Vona bara það besta! Hah, það er lítið gagn í því þegar allt logar!

  1. september 2019

Mér liggur ótal margt á hjarta og ætla sennilega að vaða úr einu í annað.

Það hlakkaði í mér þegar ég frétti fyrir skömmu að lögfræðingur í Lissabon og kúnnar hans hefðu verið dæmdir í himinháar sektir fyrir svindl á bílainnflutningi, það er útlendingur flutti til landsins með bíl og lögfræðingurinn hjálpað útlendingnum að sleppa við lögboðin gjöld! Auðvitað á að refsa svona pakki sem flytur sig inn í fátækt land og byrjar á því að svindla á kerfinu. Ég veit fátt viðurstyggilegra.

Það eru títlur hérna sem ekki borga skatta og þær títlur eiga hvorki upp á pallborðið hjá mér eða löndum mínum. Venjulegir launþegar hér í landi þurfa að borga skatta og gera það. Ég borga skatta hér og á að gera það og er bara glöð með það. Fór í dag og gekk frá því máli vegna þess að við borgum skattinn hér eftirá.

Í næsta mánuði borga ég svo skattinn af bílnum mínum og næsta vor borga ég skatt af íbúðinni minni. Þetta er ekkert flókið ef farið er eftir reglunum.

Það er eitt og annað sem er í gildi hér sem er kannski öðruvísi en í mörgum öðrum löndum. Fólk, sumt hælir sér af því að hafa t.d. aldrei verið stoppað af lögreglu og þar af leiðandi ekki þurft að sýna fullgild ökuskírteini og fylgiskjöl. Sem betur fer eru lögregluþjónar grimmari núna en þeir kannski hafa verið fyrir 10 árum eða meira.

Ég hef 2svar á þessum 9 árum sem ég hef búið hérna verið stoppuð. Annað skiptið var ég á leið heim frá Lissabon og það var í gangi alsherjar tékk og allir stoppaðir.

Í seinna skiptið var ég að koma frá blómasalanum mínum og þar biðu Penela lögreglumenn á hringtorgi og voru aftur í svona alsherjar tékki, þetta var líklega í fyrra eða hitteðfyrra. Auðvitað voru mínir pappirar allir í lagi og ekki málið að spjalla við vini mína frá þorpinu mínu. Þegar fólk er stoppað er allt skoðað. Ég var reyndar ekki látin blása í tæki, það vita ALLIR hér í bænum að ég smakka aldrei áfengi eða bjór!

Ég hitti ameríska kellingu á bílaviðgerðarstaðnum mínum fyrir nokkrum vikum. Hún talaði út í eitt í hálftíma og sagði mér hvernig hún hefði lent í alls konar vandræðum með eitt og annað vegna dásamlegra lögfræðinga í Lissabon sem leiðbeindu henni.

Meðal annars þurfti frúin, þessi ameríska, að taka bílprófið aftur!!!!! En komst í gegnum það og passaði að fara ekki yfir hvíta strikið, það virtist vera aðalmálið hjá henni. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hún var að tala um.

Núna logar allt landið. Ekki bara miðjan eða bara norðurparturinn, nei ALLT landið.

Ég get alveg tjúllast þegar fólk segir mér að vera bara bjartsýn og vona það besta og treysta því að rigni. ARRRRRRGGGGGG

Hefur þetta fólk ekið í gegnum logandi skóginn með elda á báða bóga?

Hefur þetta fólk fengið hringingu eldsnemma morguns í október og fengið þær fréttir að heilt bæjarfélag hafi lokast inni og enga hjálp að fá af því að allir slökkviðliðsmenn og konur voru vítt og breitt um allt að slökkva elda og það var bara ekki til fleira fólk?

Hefur þetta fólk heyrt um konuna sem lagði af stað frá þessu brennandi bæjarfélagi gangandi með börnin sín í von um að komast eitthvað í skjól og það sem bjargaði henni og börnunum var að ungur maður fór á bílnum að leita að þeim og keyrði fram á þau og gat komið þeim og sjálfum sér í burtu?

Hefur þetta fólk verið innan um 200 manns í kirkju á jólum og horft upp á fíleflda harnaða karlmenn grátandi eftir að hafa misst allt sitt og vonleysið algjört? Ég söng í kirkju þessi jól og hef aldrei upplifað annað eins. Tár í augum og sumir með ekka þökkuðu þau mér fyrir sönginn og föðmuðu mig. Sorgin í bænum var svo yfirþyrmandi að mér fannst vera hægt að skera hana og út mundi vella blóðugt flóð.

Hefur þetta fólk sem segir okkur að vera bjartsýn nokkurn tímann fengið hringingu þar sem grátandi kona segir að húsið hennar og fjölskyldunnar hafi brunnið til kaldra kola um nóttina og nú 2 árum síðar eru þau viðbúin með slökkvibúnað svo þau geti sjálf slökkt eldana þegar slökklviliðið er upptekið um allt landið?

Hefur þetta fólk hugsað út í það hvað það er að missa tugi fólks á flótta í bílum sínum undan eldum og logarnir ráðast á akandi bifreiðar og heilu fjölskyldurnar deyja í brennandi bifreiðinni? Ekki bara einni bifreið. Tugir bíla urðu eldinum að bráð ásamt farþegum sem margir hverjir voru í sumarfríi.

Ég get haldið áfram endalaust.

Ástandið versnar með hverju árinu.

Sumrin verða þurrari og heitari. Brennuvörgunum fjölgar. Stjórnvöld eru grútmáttlaus og sleppa vitleysingunum eftir ámynningu. Tveir 13 ára voru gripnir núna fyrir örfáum dögum. 80 ára kona var tekin ekki fyrir löngu. Allir aldurshópar fá brennuæði og ganga berserks gang yfir sumarið í litla landinu mínu. Það breytist ekkert til batnaðar. Við verðum reiðari og reiðari og stjórnvöld tala og tala en orðin einskis virði.

Forsetinn heimsækir verst förnu svæðin og tekur utan um fólk. Hann er valdalaus. Hann jafnvel grætur með fólkinu en það slekkur ekki elda.

Núna logar í Miranda og Semide hefur verið lokað. Það er að hvessa. Það er spáð rigningu en hún er ekki komin enn, bara vindurinn. Ég sé logana frá svölun mínum.

Fólkið biður um rigningu. Við erum í rammkaþólsku landi og kirkjurnar fyllast af fólki sem biður til guðs um miskunn og rigningu.

Við skulum bara vona það besta lætur illa í mínum eyrum.!!!!

Nei við skulum ekki vona það besta, við skulum berjast fyrir því að stjórnvöld taki málið traustum tökum og útrými brennuvörgum og hætti að segja að elding, þar sem engin elding var, hafi kveikt í.

Landið er að brenna og fólk er flutt í burtu ef hægt er. Það er ekki alltaf hægt. Stundum deyr fólk í eldunum. Það er bara svoleiðis.

Ég er reið!

Ég vona að vinir mínir og allir sleppi undan ógninni en það er borin von að allir sleppi. Það er bara svoleiðis og þýðir ekkert að tuða “vona það besta”

Arrrrrggggg.

Hulda Björnsdóttir

 

BB og framsóknarpuntið hlæja ofan í símana ! Tilefni hláturs var FÁTÆKT á Íslandi

12.september 2019

Góðan daginn

Rétt nokkur orð í morgunsárið.

Alþingi komið saman og búið að halda dásamlegar lofræður um allt og ekki neitt.

Stjórnin voðalega stolt af verkum sínum og allt svo ægilega fjölskylduvænt og dásamlegt fyrir þá sem minna hafa og kaupmáttur aukist og allt þetta venjulega.

Stjórnarandstaðan ekki eins stolt af verkum ríkisstjórnar og telur upp eitt og annað, sem er svo ótrúlegt en samt bara dagsatt.

Andstaðan er ábúðarfull, stjórnin er glöð og talar hægt og stundum með bros á vör en umfram allt svo hamingjusöm með allt.

Andstaðan talar hátt og æsa sumir sig mjög. Stjórnarráðherrar sumir, liggja ofan í símunum sínum og hlægja í laumi að andstöðu sem þeir vita að hefur nákvæmlega ekkert vægi. STJÓRNIN RÆÐUR og hinir geta bara RIFIÐ SIG EINS OG ÞEIR VILJA og ekkert breystist.

Allir þingmenn hafa farið í dómkirkjuna og hlustað á prestinn og svo hefur forsetinn líklega talað eitthvað, semsagt mjög dannað og virðulegt eins og vera ber.

Svo ganga allir frá kirkju í röð, inn í þinghúsið og upp hefst ný vella, framhald af þeirri fyrir sumarfrí.

Fjármálaráðherra hamast eins og rjúpan við staurinn og treður í okkur sannleikanum. ÞIÐ HAFIÐ VÍST FENGIÐ HÆKKUN OG KAUPMÁTTUR YKKAR HEFUR VÍST HÆKKAÐ.

Við, láglaunafólkið, öryrkjarnir og eftirlaunafólkið þetta venjulega sem er ekki á ofureftirlaunum, erum svo heimsk að við skiljum ekki fjármálaráðherrann, eða það heldur ríkisstjórnin.

Forsætisráðherrann er svo ægilega óstjórnlega stolt af því að vera í ríkisstjórn sem heldur svo fallega utan um þá sem mest þurfa á því að halda, auðmennina.

Já, ekki má gleyma heilbrigðisráðherra sem er yfir sig hamingjusöm með heilbrigðiskerfið og heldur ekki vatni yfir þeim dásamlegu fréttum sem þaðan berast.

Hún, heilbrigðisráðherra, er yfir sig hamingjusöm með stöðu vinkonu minnar, eða það hlýtur að vera, vinkonu sem fór á bráðamóttöku, var send heim, fór aftur á móttökuna sárlasin og sagt að fara því vaktinni væri að ljúka og best fyrir vinkonu mína að tala bara við heimilislækninn, hann gæti ábyggilega gefið henni sterk verkjalyf sem síðan mundu róa órólega fársjúka vinkonu mína.

DÁSAMLEGT HEILBRIGÐISKERFI ER STAÐREYND, eða er það ekki frú heilbrigðisráðherra, og þetta bara dyntir í vinkonu minni að vera með uppsteit vegna einhverra smá verkja rétt áður en vaktaskipti eru á bráðamóttöku?

Ég bara nenni ekki að tala um kúl myndatöku af stjórnarandstöðu og flottum rauðum kjólum. Það ergir mig bara enn meira.

Ég ætla þó að leyfa mér að vera öskuill yfir dónaskap fjármálaráðherra og framsóknar puntinu og skammast yfir því að þeir skuli ekki kunna betur mannasiði en að vera hlæjandi ofan í símana á meðan formaður stjórnmálaflokks stendur í pontu og reynir að garga yfir skemmtunina og segja þeim, eða reyna að koma þeim í skilning um, að fátæktin hafi ekkert farið.

Fjármálaráðherra er lyginn ómerkilegur valdaseggur og framsóknarpuntið er ekkert betra. Framsóknarpuntið hefur bara vit á að ljúga ekki opinberlega eins mikið og hinn.

Forsætisráðherra er ekkert annað en væmið fyrirbæri af valdagráðugri frú sem gaf allt upp á bátinn fyrir forsætisráðherrastólinn, eða hvað.

Það merkilega við þetta allt saman er að ég hef ekki hlustað á umræður á Alþingi í gær, ekki enn.

Ég ætla að gera það seinna í dag en það er ekki forgangsverkefni fram yfir annað sem dagurinn ber í skauti sér.

Sjálfsagt verð ég sótt til saka fyrir ljótt orðbragð og að ég sé að vega að mannorði framámanna á hinu háæruverðuga þingi þjóðar í neyð.

Mér er slétt sama. Á ekki eftir nema í mesta lagi 10 ár á þessari jörð og get alveg eytt þeim árum í þjark um hvort ég hafi brotið velsæmislög eða ekki.

Ég er hundfúl, og dauðskammast mín fyrir að tilheyra þjóð sem er skítsama um þá sem eru að mati sumra undirmáls í forríku samfélagi sem rakar eins og illgresi auðæfunum til örfárra. Væri ég ekki svo ólánsöm að hafa greitt skatta og skyldur til þessa þjóðfélags og sparað í Lífeyrissjóð samkvæmt lögum, og eiga þannig rétt á eftirlaunum frá Íslandi, mundi ég ALDREI líta á eitt eða neitt sem tilheyrir rekstri þessa viðurstyggilega samfélags valdaklíkunnar.

Hulda Björnsdóttir

Portuguese SAGAS – Just a thought

11th of September 2019

Here I am again as promised.

It’s just amazing to see how WordPress tells me that now I am on 5 days something and how wonderful everything is and I´m doing well.

I can´t disappoint WordPress so quickly something today but more to come soon, maybe tomorrow.

So,

There is a new friend in the house.

Having tendinitis screaming during day and night is not an ideal situation and now I have been in physiotherapy for some time, not very long but am finally beginning to feel better or so to speak.

My therapist is wonderful, tiny Portuguese young woman who does not kill me. The problem with massage here in my little land is that they try to kill you every time they touch you, or most of them.

I was lucky and found one that is tender and sympathy is her main goal, apart from getting the patient on his or her feet without screaming!

Yesterday she told me about a friend I could buy in Taveiro and this morning I went. Had some other errands to run there and of course a wonderful lunch as well.

70093807_1417741058377717_6727049835108630528_o

First was though a trip to Coimbra, my little computer is behaving like a teenager. She does not want to obey my wishes and the only way to solve the problem was to send her to the computer hospital and see if they can fix her. So, now she is in the hands of the wonderful young men that know how to fix teenage computer problems and they will call me when she is obedient again.

My laptop is almost nine years old and I am beginning to think about changing but she has windows 8,1 which I like and every new laptop nowadays has windows 10. My little one has windows 10 and there I am going to learn how to use that one. I really don´t like windows 10 but there is no option. The drivers don´t work with the older computers. Well this is boring for you.

I had lunch in Taveiro and there I got a real surprise, a wonderful one.

The restaurant does not use plastic straws in the cups they serve the drink. They don´t not use a lid either and there is an effort in this to save the environment. I like this, as well as the healthy food I buy from them. Jammi.

Well, another accomplishment today is talking to my neighbour Dahlia and we decided to ignore the mad one downstairs and continue to make the garden beautiful!

I bought a beautiful tree yesterday and am going to buy more today. They are going to the garden in pots, not into the ground.

By the way, a pot is a vaso in Portuguese if you did not know. I also came across a word in Portuguese that is Syster which means sister in Icelandic. I have no idea if this is a name of the medicine or the company but have to investigate soon, and will tell you the result. Pera in Portuguese is pera in Icelandic and means the fruit pear. Biblia in Portuguese is also biblia in Icelandic and means bible.

Enough for today from me to you.

Just remember to enjoy the day and appreciate the little things, then life becomes wonderful.

Hulda Björnsdóttir

Ég skammast mín upp fyrir haus

10.september 2019

Góðan daginn

Ég skammast mín upp fyrir haus fyrir aulagang.

Ég var að skoða síðuna mina núna og sé að ég hef ekki svarað öllum sem hafa commentað.

Ég bið ykkur innilega afsökunar og ef þið viljið þá er hér e-mail adressan mín fyrir framtíðina

huldab28@gmail.com

og svara ég meilum sem ég fæ fljótt.

Með bestu kveðju

HULDA BJÖRNSDÓTTIR

I almost lost it in the supermarket!

9th of September 2019

I stood at the scalers table and waited for my carrots and apples to be weighed.

There, in a box next to the scalier, many beautiful figs looked at me inviting and wonderful.

Dark purple blue, they had their eyes on me.

Are you not going to get a bag, it’s just here beside our box? they asked.

I looked at them.

Made sounds like I was having an orgasm in the middle of the day in the supermarket.

My friend came, the one who weighs the fruits and veggies.

She looked at me and then at the figs. She smiled and I almost cried.

There are too many calories in them, I whimpered, and watched the beauties with my mouth watering.

My friend weighed the carrots and apples and I left.

Well, I did not leave; I saw melons, lots of melons, red and yellow, cut and whole.

My hand moved.

My friend came.

These 2 are the best, she told me.

Really?

Yes!

Few calories, I said.

Yes, almost no calories at all and so good in the heat, my friend told me.

69361260_1415408661944290_8875383010459910144_o.jpg

I picked up my melon. She was coming home with me.

I have one kilo to loose, I said.

My friend smiled and I smiled back.

But the figs are beautiful; I contemplated on my way out and made a strange sound with my whole body, longing for the beauty but being practical.

Hulda Björnsdóttir

 

Ég reiknaði út endurgreiðslu til mín vegna skerðinga jan og feb 2017 !

9.september 2019

Fullur ellilífeyrir TR jan 2017 krónur 228.734

Fullur ellilífeyrir TR Feb 2017 krónur 228.734

Nýju lögin um almannatryggingar sem tóku gildi 1.janúar 2017 sögðu fyrir um að ellilífeyrir skyldi ekki skertur.

Þrátt fyrir lögin ákvað Tryggingastofnun Ríkisins upp á sitt eindæmi að skerða ellilífeyri frá TR um 25 þúsund krónur vegna tekna frá Lífeyrissjóðum.

Ákvörðun TR byggðist á umræðum og uppkasti af lögunum þar sem þetta stóð og hunsaði stofnunin endanlega útkomu laganna.

Lögunum var síðan breytt afturvirkt og skerðingar látnar gilda frá janúar 2017 en lögin ekki sett fyrr en í mars 2017.

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að stofnuninni hefði ekki verið heimilt að hunsa lögin og dæmdi rétturinn málshöfðanda í vil. Málið var fordæmis gefandi og gildir úrskurðurinn fyrir alla sem urðu fyrir þessum skerðingum jan og feb 2017 og eiga að fá endurgreitt mismuninn fyrir þessa 2 mánuði.

Tryggingastofnun fór fram á að fá að áfríja til Hæstaréttar en var þeirri beiðni hafnað.

Nú er TR að reikna út leiðréttinguna og ættu allir að fá sína á næstu vikum, skilst mér.

Til glöggvunar fyrir mig settist ég nú niður og skoðaði hvernig mitt dæmi kæmi til með að líta út og jafnframt þótti mér forvitnilegt að sjá hvað ég tapa miklu á ári vegna þessa skerðingarákvæðis og hvernig TR og ríkið nota sparnað minn til þess að niðurgreiða réttindi mín hjá TR sem ættu að vera innifalin í greiðslu minni á sköttum til íslenska ríkisins frá unga aldri. Eftirfarandi eru niðurstöður mínar og koma þær verulega á óvart, og þó ekki!

Allar tölur eru fyrir skatt

Fullur Ellilífeyrir TR í janúar árið 2017 kr. 228.734

Fullur ellilífeyrir TR í febrúar árið 2017 kr. 228.734

Eftirfarandi eru greiðslur til mín í janúar og febrúar 2017

Greitt jan.2017

Líf VR 31.01.2017 vegna janúar 2017 krónur 146.722

TR vegna janúar 2017 kr. 171.616

Fullur ellilífeyrir TR í janúar 2017 kr. 228.734

Mismunur vegna janúar krónur 57.118 vegna skerðingar hjá TR sem orsakast af tekjum frá Lífeyrissjóði

Greitt feb2017

Líf VR 28.02.2017 vegna febrúar 2017 kr. 146.923

TR vegna febrúar 2017 kr. 171.616

Fullur ellilífeyrir TR vegna febrúar 2017 kr. 228.734

Mismunur vegna febrúar krónur 57.118 vegna skerðingar hjá TR sem orsakast af tekjum frá Lífeyrissjóði VR

Samtals inneign vegna lagabreytingar 114.236 fyrir skatt

ATHUGIÐ > Vegna tekjuáætlunar minnar sem var heldur há fyrir árið 2017 fékk ég smá endurgreiðslu við endurútreikning eftir skattaskil árið 2018 en það er ekki upphæð sem skiptir neinu höfuð máli og verður ekki til þess að lækka endurgreiðslu til mín svo orð sé á gerandi.

Mér finnst eiginlega skylda mín að deila þessum hugleiðingum með almenningi og þó sértaklega með þeim sem lesa síðuna “Milli lífs og dauða” á Facebook.

Svívirðan er algjör. Hvað er þingheimur að hugsa? Hvað er það sem réttlætir enn eina ferðina að sparnaður, lögboðinn sparnaður, sé tekinn traustataki til þess að niðurgreiða útgjöld ríkissjóðs á meðan auðmenn geta komist upp með að gefa upp vinnukonulaun og borga 22 prósent af auðæfunum og EKKERT útsvar af fjármagnstekjum?

Enn eina ferðina gæti einhver sagt: Það þarf að stokka upp í kerfinu.

Enn eina ferðina verða svo kosningar og getið nú; sama sukkið verður kosið aftur og ekkert breytist frekar en það hefur gert undanfarna marga áratugi sem ég hef dvalið á þessari jörð og búið á Íslandi og lagt mitt af mörkum til uppbyggingar þjóðfélags sem nú er verið að leggja í rúst fyrir fáa á kostnað fjöldans.

Ótrúlegt en svona er þetta á landi sem svo hæglega gæti, ef græðgi fárra réði ekki, séð fyrir því að ALLIR þegnar þjóðfélagsins hefðu mannsæmandi kjör, sama á hvaða aldri þeir væru.

Hulda Björnsdóttir

 

 

Hvernig hægt er að losna við eftirlaunaþega!

9.september 2019

Til forstjóra TR

Til Fjármálaráðherra

Til Félagsmálaráðherra

Góðan daginn

Ellilifeyrir frá TR er árið 2019 krónur 248.105 samkvæmt vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins.

Ég sé ekki hvernig fólk getur lifað af 248.105 krónum á mánuði og er sú upphæð fyrir skatt.

Mér þætti ekki óeðlilegt að fyrrnefndir ráðamenn útskýrðu fyrir mér og fleirum hver uppskriftin er varðandi líf fólks sem hefur 248.105 krónur á mánuði fyrir skatt?

Mér þætti einnig eðlilegt og ekki ósanngjarnt að þeir sem setjast á þing ættu að fá að reyna hvernig er að lifa af launum þingmanna ef launin væru skert um 45prósent á mánuði með frítekjumarki upp á 25 þúsund, eins og þeim sem hafa greiðslur frá Lífeyrissjóði upp á einungis 150 þúsund á mánuði er ætlað að gera!

Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins gæti til dæmis komist í þennan reynsluhóp og auðvitað fagnað því að fá að vera í svipuðum sporum og þeir sem hún er í umboði fyrir, eða með öðrum orðum skjólstæðingar stofnunarinnar.

Auðvitað eiga ráherrar, þingmenn, forstjórar, bankastjórar og aðrir framámenn í þjóðfélaginu að vera á margföldum launum þeirra sem eru svo ósvífnir að gerast eftirlaunafólk. Það væri að sjálfsögðu æskilegast að fólk næði að hámarki aldri upp að 67 ára og síðan flytti það yfir móðuna miklu og nyti næstu áratuga þar.

Lífið er því miður ekki svo einfalt og uppi situr þjóðfélagið með ósvífna eftirlaunaþega sem vilja fá að borða reglulega, hafa skjól yfir höfuðið og geta farið til læknis ef þörf krefur, rétt eins og allir sem yngri eru. Svo er frekjan svo hamslaus að þetta fólk vill geta keypt lyf ef það þarf á þeim að halda.

Ég ger mér grein fyrir, eða reyni það að minnsta kosti, að erfitt getur reynst fyrir fólk sem tilheyrir sæmilega vel launuðum stéttum að setja sig í spor þeirra sem eru orðnir 67 ára og hafa hungurlúsalaun sem ómögulegt er að draga fram lífið á.

Ég geri mér líka grein fyrir að það er auðvitað einhver besta lausn sem þetta vesalings fólk hefur fundið þegar það flytur bara í burtu frá landinu og sest að í löndum þar sem hægt er að draga fram lífið á hungurlúsinn. Þessi lausn er auðvitað það sem þið sem þetta bréf er ritað til, ættuð að beita ykkur fyrir af fullum krafti. Þá er hægt að komast hjá því að borga þessu aumingja fólki, sem er svo ósvífið að verða 67 ára og hvað þá heldur meira en það, strípaðan ellilífeyri og EKKERT annað. Engar félagslegar uppbætur, enga heimilisuppbót fyrir þá sem búa einir erlendis og fleira sem fellur niður þegar flutt er erlendis.

ALLRA BESTA LAUSNIN er hins vegar að þetta fólk, 67 ára og eldra, flytji til landa sem EKKI hafa gert tvíhliða samninga við Ísland. Til dæmis gæti einhverjum dottið í hug að flytja til Ástralíu, Asíu eða jafnvel Afríku og eyða þar restinni af ævinni og íslenska ríkið þyrfti ekki að punga út einni einustu krónu í ellilífeyri.

Já, það eru til lausnir fyrir ráðamenn. Ég stend þó við það að mér finnst besta hugmynd mín vera að þingmenn og fleiri sem vinna við störf sem tilheyra velferðarmálum á Íslandi sæti skerðingum á greiddum launum, svipað og þeir sem eru 67 ára eða eldri og farnir að taka út áunnin réttindi og fá greiddan ellilífeyri.

Hulda Björnsdóttir