Stjórna gröf Íslandi? Er ekkert hungur á Íslandi árið 2020?

8.mars 2020
Kæru lesendur
Ég má til með að setja hérna inn nokkrar línur um okkur útlendingana og eitthvað fleira.

Gengið er eins og sést hérna að neðan alveg að verða gaga.

88248332_1591116354373519_7396007174897401856_o

Ég fyllist skelfingu þegar ég hugsa til ársins 2008 þegar ég kom til Íslands í síðasta sinn og allt var í kaldakoli. Þá var rætt við forseta og forsætisráðherra á CCtv. Líklega þótti kínverjunum gaurarnir frekar leiðinlegir svo það var náð í mig og tekið viðtal sem var auðvitað miklu skemmtilegra en þó ekki fullt af óhóflegri bjartsýni. Á þeim tiíma vorum við þakklát fyrir að þetta voru bara peningar sem töpuðust og fólk hélt heilsu sinni. Afleiðingarnar urðu auðvitað allt aðrar og skelfilegri. Fólk missti heimili sín og atvinnu. Fólk lagðist í þunglyndi og margir öryrkjar urðu til upp úr hremmingunum þar sem þeir misstu allt sitt og trúna á lífið líka. Þeir sem komust vel frá ölu saman vour auðvitað þeir sem nú lifa í vellystingum á kostnað skattgreiðenda og hafa fengið skuldir sínar felldar niður og halda áfram að sukka með fé almennings.

Ísland er ekki langt frá bananlíðveldunum og í sumum tilfellum í verri stöðu en svartasti sauðurinn í heiminum.

Við sem höfum flúið erum nú áhyggjufull.

Þau sem enn búa á landinu og tilheyra ekki forréttindastétt eru líka áhyggjufull.

Öryrkjarnir eru áhyggjufyllri í dag en þeir voru fyrir viku og er þá mikið sagt.

Fátæka einstæða móðirin sér ekki fram á neina framtíð fyrir svöng börnin sín.

Eldri borgarinn sem situr einangraður inni í kytru, sé hann svo heppinn að hafa húsaskjól, er svartsýnni en hann var í síðustu viku.

Ráðherrar segja okkur að allt sé í fína lagi.

Þingmenn segja okkur ef þeir eru í stjórnarandstöðu að nú þurfi að taka til hendinni.

Þingmenn margir hverjir sem nú sitja hið háæruverðuga hafa ALDREI migið í saltan sjó eða difið hendi í kalt vatn.

Hvað varð um baráttuandann hjá þingheimi, baráttuandann fyrir bættum kjörum fyrir alla?

Drapst þessi andi árið 2008 þegar hinir ríku græddu enn meira og hinir fátæku urðu enn fátækari?

Eru gröf og línurit nú það sem segir okkur að við eigum nóg að borða, að við eigum húsaskjól og að okkur sé ekki kalt, því allt sé svo dásamlegt og hafi aldrei verið betra?

Stjórna gröf landinu?

Ekki til peningar til þess að borga öryrkjum sagði ráðherra.

Getur það verið að peningarnir séu núna að streyma úr landi í skattaskjól og panamaprinsar að græða á fátæklingunum sem verða enn fátækari.

Nei það getur ekki verið!

eða hvað ?

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: