Margt smátt gerir eitt stórt! Stöndum saman!

8. janúar 2020
Góðan daginn
Ég má til með að þakka fyrir þær undirtektir sem beiðni mín um Like á síðuna okkar á Facebook “Milli lífs og dauða” fékk .

Við erum komin með 400 like og það verður til þess að fleiri sjá hvað þar er skrifað.

Hjartans þakkir allir sem hafa hjálpað okkur.

Nú er kominn tíminn þar sem við þurfum að standa saman og rísa upp. Við megum til með að sýna málssókn Gráa hersins áhuga og stuðning.

Brátt kemur á síðu hersins númer á reikningi sem við getum lagt inn á ef við viljum hjálpa til við kostnaðinn.

Margt smátt gerir eitt stórt og ef við til dæmis hugsum okkur að það séu 10 þúsund manns, – eftirlaunafólk – sem hefur áhuga á að styrkja málið og hver og einn greiði mánaðarlega 500 krónur inn á reikninginn þá eru það hvorki meira né minna en 500×12=6.000 á ári per mann og hópurinn greiðir þá 6.000×10.000=60.000.000 á ári.

Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hvað lítið framlag frá mörgum getur orðið risastórt.

Ég mun flytja fréttir hér af gangi málsins jafnóðum og ég sé eitthvað á síðu Gráa hersins. Það var viðtal við Helga P á Bylgjunni í gær eða fyrradag og er vert að hlusta á það. Hann útskýrir málið vel og hvernig farið er með fólk þegar það er komið yfir 67 ára.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: