Það eru til nægir peningar, þeim er bara ekki skipt jafnt eða réttlátlega

13. desember 2020

Þetta er EKKI MÍN skoðun.

“bara eitt svar til við þessu þrugli: Hælisleitendur búa við verri kjör en allir aðrir hópar á Íslandi. Þeir taka enga peninga frá öryrkjum eða eldri borgurum. Að syngja þennan söng tortryggni og sundrungar er sorglegt. Vonda fólkið vs góða fólkið er bara einhver Hollywoodræma sem sýnd er í B sal í Smárabíó. Bætum frekar kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu í stað þess að saka þá um að stela frá öðrum.”

Mín skoðun er að þeir sem búa við frábær kjör hafa engan skilning á því hvernig fólk hefur það sem komið er á eftirlaun og hefur 150 þúsund í tekjur frá Lífeyrissjóði plús skertar bætur frá TR.

Mín skoðun er að eldri borgarar ættu ekki að þurfa að líða skort á síðasta hjalla lífsins.

Mín skoðun er að þeir sem tala um að ég syngi söng tortryggni gætu hugsanlega sest niður og barist fyrir bættum kjörum fátækra eldri borgara.

Mín skoðun hefur alltaf verið að þeir sem byggðu upp landið ættu að eiga áhyggjulaust ævikvöld, sama hvort þeir væru fyrrverandi öryrkjar eða útslitið verkafólk.

Mín skoðun hefur alltaf verið að það sé eitthvað einkennilegt við að hægt sé að greiða stjórnmálaflokkum stórfé úr ríkisskassanum.

Mín skoðun er að það sé mjög einkennilegt að lækka skatta á tæplega eina prósenti þjóðarinnar sem á milljarða á milljarða ofan í hreinar eignir en sumir hafa farið á hausinn og orðið gjaldþrota og þjóðin borið skaðann og þeir bara brosað og risið upp aftur og haldið áfram að græða.

Mín skoðun er að forgangsröðun á landinu sé einkennileg og það getur hver sem vill kallað mig fordómafulla og hatursfulla og guð má vita hvað. Mér er hreint alveg hjartanlega sama hvað þið kallið mig.

Það komu flóttamenn, alvöru flóttamenn til landsins fyrir mörgum árum og það var tekið vel á móti þeim og þeir hafa aðlagast þjóðinni og eru sjálfum sér til sóma. Ég man vel eftir því þegar fólkið kom fyrir mörgum áratugum og ég þekki marga þessara flóttamanna og margir þeirra eru góðir vinir mínir.

Mín skoðun er að þeir sem nú streyma til landsins séu margir af öðru sauðahúsi en fólkið sem kom fyrir mörgum áratugum.

Við þá sem nú rísa upp og berja sér á brjóst segi ég þetta: Eldri borgarar sem þræluðu fyrir uppbyggingu landsins eiga betra skilið en að vera eini hópurinn í þjóðfélaginu sem er skilinn eftir í þeim aðgerðum sem nú standa yfir.

Þið geti hraunað yfir mig eins og ykkur listir.

Kannski ættu þeir sem samþykkja tilvitnunin í byrjun að setjast niður og berjast af sama krafti fyrir bættum kjörum eldri borgara, en það er auðvitað borin von.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: