Samanburður á verði á matvöru í Portúgal og Íslandi sýnir að innganga í ESB er nauðsynleg! Er það?

5. janúar 2019

Samanburður á verði á matvöru í Portúgal og Íslandi sýnir að innganga í ESB er nauðsynleg!

Þannig er viðhorf eins ágæts skríbents á Facebook og hefur sá alltaf rétt fyrir sér!

Hann veit meira um Fado í Portúgal en tónlista kennarar í landinu að eigin áliti og er það eitt besta dæmið sem ég hef séð um hve mikill spekingur þessi ágæti skríbent er.

Nú hefur þessi ágæti skríbent fengið upplýsingar um matarverð í Portúgal og kemst ótrauður að þeirri niðurstöðu að mismunurinn sýni ljóslega að innganga Íslands í ESB sé málið til þess að lækka matvöruverð á Íslandi!

Ég er auðvitað ekki með gráðu í útlendum málum eins og þessi skrifari og veit líklega minna um þessi mál öll en viðkomandi.

Ég til dæmis skil ekki hvernig er hægt að bera saman matvöruverð í Portúgal og á Íslandi með það fyrir augum að lækka matvöruverð á Íslandi ef gengið er í ESB.

Ætlar maðurinn þá að lækka laun til samræmis við það sem gerist í Portúgal?

Lágmarkslaun í Portúgal eru árið 2019 600 evrur á mánuði ef miðað er við 14 mánaða vinnu en 700 evrur sé miðað við 12 mánuða vinnu.

Lágmarkslaun á Íslandi eru 300.000 krónur íslenskar sem gerir 2.158 evrur á mánuði miðað við gengi dagsins í dag.

Mismunur á meðallaunum landanna eru 1.458 evrur á mánuði miðað við 12 mánaða vinnu á ári.

Lágmarks laun á Íslandi árið 2019 eru 1.458 evrum  hærri en í Portúgal.

Mér finnst ekki trúlegt að skrifarinn ætli að lækka lágmarkslaun á Íslandi, eða er það hugsanlegt að sú lausn liggi að baka röksemd hans?

Auðvitað fer verð í hverju landi að miklu leyti eftir því hvernig launakjör eru. Það er bara rökrétt eða svo finnst mér en tek enn og aftur fram að ég er ekki með útlendingagráðu í visku eins og hinn frábæri skrifari.

Nú er ég auðvitað að gera mig breiða og þykjast hafa vit á því sem ég hef auðvitað ekkert vit á og alls ekki menntun til þess að tjá mig um.

Ég skil hins vegar aldrei þessa röksemdafærslu að lágt verð í öðrum löndum eigi að vera sambærilegt við verð á Íslandi á sama tíma og ekki eru borin saman laun í viðkomandi löndum. Eins og ég segi þá veit ég auðvitað ekkert um þetta og ætti ekkert að vera að skipta mér af svona stórmálum sem mér vitrari spekingar þekkja út og inn.

Ég bý í Portúgal og nýt góðs af lágu verði þar. Ég borga hins vegar háa skatta þar sem ég er hálaunamanneskja á mælikvarða landsins. Þrátt fyrir háa skatta kemst ég sæmilega af í landinu og er ánægð með búsetuna.

Ég fæ oftar en ekki vinsamleg skilaboð um að verið sé að svindla á mér með því að láta mig greiða skatta í landinu af eftirlaunum. Skilaboðin eru frá sérfræðingum eins og skríbentinum um ESB inngönguna og þessir sérfræðingar eru með málið alveg á hreinu og skilja ekkert í því hvað ég sé máttlaus að láta svindla á mér með því að láta mig borga skatta í landinu þar sem ég bý!

Þetta er eiginlega hlægilegt og auðvitað ekkert annað en að leiða svona visku hjá sér.

Það sem mér finnst sorglegt í þessu er að margir á Íslandi trúa þvættingnum.

Það eru auðvitað dæmi um fólk sem hefur flutt hingað og fundið sér lögfræðinga í höfuðborginni sem eru hundeltir af yfirvöldum hér og nást á endanum og sitja þá fleiri en lögmennirnir í súpunni.

Ég hef hvatt fólk sem flytur hingað að fara eftir reglum og greiða til samfélagsins það sem því ber.

Eftirfarandi er ágætt dæmi um hve mikinn árangur viðleitni mín hefur borið:

“Varðandi skattleysið og Ástþór Magnússon, þá treysti ég fyrr ketti dóttur minnar en honum.  Hins vegar er hér til svokallað NHR skattkerfi fyrir útlendinga, sem flytjast hingað.  Við erum búin að sækja um með aðstoð lögfræðiskrifstofu í Lissabon og fá þessa undanþágu þó að við þurfum líklega ekki á henni að halda, a.m.k. ekki fyrr en konan mín fer að fá eftirlaun úr sínum lífeyrissjóði.

Búin að skrá okkur inn í landið og fá skattnúmer og erum með lögfræðing í að hjálpa okkur að skrá bílinn án þess að þurfa að borga þennan “ISV” þeirra.”

 

Er ekki eitthvað einkennilegt við það að flytja til lands og segjast ekki ætla að svindla á kerfinu en í næstu setningu tala um að lögfræðingur ætli að hjálpa viðkomandi að komast hjá því að borga lögbundin gjöld af bifreið sem viðkomandi flytur með sér til Portúgal.

Hræsnin er takmarkalaus!

Það er eitt og annað sem þetta ágæta fólk veit ekki og ég ætla að leyfa þeim að reka sig á, því það eiga þau eftir að gera.

Staðreyndin er einfaldlega sú að reynir þú að plokka kerfið er fullt af ráðum sem yfirvöld hér í landinu hafa og beita óspart.

Ég veit fátt viðbjóðslegra en að hlusta á og lesa fólk andskotast yfir glæpamönnum á Íslandi sem sækja í skattaskjól og alls konar undanskot og svo er þetta sama fólk í nákvæmlega sömu aðgerðum.

Þetta fólk sem nú er með aðstoð glæpalýðs búið að koma sér hjá því að fara eftir reglum landsins sem þau ætla sér að búa í eiga eftir að komast að því hvar Davíð keypti ölið og þar kemur ekki mín hjálp til!

Íslensk skattayfirvöld eru einfaldlega ekki fífl og vita nákvæmlega hvernig samvinna á milli Portúgal og Íslands virkar. Það er meira en spekingarnir sem allt vita gera sér ljóst og kannski hlær sá best sem síðast hlær.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: