Gamall maður kafnar í eigin blóði- Katrín féll í faðm Bjarna og faðmlagið stendur enn ótruflað af óförum ófrískrar konu sem hent er inn í flugvél – “Út með þig”, sögðu þau og litu ekki upp úr faðmlaginu

6.11.2019

Góðan daginn

Gamall maður kafnar í eigin blóði- Katrín féll í faðm Bjarna og faðmlagið stendur enn ótruflað af óförum ófrískrar konu sem hent er inn í flugvél – “Út með þig”, sögðu þau og litu ekki upp úr faðmlaginu


Ég ætla aðeins að láta í ljós mitt álit á umfjöllun og hamingjuóskum edrúmennskunnar.

Hver hefur sína skoðun á hlutunum. Það er hárrétt.

Ég held að flestir Íslendingar eigi annað hvort ættingja eða vin eða vinnufélaga sem hefur átt við eða á við áfengisvanda að stríða. Slíkt hefur áhrif á allt umhverfi. Til þess að hjálpa þeim sem eru í þessum sporum eru AA samtökin. Það er hægt að lesa um þau í bókum og jafnvel að gúggla, vanti menn upplýsingar. . Þessi samtök byggjast á hópvinnu og hjálp á milli fólks sem er í þessum sporum.

Eitt af því sem Bill stofnandi samtakanna lagði áherslu á var að alkinn léti það vera að hreykja sér af árangri sínum. Björn Ingi, sem hefur nú birt á Vísi ráðleggingar sínar til annarra alka og segir þeim að fínt ráð sé að hætta að drekka og lífið verði dásamlegt, fer þvert á ráðleggingar Bills. Ég veit ekkert hvort Björn Ingi hefur verið í meðferð eða hvernig hann fór að því að hætta að drekka þessa örfáu mánuði sem hann hefur verið þurr. Ég er hins vegar á því að nokkrir mánuðir séu ekki mælikvarði á bót og betrun hjá þeim sem hafa skilið eftir sig sviðna jörð og látið okkur skattborgarana greiða skuldirnar.

Það eru nokkrir alkar vinir mínir á Facebook. Þeir sækjast ekki eftir hrósi heldur ganga þeir einn dag í einu glaðir með sitt og eru ekkert að auglýsa þurrkinn. Það hafa nokkrir frægir Íslendingar stigið fram undanfarið og belgt sig út í brennivínsfríinu. Þeir geta svo sem alveg gert það í friði fyrir mér en að ég óski þeim til hamingju er af og frá. Hamingjan er þeirra sem virða erfðavenjur og sýna af sér auðmýkt og vinna vinnuna sína.

Margir hafa misst ástvini í hendur vímunnar og sorgin er mikil. Ef sami fjöldi manna og kvenna á Facebook legði í púkkið og mótmælti hvernig farið er með meðferðarúrræði fyrir þá sem eiga við vanda að stríða, hvort sem það er geðveiki eða bakkus, þá væri líklega hlustað og stjórnvöld mundu hugsa sig um áður en þau sneru bakinu í vandann.

Við getum endalaust deilt um það hver sé bestur en það er ekki neitt til þess að belgja sig út af.

Sykursýki er ægileg.

Ég lá á spítala með konu við hliðina á mér sem hafði misst báða fætur vegna sykursýki. Ég hef miklu meiri samúð með þeim sem þjást af þeim ægilega sjúkdómi en þeim sem dæla í sig brennivíni alla daga og belgjast svo út ef þeim tekst að taka tappann ekki úr flöskunni í nokkra mánuði. Mikil verður þeirra gleði þegar þeir loks láta undan og súpa aftur á!

Sykursýkissjúklingarnir eru þeir sem ég óska til hamingju þegar ég sé súkkulaði sem er ætlað sérstaklega fyrir þá. Það er vont að geta ekki veitt sér venjulegan mat af því að maður er með ofnæmi fyrir honum og getur jafnvel misst limi og líf ef maður fer ekki eftir reglunum. Það eru strangar reglur sem fylgja sykursýki. Það eru engar reglur sem fylgja brennivínsþambi. Hver og einn getur þambað eins og honum lystir eða látið það vera.

Hér í Portúgal er heimilisofbeldi á hverjum einasta degi, fólk er drepið miskunnarlaust heima hjá sér. Slökkvilið um landið og þeirra starfsmenn eru oft þeir sem koma að hryllingnum og þurfa að sinna þeim sem liggja í blóði sínu. Undanfarið hefur verið herferð gegn viðbjóðinum og hef ég deilt á Facebook aðgerðum. Þeir sem hafa áhuga geta skoðað hvað hefur verið gert.

Á sama tíma og heimilisofbeldi og dauðaslys í umferðinni hafa aldrei verið fleiri kemur út könnun þar sem leitt er í ljós að Portúgalar drekka meira vína en flestir aðrir!

Á ég nú að snúa mér að vinum mínum, portúgölskum og óska þeim til hamingju ef þeir hafa ekki þambað sullið í nokkra  mánuði en á sama tíma skeytt skapi sínu og brennivínsþörf á nánustu ættingjum?

Jú, auðvitað á ég að gera það, samkvæmt íslenskum staðli. Hræsnin er ekki einföld. Fleiri hundruð manns settu like á status þar sem frægur íslenskur pólitíkus með meiru lýsti því yfir hvað hann hefði drukkið lítið á undanförnum áratugum. Þetta fólk, það sem puntaði pólitíkusinn með likunum, hefur ekki verið eins duglegt að koma skoðun sinni eða hneykslun á framfæri vegna máls sem varðar mannvonsku af viðbjóðslegustu gerð. Málið þar sem kasóléttri konu er vísað úr landi af því að það hentar einhverjum í einhverju ráðuneyti á Íslandi.

Ísland er ótrúlegt. Landið er fallegt en hvað er að fólkinu sem kemur í fjölmiðla og lýsir yfir samþykki sínu á meðferð konunnar sem var rekin úr landi? Hvað er það sem gengur ráðherra dómsmála til að grípa ekki inn í málið og leysa það? Hefði ekki verið hægt að leyfa konunna að eiga barnið og senda hana svo í burtu ef það endilega væri nauðsynlegt, þegar hún og barnið hefðu náð sér?

Nei, það er ekki jafn mikilvægt að sýna mannúð þegar útlendingar í nauð eiga í hlut, og að belgja brennivíns tappatogara út með hamingjuóskum.

Nei, það er ekki heldur jafn mikilvægt að öskra hátt þegar birtar eru frásagnir af fólki sem kafnar í eigin blóði á elliheimili þar sem ríkisstjórn hinna ríku hefur skorið allt til andskotans.

Nei, ríkisstjórn hinna ríku, ríkisstjórn loftslagsmála, er upptekin við að belgja sig út og hamra á eigin ágæti.

Ríkissjórn hinna ríku fyrirlítur ófríska útlendinga, gamalt fólk á elliheimili, öryrkja og eldri borgara yfirleitt, að ég tali nú ekki um fátækt fólk almennt.

Fyrirlitning ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna er ærandi og er takmarkalaus.

Hver hefði trúað því að Katrín, sem flutti hugnæma ræðu um að öryrkjar og eldri borgara gætu ekki beðið og sagðist aldrei fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki, snérist í heilan hring og félli í faðm Bjarna og brosti fallegu rauðu varalita brosi?

Hver hefði trúað því að Bjarni sem sendi árið 2013 svo yndislega fallegt bréf til allra eldri borgara um að honum væri treystandi til þess að hækka eftirlaun þessa hóps bara ef þau kysu hann, mundi svo standa eldrauður af hroka og halda þrumuræðu alls staðar um hinn dásamlega árangur sem náðst hefði í faðmi Kötu?

Hver hefði trúað þessu?

Varla stýrir brennivínsdrykkja svona hamförum? Eða er það?

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: