Berum höfuðið hátt og hættum að tala niður til okkar eftir ákveðinn aldur

13. apríl 2021

Ég er að bíða eftir svari frá opinberri stofnun hérna í litla landinu mínu og þar er verið að aðstoða mig við að endurnýja ökuskírteinið mitt online.

Mér finnst eiginlega tilvalið að setja eitthvað niður á blað um hvernig við tölum niður aldur.

Það fer óskaplega í fínu taugarnar mínar, sem eru margar og viðkvæmar, þegar fólk notar orðin “við gömlu”, um fólk sem er líklega á besta aldri og nýtur lífsins í ríkum mæli.

Ég ætla bara að tala um þetta eina orðatiltæki núna en af nógu er að taka.Það er erfitt að fá leiðréttingu á eftiralunum frá TR og hefur verið lengi.

Ég velti því oft fyrir mér hvort það geti verið að fólk sem komið er yfir ákveðinn aldur verði fyrir meiri fordómum en aðrir aldurshópar.

Og þá kemur spurningin hvað veldur?Við sem komin erum af léttasta skeiði ættum líklega að skoða okkar þátt í fordómunum og kannski erum við sökudólgar oft og tíðum.

Ég hef sagt það milljón sinnum að aldur er bara tala, hann er ekkert annað en tala sem breytist einu sinni á ári og við það verður ekki ráðið.

Ég þekki fólk sem hefur verið orðið GAMALT upp úr tvítugu og ég þekki fólk sem er komið yfir miðjan aldur og enn lengra og er ungt og glæsilegt bæði í útliti og hugsun.”gamla fólkið” um tvítugt er ekki fátæka fólkið. Það er fókið sem hefur það fínt og kannski aldrei komist í kynni við hungur og vosbúð.”síunga fólkið” er hið bjartsýna og duglega sem þekkir allar hliðar tilverunnar á Íslandi, aðra en að hafa fæðst með silfurskeið í munninum og aldrei þurft að hafa áhyggjur af næstu máltíð eða náttstað.

Semsagt, ég er að fara þess að leit við okkur sem eigum nokkur ár í pokahorninu, fleiri en margir aðrir, að við hættum að tala okkur niður og kalla okkur “hin gömlu”.

Berum okkur með reisn og höldum höfðinu hátt því við erum kynslóðin sem barðist með oddi og egg og þræluðum myrkranna á milli til þess að þeir sem nú eru “ungir” gætu átt betri daga en flest okkar.

Hvernig komið er fram við okkur sem erum í millistétt og neðar er auðvitað hneyksli aldarainnar og stjórnvöld níðast á þessum hópi endalaust, sama hver er við stjórn.

Við eigum helst að halda okkur á mottunni og kannski að fá okkur ipad til þess að telja ofan í okkur pillurnar eða hund ef við erum einmana á tímum heimsfaraldurs sem er að leggja heilu kynslóðirnar í gröfina.

Ég er reið, en ég er líkla sorgmædd og vonsvikin yfir því þegar við tökum þátt í því með “hin gömlu” orðfærum að niðurlægja eldri hópa þjóðfélagsins.

Rísum upp og tökum höndum saman og bætum kjör eldri borgara í einu ríkasta landi þjóðanna, þar sem örfáir maka krókinn endalaust á kostnað alþýðunnar.

Með kærri kveðju í bili frá þeirri sem var hætt að skrifa um málefni eldri borgara og fátækra.

Hulda Bjornsdottir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: