Ekki láta ykkur detta í hug að flytja núna frá Íslandi – bíðið og sjáið til hvað gerist

7.mars 2020

Hér kemur laugardagskveðja mín frá litla fallega landinu mínu sem mér þykir svo ógurlega vænt um.

Kveðja frá landinu þar sem ég get farið til læknis og fengið knús rétt eins og venjulega og kveðja frá landinu mínu þar sem ég fer í ræktina og við erum rétt eins og venjulega, hamingjusöm og látum ekki hræðusluáróður umturna lífi okkar.

Kveðja frá landinu mínu þar sem við ætlum að halda tónleika um næstu helgi og þessa helgi og margar helgar sem eru á leiðinni.

Þetta er kveðjan mín frá litla landinu mínu og svo koma staðreyndir um hvernig farið er með sparnaðinn minn og eftirlaunin mín í landinu sem ég flúði frá, þar sem ég var þáttakandi í því að byggja upp þjóðfélag fyrir þá sem nú sitja á hinu háæruverðuga og “stjórna” fyrir hverja veit ég ekki, allavega ekki fyrir mig og fólk í minni stöðu.

Ef ég reikna launin mín núna með gengi evru 143.2 krónur, þá hafa mánaðarlaun mín LÆKKAÐ um 35.654 krónur þennann mánuð miðað við 4 vikur í mánuði, bara miðað við frá mánaðamótum.

Hvað ætli Bjarni og Kata segðu um að laun þeirra væru lækkuð óvænt bara si svona?

Hvað segir frú FF um málið?

Hvað segir fólkið sem óskapaðist yfir fátækt á Íslandi eftir sjónvarpsþáttinn?

Hvaða málssvara eigum við sem höfum flúið land?

O, ég gleymdi því auðvitað. Við getum bara étið það sem úti frýs og haldið okkur saman.

Djöfuls hræsnin er ekki á undanhaldi. Nei, nú er tími útgerðar og mafíósa, ekki tími fátækra eða íslenskra flóttamanna.

Nú er ekki tími til þess að taka til í heimi fátækra á Íslandi. Nú er nefninlega komin veira sem hægt er að nota til þess að kreista líftóruna úr fólki með gengdarlausum hræðsluáróðri.

Einangrun er lausnin.

Já einmitt. Fólki líður svo vel einu með sjálfu sér og svo gott að sjá engann í marga marga marga daga og jafnvel vikur af því að það gæti verið að einhver, hugsanlega einhver, væri með kvef eða jafnvel hálsbólgu.

Nú er Brexit búið,

Nú er ekki hægt að tala endalaust um Brexit og ekki einu sinni hægt að velta sér upp úr því að kallinn sé búinn að barna kærustuna.

Nei, ó nei, bara veiran og allir eru alsælir.

Nú er nefninlega tækifæri fyrir mafíósana að koma sinni ár kyrfilega vel fyrir því allir eru uppteknir við að velta sér í marga hringi í kringum eitthvað sem enginn veit hvað er.

Kári og Íslensk erfðagreining eru von mín.

Ég ætlaði að leyfa mér að fara í vikufrí. Ég er hætt við það. Ég þarf að eiga fyrir mat og nauðsynjum og haldi gengið áfram að djöflast af mannavöldum eins og það hefur gert undanfarna daga sé ég fram á að jafnvel eitt lítið frí gæti sett mig á hausinn.

Nei, ég held mig heima við og sinni daglegum störfum án þess að vera að dandalast eitthvað suður á bóginn í litla landinu mínu. Allavega þar til eitthvað fer að rofa til í hausnum á þeim sem stjórna landinu, þ.e. landinu sem ég fæ launin mín frá.

Ef þið eruð að hugsa um landflótta kæru lesendur þá bið ég ykkur að hinkra aðeins og sjá hvað gerist.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: