Af síðunni “Milli lífs og dauða” á Facebook

25.desember 2020

Góðan daginn og gleðilega hátíð

Eins og þið sem fylgist með þessari síðu hafið orðið vör við hef ég ekki birt neitt hér í þó nokkurn tíma.

Ástandið á Íslandi er að mínu mati skelfilegt og nú eru pólitíkusar komnir í kosningaham, sem aldrei fyrr.

Landið er í sárum vegna veirunnar, rétt eins og öll önnur lönd í heiminum en á Íslandi er eitthvað mjög einkennilegt siðferði þar sem Fjármálaráðherra í núverandi ríkisstjórn og fyrrverandi forsætisráðherra í síðustu stjórn, getur leyft sér að gera þau mistök að fara í fjölmennt partí og biðja svo afsökunar þegar upp kemst að lögregla þurfti að grípa í taumana.

Við erum öll í þessu saman sá ég haft eftir ráðherranum fyrir nokkrum dögum.

Á Íslandi finnst sumum að ráherran hefði átt að segja af sér eftir uppákomuna en það er auðvitað ekki hefð fyrir slíku á landinu og nóg að segja bara afsakið.

Mér finnst ábyrgð kjósenda vera mikil. Þeir kjósa þennan mann aftur og aftur hvað svo sem hann gerir af sér.

Á meðan kjósendur opna ekki augun og sjá hvað er í gangi í spillingarmálum landsins er borin von að vera að skrifa um kjör þeirra sem minnst hafa.

Spillingin og græðgin ráða landinu og því miður verður það sýnist mér áfram eftir þessar næstu kosningar. Ég hef hreinlega ekki þolinmæði í að taka þátt í ruglinu sem er nú þegar hafið þar sem loforðaflaumur streymir eins og foss um allt og kjósendur sem svelta trúa af því að þeir hafa ekkert eftir annað en vonina um að eitthvað gerist.

Kannski deili ég einhverju hérna inn á síðuna sem aðrir skrifa á næstunni, það kemur bara í ljós.

Ég óska ykkur öllum farsældar á nýju ári og vona svo sannarlega að eitthvað breytist til batnaðar fyrir fátækt fólk á landi þar sem gull drýpur af greinum en ratar ekki til þeirra sem helst þurfa á að halda.

Með kveðju og von um að árið 2021 verði betra.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: