Hefurðu leitt hugann að starfslokum þínum?

12.febrúar 2020

Ég er að velta fyrir mér hvort fólk sem er í kringum sextugt eða aðeins þar yfir sé farið að gera ráð fyrir starfslokum og hvað taki þá við.

Ég er líka að velta fyrir mér hvað öryrkjarnir hafa mikið pælt í því sem gerist þegar þeir verða 67 ára.

Þetta eru tímamót sem vert væri að hyggja að þó nokkru áður en þau koma.

Margir hlakka til að hætta að vinna og sjá fyrir sér að þeir njóti lífsins eftir vinnudaginn.  Ég þekki þó nokkra sem hafa séð fyrir sér að geta ferðast um heim og geim þegar ekki þarf að mæta í vinnu og hafa hætt nákvæmlega 67 ára og tekið til við að njóta lífsins. Þetta fólk er hamingjusamt og hefur margt gert ráðstafanir til þess að geta leyft sér eitt og annað sem ekki var hægt á meðan vinnan tók alla kraftana.

Enn aðrir hlakka ekki til og kvíða því að þurfa að setjast í helgann stein. Lífið hjá þeim hefur snúist um vinnuna og hún verið það sem þeir hafa litið á sem akkeri í lífinu. Kannski hugsar fólk ekki svona um málið meðvitað en þetta er oft reyndin.

Sumir missa fótfestuna þegar starfslok skella á og finnst þeir vera einskis virði. Við heyrum ekki oft talað um þetta fólk. Við heyrum og sjáum glansmyndir af þeim sem hafa tekið heiminn með trompi eftir að vinnudagurinn er liðinn. Við sjáum fólk njóta lífsins í sælu á sólarströnd í góðu veðri með góðum félögum og við sjáum fólk í þessum sögum brosandi og hamingjusamt.

Hin hliðin sem ekki er mikið talað um er allt öðruvísi.

Margir sem komnir eru á eftirlaun hafa ekki efni á því að lifa á Íslandi. Þeir héldu að með sparnaði og löghlýðni hafi þeir lagt grunn að friðsælu ævikvöldi þar sem ekki þurfi að hafa áhyggjur af því hvort matur verði á borðum næstu daga eða út mánuðinn. Raunveruleikinn skellur svo á með ógnarþunga og allar áætlanir fjúka út um gluggann. Það sem fólkið fær fyrir sparnaðinn er svo lítið og það sem ríkið leggur fram á móti er enn minna og jafnvel stelur ríkið tugum prósenta af sparnaðinum.

Þá er tekið til bragðs það sem mörgum þykir neyðarúrræði og flutt úr landi. Flutt frá ættingjum og vinum út í óvissuna sem oft er þægileg og passar vel en getur líka haft á sér dökka hlið.

Dæmi eru um að ættingjar frá Íslandi hafi þurft að flytja heim aftur eldra fólk sem hefur ekki staðist freistingu ódýrra veiga og skollið illilega á höfuðið og ekki önnur ráð en að fara til baka.

Þetta er sorgleg staðreynd sem er í lagi að tala um einstaka sinnum í stað glansmyndanna.

Í einu ríkasta landi heimsins er búið svo að stórum hópi eldri borgara, þeirra sem komnir eru yfir 67 árin, sem er ekki hár aldur í nútímanum, að þetta fólk getur ekki bjargað  sér og haft fyrir daglegum þörfum í landinu sem þeir byggðu upp fyrir kynslóðina sem nú ríkir í landinu.

Í þessu forríka landi eru laun almennings svo dýrslega lág að ekki er hægt að lifa af þeim. Það eru ekki bara eldri borgarar sem lepja dauðann úr skel. Nú eru láglaunastéttir að rísa upp og berjast fyrir því að kjör þeirra verði mannsæmandi. Pólitíkusarnir rísa upp hver á fætur öðrum og segja frá því hvað hagsæld þessa fólks sé mikil, hvað miklar skattalækkanir það hafi fengið, hvað læknisþjónusta hafi verið bætt ógurlega og að aldrei fyrr hafi þetta fólk haft það eins gott og nú.

Er þetta svona?

Ég bara spyr!

Mér heyrist ástandið ekki vera upp á marga fiska nema fyrir úrvalsættirnar sem nú ætla sér að sölsa undir sig enn eina þjóðareignina. Ætlar fólk virkilega að láta bjóða sér að mafían eignist enn einn bankann? Ætlar fólk ekki að rísa upp? Ætlar fólk bara að sitja með hendur í skauti og sætta sig við að ekki sé hægt að búa sig undir starfslokin vegna óstjórnar og græðgi stjórnmálamanna sem hafa ALDREI litið upp úr kössunum sem þeir búa í og horft yfir almenning.

Getur það verið að enn eina ferðina verði kosið á Íslandi og mafían fái að halda áfram í skattaskjólum og undanskotum?

Kannski fer núverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra með meiru frá og verður ekki lengur formaður flokks sem í upphafi var til þess að hlúa að alþýðunni en missti sjónar á hlutverkinu fyrir langa löngu. Kannski gerist þetta en auðvitað heldur maðurinn áfram að maka krókinn. Þeir gera það jú flestir sem hafa verið í toppstöðunum.

Það gerist ekkert á meðan stór hluti landsmanna kýs yfir sig aftur og aftur sama sukkið.

Eða, getur það verið að ekkert skárra sé í boði?

Ég bý ekki á Íslandi og þarf sem betur fer ekki að horfa á eftir atkvæði mínu í hítina voðalegu. Kosningaréttinum glataði ég fyrir þó nokkru og nenni ekki endurnýja hann.

Á meðan það sem í boði er flýtur alltaf að sama ósi fyllist ég viðbjóði á stjórnarháttum þeirra sem líta á fóstrur á leikskólum sem fimmta flokks starfsfólk.

Hvernig getur það verið að störf þeirra sem sinna börnum foreldra sem eru að skapa verðmæti fyrir þjóðfélagið, séu einskis metin?

Hvernig getur það verið að þeir sem sinna veiku fólki geti ekki séð sér og fjölskyldu sinni farborða í þessu forríka landi? Hvernig getur það verið að það sé minna virði að kenna börnunum í skólum landsins en að vera alþingismaður með milljónir í laun og alls konar bitlinga?

Þeir sem eru að komast yfir sextugt ættu að hugsa sinn gang. Séu þeir almúginn blasir ekki við þeim áhyggjulaust ævikvöld, langt í frá.

Það er ekki auðvelt að búa sig undir starfslok í umhverfi sem er á Íslandi en það er þó þess virði að reyna. Ég hvet þá sem eru að nálgast eftirlauna aldurinn að bíða ekki of lengi. Það er of seint í rassinn gripið þegar dagurinn rennur upp.

Kynnið ykkur vel hvað í vændum er.

Kynnið ykkur hvaða réttindi þið eigið.

Ef þið eruð öryrkjar þá skoðið vel hvað breytist þegar þið verðið 67 ára.

Enginn stjórnmálaflokkur hefur haft dug í sér til þess að krukka í hvernig almannatryggingakerfið stelur lögbundnum sparnaði vinnandi fólks í lífeyrissjóði. Ærandi þögnin ríkir um málssóknina sem baráttujaxlar í Gráa hernum standa fyrir . Ærandi þögnin segir mér að pólitíkinni, þessari ógeðslegu tík, sé hjartanlega sama um mig og þig og hugsi um eigin hag og ekkert annað.

Við sem styðum þetta mál erum mörg. Verkalýðsfélög, félög eldri borgara og ýmis samtök hafa lagt málinu lið þar sem kostnaður við málssóknina verður mikill. Margir einstaklingar hafa lagt sitt af mörkum, margar hendur vinna verkið og auðvelda að réttlætið nái fram að ganga. Við getum sett inn mánaðarlegt framlag ef okkur sýnist svo. Ég gerði það og finnst það góð tilfinning. Það þarf ekki endilega að vera stór upphæð. Höfum í huga hvernig einn frambjóðandi til forseta í Bandaríkjunum byggir sína fjáröflun á framlögum frá almúganum, litlum en stöðugum framlögum. Við getum gert þetta svona á Íslandi. Við sem búum erlendis og höfum gerst flóttamenn frá vosbúð og hungri á Íslandi getum tekið þátt í þeirri von að brátt verði óréttlætinu aflétt og þeir sem spara og tilheyra almenningi fái að njóta ávaxtanna þegar halla fer á ævikvöldið.

Munum það sem ég segi svo oft að sameinuð erum við sterkari en mafían!

Hulda Björnsdóttir

10. February 2020

Good afternoon dear friends

I have not been here for a while.

The reason is my router broke down and it took MEO a week to repair it.

This morning the man came and fixed the matter, or rather changed the router!

Everything is working now and even the phone where there is no phonecard, which is rather strange and I wont let it bother me at least not for now.

I published something here in Icelandic just now and soon I will be writing something in English. This post is just to let you know why I have been silent for some time.

As some of you know I have been posting some live videos on my Facebook, introducing my little land to my friends. Most of those videos are in Icelandic and English.

If you are interested to connect on Facebook you  might send me a message with your friends request, just to let me know how you know me and why you want friendship.

Anyway

I hope your day will be fine and the month brings you happiness and prosperity.

Hulda Björnsdóttir

Mánudags hugleiðing – Lifandi eða dauð?

10.febrúar 2020

Jæja, þá er ég komin í samband við umheiminn aftur og get farið að láta ljós mitt skína.

Ég var að lesa skrif eins sem býr á Tenerife. Hann er að kvarta yfir því að hafa fengið beiðni um lífsvottorð frá Lífeyrissjóði VR.

Mér fannst þetta hálf kjánalegt en þegar ég les svo commentin þá held ég að það sé allt í lagi að segja frá því hér hvers vegna maðurinn fékk þessa beiðni og eitthvað fleira í leiðinni sem mér þykir ástæða til þess að hnykkja á eina ferðina enn.

Ég tékkaði á því hvar maðurinn væri skráður hjá Þjóðskrá og þar er hann erlendis skráður.

Annað sem mér þótti áhugavert er upphæð sú sem maðurinn fær. 5 þúsund kall segir hann.

Getur það verið að eftir áratuga greiðslu í lífeyrissjóð VR fái maðurinn aðeins 5000 kall á mánuði. Hann er 68 ára á þessu ári. Eru þetta örorkubætur eða ellilífeyrir? Það kemur ekki fram og ég veit auðvitað ekkert um það.

Af lestri skrifa mannsins skilst mér að hann haldi að hann þurfi að fara til Íslands og sanna í eigin persónu að hann sé ekki dauður. Mér skilst líka á skrifunum að líklega tilheyri hann ekki neinni sókn á Tenerife.

Allt þetta finnst mér reyndar mjög einkennilegt svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Pistill mannsins er ágætur og skemmtiefni fyrir þá sem hafa áhuga á skrifunum sem slíkum.

Hins vegar er þetta alvöru mál og nú skal ég útskýra hvers vegna og hvar er hægt að fá svona vottorð.

Þegar eftirlaunaþegi eða öryrki flytur frá Íslandi er ekki lengur hægt að samkeyra upplýsingar á milli Tryggingastofnunar og Lífeyrissjóða við upplýsingar í þjóðskrá.

Búi þessir hópar hins vegar á Íslandi er þessi samkeyrsla auðveld og notuð.

Allir eru tékkaðir einu sinni á ári með þessum keyrslum.  ALLIR sem annað hvort frá greiðslur frá Lífeyrissjóði eða Tryggingastofnun ríkisins.

Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt þegar ég hef sett mig inn í málið en auðvitað þótti mér þetta smá hlægilegt í byrjun og stelpurnar á kirkjuskrifstofunni hérna í Penela hlæja alltaf pínu þegar ég kem með pappírinn. Þetta þarf að gera á hverju ári, það er bara þannig og ekkert annað en að hafa gaman af. Ekki eru allir sem fá tækifæri til þess að sanna að þeir séu lifandi og geti útvegað svona vottorð.

Þar til í fyrra þurfti ég aðeins að skaffa vottorð fyrir Tryggingastofnun en síðasta sumar fékk ég líka bréf frá VR.

Öll mín viðskipti bæði fram og til baka varðandi þetta mál eru í gegnum netið. AUÐVITAÐ annað væri fáránlegt og ég trúi því ekki að maðurinn sem var hvati að þessum skrifum mínum viti það ekki.

Núna eru á döfinni árleg pappírsskipti á milli landa fyrir þá sem búa erlendis og eru annað hvort öryrkjar eða eftirlaunafólk.

Íslensk skattskýrsla er á leiðinni fljótlega og þarf að samþykkja hana og senda á netinu auðvitað.

Hér í mínu landi er skattskýrslan gerð í apríl eða maí og byggð á þeirri íslensku ásamt ýmsu sem tekið er tillit til hér af heimaslóðum.  Endurskoðandi gerir mína skýrslu og ég þarf ekki annað en taka pappíra saman og prenta út íslensku skýrsluna og eitthvað smotterí. Svo bíð ég þar til komin er niðurstaða á því hvað ég á að greiða þetta árið hérna í búsetulandinu mínu og í lok ágúst borga ég alla summuna sem eru nokkur þúsund evrur.

Þegar búið er að samþykkja skýrsluna mína hér í búsetulandinu sendi ég hana til Tryggingastofnunar ásamt lífsvottorði og fæ staðfestingu á móttöku frá stofnuninni. Geri ég þetta ekki mundi ég ekki fá áfram eftirlaun frá Íslandi. Ekkert flókið, reglurnar eru bara svona.  Öll þessi viðskipti mín fara auðvitað fram á internetinu, þó það nú væri, og meira að segja þó ég eigi ekki Ipad eins og frú formaður landssambandsins vill að allir eldri borgarar hafi á milli handanna, þá gengur þetta nokkuð greiðlega fyrir sig.

Frú formaður vildi líka að eldri borgarar fengju skilaboð um inntöku meðala minnir mig í gegnum Ipadinn og gott ef ekki átti líka að sækja sér vini á netið með apparatinu. Semsagt frú formaður sér eldri borgara í róbóta heimi en ég er svo heimtufrek að ég vil geta fengið faðmlag frá lifandi fólki og geta hlegið með lifandi verum og meira að segja ef ég þarf á að halda fengið vini til þess að hugga mig ef á mig sækir sorg. Það er einfaldlega þannig að fólk er nauðsynlegur partur af tilverunni, annars deyr sálin, hvað svo sem frú formaður segir.

Innskotið um frú formann er auðvitað hinn mesti kvikindisskapur en við hverju er svo sem að búast af útlaganum sem er graut fúl yfir því að fá ekki mannsæmandi laun eftir að hafa skilað áratuga sköttum og skyldum til íslensks þjóðfélags.

Ég ætla aðeins í lokin að minnast á málaferli Gráa hersins og baráttu þeirra fyrir því að ríkið hætti að stela sparnaðinum okkar um hábjarta daga alla daga ársins áratug eftir áratug.

Ærandi er hún þögnin frá til dæmis frú vestfirðingi sem skilur svo vel allt sem snýr að fátækt þegar hún stígur í ræðustól Alþingis en snýr sér svo við og baðar sig í grænu tómi þar sem allt er svo gott.

Ærandi er hún líka þögnin frá baráttujöxlum fátækra sem gleymdu pínulítið um hvað málið snýst og lölluðu sér yfir á barinn og skiptu um hest eins og ekkert væri og tóku sér náttstað með þeim sem búa á eyðibýlum úti í sveit og geyma peningana sína í paradísarpeningaþvættislöndum!

Já það er ekki logið á suma, meira að segja gæti mér ekki dottið í hug skáldlegir atburðir eins og gerast í íslensku þjóðfélagi daginn út og daginn inn og ótrúlega margir bara sáttir og sælir.

Það skiptir jú ekki máli þó einhverjir tugir þúsunda íslendinga hafi flúið land til þess að drepast ekki úr hungri.

Það skiptir ekki heldur máli þó tugir þúsunda fátækra á Íslandi sjái aldrei fram á betri tíð.

Það skiptir höfuð máli að þeir sem hafa komið sér vel fyrir og tilheyra hinum göfugu örfáu ættum sem nú ætla að sölsa undir sig enn einn bankann, geti haldið sinni stefnu áfram og haldi í vonina um að sveltistefna losi þá við þennan ærandi vanþakkláta líð sem eru eldri borgarar, öryrkjar og undirmáls launaðir starfsmenn hingað og þangað í þjóðfélagi hinna ríku.

Nem staðar hér í bili en látið ykkur ekki detta í hug að nú hafi ég ausið endanlega úr skálum mínum, ó nei, við heyrumst fljótlega aftur.

Hulda Björnsdóttir

Just a thought – Will we make it?

30.01.2020

He is there or is he

She has been waiting anxiously

Will he make it or wont he?

The plain has landed

The people are arriving

But no sign of the one she is waiting for

Why?

What has happened?

Everyone seems to have arrived and no more passengers

She looks around, disappointed and sad

Were the expectations too high?

Maybe

Suddenly there is a voice in the speaker

“Mum, don´t worry, I’m at the airport and will be with you in a minute”

Hulda Björnsdóttir

Ómerkilegasti pólitíkus allra tíma ? 100 gráðu viðsnúningur ! gerist vart betra !

29.01.2020

Ómerkilegasti pólitíkus allra tíma?

Getur þetta verið í raunveruleikanum?

Ég er næstum því orðlaus og ætla að rekja þessa sögu svo fólk geti séð hvaða mynd 100 gráðu snúningur tekur á sig hjá þingmanni sem mjólkar hverja einustu krónu sem hægt er frá skattgreiðendum í formi launa og aukagreiðslna frá hinu háæruverðuga Alþingi.

Inga Sæland segir á síðunni minni “Milli lífs og dauða” þann 26. Nóvember 2019

” Þvílík ósannindi. Það fengu allir 29.000 einstaklingarnir sem fengu peninga samkvæmt. dómsorði 5,5% vexti og þú líka ef þú hefur þegið peninga hans vegna. Annars sýnist sem svo að það hafir þú ekki gert eða í það minnsta alls ekki þegið þessa meintu hræsni, enda mælir því bót að löggjafinn níðist á öldruðum og brjóti á þeim lög. Manni verður flökurt af beiskju þinni og mannfyrirlitningu.”

Tilefni frúarinnar var að ég hafði skrifað harðorða gagnrýni á niðurstöðu dómsins þar sem aðeins móðirin fékk dráttarvexti en allir hinir vexti af leiðréttingunni. Ég gagnrýndi einnig óstjórnlega gleði frúarinnar yfir niðurstöðunni þar sem hún þó aldrei nefndi hvernig brotin var jafnræðisreglan á okkur hinum.

Eins og þeir vita sem hafa fylgst með þessu máli hjá mér þá kærði ég málið og var kærunni hafnað en mér bent á að kæra til ráðuneytis sem ég og gerði og þar situr málið enn. Ég tel að jafnræðisregla hafi verið brotin með vinnubrögðum TR.

Frúin var spurð og svona var svarið frá Ingu: Móðir mín var notuð fyrir ykkur öll í svo nefndu prófmáli. Lögmaður hennar gerði ítrustu kröfur fyrir hana sem sinn skjólstæðing þar á meðal kröfu um dráttarvexti. Sú krafa gildir þó ekki fyrir alla heldur einungis aðila málsins.Þeir sem vilja sækja dráttarvextina þurfa að gera það sjálfir gegnum dómkerfið. Tryggingastofnun hefur ekki með þetta að gera svona er bara gildandi réttur.

Guðmundur Ingi svaraði mér og sagði að svona hefði fjórflokkurinn farið að undanfarna áratugi, semsagt allt fjórflokknum að kenna og engar lausnir eða hjálp að fá frá FF.

Nú bregður svo við að frú forðmaður FF setur undir sig löppina og gargar á Alþingi um óréttlæti málsins!

Áðan fékk ég sent á messenger tengil á vef Alþingis og ætla ég að leyfa ykkur að sjá hvað er að gerast

Inga Sæland sem sakaði mig um beiskju og mannfyrirlitningu í nóvember 2019 sagði þetta á Alþingi í gær 28.janúar 2020:

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Flestum er orðið ljóst að dómur féll í máli eldri borgara gegn íslenska ríkinu þann 31. maí á síðasta ári þar sem ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómsorði skerðingar sem höfðu verið ólögmætar í janúar og febrúar 2017. Málið tapaðist fyrir héraði en vannst í Landsrétti á grundvallarreglum réttarfars sem segir að með íþyngjandi afturvirkum hætti séu réttindi borgaranna ekki skert þannig að auðvitað leit þetta ágætlega út.

Þetta er svokallað prófmál, virðulegi forseti, og það vekur athygli og hefur gert það úti um allt að í rauninni hefur aðeins aðili máls fengið dráttarvexti samkvæmt dómsorði. Allir aðrir plús aðilinn hafa fengið almenna vexti. Samkvæmt mínum athugunum er það ákvörðun ríkislögmanns burt séð frá áður gefnum fordæmum, samanber hæstaréttardóm nr. 549/2002, svokölluðum öryrkjadómi II, sem var dálítið mikið til hliðsjónar í þessu máli því að hann hefur sama brag. Samkvæmt þeim dómi sem var líka prófmál var ekki heykst á því að greiða dráttarvexti eins og á að gera. Í þessu tilviki virðist sem þeim aðilum sem eiga rétt samkvæmt dómsorði sé mismunað gróflega.

Því spyr ég hæstv. félags- og barnamálaráðherra hvort hann hafi komið einhvers staðar að þessari ákvarðanatöku. Ef svo er, á hverju byggir hann það að mismuna einstaklingum svona gróflega samkvæmt dómsorði, að mínu mati? Ef ekki, hvað hyggst ráðherra gera í stöðunni, ef eitthvað? (Forseti hringir.) — Bjarni, hættu að hjálpa honum.

 

Frúin fær svo svar frá Ráðherra sem veit auðvitað ekkert um málið

Frúin kemur aftur í ræðustól og er komin upp á háa cið og orðin verulega reið

 

  1. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

Vextir á endurgreiðslur frá Tryggingastofnun.

[13:45]

Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég verð að segja að það verður gaman þegar kórinn okkar verður settur á laggirnar, sem er alveg að gerast, því að þá getur hann kannski fengið að syngja sama sönginn. Þennan söng söng ráðherra nefnilega fyrir hv. þm. Guðmund Inga Kristinsson í Flokki fólksins í síðustu viku, talaði um tekjutíundir og tekjuþríundir og tekju-þetta og tekju-hitt.

Staðreyndin er sú að brotin voru lög á borgurunum. Það er ekki flóknara en það og ég spyr hæstv. ráðherra: Mælir hann þessu bót? Eigum við þá að mismuna fólki eftir efnahag, hvort löggjafinn getur brotið á þeim lög eða ekki? Hvað er hæstv. ráðherra að fara með svona málflutningi? Þar fyrir utan vona ég að mín ástkæra móðir sé að horfa á þetta fyrst hún er dregin hér inn persónulega og prívat. Ég er algjörlega steinhissa, virðulegi forseti. Fyrir utan það er hún sérstaklega varin af lögmanni sem í þessu tilviki vildi svo heppilega til að var valinn til þess að fara með málið fyrir dómskerfið þar sem hún er sennilega ein af þeim fáu sem er með svo lélegan lífeyrissjóð að hún fékk gjafsókn.

Burt séð frá því hvort það er móðir mín eða móðir hæstv. ráðherra er það ekki það sem málið snýst um hér. Hvað ætlar hæstv. ráðherra að gera í ljósi þess að hér er enn verið að brjóta lög?

 

Nú spyr ég í fullri alvöru hvort þingmaðurinn frú Sæland sé ekki alveg með á nótunum?

Hvað varð til þess að hún tók 100 gráðu beygju og er allt í einu farin að tala mínu máli varðandi dráttarvexti versus vexti?

Getur það verið að frúin sjái fram á að FF sé að falla út af þingi og hún þurfi að fara að lifa af venjulegum launum í framtíðinni?

Getur það verið?

Ég verð að segja að mér finnst þó margt ómerkilegt hafi komið frá stjórnmálamönnum undanfarna áratugi að þessi viðsnúningur frúarinnar toppi allt annað.

Ég ætla ekki að segja meira um þetta mál í bili en ef frúin hefur áhuga á að munnhöggvast við mig um mín ummæli þá er ég fús í slaginn.

Ég bakka ekki með það að ómerkileg er hún frá upphafi og ekki batnar það.

Auðvitað trúir fólk fagurgalanum og rífst í mér fyrir ósvífnina og það er hreinlega fínt. Þið skulið kjósa þetta fólk aftur og trúa öllu sem lagt er á borð fyrir ykkur.

Kannski væri fínt að hlusta á orð ráðherrans og það sem hann segir í svari sínu:

 

  1. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

Vextir á endurgreiðslur frá Tryggingastofnun.

[13:47]

Horfa

Félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði í svari mínu áðan höfum við tryggt fjármuni til að greiða þetta út. Varðandi fyrirspurn hv. þingmanns um dráttarvexti mun ég skoða það en hins vegar breytir það ekki afstöðu minni til málsins og þeirra fjármuna sem fara á grunni þessa dóms til efstu tekjutíundanna. 2–3 milljarðar af þessum 6 milljörðum fara til efstu tekjutíundanna og ég sé eftir þeim fjármunum (Gripið fram í.) vegna þess að þarna var um að ræða mistök við lagasetningu. Þessum fjármunum hefði ég gjarnan viljað verja til tekjulægstu hópa samfélagsins.

Við erum núna með á þingmálaskrá frumvarp sem ætlað er að koma sérstaklega til móts við tekjulægstu hópana innan hóps aldraðra. Það frumvarp kostar 400–500 millj. kr. á ári. Það hefði verið hægt fyrir bara efstu tekjutíundirnar að tryggja það í fjögur til fimm ár. (Gripið fram í.) Ég mun skoða það sem hv. þingmaður spyr um en það breytir ekki afstöðu minni til þessa, ég sé eftir þeim fjármunum sem fara til fyrrverandi alþingismanna, fyrrverandi forstjóra (IngS: Ég sé …) og fyrrverandi toppa í þessu samfélagi. (Forseti hringir.) Ég sé ekki eftir fjármununum til tekjulægstu hópanna.

 

Frú formaður FF hemur sig ekki og argar utan úr sal. Kurteisin er margrómuð og engin æsingur þar.

Ég hvet alla til þess að fara inn á vef Alþingis og hlusta og horfa á umærðuna. Þeim tíma er vel varið en hafa ber í huga hvernig frúin taldi allt rétt og gott varðandi vexti sem TR greiddi öllum öðrum en móðurinni. Í nóvember var ekkert við málið að athuga. Í janúar aðeins tveimur mánuðum síðar er frúin gargandi úr ræðustól Alþingis og æf yfir óréttlætinu.

Ég gef ekki mikið fyrir svona hræsni og ómerkileg heit.

 Hulda Björnsdóttir

Chinese SAGAS – My group

26th January 2020

Chinese Sagas

Teaching in China is a gift from God.

I don’t think anyone who has been there and teaching will ever be the same.

The students are wonderful. If they like you they are your friends forever. I was lucky and have many friends from those years and I really loved them all.

Memories are a gift which I treasure.

Today I want to talk about my group of eight.

One day I was visiting a University in my neighbourhood and came across 2 of them.

We started talking and this was in October and I would be leaving at the end of the year. They expressed their desire to learn more spoken English and told me they had friends who also wanted to study outside the class hours.

78E15B57F57180FD90AF1E9AAE00BA661874E05292185CD9BB55307EF3C5EC0A6C9B042E0994A8E3274FE602DB0877164077F6E143A29DF59151352E0A3C4A2C98CC6F6439B5273C3584277485136B

I was just waiting for my departure and there was an opportunity to spend my time doing something decent and wonderful. We had lessons and our classroom was outside, we did not have any room and this was ok for us because the weather was fine. Sitting on the grass was perfect. Sometimes other students came by and wanted to join the group but this was a closed one so no more people.

I love them and they are the ones I most enjoyed teaching. They were there because they wanted to. There was no pressure, just the interest and joy. Sometimes in China we experience the pressure and lack the interest. There is a difference between those two, the interest and joy and the pressure and lack of interest, a huge difference.

One of them did not talk. He was shy and no matter how we tried to get him to participate he kept silent. He was a wonderful boy, intelligent and had all the ability to become a perfect speaker but something was keeping him back.

One day I came early to the class. The first one that arrived was the shy one. We sat down far away from the traffic and I explained to him how I knew he would be ok if he just let go and began speaking. I told him how I was struggling with the Chinese language and gave him an example of some words I could not pronounce properly. We had a good laugh and he tried to help me get the strange sounds out of my mouth. A miracle happened. Suddenly my dear student began talking English like he had never done anything else. He explained to me how to position my tongue in my mouth so the Chinese sound would be better. He explained to me how I could practise and one day I would manage this CH which was my Achilles’ heel!

I looked at my wonderful students and asked: Do you realise that you have been speaking English to me now for almost half an hour?

He looked at me and smiled. The most beautiful smile I have ever seen on anyone shone in his eyes. He had overcome his shyness and as I had known all the time he was perfect. After this my whole class participated and we had a lot of laugh and a lot of good time together.

We did keep in touch after I left China and the group also continues their friendship. I have a feeling that if you touch the heart of the Chinese they are yours forever.

Some of my students have asked if they could skip calling me “teacher” and call me mum or mother. What more is there to wish for?

When we had our last class they gave me tea and a book they had made for me with a page from each of them. Wonderful treasure and I might show you some of it another day.

Hulda Björnsdóttir

Chinese SAGAS – Today I remember and pray for my friends

25th of January 2020

Today is the New Lunar year in China and it is the year of the RAT.

My year, the year of the RAT, has arrived with all its adventures and who knows what!!!

Luckily I don´t believe everything that is written about the Zodiacs. If I did I would probably be on another road today and might have lost some adventures that happen every day!

But I love my China.

mblmyndir 008

There is no doubt about that.

Today I remember the time when I arrived in China and had said good bye to the country where I always felt an outcast and never at home.

I came to China in January and my house was supposed to be ready. I had booked a hotel for 6 days just to have time to move into my house!!

Little did I know!

My house was far from ready and I was told I could not stay in the hotel more than those 6 days, there was a conference or something happening on the 7th day and everything was booked. They do it like this in China. There is a big conference and everyone is staying at a hotel while it lasts.

Well, I had been in the hotel before and some of the staff had in fact become my friends. Everyone was sad for me and they did all they could to find another place for the lady!

Yes, it happened, I went to another one just 5 minutes away, convenient and wonderful and there I could stay as long as necessary.

The Lunar year was around the corner. The preparations and the decorations embraced the Town. Fuzhou was beautiful and I was home, even though in a hotel, away from my future house in MinHou.

I did not know anything about how this Lunar Year was celebrated in my new homeland. I was a newbie but quickly I learned. Walking down the main street and ahead of me was a father with his young son. The father was explaining to his son why almost every restaurant was closed. He explained how the workers all went home to their towns and villages to visit their families and see their children and spouses. He explained to the little boy why they did not go anywhere. Their family and hometown was Fuzhou and the whole family lived there.

Down the road there was a man with his stationary shoe shining place. The father explained to his son that their shoes should be shining when the New Year arrived. The little boy looked at me and my black boots! I asked the father if I could join them and sit with them while his shoes were made beautiful. Not a problem and we continued talking and he told me that his wife was home with his mother and they would be cooking and preparing for the night. He asked if I wanted to join but I did not, I was a bit embarrassed and did not want to be an intruder.

During the night I realised how few people were in the town. Walking around, talking to those I met and getting warm greetings made me realise in a way what this was all about. This time was about reunion.  The people I met were smiling, the future was ahead. It was a cold night but who cares, in China we put on nice clothes and inside we were layers. We know that but you don´t!

The situation in my beloved country China is often that the men leave the villages and work in the cities but travel home once a year. How sad is that? Their children grow up and they have not seen their fathers for a long time, months and months pass and no father. Then comes the Lunar year and millions of Chinese travel to be near the loved ones.  Many of them stay even for a month. They have worked overtime to be able to spend the time at home. Love is wonderful and it is there, no doubt about it.

The same goes for the students. They go to universities and even to colleges far away and miss their families, but they have no choice. The students go home during the Lunar year as well and the university cities are empty.

It is common that the students work as security guards during their time in University. It gives them extra money because some of the families are poor. I was lucky and in my area there were some wonderful students making sure we were ok. During the night they often, or most of their time, brought their books with them and sat outside studying and making sure no intruders.

I learned a lot about the tradition during my first month in China. I learned to appreciate the opportunity that this time had in store for those who longed for the loved ones. I learned to appreciate the tradition of family in China. There are some that feel the generation gap but mostly it is like it has always been. The elderly take care of the youngest ones, the daughters and sons take care of the parents, the oldest live with their siblings and everyone is content.

Today, the year 2020 the virus has put a stop sign around China. It is roaring its ugly head and many cities are under lock down. Yesterday I spoke to 2 of my families in China. They are stuck; they cannot leave the city and see their parents and grandparents.  The situation is horrible and Swine flu memories surface.

I pray for my friends.

I hope that the situation will not last long but I have to say, I fear for the worst.

The government is building hospitals, new ones, and they will rise up quickly.

The sick will be brought inside the new buildings but will there be a cure?

I will hear from more of my students and friends later these next 24 hours. I feel completely useless but at least I can listen and my students can cry and pretend I am holding them close, they know they have a place in my heart and always will.

It feels strange to say happy New Year, when everyone is devastated.

I love you, is appropriate and feels right.

My dear friends in China, I hope everyone remembers you in their prayers and thoughts. If there ever was a time for that, it is NOW.

Hulda Björnsdóttir