Getur Íslendingur sem búið hefur lengi erlendis flutt HEIM eftir 67 ára og lifað af eftirlaunum?

8.júlí 2020

Í dag ætla ég að skoða upplýsingar á vef Tryggingastofnuna ríkisins varðandi þá sem hafa búið erlendis og komast til dæmis á eftirlaunaaldur og gæti dottið í hug að flytja aftur til Íslands.

Ég verð að viðurkenna að mér finnast upplýsingarnar frekar rýrar.

Tilvitnun í uppl.TR:

Réttindi erlendis

Þeir sem hafa búið eða starfað erlendis gætu hafa áunnið sér lífeyrisréttindi í fyrra búsetulandi. Það skiptir máli varðandi réttindi og umsóknarferli hvort samningur sem tekur til lífeyristrygginga sé í gildi á milli landanna. Þegar sótt er um lífeyri frá öðru EES-landi eða Bandaríkjunum er umsókninni skilað til TR sem sér um að sækja um réttindin til viðkomandi stofnana.

Mögulegt er að sækja réttindi til margra landa þegar lífeyrisaldri er náð eða þegar um örorku er að ræða. Ef um lönd utan EES, að Bandaríkjunum og Kanada undanskildum, er að ræða þarf viðkomandi að sækja rétt sinn sjálfur án milligöngu TR.

Flutningur til Íslands

Við flutning til Íslands geta lífeyrisþegar sótt um ýmsar greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar m.a. heimilisuppbót, meðlag, barnalífeyrir vegna náms og mæðra- og feðralaun.” Tilvitnun lýkur

Gefum okkur að einstaklingur flytji frá landi sem er með samning við Ísland og að viðkomandi búi einn þá sýnist mér að hann mundi fá heimilisuppbót og ef til vill eitthvað fleira sem telst til félagslegrar aðstoðar.

Hér er aðeins meira af vef TR:

Áhrif búsetu erlendis

Fullur réttur til ellilífeyris á Íslandi miðast við 40 ára búsetu og eiga þeir réttindi sem hafa búið  a.m.k. 3 ár á Íslandi frá 16 ára til 67 ára aldri. Réttur þeirra sem hafa búið hér skemur en 40 ár er reiknaður hlutfallslega út frá búsetu þeirra hér á landi.

Réttur til örorkulífeyris byggir á áætluðum búsetutíma frá örorkumati að 67 ára aldri.  Miðað er við búsetutíma á Íslandi fyrir töku lífeyris. Þeir eiga rétt sem hafa búið hér á landi a.mk. í 3 ár eða í 6 mánuði ef starfsorka var óskert er þeir tóku hér búsetu.” Tilvitnun lýkur

Þá komum við að því hvað gerist við flutninga til Íslands.

Gefum okkur eftirfarandi dæmi:

Einstaklingur hefur búið í áratugi erlendis og er kominn á eftirlaun. Fyrir flutning hafði þessi einstaklingur hefur búið í 10 ár á Íslandi á árabilinu 16-67 ára.

Ef ég skoða hvaða réttindi ættu að vera fyrir hendi er það hlutfall 10 ár af 40 árum. Þetta reiknar stofnunin væntanlega út eftir kúnstarinnar reglum.

Síðan geri ég ráð fyrir að viðkomandi búi einn, gæti hafa misst maka til dæmis. Þá kæmi til viðbótar hlutfall af heimilisuppbót sem reiknast held ég hljóti að vera með sama hætti og eftirlaunin. 10 ára búseta af 40 árum. Heimilisuppbót fengi viðkomandi aðeins ef hann byggi aleinn í húsnæði.

Einhver lífeyrisréttindi þætti mér líklegt að þessi einstaklingur ætti í búsetulandinu þar sem hann bjó í áratugi og hefur að öllum líkindum starfað og unnið sér inn réttindi til eftirlauna með greiðslu skatta og því sem bar í viðkomandi landi.

Til þess að hafa dæmið einfalt hef ég það svona:

Búseta á Íslandi var 10 ár og það gerir 25% búsetuhlutfall.

Síðan ætla ég að gefa mér að viðkomandi hafi eftirlaun frá öðru landi að upphæð 150 þúsund á mánuði.

Útkoma þess sem býr einn er svona:

Ellilífeyrir 64.197    (fullur (óskertur) ellilífeyrir frá TR er krónur 256.789)

Heimilisuppbót 16.222    (full heimliisuppbót (óskert) frá TR er krónur 64.889)

Samtals fyrir skatt 80.419 og persónuafsláttur dekkar skattinn þannig að tekjurnar frá TR verða nettó krónur 80.419 á mánuði.

Síðan gef ég mér að viðkomandi hafi 150 þúsund krónur í erlendan lífeyri,  – samtals tekjur á mánuði krónur 240.419

Ef viðkomandi byggi hins vegar til dæmis hjá börnum sínum og fengi ekki heimilisuppbót væri útkoman þannig:

Ellilífeyrir 64.194

Erlendur lífeyrir 150.000samtals tekjur á mánuði krónur 214.197

Munið að ég er hér með tilbúið dæmi sem gæti hæglega verið raunverulegt.

Ég veit ekki hvernig félagslegri aðstoð væri háttað við þennan einstakling, ekki annað en að hann fengi heimilisuppbót krónur 16.222 byggi hann einn.

Eins og þessi dæmi sýna þá er ekki sérlega upplífgandi fyrir útlagana að flytja til ættjarðarinnar, hafi þeir dvalið lengi í burtu.

Ég hef grun um að marga langa til þess að eyða síðustu árum ævinnar á Íslandi, jafnvel þó þeir hafi búið lengi erlendis.

Fólk á ef til vill börn og barnabörn á landinu sem væri notalegt að eyða síðustu æviárunum með.

Miðað við þessa pælingu mína þá get ég ekki séð hvernig það gengi upp. Það lifir enginn á Íslandi mannsæmandi lífi fyrir 240.419 krónur á mánuði. Dýrtíðin er slík á landinu, húsaleiga er geðveik og allt virðist vera í toppi alls staðar. Á meðan búið er að eldri borgurum eins og nú er á landi góssins sé ég ekki að fólk geti með nokkru móti flutt sig HEIM!  Margir tala alltaf um Ísland sem HEIM og festa kannski ekki almennilega rætur í útlandinu.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

One thought on “Getur Íslendingur sem búið hefur lengi erlendis flutt HEIM eftir 67 ára og lifað af eftirlaunum?”

  1. Verulega fróðleg samantekt Hulda, þökk sé þér. Sé að ég þarf að ræða við “innstu kroppa” hjá TR.is.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: