það aftur.

Hins vegar sé ég ástæðu til þess að vekja athygli á því að hér er verið að blanda saman tveimur gjörólíkum málum.

Málefni eldri borgara og öryrkja eru gjörólík.

Ég er ekki með þessu að segja að eldri borgarar eigi ekki að styðja málefni öryrkja, þvert á móti.

Ég er að benda á að þessi mál eiga ekki samleið í baráttu. Öryrkjabandalagið er með góða baráttukonu í forsæti sýnist mér og er það vel.

Við í hópi eldri borgara eigum hins vegar handónýta baráttusveit í forsvari og þess vegna er hlaupið til í svona vanhugsaða framkvæmd eins og nýjasta undirskriftasöfnunin er að mínu mati.

Samkvæmt því sem Björgvin segir er Erla komin yfir áttrætt og hann er sjálfur hátt á níræðisaldri.

Ekki geri ég lítið úr eldra fólki, alls ekki, og tilheyri þeim hópi sjálf. Hins vegar þarf, þegar farið er í svona verkefni eins og undirskriftalisti er að hugsa málið vel og ganga úr skugga um að allt sé vel aðgengilegt fyrir alla sem tilheyra hópnum sem verið er að höfða til. Það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli.

Nú hefur komið í ljós hvað eftir annað að fólk, eldra fólk, á erfitt með að setja nafn sitt undir listann jafnvel þó það vildi gjarnan gera það.

Agnúarnir eru of margir og fyrir suma óyfirstíganlegir.

Hitt sem er enn alvarlegra að mínu mati er að hér er verið að blanda saman tveimur hópum, öryrkjum og eldri borgurum og kjör þeirra eru á engann hátt sambærileg enda aðstæður ólíkar.

Eldri borgarar eru þeir sem komnir eru yfir ákveðinn aldur en öryrkjar eru á ýmsum aldri, upp að eftirlaunaladri. Öryrkjar eru í alls konar aðstæðum og eru þeir metnir eftir ákveðnum reglum og greiðslur fara eftir viðkomandi mati.

Eldri borgarar eru með einfaldar skilgreiningar og eru ekki metnir til tekna á sama hátt og öryrkjar. Þeir eru metnir eftir aldri og búsetu.

Ég vona að hin handónýtu samtök eldri borgara á Íslandi vakni við vondan draum og fari að beita sér fyrir bættum kjörum umbjóðenda sinna svo ekki þurfi fleiri upphlaups undirskriftalista.

Fólk er orðið þreytt á því hvernig farið er með eldri borgara og öryrkja ásamt því hvernig lág laun á vinnumarkaði halda stórum hópum þjóðfélagsins undir framfærsluviðmiðum. Það þarf að verða viðsnúningur í viðhorfi þeirra sem halda um stjórnartaumana og þetta blessaða alþingismannalið þarf að fara að hugsa um almúgann og hætta að maka krókinn.

Sem betur fer eru nokkrir þingmenn sem virðast enn vera niðri á jörðinni en þeir sem mestar vonir vour bundnar við hafa brugðist hrapalega og eru komnir í sama sukkið og hinir. Það er svo ágætt að tala fallega á góðum stundum og belgja sig yfir hinum minnstu bræðrum og fólkinu okkar á sama tíma og hirt eru ofurlaun án þess að blikna.

Líklega er landið að fara yfirum núna, aftur, og ný ríkisstjórn tekur við.

VERÐUR EINHVER BREYTING MEÐ NÝJUM STJÓRNARHERRUM?

Hef ekki trú á því, svo sorglegt sem það þó er.

Þjóðin kýs eins og þrælar enn og aftur spillinguna og sukkið.

Þannig blómstrar eina prósentið aftur og aftur og aftur.

Í litla landinu mínu segja þingmenn af sér ef þeir eru staðnir að lygi eða gróðasukki.

Á Íslandi, þar sem ég fæddist, eru menn verðlaunaðir með hæstu stöðum í þjóðfélaginu fyrir sömu brot.

Sinn er siður í hverju landi.

Hulda Björnsdóttir