Formaður FEB fer á kostum ! og ég ekkert nema vanþakklætið !

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur.

Hér ligg ég í rúminu fárveik af flensu og opna facebook eins og hálfviti.

Auðvitað á ég að láta þjóðfélagsumræðu í friði á svona dögum og einbeita mér að því að ná bata og hætta að hósta og vera illt í hálsinu og höfðinu.

Ellert formaður FEB sá til þess að ég er nú sest við tölvuna mína, áður en ég leggst aftur fyrir.

Ég beið eftir páskahugleiðingu formannsins en hún kom ekki. Mikið var ég fegin að þurfa ekki að þjást undir bullinu og fagurgalanum.

Í gær var svo hugleiðingin, þessi yndislega fallega hugleiðing frá manni sem á að vera að berjast af krafti fyrir bættum kjörum eldri borgara sem tilheyra millistétt og lágstétt þjóðfélgsins.

Af veikum mætti varð ég fjúkandi reið og stóð upp úr rúminu, í bili.

Formaðurinn er sérfræðingur í að blab la blab la blab la út og suður.

Hvað ætli hann hafi í laun á mánuði?

Hvernig húsi ætli hann búi í?

Hvað ætli sé í matinn hjá honum?

Hvað fer hann oft í leikhús, bíó, á tónleika og fleira sem telst til skemmtunnar?

Hvað fer hann oft til útlanda á ári?

Hvað fer hann oft í ferðalög um landið á ári?

Ég gæti haldið áfram að spyrja svona en auðvitað kemur mér þetta ekkert við. Mér datt þetta í hug þegar ég las bullið og var að reyna að skilja af hverju maðurinn talar eins og hann gerir.

Hér er dæmi um það skásta að mínu mati í langri hugvekju formanns félagsskapar sem er með 11.500 félagsmenn, handónýta stjórn sem sjaldan lætur frá sér heyra og nú síðast framkvæmdastjóra sem stendur gleiður og ræðir um skemmtiferðir í þætti sem virðist vera fyrir koníak og kökur:

“Í byrjun þessa árs, strax í janúar, var farið fram á það við nýja ríkisstjórn, að skipa starfshóp til að rýna og laga, það greiðslukerfi sem nú er notað. Og hækka lífeyri og laun hjá þeim sem minnst hafa. Í byrjun marsmánaðar s.l. var samþykkt að hefja þá umræðu og vinnu. Blessuð sé sú ákvörðun. En svo hvað? Ekkert. Engin nefnd, enginn umræða. Og tíminn líður. Kannske hefur ríkisstjórnin verið upptekin með fjármálaáætlun til framtíðar, 2025 og nú hefur verið kynnt. Þar eiga milljarðar að fara í hitt og þetta, sem ég geri ekki lítið úr. En hvergi sé ég eina einustu krónu sem á fara í vasa eldri borgara. Hefur það gleymst eða er það talið svo lítið að það taki ekki að nefna það? Við vorum ekki að biðja um neitt fyrir árið 2025, heldur strax.”

Formaðurinn lýsti yfir sigri ekki fyrir löngu. Sigurinn fólst í því að hann hafði komi því í gegn að svæfa málið í nefnd, af því orð eru jú til alls fyrst eins og svo vinsælt er hjá manninum.

Blessuð sé sú ákvörðun, segir formaðurinn.

Bölvuð sé sú ákvörðun, segi ég.

Formaður FEB er eins og ég hef oft sagt áður staddur einhvers staðar úti í geymi. Hann hefur ekki nokkurn skilning á hvernig alvöru barátta er háð.

Hann talar út og suður og kannski á ég að vera þakklát fyrir að ekki skuli fleiri stjórnarmenn FEB halda uppi SAMRÆÐUM á Facebook.

Ein undantekning er þó á stjórn FEB. Þar er einn maður sem segir hlutina eins og þeir eru og skefur ekkert utan af þeim. Ég velti fyrir mér hvort eitthvað sé hlustað á hann. Allavega hefur formaðurinn ekki tekið sér nýja stjórnarmanninn til fyrirmyndar í skrifum sínum.

Nei formaður FEB er enn við sama heygarðshornið. Hann er enn jafn hættulegur baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara og hann var á síðasta ári, að mínu áliti.

Ég þakka guði fyrir þegar formaðurinn lætur vera að stæra sig af SIGRUM sem hann hefur unnið í baráttunni.

Hann hefur ekki unnið neitt.

Hann hefur gert okkur hlægileg í augum ríkisstjórnar og ætti að hafa skömm fyrir.

Ríkisstjórnin veit sem er að barátta FEB er bara fyrir þá vel stæðu en ekki fyrir okkur “ÓLÆSU AUMINGJANA”

Angar FEB á Facebook halda að sjálfsögðu ekki vatni yfir fallegu skrifum formannsins og birta þau á Gráa hers síðunni og Lifðu Núna og kæmi mér ekki á óvart að hann fengi inni á LEB síðunni.

Hræsnin lætur ekki að sér hæða en hún fæðir ekki okkur sem þurfum á bættum kjörum að halda. Við etum ekki hræsnina og hún skýlir okkur ekki fyrir vatni og vindum. Að hugsa sér að svona apparat skuli vera í forsvari fyrir þig og mig, þetta venjulega fólk, sem margt lepur dauðann úr skel.

Bla blab la blab la blab la blab la bla fæðir okkur ekki eða klæðir.

Hulda Björnsdóttir

Græðgi etur þjóðfélagið innan frá !

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur.

Mánudagur og rigning hér í Penela. Kalt og drungalegt, ekki nema 6 stig klukkan 8 og á morgun verður hámarkshiti 10 stig og auðvitað rigning, hvað annað.

Í 3 vikur rúmar hef ég háð hreystilega baráttu við hósta og kvef og varð í gær að láta í minni pokann og liggja í rúminu. Við hverju er svo sem að búast í umhleypingum sem engan endi taka hérna í landinu mínu. Ég ætlaði að vera fyrir norðan í dag og heilsa upp á jörðina mína en ekkert verður af því. Semsagt þetta er ég að kvarta!

Þá að alvöru lífsins.

Nú er fólk reitt á Íslandi og ekki að furða. Fólk er þreytt á svikum og prettum óprúttinna pólitíkusa og nú verður kosið eftir skamma stund til sveitarstjórna. Fólk er ekki sérlega reitt hvað þær kosningar varðar, eða er það?

Nei, það eru síðustu Alþingiskosningar og allt sukkið sem út úr þeim kom sem er að æra þjóðina, eða allavega smá part af henni.

Kjararáð burt, segir fólk.

Skoðum það aðeins.

Af hverju er kjararáð?

Jú, einu sinni, fyrir löngu síðan, ákváðu þingmenn sjálfir laun sín, líklega hefur það verið forsætisnefndin sem tók ákvarðanir þá, ég man það ekki. Allt varð vitlaust þegar þingheimur ákvað að hækka laun sín VERULEGA og þá varð til Kjararáð sem átti að leysa vandann og taka úr höndum þingmanna sjálfsalakerfið.

Rætt var um að þingmenn þyrftu að hafa góð laun til þess að fá almennilegt fólk til starfa!

Ef við skoðum laun þingmanna þá eru þau ekkert yfirgengilega há, þingfararkaup er 1.101.194 krónur á mánuði fyrir skatt.

Getum við verið sammála um að þetta sé ágætt kaup en ekkert yfirþyrmandi hátt?

Það sem er að æra mig og fleiri eru aukagreiðslurnar sem þingmenn fá.

Og, hverjir eru það sem ákveða aukagreiðslurnar? Ekki er það kjararáð? Nei, það eru þingmenn sjálfir. Kjararáð kemur ekki nálægt ákvörðun aukagreiðslna.

Forðmaður Flokks fólksins, flokks sem grét sig inn á þing í síðustu kosningum og ætlaði að vinna fyrir litla manninn, fær í laun á mánuði 1.651.791 krónur. Bara nokkuð vel skammtað finnst mér.

Auðvitað má ég ekki tala um þetta því nú rísa upp til varnar formanninum kjósendur sem telja mig komna frá hinu illa, líklega helvíti, og gerast meira að segja svo reiðir að þeir hætta að fylgjast með því sem ég er að segja. Það er allt í himnalagi þó fólk fari af síðunni okkar og flytji sig eitthvað annað. Það er hins vegar ekki í lagi að fylgja svo blint pólitíkusum að ef á þá er hallað er viðkomandi talinn vera frá einhverjum illum öflum.

Ég hef ekkert látið vanta á gagnrýni á aðra flokka og félagasamtök sem ég tel eiga að vera í baráttu fyrir láglaunafólk, hvar sem það er í stétt eða pólitík, á Íslandi.

Það er ekki nóg að tala fjálglega úr ræðustól Alþingis. Það er ekki nóg að gráta framan í þjóðina og segjast ætla að berjast fyrir litla manninn. Verkin tala og þau hrópa nú rétt eins og maðurinn í eyðimörkinni.

Flokkurinn sem var fyrir litla manninn lét það verða sitt fyrsta verk á hinu háa Alþingi að flytja frumvarp um breytingu á skerðinu lífeyris frá TR vegna atvinnutekna. Ekki breytingu vegna tekna frá Lífeyrissjóðum, nei breytingu vegna atvinnutekna. Halló, þetta er hópur fólks sem er kominn yfir 65 ára aldur og á í verulegum erfiðleikum að finna vinnu fyrir sig og í öðru lagi búinn að skila sínu.

Síðan greiddi flokkurinn atkvæði gegn, já GEGN hækkun fjármagnstekjuskatts. Ég man ekki betur en að það sé eitthvað á skjön við stefnu Flokks litla mannsins.

Verkin tala hærra en fögur orð.

Verkin eru það sem við getum tekið mark á, ekki fagurgali.

Hverjir eru það svo sem sitja á þingi fyrir þennann flokk litla mannsins?

Hægt er að fletta því upp á vef Alþingis og þá kemur eftirfarandi í ljós:

Ólafur Ísleifsson:

“Í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1981–1985. Fulltrúi í samkeppnisráði 1993–1994. Bankaráðsmaður í Nýja Glitni, síðar Íslandsbanka, 2008–2010, sat í endurskoðunarnefnd bankans á sama tíma. Formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nordals 1999–2005. Í stjórn ISB Holding, eignarhaldsfélags Íslandsbanka, 2009–2012, formaður stjórnar frá janúar 2010. Stjórnarmaður í Samtökum sparifjáreigenda með hléum 2007–2014. Í ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla 2014–2017. Hefur setið í fjölmörgum opinberum nefndum. Hefur ritað fjölda greina um efnahagsmál og þjóðmál í dagblöð og tímarit og haldið fyrirlestra og erindi á margvíslegum vettvangi. Sérfróður meðdómandi við Héraðsdóm Austurlands og Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómkvaddur matsmaður í málum við Héraðsdóm Reykjavíkur. Í nefnd til að undirbúa hátíðarhöld árið 2018 um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands síðan 2018.“

Situr í fjárlaganefnd, sem er eðlilegt miðað við reynslu og menntun, tel ég.

Karl Gauti Hjaltason:

„Fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumannsins í Gullbringusýslu 1989–1990 og starfaði um skeið hjá ríkisskattanefnd. Fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu og bæjarfógetans á Selfossi, síðar sýslumannsins á Selfossi, 1990–1998. Settur sýslumaður á Hólmavík um skeið sumarið 1996, auk þess að vera settur í einstaka málum sem rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, lögreglustjóri í Reykjavík og fleira á árunum 1995–1998. Skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum 1998–2014. Skipaður skólastjóri Lögregluskóla ríkisins 2014–2016.“

Varaformaður Þingflokksins

Situr í umhverfis- og samgöngunefnd

Guðmundur Ingi Kristinsson

„Lögreglumaður í Grindavík og Keflavík 1974–1980. Afgreiðslumaður í versluninni Brynju 1981–1993. Í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar 2014–2016 fyrir Pírata.

Í trúnaðarráði VR 2004–2012 og fulltrúi þess á ársfundum Alþýðusambands Íslands. Formaður BÓTar, baráttu- og samstöðufélags fyrir bættum kjörum lífeyrisþega og gegn fátækt á Íslandi, frá 2010. Varaformaður Flokks fólksins frá 2016.

Situr í Velferðarnefnd“

Inga Sæland, formaður FF

„Stundaði nám við MH 1994–1999. Stundaði nám í stjórnmálafræði við HÍ 2003–2006. BA-próf í lögfræði frá HÍ 2016.

Stofnandi Flokks fólksins 2016 og formaður frá stofnun. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 (Flokkur fólksins).

Atvinnuveganefnd 2017–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–.“

Allt er þetta ábyggilega hið besta fólk, ég efast ekki um það. Flokkur Fólksins gefur sig út fyrir að vera fyrir litla manninn í þjóðfélaginu.

Mér sýnist í raun bara einn af þingmönnum vera raunverulegur fulltrúi litla mannsins, en það er bara mitt álit.

Áður en stuðningsmenn FF leggjast á árar til þess að hálshöggva mig fyrir ósvífnina þá geta þeir verið rólegir. Þetta er ekki eini flokkurinn sem ég ætla að skoða. Allar þessar upplýsingar og miklu fleiri eru aðgengilegar á VEF ALÞINGIS.

Það er til dæmis hægt að sjá ræður þingmanna, frumvörp þeirra og laun og launakjör ásamt atkvæðagreiðslum.

Á morgun ætla ég að skoða einhvern annann þingflokk og sjá hverjir sitja þar og hverjir eru sem hægt er að búast við að skilji, þekki eða séu tilbúnir til þess að stíga niður til okkar, hins almenna borgara, sem lepur dauðann úr skel. Þar er ég að tala um (almenna borgara), eldri borgara sem hafa laun undir 400 þúsund krónum á mánuði, öryrkja, fátækt barnafólk, láglaunafólk og sveltandi börn ásamt öllum þeim sem litið er á eins og óhreinu börnin hennar EVU og ekki má tala um, því það setur blett á hið ægifagra land sem nú riðar á barmi einhvers sem hefur ekki sést áður.

Það virðist vera að þegar sumt fólk sest á Alþingi þá gerist eitthvað voðalega einkennilegt. Loforð fjúka út um gluggann eins hvít snjókorn í lygnu veðri.

Græðgi virðist taka völdin, einstaklings græðgi, græðgi til handa vinum og vandamönnum og það sem mér finnst kannski sorglegast af öllu: AÐ NÝTA SÉR HVERJA EINUSTU HOLU SEM FINNST og finna ALLAR leiðir til þess að borga eins LÍTIÐ og mögulegt fyrir það sem venjulegt fólk þarf að greiða fyrir.

Getur það verið að einhverjum þingmönnum detti í hug að þeir þurfi ekki að borga fyrir vínglasið? Getur það verið að einhverjum þingmönnum finnist að þeir eigi að geta valsað um allt og fengið allt frítt fyrir sig, bara af því að þeir eru þingmenn?

Getur þetta verið?

Takið eftir að ég er ekki að tala um alla þingmenn. Ég er ekki heldur að tala um einn einstakan þingmann. Ég er bara að spyrja og velta þessu fyrir mér því Kjararáð er ekki meinið í kjörum Alþingismanna, ég tel að græðgi þingmanna, þeirra sem úthluta hlunnindunum séu meinið.

Ég er þakklát unga manninum sem berst með kjafti og klóm fyrir því að upplýsingar um allt mögulegt sem tengist Alþingi og því sem þar fer fram sé birt. Að hann þurfi að verja gjörðir sínar er óskiljanlegt. Leyndarhyggja er eins og graftarkýli sem verður að stinga á og það er það sem ungi þingmaðurinn er að gera.

Spillingin verður ekki uprrætt nema að um hana sé talað og hægt sé að gera það án þess að vera skorinn á háls af ofstækisfullum stuðningsmönnum einstakra flokka.

Hulda Björnsdóttir

Just a thought – The spring is coming !

7th of April

Good morning everyone.

Here in Penela it is cold today but so far the sun is shining and the rain is in a waiting mode.

I think the angels need to stop cleaning.

Enough is enough and they might well take a pause and let us enjoy the warmth and sunshine. They could even enjoy it with us.

Everything is trying to show their beauty at my balcony but they struggle. These 2 are doing well but last year this was happening in March.

I love the spring. I love to watch everything in the nature come to live and the smiles become broader on the humans.

The smell is like heaven.

The clouds, if there are any, are big and the pictures endless. The art gallery of the heavens !

I read a wonderful article by Bob Procter, I think the name is correct; where he is talking about the power of the mind and how we can shape our future and the moment simply by our thoughts.

I remembered also Louis Hay, who has now left us and is shining from the beauty in heaven.

She has been my mentor and saviour on the worst moments in my live. I remember when walking in the snow, listening to her voice on my tape recorder, and trying to figure out how to continue my shuttered live. It is at moments like that we need to remember that there is always a shining star behind every cloud.

When the despair is like a black cloth the words of the wise ones, the ones like Lois and Bob can help. They can lift us from the bottom up to the surface and they can help us to see the light that is surrounding each and every one.

Often I contemplate on why I did land in my situations throughout my 72 years.

I don´t know, but I believe there is and has been a lesson to learn for me.

I really hope the lessons that have been put in front of me have been worth of my struggle and despair just as of my joy and happiness.

Sometimes I think of being guilty and not good enough.

When that thought appears there is an angel whispering in my ear:

YOU ALWAYS DID YOUR BEST.

I know this is true. I know the angels are watching over me each and every day. I know there is a purpose with everything that happens. I just need to remember to embrace myself and take the child within to my heart and tell her everything will be ok.

We all have a child within.

A little one that needs nourishing from US, not from others.

Lois Hay taught me, many years ago, in the snow, that I was ok. Her soothing voice helped me just as so many others.

Today I want to remember that everything is well and my life has been worth every minute.

Hulda Björnsdóttir

Facebook síða mín “Milli lífs og dauða”

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur.

Ég er enn hoppandi reið yfir ósómanum í fjármálaráðherra og hvernig hann ræðst á okkur eftirlaunaþega.

Það fauk svo í mig í morgun þegar ég var að hugleiða hvað væri hægt að gera að ég deildi póstinum mínum, frá því í gær, út og suður.

Ég veit ekkert hvort einhver les eða hvað gerist. Égt verð að reyna eitthvað.

Fólk talar stundum um að ekki séu nægilega mikil skoðanaskipti á þessari síðu. Það er alveg rétt að þau mættu vera meiri og til þess að prófa setti ég upp grúppuna sem tengist þessari síðu.

Þegar ég ákvað í byrjun að halda svona síðu úti var ég að hugsa um okkur sem hafa flúið landið til þess einfaldlega að lifa af, þegar við værum komin á eftirlaun. Einnig var ég með í huga öryrkja sem af sömu ástæðu voru farin frá landinu.

Ég hafði rekið mig á að oft vantaði upplýsingar fyrir þessa hópa og fannst mér vert að prófa hvort svona síða bæri árangur.

Nafnið kom frá ágætum lesanda mínum og leist mér strax vel á það. Það er einfaldlega þannig að þeir sem flýja landið á þessum aldri eru að velja á milli lífs eða dauða.

Ég hélt um tíma úti bloggi á MBL. en hætti því og fór yfir á WordPress. Mér fannst nóg að skrifa um málefni hópanna á þessa síðu og vildi geta slakað á og snúið mér að erlendu vinum mínum og bloggað á ensku um allt annað en málefni fátæks fólks á Íslandi.

Nú hef ég tekið upp þann sið að birta það sem ég skrifa hér líka á blogginu mínu, einfaldlega til þess að það komi á hina eiginlegu Facebook síðu mína og nái þar með kannski til fleiri.

Baráttan hefur breyst og snýr nú meira að öllum fátækum á Íslandi. Svona þróaðist þetta hjá mér og ómögulegt að segja hvað gerist í framtíðinni.

Oft hef ég fyllst vonleysi og hugsað að þetta sé vonlaus barátta hjá mér og að ég ætti að hugsa um sjálfa mig og láta aðra berjast á Íslandi. Þegar vonleysi hefur birst hefur ætíð einhver haft samband áður en ég tók ákvörðun um að gefast upp. Einhver sem þakkaði mér fyrir eða sagði mér sögu sína eða bara lét í ljós vonleysi SITT.

Ég ákvað löngu áður en ég komst á eftirlaunaaldur að yfirgefa ísland. Ég vildi ekki verða gömul og þurfa að lepja dauðann úr skel. Það var mitt gæfuspor. Nú bý ég í Portúgal og er það endastöðin mín. Ég fæ greitt frá TR 182 þúsund á mánuði fyrir skatt og 149 þúsund frá Lifeyrisjsóði fyrir skatt. Lífeyrissjóðurinn greiðir niður það sem ég fæ frá TR. Þar sem ég bý erlendis fæ ég ekki heimilisuppbót því allar félagslegar bætur falla niður þegar flúið er frá einu af ríkasta landi heimsins.

Venjulega er ég ekki að flíka því hverjar tekjur mínar eru en geri þessa undantekningu núna. Ég kemst vel af í nýja landinu mínu. Ég stend ekki í þessari baráttu af því að ég lepji dauðann úr skel. Langt frá því. Ég stend í þessari baráttu vegna þess að margt af eldra fólki og margir þeirra sem eru fátækir á Íslandi hafa hreinlega ekki orku eða þor til þess að láta heyra í sér.

Ég hef þennann kjark og finnst mér renna blóðið til skyldunnar.

Hversu margir taka þátt í umræðunni hér er ekki aðalmálið. Aðalmálið er að fólk sjái að það er kannski von og einhverjir sem láta sig hag ALLRA skipta en ekki bara sumra. Ég er þakklát fyrir persónulegu skilaboðin sem ég fæ og þau ylja mér um hjartaræturnar. Stundum fæ ég andstyggileg skilaboð sem jaðra við einelti. Þau læt ég vera og eyði þeim og blokka sendanda. Það er einfaldlega þannig að þeir sem láta í sér heyra á opinberum vettvangi mega búast við öllu. Það er svo undir hverjum og einum komið hvað hann eða hún kýs að taka inn á sig.

Hulda Björnsdóttir

 

Ég er fjúkandi ill !

6.apríl 2018
Það er kominn miður dagur og rignir eins og ég veit ekki hvað hér í Penela. Ég held að englarnir þurfi að koma sér í frí og hætta þessu endalausa þrifnaðaræði þar sem þeir skrúbba allt og skúra með rigningu sem er grimmari en hefur þekkst hér í landi.

Í svona veðri á maður auðvitað að vera undir teppi með góða bók og heitt súkkulaði í bolla.

Ég var svo heimsk að skoða Facebook áður en ég bjó til súkkulaðið og breiddi yfir mig teppi og nú er ég FJÚKANDI ILL.

Hvað er eiginlega að fólki?

Hvernig getur nokkur maður talað um félagslegar uppbætur sem grunnlífeyri?

Upphæð eftirlauna frá TR eru kr. 239.484 og ekki krónu meira í janúar árið 2018.
Það þýðir ekkert að röfla um 60 þúsund krónu heimilisuppbót. Hún er ekki lífeyrir. Hún er félagsleg aðstoð, rétt eins og bílastyrkur, húsaleigubætur, afsláttur í sundlaugar og strætó og allt mögulegt annað.

Bjarni Ben lýgur eins og honum einum er lagið þegar hann heldur því fram að eftirlaun frá TR séu 300.000.

Hvað er eiginlega að ykkur sem takið undir þetta andskotans rugl í manninum?

Haldið þið að eitthvað batni með því að spila með lýginni og stappa niður fótum og segja VÍST ERU ÞETTA 300.000 Á MÁNUÐI?

Þið þurfið ekkert að trúa mér.
Þið getið hringt í TR eða farið inn á reiknivél TR og séð þetta svart á hvítu:
Ellilífeyrir er í janúar 2018 kr. 239.484 og ekki eyrir fram yfir það.

Í nýrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir því að kerfi TR sem varðar öryrkja verði lagfært og einfaldað. Það er gott mál. Kerfið hjá öryrkjum er svo flókið að heimskingi eins og fjármálaráðherra, núverandi, sem er ólæs á tölur, getur hvorki botnað upp né niður í því rugli öllu.

Ef þið haldið að BB sé að laga kerfið fyrir þá sem lægst hafa launin eða fyrir barnafólk, hvað þá fyrir þá sem eru í þeirri stöðu að þurfa að fá greitt frá TR, þá vaðið þið í villu.
BB og ríkisstjórnin eru að lagfæra kerfið fyrir hina hæst launuðu og best stæðu í þjóðfélaginu. Þeim er skítsama um okkur sem erum undir meðallagi.

!% skattalækkun er ekki fyrir hina lægst launuðu.
Vitiði ekki að prósentuhækkanir eða lækkanir koma sér ALLTAF BEST FYRIR HINA BETUR STÆÐU? ALLTAF.

Þetta veit og skilur fólk sem er með tölulegt læsi. Þeir sem ekki hafa það ljúga út og suður og treysta því að hinir vitleysingarnir taki upp varnir fyrir viðbjóðslegan málstað.
Að fjármálaráðherra skuli voga sér að brigsla mér og mínum hóp um heimsku og ólæsi er óforskammað og ætti þessi maður ekki að láta sjá sig á almnnafæri.

Ég er ofsalega reið.

Ég er svo reið að ég finn ekki fyrir sársauka þó fjármálaráðherra geri grín að mér og mínum líkum og hlæji að okkur.

Ég er bara reið.

Hvar er Grái herinn?
Hefur hann enga skoðun og birtir bara fréttir frá fjölmiðlum.

Hvar er FEB? Félagsskírteini, ferðir erlendis, dansiböll eru á síðu FEB núna.

Hvar er LEB?
Heyrist ekkert frá þeim, af hverju?

Ég hvet fólk til þess að skoða síðu LEB. Formaður þeirra samtaka er fyrrverandi formaður FEB og ekki var baráttan upp á marga fiska hjá þeirri frú.

Er formaður FEB kominn til útlanda eins og Helgi P sem laumaði sér úr landi hægt og hljótt?

Nýr þáttur á vegum FEB er ágætis dæmi um hvaða áherslur eru þar efst á baugi, já lífið er list, hahh! Utanlandsferðir og koníaksdrykkja efst á baugi.

Hvar er Flokkur Fólksins núna? Af hverju mótmælir hann ekki hátt lygi fjármálaráðherra? Eru þingmennirnir uppteknir við að ræða úrsögn úr EES?

Spillingarsukkið á Alþingi er svo yfirgengilegt að maður fyrirverður sig fyrir að tilheyra þessari þjóð. Þingmaður Pírata sem hefur verið ötull við að fletta ofan af viðbjóðnum þarf að verja gjörðir sínar.

Er Logi virkilega eini þingmaðurinn sem skilur að 1% skattalækkun kemur lægsta hópnum ekki til góða og að prósentulækkun komi honum og öðrum hátekjumönnum og konum best? Eða er hann kannski bara eini þingmaðurinn sem þorir að viðurkenna staðreyndina.
Forsætisráðherra er sakleysið uppmálað á myndum á sama tíma og hún svíkur öll kosningalofrð rétt eins og að drekka vatn.

Ríkisstjórnina frá, segir fólk.

Jæja, og hvað ætlar þetta fólk svo að kjósa?

Allir flokkar sem hafa farið í samstarf með þeim bláa hafa tapað og hinn himinblái komist áfram til valda. Heldur fólk virkilega að eitthvað breytist núna?

Áætlunin sem var lögð fram núna er copy og paste frá fyrri ríkisstjórn.

Hvað er eiginlega að þjóðinni?

Hulda Björnsdóttir

Skipið sekkur – Hvar eru björgunarsveitirnar?

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur

Mér líður eins og ég sé stödd í skipi sem strandað hefur á skeri og ruggar fram og aftur með ógnarkrafti brjálaðs veðurs og himinhárar öldur flæða yfir,

Fólkið er að drukkna og getur enga björg sér veitt

Björgunarsveitir standa í fjöruborðinu og horfa á, varnarlausar. Þær geta ekkert gert. Ofurafl ræður ríkjum og skipið er að sökkva með manni og mús.

Nokkrir komast þó af. Það eru björgunabátar, lúxus bátar, sem fyrirmenn sitja í og róa glaðklakkalegir til lands. Þeirra líf skiptir öllu máli. Hinir geta sokkið í hyldýpið. Fyrirmönnunum er nokk sama um einhvern almenning sem var svo heimskur að taka sér far með þessu skipi.

Svona líður mér í dag eftir að hafa skoðað fréttir gærdagsins og hlustað á þátt á vegum FEB.

Fyrirmennirnir brosa breitt og kjamsa á prósentu hækkunum.

1 prósent er ekki neitt fyrir almúgann, láglaunafólkið, öryrkjana og eftirlaunaþegana.

1 prósent er flott fyrir hina ríku. Þeir sjá um sína VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn.

Sjálfstæðisflokkurinn kemur ekki á óvart. Ég bjóst aldrei við því að hann mundi bjarga sökkvandi skipinu. Ég bjóst alltaf við því að hann færi í flottu björgunarbátana.

Framsókn kom mér heldur ekki á óvart. Þeir stóðu fyrir því að slíta stjórnarmyndunarviðræðum eftir örfáa daga til þess að ganga í eina sæng með spillingunni. Líkur sækir líkan heim.

Vinstri græn komu mér í opna skjöldu.

Ég bjóst við því að sá flokkur mundi reyna að bjarga sökkvandi almúganum.

Nei, VINSTRI GRÆN hafa sýnt sitt rétta andlit. Þeim er alveg hjartanlega sama um hverjir sökkva. Þeim er hjartanlega sama um barnafjölskyldur sem svelta. Þeim er hjartanlega sama um fátækt láglaunafólk. Þeim er hjartanlega sama um öryrkja og eftirlaunaþega sem tilheyra venjulega fólkinu sem þarf að reiða sig á björgunarsveitir í ólgusjó þar sem skip þeirra er að farast.

VINSTRI GRÆN eru þau sem sviku með bros á vör fallegu orðin sem féllu eins og hvítur snjór úr stól alþingis fyrir kosningar.

Hvað gerir svo fólk þegar þessi viðbjóðslega ríkisstjórn auðvaldsins fer frá?

Hvað gerir fólkið sem nú er að sökkva með skipinu í ólgandi hafrótinu þegar næstu kosningar verða?

Loforðin verða fögur frá ÖLLUM stjórnmálaflokkum.

Verður hægt að trúa einhverjum?

Ég veit það ekki, en hitt veit ég að núna í morgunsárið er ég að drukkna á skipi sem engin leið er að bjarga.

Er ekki hægt að bjarga fólkinu sem er enn um borð í sökkvandi skipinu?

Gætu Sólveig Anna, Ragnar Þór og fleiri komið til sögunnar og gripið taugina sem örvæntingin reynir að fá einhvern til þess að grípa?

Hvar er FEB núna og LEB? Eru þau enn að bíða eftir því að setjast í nefnd til þess að plokka út ráð til þess að fá þá sem eru að drukkna til að þegja?

Halda þessi samtök enn að orð séu til alls fyrst og að orð fyrirfólksins í fínu björgunarbátunum séu gulls ígildi?

Líklega er vonleysi þess sem er á sökkvandi skipi úti í ólgusjó að grípa mig heljartökum.

Líklega er ekkert eftir annað en biðja til æðri máttarvalda og vona að almenningur setji kross á leiði VG í næstu kosningum og jarði endanlega auðvalds viðbjóðinn.

Hulda Björnsdóttir

Sólbrúnir sólarfarar eta saltfisk

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur Ég veit ekki hvort ég hef minnst á það áður að það er rigning í Penela! Það rignir endalaust og ég er að hamast við að vera jákvæð ásamt öllum vinum mínum og fólkinu sem býr hérna.

Í gær sá ég myndir frá einni úr VG þar sem hún sólaði sig í Portúgal! Já, sólaði sig. Hvar er það? Jú, auðvitað í Algarve. Veðrið þar er allt annað en hér uppi á meginlandinu. Algarve er bara fyrir ferðamenn og þá sem vinna við ferðaþjónustuna, en veðrið er gott alla vega á þessum árstíma og frú VG unir sér vel og etur íslenskan saltfisk!

Hún heldur að fiskurinn sé íslenskur.

Hér kostar kíló af íslenskum saltfisk tæpar 18 evrur en sá norski ekki nema rúmlega 8. Dettur einhverjum í hug að veitingahús séu að selja ódýran mat og kaupa fokdýran fisk frá Íslandi? Ég bara spyr. Frúin, sem talaði af svo miklum þunga um að fátækt þyrfti að útrýma er nú í páskafríi og er það fínt. Auðvitað þarf þetta fólk að hvíla sig. Skárra væri það nú.

Mér finnst þó að þegar komið er úr saltfiskátinu og sólinni ætti að vera fyrsta verk VG og hinnar sólbrúnu frúar að hækka greiðslur frá TR til eftirlaunaþega og öryrkja. Hún, frúin og VG ættu að láta þetta renna ljúflega í gegnum þingið og allir sólbrúnir þingmenn hljóta að samþykkja eins og skot.

Hjá mér er ískalt, rigning og vosbúð en ég bý ekki í Algarve. Ég bý í hinu raunverulega Portúgal og hér er vorið ekki komið, ekki enn.

Ég læt það fara í taugarnar á mér þegar ég horfi á snjó í fjöllum að fólk í sólbaði sé að segja mér frá hvernig veðrið sé hér í landinu.

Jæja, sólbrúnu þingmenn og sólarfarar. Nú er rétti tíminn til þess að hysja upp um sig buxurnar og fara í almennileg föt og bretta upp ermar og taka til í loforðabunkanum. Henda út sviknu loforðunum, þau eru bara ógeð, og taka inn framkvæmdir.

Framkvæmdir eru flottar. Þær geta til dæmis orðið þess valdandi að allir, ÞIÐ VITIÐ, sko ALLIR, eigi í sig og á ALLA daga mánaðarins.

Svona framkvæmdir eru svo ægilega góðar fyrir sólbrúnar sálir.

Svo er auðvitað ágætt að hækka upphæðir lægstu launa í landinu og hætta að andskotast í því að hagsældin sé svo MIKIL að ekki sé hægt að rugga þeim bát og hækka lág laun í landinu.

Ég vona að sólarfararnir, þessir brosandi, þykku og bústnu, hafi munað eftir vörninni og komi ekki skaðbrenndir til starfa að nýju. Það væri nú alveg voðalegt ofan á allt saltfisk átið.

Hulda Björnsdóttir