Undirskriftasöfnun sem ég er alfarið á móti er nú að ljúka, sem betur fer.

5.október 2018

Þessa dagana er mikið í umræðunni hér á Facebook hjá sumum vina minna, undirskriftasöfnun sem 2 eldri borgarar ákváðu í snarhasti að skvera af stað!

Ég hef verið skömmuð fyrir að hunskast ekki til þess að skrifa undir og borið á brýn að vera ómerkileg og vilja ekki hag eldri borgara og öryrkja betri en hann er núna.

Það er ágætt að dæma fólk og skamma það en stundum er ágætt að skoða málið aðeins áður en svívirðingarnar falla.

Ég sagði strax að ég mundi ekki skrifa undir þennan lista og ekki dreifa honum. Ég rökstuddi mitt mál en sagði jafnframt að aðrir tækju sínar ákvarðanir.

Í 2 ár eða kannski meira hef ég skrifað grimmt um málefni eldri borgara og öryrkja, meira um málefni eldri borgara þar sem mér hefur fundist barátta öryrkja vera í nokkuð ákveðnum farvegi og forysta þar sinna málinu af alúð.

Forysta eldri borgara hefur brugðis, ekki bara þessi 2 ár, hún hefur brugðist í áratugi. Það er hálf hjákátlegt að sjá hvernig sumir hæla sér af því að hafa verið í baráttunni áratug eða meira og láta líta svo út að eitthvað mikið hafi unnist en skyndilega þegar viðkomandi hættir fari allt til fjandans.

Pólitík er andstyggileg. Ég fullyrði það fyrir mína parta. Kannski finnst einhverjum þessi tík dásamleg og mér er svo sem sama um það.

Pólitík er oftar en ekki svikin loforð sem gefin eru fyrir kosningar og svo gleymast þau eins og drukkið sé vatn þegar búið er að telja upp úr kössunum. Viðbjóðslegt og ekkert annað.

Svo ég komi aftur að því sem ég ætlaði að einbeita mér að í dag, það er undirskriftasöfnunin sem rúmlega áttræð kona setti af stað eiginlega bara alein eða þannig!

Alein var hún nú ekki, þó hún sé skráður ábyrgðarmaður. Björgvin og hún ákváðu allt í einu að nú skyldi þrammað af stað og undirskriftasöfnun sett á laggirnar. Einhver Jón var þeim innan handar, held ég.

Frúin er held ég einhvers konar listamaður og spákona. Mér sýndist þetta koma fram þegar ég gúgglaði frúnna.

Ég fann ekki mikið af skrifum um málefni eldri borgara frá henni en eitthvað smávegis þó.

Einhverjum datt í hug í upphafi að stinga upp á því að söfnunin væri kannski ekki alveg nógu vel orðuð og það mætti hugsanlega gera hana skýrari og þar með áhrifaríkari.

Jú, frúin athugaði máli, þá voru 900 manns um það bil búin að skrifa undir. Ekki hægt að breyta textanum sagði frúin því þá mundu þessir 900 detta út.

So what!

Sá sem var að skrifa frúnni kom meira að segja með tillögu að texta sem gæti verið áhrifaríkur.

Nei, þetta var komið á koppinn og ef viðkomandi vildi eitthvað segja um þetta frekar þá skyldi hann hafa samband við Björgvin, jafnvel þó frúin væri ábyrgðarmaður framtaksins.

Þetta er eiginlega hálf ömurlegt allt saman, finnst mér.

Nú eru nokkrir dagar eftir af fyrirbærinu og þá er allt í einu farið að senda út úm allar Trissur tilkynningar um málið og andskotast yfir því að ÞÖGGUN sé í gangi.

ÞÖGGUN!

Er það?

Mér fannst fyndið þegar ég sá að Herinn, þessi sem ég elska út af lífinu, eða þannig, hljóp til og setti málið á síðuna sína. Auðvitað gat herinn ekki setið undir því að hafa þagað málið í hel, eða hvað?

Einhver sagði að svona könnun þyrfti að vera vel undirbúin, vel kynnt, að baki henni þyrfti að vera fagmennska og kynningarapparat.

Ég er hjartanlega sammála þessu. Auðvitað er nauðsynlegt að gera eitthvað til þess að reyna að troða inn í haus þingmanna að bæta þurfi kjör eldri borgara og öryrkja. Þetta EITTHVAÐ þarf hins vegar að vera vel ígrundað, vel undirbúið og “meika sens” á góðri íslensku.

Það er ekki nóg að þjóta af stað eins og krakki og gera eitthvað.

Á tímum þar sem formaður félags eldri borgara, sem telur yfir 12 þúsund manns, rausar um að eldri borgarar hafi það bara fínt en það séu nokkrir sem hafi það kannski ekki alveg eins fint, og sami formaður er alsæll með væntanlegt samtal einhverntíman við forsætisráðherra, þá eru skyndi framkvæmdi EKKI LAUSNIN.

Sem betur fer er þessi blessuð könnun á enda innan fárra daga. Auðvitað verð ég áfram skömmuð fyrir að vera félagsskítur eða eitthvað enn verra.

Mér nokk sama.

Endalaus skrif um það sama: Það verður að leiðrétta kjörin strax! Eru svo grútmáttlaus að mér verður bumbult þegar ég hugsa um þau skrif.

Nú er búið að bæta inn í skrifin upplýsingum sem teknar voru úr mínum skrifum og ekki einu sinni haft fyrir því að setja ummælin innan gæsalappa.

Það er auðvitað fínt að ég leggi lið þeim sem eru kannski orðnir uppiskroppa með fjölbreytileika og ég á ekkert að vera að kvarta. Mér finnst þetta þó hallærislegt, en auðvitað er þetta ekkert annað en ómerkileg pólitík.

Fyrir liggur að í þessum mánuði verði lagt frumvarp á Alþingi á vegum ráðherra þar sem hann ætlar að halda áfram að stagbæta handónýt lög um Almannatryggingar.

Ég hef ekki séð múkk frá frú undirskriftaupphafsmanni eða aðstoðarmanni hennar, um það mál. Ekki múkk.

Kannski vita þau ekki af frumvarpinu.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig baráttu undirskriftar frúin setur af stað um þetta nýja frumvarp og ætla ég að fylgjast grannt með því.

Hulda Björnsdóttir

Opið bréf til þingmanna – Hvernig virkar kerfi Almannatrygginga fyrir eldri borgara?

24.september 2018

Opið bréf til þingmanna nú við upphaf vetrar.

Bréf frá eldri borgara sem reynir að útskýra hvernig búið er að fólki í landi sem veður í peningum þegar gæluverkefni eiga í hlut.

Ég er komin á þá skoðun að ef til vill liggi tregða þingmanna til að leiðrétta kjör eldri borgara í því hvernig þeir nýta sér tölulæsi sitt.

Þingheimur talar yfirleitt um heildarútgjöld sem skipta milljörðum eða alla vega mörgum milljónum.

Þetta gerir það að verkum að þingheimur skilur ekki hvernig einstaklingur þrífst á kerfi sem virðist vera gert til þess að sem allra flestir eldri borgarar SVELTI að minnsta kosti hálfu hungri.

Til þess að hjálpa upp á tölulæsi þeirra sem eiga í erfiðleikum þá er hér mitt dæmi, sem er ágætt og lýsir vel hvernig kerfið virkar fyrir þá sem hafa sparað og farið eftir lögum og reglum.

Frá Lífeyrissjóði fæ ég krónur 152.000 á mánuði fyrir skatt

Frá Tryggingastofnun fæ ég krónur 182.334 á mánuði fyrir skatt

Samtals gerir þetta krónur 334.334 fyrir skatt, og eftir skatt eru þetta 264.726 krónur

Þar sem ég bý erlendis fæ ég ekki heimlisuppbót, sem ég fengi annars ef ég byggi ein og á Íslandi. Heimilisuppbót er ekki partur af lífeyri, hún er félagsleg aðstoð sem ég ætti rétt á ef búseta mín væri ekki erlendis.

Skoðum dæmið aðeins betur.

Ef ég fengi ekkert frá Lífeyrissjóði, hefði aldrei sparað í hann, þá væru tekjur mínar þessar:

Frá TR 239.484 krónur á mánuði fyrir skatta.

Eftir skatt væri upphæðin krónur 204.914 á mánuði.

Eins og ég sagði fyrr fæ ég greiddar krónur 152.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði og verða þær til þess að lífeyrir frá TR LÆKKAR um krónur 57.150 á mánuði fyrir skatt.

Greiðsla til mín frá Lífeyrissjóði niðurgreiðir lífeyri frá TR um 57.150 krónur á mánuði, er þetta ekki eitthvað einkennilegt?.

Annað sem ég vil einnig vekja athygli á er að mismunur á greiðslum til mín og þess sem aldrei hefur greitt í lífeyrisjsóð eru krónur 59.182 eftir skatt.

Ég fengi kr. 264.726 eftir skatt

Sá sem ekki hefur greitt í lífeyrisjsóð fengi kr. 204.914 eftir skatt

Frítekjumark eftirlauna frá TR eru krónur 25 þúsund á mánuði.

Frítekjumark eftirlauna vegna atvinnutekna eru krónur 100 þúsund á mánuði.

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á ellilífeyri eru 45%

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á heimlisuppbót ( sem ég fæ ekki og sem er ekki partur af lífeyri heldur félagsleg uppbót) eru 11.90%

Greiðslur frá TR falla niður ef aðrar tekjur fara yfir 557.187 krónur á máuði.

Það er ýmislegt einkennilegt í þessum lögum. Til dæmis er heimlisuppbót notuð til þess að skreyta tölur á hátíðlegum stundum stjórnmálamanna þegar þeir þurfa að berja sér á brjóst fyrir hve vel er búið að öldruðum á Íslandi.

Eftirlaun frá Lífeyrissjóðum eiga auðvitað ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá TR. Sá sparnaður var og á að vera til viðbótar við lögbundnar greiðslur frá TR en ekki til þess að greiða niður ábyrgð ríkisins.

Með kveðju

Hulda Björnsdóttir

Ráðherra og hálfur ellilífeyrir frá TR

  1. september 2018

Enn eina ferðina ætlar ráðherra að klóra í bakkann og reyna að stagbæta teppið sem er að sligast undan bótunum.

Hér að neðan er lýst frumvarpi sem leggja á fram í október og er varðandi töku hálfs ellilífeyris frá TR.

“Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar (hálfur líf­eyrir).

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingum á því skilyrði fyrir greiðslu hálfs lífeyris frá almanna­tryggingum að samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatrygg­ingum verði að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri almannatrygginga. Enn fremur er í frumvarpinu lagt til að það skilyrði verði sett fyrir töku hálfs lífeyris að lífeyrisþegi stundi að hámarki hálft starf og jafnframt að greiðslur verði tekjutengdar. (Október)”

Það kemur ekki fram neitt um hverjar tekjutengingarnar verða og fleira sem verður fróðlegt að sjá þegar frumvarpið verður lagt fram. Ég hefði viljað sjá þetta ákvæði um hálfa lífeyrinn fellt niður en nú er verið að stagbæta enn eina ferðina gjörning sem hefur valdið úlfúð.

Ég talaði við Lífeyrissjóð VR og taka hálfs lífeyris er fyrst núna, frá 1. sept. að ganga í gildi.

Lífeyrissjóðirnir hafa verið að breyta kerfinu hjá sér til þess að hægt sé að framkvæma þetta ákvæði laganna.

Ég er eiginlega kjaftstopp að sjá þetta.

Ég spyr mig:

Hverjum datt þetta í hug?

Var það FEB eða LEB sem kom með þessa tillögu?

Ég er nokkuð örugg um að ráðherra sjálfum eða ríkisstjórn hefur ekki dottið þetta SNJALLÆRÐI í hug.

Hvað kemur næst?

Ég læt þetta duga í dag en mikið er ég ofboðslega svekkt.

 

Hulda Björnsdóttir

Hugleiðing á Sunnudegi og kveðja til Pírata

  1. september 2018

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna þingmenn virðast vera alveg út úr kú við almenning og ekki geta sett sig inn í mál hins venjulega borgara.

Hvað er það sem veldur þessu, er það áhugaleysi eða er það kannski einfaldlega þekkingarskortur?

Lög og reglugerðir eru hrikalega flókin og þar sitja á fremsta bekk held ég skattalögin og lög um almannatryggingar.

Líklega hrís þingmönnum hugur við því að setja sig inn í stagbætt lög um almannatryggingar, jafnvel þó þau séu ekki nema rúmlega árs gömul.

Pétur Blöndal, heitinn, líkti bákninu við bútasaumsteppi. Hann reyndi í 10 ár að bæta ófreskjuna og láta hana líta þokkalega út.

Misvitrir stjórnarherrar ráku lúkurnar niður í teppið og grautuðu meðal annars í skerðingum eftirlauna, öllum til mikilla vandræða um leið og login voru lögð fram.

Tryggingastofnun borgaði vitlaust út fyrstu mánuðina og fór eftir því sem hafði verið ætlað að gera en ekki eftir bókstaf laganna sem reyndar var vegna innsláttarvillu!

Innsláttarvillu, já ég segi og held mig við það.

Flokkur Fólksins, þetta nýja fyrirbæri sló sér upp og fór í mál út af villunni. Auðvitað tapaðist málið, þegar loksins kom niðurstaða mörgum mörgum mánuðum síðar. Það var alltaf ljóst hver hugsunin var á bak við lögin og skerðingarnar en Fólks flokkurinn komst líklega inn á þing vegna málsins.

Fólk trúði því að þarna væri komið afl sem mundi loksins, loksins, berjast fyrir almúgann og sveltandi börn og gamalmenni.

Formaðurinn talar fallega og maður klökknar. Ég hafði trú á þessu fyrirbæri, það er flokknum, og hefði að öllu líkindum kosið þetta ef ég hefði ekki verið búin að tapa kosningarétti á Íslandi vegna útlegðar!

Trú mín á þennann flokk hefur horfið. Það er nefninlega þannig í huga mínum að fagurgali er versta hræsni sem hægt er að hugsa sér. Þetta fyrirbæri er með 4 þingmenn, kjörna fulltrúa fólksins, á Alþingi Íslendinga.

Ég sendi bréf í vikunni til ALLRA þingmanna, semsagt e-mail, því ég hef ekki tök á því að setjast að á alþingi og sitja fyrir fulltrúunum og afhenda þeim bréf í eigin persónu. Það hefði ég þó gert væri ég á Íslandi.

Hefði nú mátt búast við að Flokkur fólksins mundi ólmur svara mér og lýsa yfir stuðningi sínum og skilningi á ergelsi mínu. Þetta er jú flokkurinn sem talar um fátækt fólk og ranglæti sýnkt og heilagt.

Nei,

Flokkur fólksins hefur ekki látið mig hafa svo míkið sem, Éttu skýt!

Auðvitað vissi ég að Bjarni foringi og hans lið ásamt Katrínar hjörð og Framsókn mundu ekki svara svona heimskingja. Það kom ekkert á óvart þar. Viðreisn er auðvitað ekkert annað en afleggjari Bjarna og þaðan bjóst ég ekki við neinu enda búin að reyna að leiða fyrrverandi velferðarráðherra í allan sannleikann en hann virti mig ekki viðlits þá enda atvinnurekanda maður í húð og hár.

Samfylkingin hefði átt að láta í sér heyra finnst mér. Ekkert þaðan.

Hins vegar kom mér á óvart og var mikið gleðiefni að 2 fulltrúar Pírata svöruðu og tóku mig alvarlega.

Það eru ungir menn og konur í þessum óhefðbundna flokki og hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeim. Ég móðgaðist reyndar þegar ein úr hópnum talaði í útvarpinu um eldri borgar sem fólk “á sveit” en læt ekki eina eyðileggja fyrir mér tilfinninguna fyrir heildinni.

Ég held að Píratar séu að gera margt mjög gott og fara þeir ábyggilega í fínustu taugar “elítunnar” á þingi þegar þeir eru að andskotast í því að spyrja um allt mögulegt og ómögulegt.

Ég er svoddan kvikindi að í hvert sinn sem ég sé eitthvað nýtt í spurningum og svörum þá hlakkar í mér og ég hugsa hlýtt til unga fólksins sem heimtar svör og lætur ekki gamla uxa vaða yfir sig á skítugum skónum.

Það er ótal margt sem þarf að bæta í regluverkinu sem stýrir greiðslum til þingmanna. Ég var eiginlega ekkert hissa þegar ég las að ekki er hægt að afþakka húsnæðisstyrk þó þingmaður vildi. Ég er sannfærð um að það er eitt og annað sem ekki er talað um og þykir sjálfsagt að þiggja þegar komið er í stólana.

Efling trausts á Alþingi er líklega undir því komið hvað Píratar verða úthaldsgóðir að sópa undan teppi þeirra sem hafa í áratugi skammtað sér og sínum án þess að nokkuð eftirlit væri með.

Ég er alvarlega að velta fyrir mér að endurnýja rétt minn til þess að kjósa á Íslandi. Auðvitað er það bara eitt atkvæði en ég veit svo sannarlega hvert það mundi fara. Ég þarf að kynna mér hvernig ég endurheimti réttinn og svo dríf ég í því. Það er ekki langt í að stjórnleysan springi jafnvel þó fullkomið make up og kjóll séu í boði til þess að horfa á.

Kæru Píratar, takk fyrir að svara mér. Takk fyrir að nenna að setja ykkur inn í mál, flókin mál og takk fyrir að standa vaktina fyrir almúgann og fylgja samvisku ykkar og drengskaparheiti.

Hulda Björnsdóttir

Portuguese SAGAS – My morning walk in Penela 22. September 2018

22. September 2018

Every morning I try to take a walk and be around for at least half an hour. This morning it took a long time. It was Saturday and not many people around, as usually, but some.

While walking through the village I was contemplating on how much has changed these almost 8 years since I came to Penela.

 

I visited the bombeiros this morning. It was early and they had the meeting outside with the summer people. It reminded me of my dear China and the meeting we had in the morning in the school. The bombeiros have to hire more people during the summer, because of the fires. These were mostly young men, very young men. I do donate every month to my bombeiros, they need the money and the government does not take care of them. I just wish more of the foreigners living in the land would donate more than they do. They can afford to do it, it is just a question of what you want to spend your money on. Less vine and there it is, or even less eating out and partying.

The 1st picture is of the road that leads to the bombeiros, the second one is at the entrance, the 3rd is the main building and the 4th is where you drive into the station. Bombeiros Voluntaries Penela -BVP

 

On my way through the village this morning I took some pictures of houses and doors and even a wall that is open.

I enjoy the decoration on the old houses. Many of them are really beautiful, even though everything is falling apart and I wonder how this house manages to survive wind and rain. What about the people who lived here many years ago? Who were they? How big was the family? Were they farmers? Were they poor or rich? Did they struggle? Were they happy? So many questions that have not been answered.

42274512_1158860600932432_3069628322045493248_o

Can you now believe me when I complain about the bricks used for building here in my land? They don’t keep much cold outside during the winter, but my countrymen have found a solution. Wrapping the new buildings in Styrofoam is the trend, 10 cm and then a tiny layer of concrete. Very strange but this is supposed to be the wonderful insulation. It will be interesting to see how it goes, there is one house like this being built in my road and convenient for a curios one like me to follow the process.

 

The main road was full of life 7 years ago and the cars drove both ways. One day the road was changed. One way, and everything became different. Not as many policemen around the road and the shops slowly gave up, one by one.

This morning was a sunny, cold morning.

The beautiful flowers are still there and this one is close to the bombeiros.

There are always some new things to notice in the morning.

The shop in the photo above is one of those who have survived. In this little one you can buy anything and everything. You can even get photocopies there. An elderly lady runs the shop and during the weekdays there is all kinds of stuff outside waiting for you to get inside and have a look and perhaps buy something.  Maybe the oldest one at the main road but still going strong. I have not been in there for a long time, but I should.

 

Next weekend there will be a fiesta in the little village and perhaps many people. The preparation has already begun.

The stalls are already there but nothing in them, just emptiness.

Next weekend the stalls will be full of all kinds of goods, cheese, handicrafts, vine, cosmetics and many more. Maybe there will also be tractors and heave equipment for the farmers.

When there is a fiesta in villages here in my little land there are lights everywhere. Usually there is a decoration at the entrance to the village and some more around.

This morning it was just the one that leads downtown which was up. The entrance to the village will be decorated next Friday, I think.

Most likely there won’t be much sleep in my house next weekend, when the circus shouts all over the village far into the night and the music will be more than loud. That’s how it is every year, when this fiesta arrives.

42263771_1158860270932465_7229842088580349952_o

There are ruins everywhere, even inside the village. As you can see the electric vires are low and they are even sometimes, quite often, put among the trees so when there is a fire electricity, phones and everything collapses.

Sometimes the steps up to the houses are tiny and I wonder how the people managed to get upstairs. So much to think about and so much to remember.

Well, my morning walk is over and tomorrow is another day when I might find something else that captures my eyes.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 

Sit ég hér enn hokin af reynslu – hoknari með hverjum deginum og berst á móti ranglæti sem eldri borgarar búa við

20.september 2018

Björn Leví bað um tillögur til leiðréttinga á lögum um almannatryggingar.

Erfitt getur verið að flíkka upp á bútasaumsteppi sem tekið hefur áratugu að lappa upp á en sumt er bara svo augljóst að saumnálin getur ekki annað en ratað í rétta átt og fyrir vikið verður teppið SKÁRRA.

Hér er einfalt dæmi:

Í 17. Greininni er talað um hálfan ellilífeyri og er það sem um hann er sagt feitletrað í tilvitnuninni hér að neðan.

Til þess að leiðrétta þetta hróplega misrétti og andstyggilegu gjöf til hinna vel stæðu á kostnað hinna er einfalt að flytja frumvarp um að það sem er feitletrað verði fellt niður úr lögunum.

Það ætti að vera auðvelt fyrir þingheim að skvera því í gegn því auðvitað sjá allir hversu alvarlega er verið að mismuna fólki með þessum gjörningi.

Auðvitað geri ég mér grein fyrir að formaður LEB hefur kvartað sáran yfir því að fyrirbærið væri ekki komið til framkvæmda og segir mér svo hugur að kannski hafi frúin einhverra hagsmuna að gæta þarna, annað hvort eigin eða skyldmenna.

Ég geri mér líka grein fyrir því að þingmenn ýmissa flokka eru uppteknir við Shengen og fleira því um líkt en kannski gætu þeir stigið eitt hliðarspor og opnað frá mér póst og gert það sem réttlátt er og mundi líklega spara ríkiskassanum nokkrar krónur.

Þetta ákvæði, sem er sannarlega gert til þess eins að auka misrétti í þjóðfélaginu, var sett inn í einhverjum fljótheitum á síðasta ári.

Áður en ég bugast algjörlega af réttlætiskennd til handa eftirlaunaþegum þá vona ég að þingheimur sjái sér fært að setja nú sparnaðarklukkuna í gang og skella svona frumvarpi til leiðréttingar á lögum um almannatryggingar inn í hítina og skvera þessu í gegn á mettíma.

Það eru væntanlega að koma kosningar bráðum og þá væri nú gott fyrir suma flokka að geta veifað slíkri leiðréttingu framan í sauðsvartan almúgann. Auðvitað mundi 30 prósentið, það bláa, ekki skipta um skoðun en það eru nokkrir aðrir litir í rófinu sem gætu notið góðs af.

Ég er eins og allir vita hokin af baráttu fyrir bættum kjörum þeirra sem minnst mega sín. Með hverjum deginu verð ég hoknari og því miður hefur enginn talið mér það til tekna. Hoknir þingmenn, hoknir af reynslu, eru verðmeiri en ég og sætti ég mig alveg við það en finnst þó að þingheimur ætti að sjá sóma sinn í því að svara bréfum sem ég sendi þeim. Þeir sem láta sér detta í hug að kalla mig “MÍN KÆRA” ættu að hugsa sig tvisvar um. Ég læt ekki tala niður til mín oftar en einu sinni án þess að snúa mér við.

Þá er ekkert eftir í dag annað en skella lausninni inn og vellur hún hér á eftir og er til þess að auðvelda aðlinum að lesa, feitletruð.

Brettið upp ermarnar og sýnið að þið séuð ekki bara ómerkilegir froðusnakkar sem við höldum uppi á háum launum og flottum utanlandsferðum og blómahafi og símum og aksturspeningum og öllu hinu sem ég nenni ekki að telja upp í bili.

Tilvitnun:

Úr lögum um Almannatryggingar tekið af vef Alþingis í dag 20.september 2018

“17. gr. Ellilífeyrir.

[Rétt til ellilífeyris öðlast þeir sem náð hafa 67 ára aldri og hafa verið búsettir hér á landi, sbr. I. kafla, a.m.k. þrjú almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Full réttindi ávinnast með búsetu hér á landi í a.m.k. 40 almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Sé um skemmri tíma að ræða reiknast réttur til ellilífeyris í hlutfalli við búsetutímann. Heimilt er þó að miða lífeyri hjóna, sem bæði fá ellilífeyri, við búsetutíma þess sem á lengri réttindatíma.

Heimilt er að fresta töku ellilífeyris til allt að 80 ára aldurs gegn varanlegri hækkun lífeyrisins, sbr. 2. mgr. 23. gr. Heimildin er bundin því skilyrði að viðkomandi hafi ekki fengið greiddan ellilífeyri frá almannatryggingum eða skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, sbr. þó 4. mgr. Umsækjanda skal þó vera heimilt að draga umsókn sína til baka innan 30 daga frá afgreiðslu umsóknar án þess að það hafi áhrif á rétt til hækkunar lífeyris. Hafi greiðsla lífeyris átt sér stað er full endurgreiðsla forsenda afturköllunar.

Heimilt er að hefja töku ellilífeyris frá 65 ára aldri gegn varanlegri lækkun lífeyrisins, sbr. 3. mgr. 23. gr.

Heimilt er að greiða hálfan áunninn ellilífeyri samkvæmt lögum þessum frá 65 ára aldri til þeirra sem eiga rétt á ellilífeyri frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og hafa fengið samþykki viðkomandi sjóða til að taka hálfan lífeyri hjá þeim og fresta töku lífeyris að hálfu.

Heimildir skv. 3. og 4. mgr. eru bundnar því skilyrði að samþykkt hafi verið umsókn um áunnin réttindi hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum, sbr. einnig 2. mgr. 52. gr., að teknu tilliti til hinnar varanlegu lækkunar skv. 3. mgr. 23. gr., verði að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri skv. 1. mgr. 23. gr.

Ákvæði 1.–5. mgr. eiga einnig við um heimilisuppbót samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

Ráðherra skal setja reglugerð 1) um einstök atriði er varða framkvæmd þessarar greinar, m.a. um réttindaávinnslu og búsetutíma og sveigjanlega töku ellilífeyris.] 2)”

Tilvitnun lýkur.

Fróðlegt verður að sjá hve brátt menn bregðast við.

Hulda Björnsdóttir

Ég er hokin af barátu fyrir bættum kjörum eldri borgara – þingheimi er sama

18.september 2018

Hér eru nokkrar tilvitnanir í lög um almannatryggingar og ellilífeyri í framhaldi af bréfi mínu til þingmanna um réttindi til töku hálfs lífeyris og sleppa þá við allar skerðingar og fá fulla greiðslu frá TR (hálf eftirlaun), jafnvel þó viðkomandi hafi milljón á mánuði eða meira í tekjur.

Á sama tíma skerðast greiðslur mínar frá TR vegna 152 þúsunda króna tekna frá lífeyrissjóði.

69.greinin fjallar um hvernig upphæðir eftirlauna skuli breytast árlega og ég velti fyrir mér hvort þetta ákvæði sé virt fullkomlega, þ.e. að tekið sé mið af launaþróun og verðlagi samkvæmt vítsitölu neysluverðs.

 

  1. gr.

Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Hér á eftir er svo almennt um ellilífeyrinn og hið stórkostlega frítekjumark krónur 25 þúsund, sé ekki verið að tala um hálfan ellilífeyrir, sem venjulegt fólk hefur auðvitað ekki efni á að nýta sér.

“Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári. Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Ellilífeyrisþegi skal hafa 25.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris. [Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 100.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.] 1) Lækkun vegna tekna tekur þó ekki til hálfs ellilífeyris sem greiddur er skv. 4. mgr. 17. gr. þar til lífeyristaka að fullu hefst.

17.gr. – Heimilt er að greiða hálfan áunninn ellilífeyri samkvæmt lögum þessum frá 65 ára aldri til þeirra sem eiga rétt á ellilífeyri frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og hafa fengið samþykki viðkomandi sjóða til að taka hálfan lífeyri hjá þeim og fresta töku lífeyris að hálfu.

Heimildir skv. 3. og 4. mgr. eru bundnar því skilyrði að samþykkt hafi verið umsókn um áunnin réttindi hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum, sbr. einnig 2. mgr. 52. gr., að teknu tilliti til hinnar varanlegu lækkunar skv. 3. mgr. 23. gr., verði að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri skv. 1. mgr. 23. gr.

Ákvæði 1.–5. mgr. eiga einnig við um heimilisuppbót samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

Einhver tók sæti á Alþingi sem varamaður og var henni talið tekna að hún væri hokin af reynslu.

Ég verð að viðurkenna að ég er hokin af undrun yfir því að enginn þingmaður skuli hafa svarað bréfi mínu um hálf eftirlaun og að aðeins einn skuli hafa svarað fyrra bréfi mínu þar sem ég útskýri hvernig minn lífeyrissjóður niðurgreiðir það sem TR greiðir mér.

Flokkur fólksins sem af miklum móði telur okkur trú um að hann sé fyrir hina lægstu hefur ekki svarað mér. Flokkurinn er þó með 4 þingmenn innanborðs. Nei sá flokkur er upptekinn við Shengen og fleira þvíum líkt. Einn ágætur úr þeim hópi sagði mér að hann væri vel í tengslum við almúgann, væri meira að segja alinn upp hjá verkamannafjölskyldu, þegar ég vændi hann um að vera úr tengslum við okkur sem erum bara venjulegt fólk. Já, og hann kallaði mig meira að segja “Mín Kæra”. Hah.

Samfylkingin sem er nú með þingmann hokinn af reynslu hefur ekki séð ástæðu til þess að svara bréfum mínum þó ég sé hokin af lífsreynslu.

Sjálfstæðisapparatið er auðvitað samt við sig og ekkert að svara einhverju FÓLKI sem angrar það með bréfum.

VG er upptekið við ljósaréttlætingar á fundi sem haldinn var fyrir aðalinn og auðvitað er ekki að búast við svari þaðan.

Viðreisn hefur sýnt sitt rétta eðli í síðustu ríkisstjórn og er skítsama um eldri borgara.

Framsókn og Miðflokkurinn eru auðvitað upptekin af því að hreinsa ráðherra af áburði um óábyrga frammistöðu.

Píratar eru eini flokkurinn sem hefur svarað en reyndar bara einn þingmaður þeirra og svaraði hann mér strax.

Var ekki séð um að löggæslumenn gráir fyrir járnum passaði upp á að sótsvartur almúginn væri ekki að abbast upp á þingheim við setninguna? Ég sá ekki betur.

Auðvitað er sauðsvartur almúginn bara til óþurftar og á að halda sig á mottunni.

Ekki að senda bréf til þingmanna, ekki að gagnrýna að menn séu látnir taka ábyrgð á gerðum sínum í ráðherrastól og alls ekki að vera svo heimskur, þessi sauðsvarti almúgi, að halda að einhver bréf sem send eru fyrir kosningar sé plagg sem takandi er mark á. Nei, það er bara til þess að fá X í pottinn.

Við munum sum eftir bréfi fjármálaráðherra frá árinu 2013, bara svo því sé haldið til haga.

Ég velti fyrirmér núna, og er hokin af áreynslunni, hverjum datt í hug hálfi ellilífeyririnn fyrir hina vellauðugu? Hver var það sem kom með þessa hugmynd?

Ég hef reyndar séð frú formann Landssambands eldri borgara áÍslandi kvarta yfir því að eitthvað sé að framkævmdinni og því þurfi að kippa í liðinn. Annað hef ég ekki rekist á um þetta ótrúlega mál, nema það sem Finnur Birgisson skrifaði fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann benti á að enn væri verið að auka óréttlætið í kerfi TR.

Tugir þúsunda hafa séð opna bréfið mitt til þingmanna frá 9 september á Facebook. Hundruðir hafa deilt póstinum. Margir hafa sett inn komment og lýst sig sammála mér og lýst yfir undrun á kerfinu.

Sumir hafa verið vonlitlir en aðrir þó talað um að við þyrftum að láta heyra í okkur meira en nú er.

Líklega fellur þessi ríkisstjórn fljótlega og Samfylkingin kemst að. Fari flokkurinn í eina sæng t.d. með hinum dæmalausa sjálfstæðis útibúsflokki “Flokki Fólksins” lýst mér ekki á.

Ég ætla svo sem ekkert að hafa skoðun á því hverjir stjórna eftir næstu kosningar en eitt er þó víst að þeir sem ALLTAF hafa kosið D listann munu gera það áfram, sama á hvaða aldri þeir eru.

Það er engin hætta á því að loforða súpan renni ekki af stað en spurningin er hverju trúir fólk.

Þeir eldri borgarar sem hafa kosið og munu kjósa Sjálfstæðisflokkin eiga auðvitað ekki skilið að ég sé að berjast fyrir bættum kjörum þeirra, eða hvað?

Kannski eru mestu vonbrigði mín “Flokkur Fólksins” sem hefur sýnt sig með atkvæðagreiðslum í þinginu að vera flokkur heldri stréttarinnar og koma orð stúlkunnar sem sagði við pabba sinn fyrir kosningar “Pabbi ætlarðu virkilega að kjósa þetta” , oft upp í huga minn. Það er nefninlega ekki nóg að setja upp helgisvip í ræðustól og skrifa hugljúfar greinar í Moggann um “fólkið okkar”.

“FÓLKIÐ OKKAR” er fyrir bý.

Hokin af baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara á Íslandi læt ég þessu lokið núna.

Hulda Björnsdóttir