Eldgamalt úrelt aldamótakerfi ?ARRRRRGGGGGGG

3. apríl 2021, já árið 2021, ekki á nítjándu öldinni, tuttugu og fyrsta öldin er núna !!!!

Þvílíkt og annað eins !

Eftir 12. maí get ég ekki komist inn á netbankann minn nema með SMS í farsíma eða rafrænum skilríkjum.

Þar sem ég bý erlendis og á ekki möguleika á því að mæta í lokuð útibú í eigin persónu þá eru rafræn skilríki út úr kortinu.

Semsagt, SMS skilaboð eru það sem ég þarf. Ég prófaði að nota þau um daginn og það tókst svo ég veit að til dæmis er símanúmerið mitt sem skráð er hjá bankanum rétt. Ég er enn með virkann auðskráningarlykil og fór inn á bankann með honum. Þar kemur fram í stillingum að símanúmerið mitt er rétt.

Svona til þess að prófa þá breytti ég símanúmerinu með því að skrá það aftur og hélt kannski að það mundi virka!

Nei,ekkert hefur breyst, ég kemst ekki inn á netbankann minn með SMS skilaboðum.

Ég talaði í gær við þjónustufulltrúa hjá Borgun og þar sá hún í sínu kerfi, vegna færslu sem ég var að reyna að koma í gegn, að SMS kódi hafði verið sendur á númerið mitt en kódinn skilaði sér ekki. Svæðið var autt !!!!

Af öllu þessu er ljóst að bilun hlýtur að vera í kerfi bankans, allavega í minni tengingu, og þar sem allt er lokað frá fimmtudegi til þriðjudags er auðvitað ekkert hægt að gera í málinu í að minnsta kosti 5 daga.

Mér finnst þetta hálf hlæilegt, en um leið grátlegt. Ef ég væri í algjörri nauð og vantaði peningana mína núna þá gæti ég ekki fengið þá hvernig sem ég reyndi. Ég gæti semsagt verið auralaus í 5 daga að minnsta kosti af því að eitthvað eldgamalt úrelt fyrirkomulag á Íslandi virkar ekki!

Ég er auðvitað alveg fjúkandi ill núna!

Að það skuli ekki vera einhver bakvakt hjá bankanum á frídögum er einkennilegt.

Ég get hringt í Visa og Master Card þó það sé helgi eða frídagar, jafnvel á Íslandi.

Ætti ég ekki að geta fengið sömu þjónustu hjá bankanum ?

Nei, auðvitað ekki !!!

Þvílík frekja í konunni!!!!

Allir þurfa að fá LAAAAANNNNNGGGGTTTTT páskafrí, það ætti ég að skilja!

Mér finnst þetta kerfi heimskulegt og í þokkabót er það rándýrt. Eftir helgina kem ég mér út úr millifærslum sem taka marga daga og sný mér að nútímanum. Ég get fært peninga af reikningi mínum hér í Portúgal til annarar fjarlægrar heimsálfu allan sólarhringinn og eftir 10 mínútur er viðkomandi búinn að fá peningana í hendurnar en á Íslandi tekur það að minnsta kosti heilan sólarhring á virkum dögum og bara hægt að setja af stað færslu á milli klukkan 9 og 16 !

Halló!!!

Við erum núna stödd á árinu 2021 !!!

Árið 1900 er löngu liðið !!!

Er ekki kominn tími til þess að uppfæra til nútímans kerfin á Íslandi?

Ég get haldið áfram að tala um heimskulegt kerfi.Ég þarf að senda lífsvottorð á hverju ári til TR og LÍF VR. Væri nú ekki hægt að hafa þetta samtengt á tölvu og ég þyrfti bara að senda eitt vottorð sem skilaði sér svo til allra þeirra sem nauðsynlega þurfa að vita að ég sé ekki dauð????

Ó nei, sendu út um allar trissur og vertu ekki að kvarta !!!

Skatturinn fær beiðni frá mér á hverju ári með öllum mögulegum og ómögulegum gögnum til þess að ég sé ekki tvísköttuð.

Skatturinn afgreiðir beiðnina og gengur það fljótt og vel fyrir sig. Ég hélt í einfeldni minni að staðfesting frá Skattinum væri send með tölvupósti til TR og LÍF!!!

NEi, ekki alveg!

TR sagði mér, þegar ég var að kvarta yfir því að þau væru ekki búin að leiðrétta hjá sér ruglið, að pósturinn væri ekki kominn frá RSK!

Ha, fáið þið staðfestingu í bréfiberapósti? spurði ég

Já, var svarið.

Halló, árið 2021 !!!!!!!!

Ég nenni ekki að tuða meira í bili. Geri ekkert gagn í mínum málum annað en að ergja mig. Nú er bara að bíða og þrauka í 3 daga í viðbót og hringja þá í róbótinn í Íslandsbanka, að minnsta kosti til að byrja með fæ ég að tala við maskínuna, sem er jú afskaplega umburðarlynd og kurteis en skilur ekki alltaf einfalda hluti !!!

Með því kveð ég í bili

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: