Málssóknin er að hefjast – Það eru stórtíðindi þessa mánaðar finnst mér!

6.janúar 2020

Þá eru það stórtíðindin

Málssóknin gegn ríkinu að hefjast

Skerðingar vegna tekna frá Lífeyrissjóðum ættu að hverfa, eða hvað?

Það var ánægjulegt að sjá frétt RUV í gær um að Grái herinn væri  kominn af stað með málið.

Vegna Eins og þeir sem hafa fylgst með mér frá upphafi vita þá hef ég argast yfir því að fólk talaði um að eitthvað þyrfti að gera varðandi skerðingarnar og ekkert meira gerðist. Bara talað og talað. Nú hefur þetta breyst.

Vegna vaskrar framgöngu fárra þá er málið að fara af stað.

Það leysist ekki á morgun en kannski verður ekki eins langt í lausn og við höldum.

Ég vona bara að fólk verði jákvætt og fari ekki að rífa niður það sem verið er að gera. Við þurfum að senda góða straum til þess að farsæl lausn fáist!

Búast má við að umræður verði líflegar og sitt sýnist hverjum og er það bara hið besta mál. Það sem er hins vegar alveg ljóst er að kynslóðin sem ég tilheyri og þeir sem eru aðeins yngri, er nú að rísa upp og ætlar ekki að láta troða á sér á skítugum skónum lengur.

Við höfum verið hlunnfarin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en nú er komið nóg.

Þeir sem hafa fylgst með mér vita að ég hef ekki alltaf verið par hrifin af Gráa hernum en nú er hann orðinn allt annað en hann var fyrir ári eða svo. Nú er hann orðinn baráttuafl og fyrir honum fara baráttujaxlar. Við þurfum að hafa eitthvað batterí á bak við okkur þegar við förum að láta í okkur heyra og ég held að núna sé herinn það!!

Verði skerðingarnar vegna lífeyrisjsóðsgreiðslna dæmdar ólöglegar kemur það ekki bara eldri borgurum til góða. Það kemur öryrkjum ekki síður til góða, þeim sem fá greiðslur frá lífeyrissjóðum.

Ég fagna þessum áfanga sem nú er að leggja úr hlaði og vona að við styðjum við bakið á þeim sem hafa unnið gríðarlega mikið við undirbúninginn. Það kemur að því að við gætum hugsað okkur að leggja í púkk og hver og einn mundi greiða það sem hann réði við. Margt smátt gerir eitt stórt og er ágætt að hafa í huga hvernig einn forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum hefur fjármagnað sitt framboð með frjálsum litlum framlögum.

Það væri ekki amalegt að sjá Flokk fólksins, Ingu Sæland og Guðmund hrópa húrra fyrir gjörningnum. Þetta er jú eitt af risamálunum fyrir fátæka fólkið sem annað hvort eru öryrkjar eða komnir á eftirlaun.  Ég hef ekki séð neitt frá þeim og kannski verður ærandi þögn þar sem atkvæði eru ekki líklega að skila sér á þeirra stað, eða hvað?

Ég læt þetta duga í bili en ætla þó enn einu sinni að segja takk Finnur Birgisson, Wilhelm Wessman og Ingibjörg Sverrisdóttir fyrir baráttuna og að láta verkin tala!

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: