Munur á búsetu- og ríkisborgararétti

23.janúar 2020

Residence og ríkisfang

Residence er heimilisfesti eða búsetuland

Ég var að forvitnast í gær um hvort einhver hefði orðið fyrir því að greiðslur frá TR hefðu breyst við tvöfalt ríkisfang.

Þó nokkrir svöruðu og það kom í ljós að fólk vissi kannski ekki alveg hvaða munur er á residence (búsetu) og citizenship (ríkisfangi).

Ég ætla aðeins að fara yfir mismuninn og vona að  það skýri málið.

Ég bý í Portúgal og er þar með residence sem ég fékk eiginlega um leið og ég flutti, eða örfáum mánuðum síðar. Ég hafði búið í nokkur ár í Kína áður en ég kom hingað. Ég hafði misst búseturétt minn á Íslandi löngu áður en ég kom til Portúgal, jafnvel þó ég hafi aldrei fengið varanlegt dvalarleyfi í Kína og var það ástæða þess að ég yfirgaf landið, þ.e. Kína.

Semsagt, residence er búseturéttur ekki ríkisborgara status.

Það er hægt að búa í landi eins lengi og maður vill með búseturétt. Eftir 180 daga fjarveru frá Íslandi fellur búseturéttur þar niður og þarf að fá residence permission í nýja landinu.

Residence er það sem flestir Íslendingar sem búa til dæmis á Spáni hafa orðið sér úti um, tel ég.

Ég ætla að sækja um að gerast ríkisborgari í Portúgal og verða þá með ríkisborgararétt í tveimur löndum, Íslandi og Portúgal.

Þetta er hægt og bæði lönd samþykkja tvöfalt ríkisfang. Það er hins vegar ekki regla í öllum löndum og þekki ég ekki hvaða lönd eru undantekningar en hægt að fá þær upplýsingar með því að fletta upp hjá Útlendingastofnun eða Þjóðskrá geri ég ráð fyrir.

Ég uppfylli öll skilyrði hér í Portúgal og er nú að vinna í málinu með lögfræðingi mínum. Ég þarf að sanna að ég tali málið og búseta þarf að hafa verið í 5 ár og eitthvða fleira smotterí. Ég hef búið hérna í 9 ár og á eigin húsnæði og hef fasta innkomu, sem eru eftirlaun mín frá Íslandi, bæði frá TR og eins Lífeyrissjóði.

Ég talaði við Þjóðskrá og Útlendingastofnun í morgun og fékk upplýsingar um hvort ég þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir á Íslandi ef ég fengi ríkisfang í Portúgal. Á báðum stöðum var mér sagt að svo væri ekki. Ég fengi bara réttinn og hann yrði skráður á Íslandi og allir hamingjusamir með það.

Ísland hefur heimilað 2 faldan ríkisborgararétt við Portúgal síðan í júní 2003 og þarf ég þar af leiðandi ekki að afsala mér íslenskum ríkisborgararétti samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar.

Einhver spurði í gær um ástæðu þess að ég vildi ríkisfang hér í Portúgal.

Portúgalskur ríkisborgararéttur einfaldar eitt og annað fyrir mig.

Ég þarf til dæmis ekki að fara til útlanda til þess að fá nýtt vegabréf þegar mitt íslenska rennur út. Vegabréfið mitt er æðsta skjal sem fylgir mér hvert sem er rétt eins og skírteinið sem ég fengi ef ég væri ríkisborgari. Ýmis pappírsvinna er einfaldari hér í landi fyrir borgarana. Svo fylgir kosningaréttur ríkisborgararéttinum.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvers vegna ég vil fá réttindin hér í Portúgal.

Ég er ekki að afsala mér íslenskum rétti. Ég gæti það ef ég vildi en ég þarf þess ekki og ætla ekki að gera það.

Semsagt, tilefnið var að útskýra muninn á búsetu og ríkisfangi.

Vona ég að þetta sé eitthvað ljósara eftir þennann lestur.

Ég hef ekki enn fengið svar frá TR um hvort ríkisfangið breyti einhverju varðandi greiðslur þaðan. Ég hugsa að það breyti engu, alla vega ekki enn. Auðvitað er aldrei að vita hvað framtíðar pólitíkusum dettur í hug.

Núna eru skerðingar all grimmar eins og kemur fram í pistlinum sem ég skrifaði fyrr í dag og ekki mikið eftir til þess að skera af okkur.

Hulda Björnsdóttir

Við erum baráttujaxlar – Við étum ekki það sem úti frýs þegjandi !

23.janúar 2020

Enn eina ferðina ætla ég að reyna að koma því til skila sem ég er endalaust að mala um, að mati sumra.

Semsagt

Málið snýst um að heimilisuppbót er EKKI partur af ellilífeyri.

Heimilisuppbót er félagsleg aðstoð sem hægt er að sækja um hjá TR ef einstaklingur býr einn og býr á Íslandi.  Þessi aðstoð lýtur öðrum lögmálum en sjálfur ellilífeyririnn og er ekki ætluð fyrir stjórnmálamenn til þess að hreykja sér af hinum guðdómlegu upphæðum sem greiddar eru til þeirra sem komnir eru á eftirlaun eða þeirra sem eru svo ólánsamir að vera af einhverjum ástæðum öryrkjar.

Auðvitað þurfa stjórnmálamenn ekki að hafa áhyggjur af sínum eftirlaunum. Þau eru tryggð með allt öðrum hætti enda slíkt fólk mun merkilegra en ég og þú sem erum annað hvort öryrkjar eða venjulegt eftirlaunafólk.

Eftirfarandi afritaði ég af vef Tryggingastofnunar Ríkisins og þar fer ekkert á milli mála, og allir ættu að geta skilið, að það sem ég tugga endalaust er byggt á staðreyndum.

Takist mér að sannfæra einn pólitíkus sem nú situr á hinu háæruverðuga þá er líklega kraftaverk sem hefur gerst í miðju óveðrinu á Íslandi.
Hvað telst til félagslegrar aðstoðar?

Það sem telst félagsleg aðstoð og greiðist ekki úr landi er eftirfarandi:

  • Barnalífeyrir vegna náms
  • Dánarbætur
  • Endurhæfingarlífeyrir (og tengdar bætur)
  • Heimilisuppbót
  • Maka- og umönnunarbætur
  • Mæðra- og feðralaun
  • Sérstök uppbót til framfærslu
  • Umönnunargreiðslur
  • Uppbætur á lífeyri”

 

Hitt málið sem ég ergi mig endalaust yfir vegna skilningsleysis ráðamanna er eftirfarandi sem ég afritaði líka af vef TR:

“Flutningur frá Íslandi

Við flutning frá Íslandi skiptir máli hvort flutt er til EES-lands eða ekki og hvort að samningur á sviði almannatrygginga sé til staðar milli Íslands og viðkomandi lands. Lífeyrisþegi sem flytur til að mynda til annars EES-lands heldur áfram lífeyrisgreiðslum sínum frá TR en greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar eins og heimilisuppbætur falla niður við flutning. Ef lífeyrisþeginn flytur til lands sem tilheyrir ekki EES falla allar greiðslur niður ef enginn samningur er til staðar á sviði almannatrygginga við viðkomandi land.

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis.

Lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa einnig á hverju ári að skila inn lífsvottorði og skattframtali frá búsetulandi. Ef viðkomandi á maka þarf skattframtal maka að fylgja með.”

Það er ekki eins og hægt sé einfaldlega að vippa sér yfir hafið og lifa í sól og sumaryl það sem eftir er og fara hvert sem hugurinn girnist.

Ó nei,

Ekki alveg.

Það er ekki sama hvert er flúið.

Það eru ekki sömu reglur sem gilda um allan heim.

ÞAÐ ERU EINFALDLEGA ÁTTHAGAFJÖTRAR ÁRIÐ 2020 Á ÍSLANDI!

Það er ekki einfalt að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til eftirlaunafólks og öryrkja sem búa erlendis. Það er heilmikil vinna eins og ég hef nokkrum sinnum útskýrt.

Enn þann dag í dag er okkur sagt að éta það sem úti frýs og vera ekki að rífa kjaft.

Sem betur fer er mál Gráa hersins að renna úr hlaði og hlakka ég til að sjá framlag mitt renna til sjóðsins um næstu mánaðamót og mörg komandi mánaðamót. Líklega verð ég ekki ofan jarðar þegar málið leysist, fari allt á versta veg og málið þurfi að fara til Mannréttindadómstóls, en ég tel það skildu mína að leggja málinu lið.

Við skulum nú, rétt einu sinni, sanna að við stöndum saman þegar mikið liggur við.

Horfiði á framtíðina þegar hægt verður að gefa pólitíkusum langt nef og sýna þeim fram á að við séum baráttujaxlar.

Hulda Björnsdóttir

 

Ég er æfareið – Enn eina ferðina eigum við að eta það sem úti frýs –

21.janúar 2020
Góðan daginn kæra fólk

Að renna í gegnum fréttirnar á Facebook núna og sjá hvernig ráðamenn haga sér í stólum alþingis er hryllilegt. Fólk ætti að vakna af þyrnirósarsvefninum en líklega gerir það ekkert til þó ríkisstjórn haldi áfram að mata eigin króka og láti hina sem virkilega þurfa á aðstoðinni að halda, bara drepast úr hungri. Fyrirgefið orðbragðið, er bara svo öskureið.

Það getur ekki verið að almenningur sé svo blindur að hann sjá ekki í gegnum brosin og smeðjuna sem lekur af Bjarna og forsætisráðherra.

Frú Forsætis getur baðað út öllum öngum og haldið lofræður um nýja skoðunarhópa sem hún stofnar ótt og títt, Ég er ekki enn búin að ná mér eftir myndina sem birtist af ráðherrunum þegar þau settust upp í þyrluna til þess að skoða ummerkin á Flateyri og Suðureyri.

Brosandi smettin á þeim eru hreinn og klár viðbjóður.
Já, en áttu þau ekki að vera ánægð fyrst enginn fórst? spyr sjálfsagt einhver.

Vitiði
þegar eldarnir loga hér í litla landinu mínu og fólkið missir stundum allt sitt og stundum eru það vinir og ættingjar eða bara nágrannar sem hafa orðið fyrir tjóni, þá er áfallið hroðalegt og forsetinn okkar fer á staðina og tekur fólkið í fangið og grætur með því. Ég hef aldrei séð mynd af honum hvorki á leið á staðinn eða kominn þangað, brosandi. Hann er ævinlega virðulegur og hikar ekki við að taka fólkið í faðminn og tárin streyma ekki bara af hvörmum fólksins, þau streyma líka niður kinnar forsetans okkar. Þannig eru menn og konur sem hafa tilfinningar.

Ég veit að það er ekki fallegt að segja það en oftar en ekki finnst mér þeir sem sitja í stólum ráðherra á Íslandi séu kannski ekki sérlega gott fólk!

Þeir sem geta logið endalaust og láta sjá sig skælbrosandi þegar 25 ára gömul sár opnast hjá mörgum á vestfjörðum þá er mér nóg boðið.

Ég læt þetta duga í bili og er líklega komin langt yfir strikið en það verður að hafa það. Ég er æf. Ég er æf fyrir hönd fátæka fólksins á Íslandi sem enn eina ferðina er sagt að éta það sem úti frýs.

Hulda Björnsdóttir

Chinese Sagas – Why are Chinese bathtubs small?

  1. January 2020

Why are Chinese bath tubs so small?

When I was deciding how my beautiful house in China should look inside and making the furniture look like something representing me there was a lot to take into account.

The painting depended on the colours of the sofas.

The tiles depended on my taste and it went on and on.

My interior designer came with me. He took me to the expensive shops and we contemplated and discussed and contemplated more and discussed more. Finally everything was ready, except the bathrooms!

There was a huge problem.

The fact was that everything was made for Chinese size, not 171 cm tall western lady that wanted to be able to have normal sanitary bathrooms in her new house.

We found eventually a shop that did sell some bigger bath tubs, a tiny bit bigger.

We stood there, me and my interior designer and the office manager. I told them, the bath tub they wanted me to have, was too small!

No, no, it’s not too small; the manager smiled and looked me up and down.

After several attempts to convince those 2 I took of my shoes. I stepped into the thing and sat down. There I was looking up to them, which was different from when I was on the floor, at least 20 centimetres taller and looking down with a smile to my wonderful friends!

 

Convinced now? I asked

Hm, there was no way I would be able to use this bath tub, everyone could see that, even those two.

The manager took me to another shop, they usually have many and this one was in a mall, among the more expensive ones we might find proper size. At least the manager was optimistic. My dream came true. There was one huge, with massage and everything. Are you happy with this one? and the excitement was on.

Yes, I think so but I need to try it!

What?

Yes I need to see if I fit in!

Ok, and my shoes went off again. You don´t step into a shiny new bath tube with your shoes on!

xiamenmai09 448

Perfect!

Now I could go back to Iceland, knowing that everything would be perfect when I came back 6 months later!

Little did I know!

Hulda Björnsdóttir

Chinese Sagas – Just some memories

18th of January 2020

How time flies

I´m looking at my pictures from China and the memories flow like a stream of a heavy river, happy and sad, content and disappointed but most of all grateful for everything my dear country presented to me and all the friends it gave me.

Yesterday I got a new years letter from my friend in America. We spent time together in MinHou and became best of friends. She visited me in Portugal and stayed at my home. We did travel around the country and I showed her my favourite places.

I love my friends and having them in my little land with me enjoying their presence by my side is worth more than all the gold and diamonds in the world.

When I look at the picture below from the bus and see all the black heads I remember travelling from the airport and being the only foreigner. I also remember travelling by the night bus, the last months I spent in China, having to renew my visa every month. That was something. The beds for the Chinese and not for a tall western lady. When I came to Portugal my knees hurt for several weeks after the trips in China. But, during those trips I got to know a lot of people and they stay in my heart forever.

Then there are the bikes used by those who transported goods or just rubbish. The men who collected the rubbish, i.e. the papers and other things do carry them in boxes like this, I call it boxes, and then they sell the rubbish. Hardworking and many of them very poor but they don´t give up.

Where I lived there were security guards everywhere and they made sure everyone was safe. I was the only one living on the island but never afraid.

A common sight when you came into a shop, a small one, was a tea table where you got tea, Chinese wonderful tea and quite often a group of young men playing cards and others following closely. These gatherings could be quite fun.

On my way around some village I came across this nice man with his saw and timber. Those days it was very hot, as often it was in Fuzhou, and he had his workplace more or less outside.

The other picture is one of many I used as a landmark. I got lost quite frequently and the best way when driving was to have a picture.  Sometimes I just jumped out of my car and asked the police and they were quick to send me away. Stupid foreigner, or what! But they did make a drawing and helped always even though they were anxious to get rid of me!

It does rain heavily in China but the umbrellas are not a proof of raining. We use the umbrellas also as protection for the sun.

So,

just some memories from my beloved country.

I am going through the pictures and trying to finish my book about my life there but it is in slow motion and I have no idea if I ever finish it. Maybe I will and maybe not.

Just imagine all the problems I had when selling my house. My friends told me to write a book about that, because they had never seen anything like it. China is China and it does make a difference quite often if you are a foreigner. That does not mean the people are not nice, I love the people but the government is in many ways really strange!

Just a thought for today and many more to come!

Hulda Björnsdóttir

 

Why is your passport not correct? the clerk asked me!

17th of January 2020

Before I came to Portugal I lived in China for some years and worked as a teacher.

Every year I needed to have my health checked and every year I had the same problem.

I gave the clerk at the hospital my papers and my passport.

She looked through the papers and then at my passport.

She looked at the passport, and she looked at me!

She looked at the passport and read

She looked at me AGAIN

and  she looked again at the passport.

Then she said:

Your passport is fake!

What!

No, my passport is not fake, I told her.

Yes it must be, she said and looked again at me and then at my passport and again at me.

You can not be THAT old, she told me and I was beginning to be a tiny bit pissed off.

Luckily I had authorities from the university with me and they could tell the clerk I was really that OLD  .

This crossed my mind yesterday when I was thinking about age and how different people look and think even though they have the same years behind them.

It can be a problem, a tiny one, if you don´t look  your age or what people want you to look like!

When I come to my doctors here in Portugal and they look at me, it takes some time to explain my health!!!

Enjoying looking young is my privilege and I am going to enjoy it as long as possible.

Maybe you could also look at your age and be happy about it instead of sad!

Hulda Björnsdóttir

 

 

Hvað er ég nú að rífa mig?

17.janúar 2020

Í fyrsta lagi:

Ellilífeyrir er krónur 256.789 á mánuði.

Allir fá ellilífeyri sem hafa unnið sér rétt til hans með búsetu á Íslandi í 40  ár

Tekjur yfir 25 þúsund skerða ellilífeyri um 45%

Atvinnutekjur mega vera 100.000 krónur áður en skerðing hefst.

Séstakt frítekjumark atvinnutekna bætist við almenna frítekjumarkið.

Þetta er um ellilífeyrinn og hvað hann er hár.

Í öður lagi:

Hægt er sækja um sérstaka heimilisuppbót sem fellur undir félagslega aðstoð og er hún krónur 64.889

Heimilisuppbót skerðist um 11,9% vegna tekna yfir frítekjumörkum (tekna yfir 25 þúsund)

Síðan er hægt að fá uppbót v.reksturs bifreiðar og er hún krónur 17.781 á mánuði. Þessi uppbót er greidd vegna hreyfihömlunar og er skattfrjáls greiðsla

Ráðstöfunarfé að upphæð krónur 77.084 er hægt að sækja um og þar er skerðingarhlutfall 65%.

Í þriðja lagi:

Heimilisuppbót er ekki fyrir alla en það er ellilífeyririnn hins vegar. Þeir sem búa á Íslandi og búa aleinir geta átt rétt á heimilisuppbót. Þeir sem eiga fullan rétt á ellilífeyri og búa erlendis fá einungis strípaðan lífeyri og hvorki heimilisuppbót eða aðrar uppbætur.  Við það að flytjast úr landi eftir 40 ára búsetu á Íslandi eða meira missir fólk allan rétt til aukagreiðslna frá TR sem heyra undir félgaslega aðstoð og þar á meðal heimilisuppbót.

Þegar Ríkisstjórn Bjarna Ben og fleiri eru að tala um fjárhæð ellilífeyris á tillidögum nota þeir oftar en ekki samtölu úr ellilífeyri og heimilisuppbót sem er alrangt.

Það lítur betur út að segja að ellilífeyrir frá Almannatryggingum sé krónur 321.678 en 256.789

Það sem ég er að gera athugasemd við aftur og aftur er að þessum tveimur greiðslum sé slengt saman og sagt að ellilífeyrir sé samtalan 321.678 en ekki hinn raunverulegi ellilífeyrir sem er 256.789 á mánuði fyrir árið 2020.

Í fyrirspurn Helga notar hann heimilisuppbót sem part af ellilífeyri og það er ekki rétt.

Ég er ekkert að gera lítið úr því hvað hafi vakað fyrir Helga. Ég er hins vegar að mótmæla því að notaðar séu rangar tölur. Ég ætlast til þess að þegar verið er að tala um ellilífeyri sé ekki verið að blanda öðru inn í hann.

Ef einhverjum finnst það vera vanþakklæti af minni hálfu þá verður að hafa það. Lögin eru skýr. Ellilífeyrir er krónur 256.789 á mánuði og hann er sá sami fyrir alla en skerðist mismikið eftir því hvort fólk hefur atvinnutekjur eða tekjur frá Lífeyrissjóði og minni ég á að tekjur frá lífeyrissjóði byggjast á áratuga sparnaði, skyldusparnaði einstaklinga á vinnumarkaði, þar sem þeir eru skikkaðir til þess að greiða ákveðna prósentu af launum sínum í sparnað.

Hulda Björnsdóttir