Er bara í lagi að auglýsa gjöf til öryrkja áður en frumvarp um málið er lagt fram á Alþingi?

1.Desember 2020

Jólagjöf til öryrkja krónur 50 þúsund er kannski á leiðinni.

Hún kemur segir þingmaðurinn

Var dagsetningu breytt í lögunum? Spyr ég

Nei, frumvarpið var lagt fram í dag, svarar þingmaðurinn

Verður ekki að samþykkja lögin fyrst áður en farið er að segja fólki að það sé að fá jólagjöf? spyr ég

Nei, nei, þetta er bara formsatriði, öryrkjarnir fá greitt, segir þingmaðurinn

Nú spyr ég eins og hálfviti auðvitað:

Þarf ekki að samþykkja lög áður en hægt er að fullyrða að þau verði að lögum?

Þarf ekki að vera BÚIÐ að samþykkja lögin áður en hægt er að birta fullyrðingar um að þetta eða hitt gerist?

Er bara nóg að ráðuneytið hafi ákveðið að lögin verði samþykkt og allt í fínu lagi með málið?

Hver ræður eiginlega á Íslandi?

Ráða þingmenn yfirleitt einhverju?

Varla getur samþykkt laga verið formsatriði ef þingmenn ráða einhverju um hvernig þeir greiða atkvæði!

Ó, gleymdi ég því að flokksaginn ræður og drengskaparheit skiptir ekki máli þegar komið er á Alþingi Íslendinga?

Þingmaður öryrkja sem er í stjórnarandstöðu segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að frumvarpið fyrir öryrkjana verði samþykkt!

Jú, hann er allur af vilja gerður og vill vel en hann er bara ekki með nein völd og hefur ekkert með málið að gera.

Það skiptir ekki máli hvort þingmaður öryrkja er með eða á móti máli fyrir öryrkjana, hann er einfaldlega algjörlega valdalaus í vinnu hjá skattgreiðendum á Íslandi af því að hann er í stjórnarandstöðu.

Þá spyr ég mig hvort þingmaðurinn góði væri með meiri völd ef hann væri í stjórn?

Ég efa það.

Hann er einstaklingur sem hefur beygt sig undir aga flokks sem kom honum í framboð og inn á Alþingi Íslendinga.

Já, en þú veist að það er bara ráðherraveldi á Íslandi, segir vinur minn.

Er það?

Ráða ráðherrar öllu? Vita ráðherrar grannt um öll mál sem ráðuneyti þeirra fjallar um?

Ég held ekki.

Ég held að margt af því sem fram fer í fyrirspurnartímum Alþingis sé byggt að svörum ráðuneyta en ekki ráðherra sjálfra eða þeirra þekkingu. Þeir geta hangið í símanum og fengið öll svörin þaðan við óþægilegum spurningum óþægrar stjórnarandstöðu.

Einn ráðherra sagði fyrir ekki svo mörgum árum að hún hafi bara gert það sem ráðuneytið sagði henni að gera.

Þá er ég komin að kjarna málsins.

Við erum með 63 þingmenn og ótal aðstoðar og aðstoðaraðstoðar menn á launum frá ríkinu.

Lög eru bara formsatriði, eða réttara sagt líklega samþykkt þeirra eða höfnun.

Ríkisstofnanir eru með völdin.

Tryggingastofnun undirbýr keyrslu 50 þúsund króna jóla glaðnings og birtir á síðu sinni að stjórnartíðindi hafi birt lögin sem eru ekki nema rétt að hefja ferlið í gegnum Alþingi, bara frá því í morgun, ekki frá því í gær eða fyrradag, nei lögin voru lögð fram í dag og eiga eftir að fara í nefnd og umræður. Bíddu, birta stjórnartíðindi ekki lög sem BÚIÐ er að samþykkja? Birta þau lög sem á að samþykkja? Ég bara velti þessu alvarlega fyrir mér og hvort eitthvað mark sé takand á þessum stjórnartíðindum.

Ráðuneytin hafa ákveðið hvort lögin verða samþykkt eða ekki.

Þingmenn hafa ekkert vald.

Þingmenn eru bara sendisveinar ráðuneyta þegar þeir eru í stjórn og boðberar betri tíma þegar þeir eru í stjórnarandstöðu.

Þingmenn halda að þeir geti breytt einhverju og lagað til í spillingarmálum og mafíu málum íslensks þjóðfélags.

Margir þingmenn eru hið besta fólk.

Örfáir þingmenn eru líklega hinir verstu þorparar.

Nýr þingmaður heldur að hann geti komið einhverju af loforðunum sem hann gaf kjósendum sem kusu hann, til framkvæmda.

Nýi þingmaðurinn kemst fljótlega að því að hann hefur keypt köttinn í sekknum og ef hann tekur ekki þátt í 63ja manna ruglinu er hann búinn að vera.

Íslendingar kjósa aftur og aftur sama fólkið. Stundum er fólkið komið í annan flokk og kjósendur hlusta á aðeins breytt loforð.

Það þarf líklega að hreinsa út á Alþingi og ekki síður í ráðuneytum.

Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að ráðuneyti séu valdhafar alls á Íslandi.

Það eru ráðuneytin sem stjórna og stofnanir undir þeim framkvæma og er þar til dæmis gott að hafa TR í huga.

Við ráðumst á TR og við vitum að hún er ægilegt fyrirbæri. Við gleymum því að stofnunin tekur við fyrirmælum frá ráðuneyti og hún verður að fylgja þeim fyrirmælum.

Munum eftir símastúlkunni í fyrirtækinu, hinu almenna fyrirtæki úti í bæ. Hún er fyrsti tengill óánægðs viðskiptavinar og hún fær mestu skammirnar. Viðskiptavinurinn hefur blásið reiði sinni á saklausa símastúlkuna og hún gefur honum samband við deildarstjóra sem tekur við aðeins meiru en máttlausara reiðikasti. Deildarstjórinn vísar svo á yfirmann sinn og svona er tröppugangurinn upp í efstu lög ef reiði viðskiptavinarinna, eða reiði kjósandans endist.

Venjulegur kjósandi er svo úrvinda eða svo blindur eða svo blekktur að hann trúir öllu sem efsta lagið segir honum og merkir X við þann sem hann hefur alltaf merkt við.

Finnst okkur vera í lagi að 63ja manna samkoma við Austurvöll skuli bara vera formsatriði?

Er ekkert athugavert við það?

Ég velti þessu bara fyrir mér í framhaldi af orðum Guðmundar Inga þar sem hann sagði að samþykkt laganna um jólagreiðslu til öryrkjanna væri bara formsatriði og ekkert annað.  Ef þessi ágæti maður væri í ríkisstjórn þá þætti mér illt í efni. Það væri ekki að vænta mikillar viðspyrnu við veldi ráðuneytanna.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: