Veistu að það skiptir máli til hvaða lands þú flytur ef þú ert kominn á eftirlaun ?

6.júlí 2020

Margir sem eru að komast á eftirlauna aldur láta sér detta í hug að ef til vill væri betra að flytja erlendis og þar yrði auðveldara að draga fram lífið af naumt skömmtuðum eftirlaunum frá Íslandi.

Það þarf þó að hugsa slíkt nokkuð vel og gera sér grein fyrir hvernig aðstæður breytast.

Það skiptir til dæmis máli hvort flutt er til Evrópu eða Asíu. Það skiptir máli hvort samningar eru í gildi á milli Íslands og landsins sem flutt er til varðandi almannatryggingar.

Eftirfarandi er tekið af síðu Tryggingastofnunar ríkisins og hvet ég fólk til þess að lesa vandlega:

“Flutningur frá Íslandi

Við flutning frá Íslandi skiptir máli hvort flutt er til EES-lands eða ekki og hvort að samningur á sviði almannatrygginga sé til staðar milli Íslands og viðkomandi lands. Lífeyrisþegi sem flytur til að mynda til annars EES-lands heldur áfram lífeyrisgreiðslum sínum frá TR en greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar eins og heimilisuppbætur falla niður við flutning. Ef lífeyrisþeginn flytur til lands sem tilheyrir ekki EES falla allar greiðslur niður ef enginn samningur er til staðar á sviði almannatrygginga við viðkomandi land.

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis.

Lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa einnig á hverju ári að skila inn lífsvottorði og skattframtali frá búsetulandi. Ef viðkomandi á maka þarf skattframtal maka að fylgja með.”   Tilvitnun lýkur

Eins og sést hér á undan fellur niður við flutning allt sem tilheyrir félagslegri aðstoð og þar inní er heimilisuppbót, sama hvaða land er valið utan Íslands.

Allar greiðslur, félagslegar og venjulegur ellilífeyrir falla niður sé flutt til lands sem ekki hefur samning við Ísland um almannatryggingar.

Lífsvottorð þarf að berast til Íslands á hverju ári. Það er misjafnt eftir löndum hvar lífsvottorð er gefið út. Sums staðar er það hjá ræðismönnum, annars staðar t.d. hjá lögreglu eða kirkju og fer þetta allt eftir háttum hvers lands fyrir sig.

Skattframtal frá búsetulandi þarf að senda til Tryggingastofnunar á hverju ári.

Ég ætla að taka hér sem dæmi einstakling sem býr einn á Íslandi og er kominn á eftirlaun og annan einstakling sem býr einn erlendis og er líka kominn á eftirlaun.

Þessir tveir eru ekki með SÖMU réttindi frá Almannatryggingakerfinu á Íslandi þó þeir séu jafngamlir, hafi búið jafn legni á Íslandi og séu í sömu aðstöðu að öllu leyti nema því að annar tók það ráð að flytja frá landinu til að geta  ef til vill haft mat á diskinum alla daga mánaðarins en hinn býr áfram á Íslandi. Hvorugur er með tekjur frá lifeyrissjóði eða öðrum.

 1. Þessi býr einn á Íslandi

Hann fær í tekjur frá Tryggingastofnun  krónur 321.678 fyrir skatt og 263.590 eftir skatt.

(64.889 krónum meira fyrir skatt en sá sem býr erlendis)

(42.152 krónum meira eftir skatt en sá sem býr erlendis)

 • Þessi býr einn erlendis

Hann fær í tekjur frá Tryggingastofnun krónur 256.789 fyrir skatt og 221.438 eftir skatt

(64.889 krónum minna fyrir skatt en sá sem býr á Íslandi)

(42,152 krónum minna eftir skatt en sá sem býr á Íslandi)

Sá sem býr á Íslandi borgar 22.737 krónum hærri skatt sem er eðlilegt þar sem hann hefur hærri tekjur!!!!!!

Það er tvennt í þessu sem mér finnst athyglivert, eða kannski fleira en allavega tvennt.

Í fyrsta lagi er hin mikla skattheimta sem er af svona lítilli upphæð og í öðru lagi óréttlætið sem mér finnst vera varðandi heimilisuppbótina.

Þegar skoðaðar eru upplýsingar á vef TR er ýjað að því að heimilisuppbót sé partur af eða viðbót við eftirlaun frá stofnuninni, búi viðkomandi einn.

Aðrir liðir sem heyra undir félagslega aðstoð eru ekki hafðir í forgrunni upplýsinga stofnunarinnar

Hitt sem mér finnst harla einkennilegt varðandi heimilisuppbótina eru skerðingarmörkin.

Venjulega skerðingarprósenta er 45% en heimlisuppbót skerðist ekki nema um 11,9%. Af hverju þessi munur er veit ég ekki en líklega enn ein bútasaumsredding laga sem eru gjörsamlega úti í hróa hvað varðar réttlæti og jafnræði.

Eins og ég hef oft minnst á þá nota pólitíkusar eftirlauna upphæðina plús heimilisuppbót þegar þeir tala um eftirlaun frá TR.

Það er jú miklu flottara að segja 321.676 krónur á mánuði en 256.789 krónur, eða finnst ykkur ekki?

Ég er hreint ekki að amast við því að þeim sem búa einir sé hjálpað við heimliishaldið.

Ég er bara að fara fram á að allir sitji við sama borð.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

3 thoughts on “Veistu að það skiptir máli til hvaða lands þú flytur ef þú ert kominn á eftirlaun ?”

 1. Kæra Hulda, mjög athyglisverð skrif um réttindi Íslendinga erlendis. Takk fyrir greinargóðar upplýsingar. Finnst erfitt að fá svör frá TR.is. Ég hef búið erlendis síðan 1968, er 74 ára gömul og fæ 19.200 í ellilífeyri frá Íslandi. Dual citizen Canada/Ísland. Nú er ég nýorðin ekkja og er að athuga að flytja “heim”, en er alveg clueless um hvernig ég á að nálgast kerfið á Íslandi. Mundir þú vilja setja mig á bloglistann þinn. Kærar þakkir

  Like

  1. Takk mín kæra Sigga. Ef þú villt vera á listanum mínum þá getur þú sett follow við bloggið mitt, held ég! og þá sérðu það sem kemur frá mér.

   Like

 2. Sæl aftur Kæra Sigga. Ég gæti athugað málið fyrir þig en mig vantar forsendur til þess að skoða út frá. Ertu til í að senda mér e-mail? huldab28@gmail.com og þar gætum við rætt saman. Það er spurning um búsetu hlutfall á Íslandi og ýmislegt fleira sem þarf að vera til staðar til þess að hægt sé að finna út t.d. hvað þú fengir mikið. Einnig er spurning hvort þú hafir greitt í lifeyrissjóð á Íslandi og eitthvað fleira. Ég þekki ekki kerfið á milli landanna en það er hægt að finna út úr þessu með hjálp góðra manna og ég er alveg til í að skoða þetta með þér. Bestu kveðjur/Hulda

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: