Ég er æfareið – Enn eina ferðina eigum við að eta það sem úti frýs –

21.janúar 2020
Góðan daginn kæra fólk

Að renna í gegnum fréttirnar á Facebook núna og sjá hvernig ráðamenn haga sér í stólum alþingis er hryllilegt. Fólk ætti að vakna af þyrnirósarsvefninum en líklega gerir það ekkert til þó ríkisstjórn haldi áfram að mata eigin króka og láti hina sem virkilega þurfa á aðstoðinni að halda, bara drepast úr hungri. Fyrirgefið orðbragðið, er bara svo öskureið.

Það getur ekki verið að almenningur sé svo blindur að hann sjá ekki í gegnum brosin og smeðjuna sem lekur af Bjarna og forsætisráðherra.

Frú Forsætis getur baðað út öllum öngum og haldið lofræður um nýja skoðunarhópa sem hún stofnar ótt og títt, Ég er ekki enn búin að ná mér eftir myndina sem birtist af ráðherrunum þegar þau settust upp í þyrluna til þess að skoða ummerkin á Flateyri og Suðureyri.

Brosandi smettin á þeim eru hreinn og klár viðbjóður.
Já, en áttu þau ekki að vera ánægð fyrst enginn fórst? spyr sjálfsagt einhver.

Vitiði
þegar eldarnir loga hér í litla landinu mínu og fólkið missir stundum allt sitt og stundum eru það vinir og ættingjar eða bara nágrannar sem hafa orðið fyrir tjóni, þá er áfallið hroðalegt og forsetinn okkar fer á staðina og tekur fólkið í fangið og grætur með því. Ég hef aldrei séð mynd af honum hvorki á leið á staðinn eða kominn þangað, brosandi. Hann er ævinlega virðulegur og hikar ekki við að taka fólkið í faðminn og tárin streyma ekki bara af hvörmum fólksins, þau streyma líka niður kinnar forsetans okkar. Þannig eru menn og konur sem hafa tilfinningar.

Ég veit að það er ekki fallegt að segja það en oftar en ekki finnst mér þeir sem sitja í stólum ráðherra á Íslandi séu kannski ekki sérlega gott fólk!

Þeir sem geta logið endalaust og láta sjá sig skælbrosandi þegar 25 ára gömul sár opnast hjá mörgum á vestfjörðum þá er mér nóg boðið.

Ég læt þetta duga í bili og er líklega komin langt yfir strikið en það verður að hafa það. Ég er æf. Ég er æf fyrir hönd fátæka fólksins á Íslandi sem enn eina ferðina er sagt að éta það sem úti frýs.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: