Breytingar á lögum almannatrygginga um hálfan ellilífeyri. Taka gildi 1.september 2020

9. júlí 2020

Þá er kominn síðasti dagur þessa áfanga, þar sem ég ætlaði að skrifa um kerfi almannatrygginga á Íslandi og setja inn einhverjar upplýsingar til hægðarauka fyrir þá sem eru að velta eftirlauna tímabili fyrir sér.

Það er eiginlega við hæfi að ljúka þessari lotu á nýjum lögum um hálfan lífeyrir frá TR.

Þessi lög taka gildi í september svo ekki er hægt að setja inn í reiknivél TR útreikninga sem byggja á nýju löguunum, ekki í bili.

Það sem vekur einkum athygli mína í þessum nýju lögum að til þess að geta tekið hálfan lífeyri þarf viðkomandi enn að vera á vinnumarkaði en þarf þó ekki að vera í fullu starfi, hálft starf nægir.

Lífeyrissjóður viðkomandi þarf einnig að hafa samþykkt að heimilt sé að taka hálfan lífeyrir.

Þá er það frítekjumarkið: Ég viðurkenni fúslega að ég þaf að hugsa þetta mjög vandlega til þess að skilja hvað er verið að tala um, eða réttara sagt hver meiningin er!

Eftirfarandi spurningar vakna vegna lagagreinarinnar hér á eftir:

     b.      Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Hálfur ellilífeyrir skal vera 1.540.734 kr. á ári. Fjárhæð hálfs lífeyris skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Lífeyrisþegi skal hafa 3.900.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning hálfs ellilífeyris
.

Hálfur ellilífeyrir 1.540.734 kr. á ári

3.081.468 FULLUR ELLILÍFEYRIR Á ÁRI EÐA 256.789 Á MÁNUÐI

Hálfur lífeyrir á mánuði er því 128.394

Ef tekinn er hálfur lifeyrir má hafa 3.900.000 á ári skerðingafrítt en eftir það tekur hnífurinn við og sker 45% af tekjum, þ.e. líklega atvinnutekjum plús tekjum frá lífeyrissjóði.

Þetta þýðir sýnist mér að viðkomandi megi hafa 325.000 í tekjur á mánuði áður en farið er að skera niður hálfa lífeyrinn frá TR.

Þá kemur stóra spurningin sem er þessi:

Eru margar konur með 325 þúsund krónur á mánuði í laun samanlagt fyrir hálft starf plús réttindi úr lífeyrissjóði?

Eru margir láglauna karlar með 325 þúsund krónur á mánuði í laun fyrir hálft starf plús réttindi úr lífeyrissjóði?

Hvaða stéttir eru með þessi laun sem lögin miða við?

Hvers vegna var lögunum breytt svona?

Hver eru rökin?

Ég veit ekkert um þetta mál annað en útkomuna. Voru allir flokkar sammála um að gera þetta svona, að setja enn eitt bútasaumstykkið á Lög um Almannatryggingar?

Auðvitað gæti ég flett upp atkvæðagreiðslu á vef Alþingis en ég nenni því bara ekki.

Hvenær ætli lögin verði endurskoðuð í heild og skoðaður endapunktur breytinga en ekki bara fögru orðin sem geðjast einhverjum?

Pétursnefndin starfaði í 10 ár og þegar þau komu með góðar tillögur til bóta fyrir þá sem verið var að fjalla um sló ráðuneytið á puttana og sagði KEMUR EKKI TIL MÁLA.

Endurskoðun þessa óskapnaðar er endalaus og bútasaumurinn verður ljótari með hverjum nýjum bút.

Það er svo einkennilegt hvernig alltaf er rokið til án þess að skoða ENDANLEGA niðurstöðu

Ég ætla að láta þetta gott heita í bili og sjá til hvað mér dettur í hug á morgun en í lok færslunnar hér eru breytingarnar í heild sem taka gildi í september um hálfan lífeyrir frá TR.

Það er meira en líklegt að eitthvað af pælingum mínum séu ekki réttar og þá verður einhver sem leiðréttir mig, en þegar ég skoða málið hér í morgunsárið þá skil ég óskiljanleg lög eins og ég lýsi.

Hulda Björnsdóttir

Fyrir breytingu voru skilyrðin svona:

Af vef TR

“Breytingar hafa verið gerðar á hálfum ellilífeyri sem taka gildi 1. september 2020, sjá nánar hér. Fram að því gilda neðangreind skilyrði:

  • Vera 65 ára eða eldri
  • Að allir skyldubundnir lífeyrissjóðir, innlendir og erlendir, sem viðkomandi á rétt í hafa samþykkt töku á hálfum lífeyri
  • Að samanlögð réttindi frá öllum lífeyrissjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR
  • Að greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR hefjist samtímis

Ef valið er að taka hálfan ellilífeyri frá TR við 65 ára aldur lækkar sá helmingur varanlega. Hægt er að fresta töku þess helmings sem eftir er gegn varanlegri hækkun greiðslna. Einnig er hægt að sækja um fullan ellilífeyri við 67 ára aldur.

Nyju lögin

um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hálfur lífeyrir).

________

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 3. mgr.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 4. mgr.
     c.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimild þessi er bundin því skilyrði að samþykkt hafi verið umsókn um greiðslu lífeyris samkvæmt áunnum réttindum hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.
     d.      Við 4. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skilyrði um samþykki viðkomandi sjóða á þó einungis við um þá lífeyrissjóði sem heimila greiðslu lífeyris að hluta. Heimild þessi er enn fremur bundin því skilyrði að umsækjandi sé enn á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.
     e.      5. mgr. fellur brott.
     f.      Í stað tilvísunarinnar „1.–5. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 1.–4. mgr.


2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Fullur ellilífeyrir skal vera 3.081.468 kr. á ári. Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Ellilífeyrisþegi skal hafa 300.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris. Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 1.200.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.
     b.      Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Hálfur ellilífeyrir skal vera 1.540.734 kr. á ári. Fjárhæð hálfs lífeyris skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Lífeyrisþegi skal hafa 3.900.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning hálfs ellilífeyris.
     c.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr.
     d.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 3. mgr.


3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2020. Við gildistöku laga þessara kemur í stað orðanna „1. mgr. 23. gr. sömu laga“ í 2. mgr. 8. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007: 1. og 2. mgr. 23. gr. sömu laga.”

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: