Kæru vegna mismunar sem gerður er á vöxtum og dráttarvöxtum vegna máls jan og feb 2017 hjá eldri borgurum hafnað!

18.nóvember 2019

Kominn er úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála um kærumál mitt varðandi vexti og dráttarvexti.

Kærunni er hafnað en bent á að ég geti talað við RSK og eins geti ég kært ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að greiða mér vexti í stað dráttarvaxta til Félagsmálaráðuneytisins sbr. 1.mgr. 26.gr stjórnsýlsulaga nr 37/1993

 

Reglur þær sem TR fer eftir eru eftirfarandi:

“Hafi Tryggingastofnun ríkisins … 1) vangreitt bótaþega bætur skal stofnunin greiða honum [eða dánarbúi hans] 2) það sem upp á vantar. Þegar bætur eru vangreiddar skal greiða bótaþega 5,5% ársvexti á þá bótafjárhæð sem vangreidd var og skulu þeir reiknast frá þeim degi sem skilyrði til bótanna eru uppfyllt, sbr. þó 53. gr. Sama á við þegar niðurstaða úrskurðarnefndar [velferðarmála, sbr. 13. gr.], 1) leiðir til þess að einstaklingur á rétt á bótum en hafði fengið synjun eða lægri bætur hjá Tryggingastofnun ríkisins …, 1) sbr. þó 53. gr. Ef bætur eru vangreiddar vegna skorts á upplýsingum, sbr. [41. gr.], 3) falla vextir niður.”

Hér að framan er tala ð um vangreiddar bætur.

Í máli mínu er um dómsmál að ræða þar sem sækjandi málsins: móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins fer fram á að hún fái greiddar óskertar bætur frá TR fyrir mánuðina jan og feb 2017 þar sem lög voru um að ekki skyldu skertar greiðslur á þessum tíma. Lögunum var svo breytt afturvirkt og um það snerist málið og þess vegna var leiðrétt greiðsla hjá eftirlaunaþegum fyrir þessa 2 mánuði, þ.e. þeim sem höfðu orðið fyrir skerðingunum, sem sagt fordæmið virkt.

Móður Ingu eru dæmdar skaðabætur í formi dráttarvaxta.

Mér og öðrum eru greiddir vextir og þeir reiknaðir sem fjármagnstekjur og þar af leiðandi verða þeir til þess að greiðsla dráttarvaxta til mín skerðir tekjur mínar fyrir árið 2017 og þarf ég að endurgreiða stofnuninni ofgreiddar bætur!

Mál móður Ingu var fordæmisgefandi.

Dráttarvextir sem móður Ingu voru dæmdir breyttust í vexti hjá öðrum eftirlaunaþegum þegar Tryggingastofnun ríkisins fjallaði um hvað hver ætti að fá greitt.

Þetta mál allt er hið undarlegasta.

Ég sé ekki hvers vegna ég ætti að tala við RSK en kæra til Félagsmaálráðuneytisins er rökrétt.

Auðveldast væri að lúffa fyrir þessu viðbjóðslega kerfi sem komið hefur verið á í landinu en ég ætla ekki að gera  það. Ég ætla að kæra til Félagsmálaráðuneytisins og láta reyna á hvar réttlæti er.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: