Allt að fara til fjandans aftur ?

24. mars 2021

Stundum skrifa ég ekki neitt og svo fæ ég svona skrifæði, það er þannig í dag, ég meina sko æðið.

Ég fylgist með genginu af því að það skiptir mig öllu máli og ég er á hausnum þegar það er lélegt en rétti svo við þegar það, gengið, braggast.

Það er ekki á vísann að róa og í gær var ég voða glöð og svo fór allt til fjandans aftur í dag.

Gengið hefur ekki bara áhrif á okkur flóttamennina. Það stjórnar öllu á Íslandi sjálfu og ég skil ekki hvernig seðlabankastjóri getur farið að sofa á nóttinni þegar allt er á heljarþröm, allt nema mafían.

Búið að taka stórt lán til að bjarga þjóðinni og gengið rís upp og voða glatt en þá tekur seðló í taumana og dúnnkar öllu út í móa.

Svona leit etta úr í morgun

Ég var voða glöð og hélt kannski að ég gæti fengið að horfa á tölur undir 150 þar til á morgun. Ó nei! ekki ræða það!

Eftir hádegi var fjandinn aftur farinn að ösla og yggla sig og evran komin yfir 150. Núna þegar þetta er skrifað klukkna 16:37 er gengið 150,19

Fyrir ári var gengið svipað og það er núna en svo seig á ógæfuhliðina eins og sést á línuritinu og hástökk hófst og stóð yfir í 12 mánuði tæpa með misháum stökkum.

Allar áætlanir fara á harðakani út um glugga og hurðir þegar svona ástand er.

Flóttamennirnir eru hálf lamaðir og þeir sem búa enn á eyjunni eru líklega blindir á báðum og halda að þetta hafi engin áhrif á þá og þeirra afkomu.

Ég ætla ekkert að kvarta mikið en samt aðeins og líklega bara dálítið mikið.

Ég er ekki með milljónir á mánuði enda bara kona sem vann eins og skepna allt sitt líf og lagði inn í hverjum mánuði lögbundna upphæð af kvennalaunum sem átti svo að verða lífeyrir þegar aldurinn færðist nær grafarbakkanum.

Ég gleymi því aldrei þegar starfsmannastjórinn sagði mér hvað þetta væri dásamlegt og hvað ég mundi nú hafa það gott þegar ég væri búin að borga í lífeyrissjóð í áratugi og settist í helgann stein.

Starfsmannastjórinn var hinn besti maður og vildi vel. Hann trúði því sem hann var að segja. Ég trúði því reyndar aldrei og hafði verið bitin rækilega af einhverjum ríkissparnaði sem ég man ekki lengur hvernig var í laginu en það var gjörsamlega glatað mál og ég hafði ekki trú á neinu sem átti að vera gott frá ríkinu fyrir framtíð mína.

Ég lagði á flótta og gerðist flóttamaður því ég var flink í reikningi og var löngu búin að sjá að færi ég á eftirlaun á Íslandi dræpist ég líklega innan fárra ár.

Hinum sæla þakka ég á hverjum degi fyrir að hafa att mér út í flóttann og gert mér kleift að hafa þó alltaf mat á diskinn og geta búið sæmilega á þessu síðasta æviskeiði.

Semsagt,

þetta var ég að röfla yfir gengi krónunnar og lýsa yfir frati á Seðlabankastjóra þó glæsilegur sé, grannur og íþróttamannalega vaxinn. Hann er svona pínulítið peð sýnist mér, peð gráðugra stjórnmálamanna sem raka að sér fé eins og trén fari aldrei í vetrardvala. Auðvitað ræður hann engu og verður að tala fallega og bjartsýni skín úr andlitinu. Allt til að þóknast þeim sem öllu ráða.

Þá er þessu lokið í bili en ég tek mér það vald að halda áfram að andskotast yfir óréttlæti bótaþeganna sem stjórna landinu, bótaþeganna sem við borgum laun fyrir að maka eigin krók!. Djisus krist!! Og fólk kýs þetta aftur og aftur og aftur og aftur án þess að blikna.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: