13. apríl 2021
Fátækir eftirlaunaþegar eru ekki AÐEINS þeir sem fá óskertar bætur frá TR. Fátækir eftirlaunaþegar eru ekki síður þeir sem hafa frekar lágar greiðslur frá Lífeyrissjóðum, einkum líklega verkamenn og konur.
Skerðingarnar núna, (þessi 25 þúsund króna frítekjumarks upphæð er gaga) verða til þess að þrátt fyrir til dæmis 160 þúsund á mánuði frá Lífeyrissjóði verður útkoman aðeins örfáum tugum þúsunda hærri en hjá þeim sem enga greiðslu hafa úr lífeyrissjóði.
Inn í upptalninguna á fátækum eftirlaunaþegum þarf að bæta listafólki sem skrimt hefur af list sinni – flest þeirra eru á svipuðum stað og verkafólk varðandi heildarævitekjur.
Sá sem hefur t.d. 160 þúsund frá lífeyrissjóði fær á mánuði í heildartekjur 300.136 eftir skatta. Sá sem hefur ekki neitt frá lífeyrissjóði fær 233.158 krónur á mánuði eftir skatta. Mismunurinn er 66.978 eftir skatt.
Hulda Björnsdóttir