Það eru mánaðamót -Gengi krónunnar er ARRRRRRG

2.september 2019

Góðan daginn

Nú er dagurinn þar sem ég millifæri á reikninginn minn í Portúgal eftirlaunin fyrir síðasta mánuð.

Gengið hefur ekki leikið við okkur útlendingana þessi mánaðamót frekar en undanfarið.

Launin mín lækka vegna gengisþróunar en ekki vegna skuldar við TR eins og er hjá mörgum um þessi mánaðamót og kannski nokkur í viðbót.

Tekjuáætlun sem er of lág, óvæntar greiðslur, félagsleg aðstoð og fleira getur valdið því að fólk þarf að endurgreiða stofnunni.

Varðandi tekjuáætlunina þá passa ég upp á að hún sé nokkuð rétt og alla vega ekki of lág. Þessi mánaðarmót bregður svo við að greiðsla til mín frá lífeyrissjóði fer 232 krónum fram út tekjuáætlun og gerist þetta vegna verðbólguþróunar í landinu. Ég ætla að sjá til hvað gerist um næstu mánaðamót og það eru ekki eftir nema 4 mánuðir svo þetta væri ekki stórmál ef það sem nú er stendur í stað.

Ég er ekki alveg viss hvaðan tekjuáætlun TR kemur og ætla því ekkert að fullyrða um það en þegar ég hef skoðað það læt ég ykkur vita.

Ég veit hins vegar að hægt er að breyta áætluninni hjá TR með því að fara inn á “Mínar síður” og breyta.

Sá böggull fylgir þó skammrifi að sé áætlun breytt gildir það ekki bara fyrir þann mánuð sem breytt er heldur alla mánuðina sem á undan eru komnir, ef þetta er til dæmis gert núna í September.

Blessað kerfið er enn að slíta barnsskónum og líklega bara skríðandi og ekki farið að standa upp og ganga. Það er auðvitað skömm að því að stofnun eins og TR skuli ekki hafa hæfu starfsfólki á að skipa í öllum stöðum, og vorkenni ég blessuðu fólkinu sem þarf að vera fyrir svörum með sáralitla eða enga þekkingu á viðbjóðslegu kerfi sem hannað er líklega til þess að viðskiptavinurinn, þú og ég, skiljum hvorki upp né niður og að ríkisstjórnir allra tíma geti snuðað fólk um stórar upphæðir á hverju stjórnartímabili.

Það var ótrúlegt að sjá tillögur frá einum stjórnarandstöðuflokki um að upphæðir TR ættu að hækka eftir nokkur ár! Eftir nokkur ár, ekki á morgun eða á þessu ári, nei, bara einhverntíman í framtíðinni. Svo kemst þessi ágæti stjórnarandstöðuflokkur væntanlega í stjórn, einhvern tíman, og þá verða allt í einu ekki til peningar fyir hækkun!

Kannast einhver við svona loforðaglaum sem rennur svo af liðinu?

Nú er semsagt útborgunardagur hjá þeim sem ég hef áhuga á og eins og venjulega er ég ekki par hrifin.

Ég hef verið að skoða kjör öryrkja undanfarna daga og fengið aðstoð frá ágætu fólki sem hefur leyft mér að skoða launaseðla þeirra frá TR. Ég hef lært þó nokkuð á þeirri skoðun en ekki er ég útlærð enn og fleiri spurningar vakna í hvert sinn sem ég hugleiði málið.

Ég sá í commenti einhvers staðar, hjá öryrkja og eldri borgara hóp held ég, og var þar verið að gera athugasemd við skrif mín um öryrkja. Viðkomandi sagði öryrkjum og eldri borgurum að hætta að væla og skammast sín, þeir hefðu jú kosið þetta yfir sig í kosningum ár eftir ár.

Ég get verið sammála um að eldri borgarar, margir hverjir, eru grjótharðir stuðningsmenn sjálfstæðisflokks og hafa alltaf verið en það fólk hefur það stórfínt fjárhagslega og þarf ekki að lepja dauðann úr skel alla mánuði ársins.

Ég get ekki verið sammála því að öryrkjar séu aumingjar sem væla fram og til baka.

Öryrkjar eru venjulegt fólk sem hefur af einhverjum ástæðum orðið undir í lífinu annað hvort fæðst með einhverja annmarka sem gera þeim ekki kleift að vera á vinnumarkaði, eða þeir hafa orðið fyrir slysum sem hafa svift þá starfsgetu. Svo eru þeir sem hafa þrælað sér út á erfiðsvinnu starfsævina á enda og hafa þurft að láta í minni pokann þegar líkaminn sagði hingað og ekki lengra.

Commentarinn sem sagði okkur, eldri borgurum og örykjum að hætta að væla, gæti hugsanlega lent í slysi á morgun eða bara í dag og allt í einu orðið óvinnufær og meira að segja orðið öryrki. Ég óska skrifaranum auðvitað ekki slíks. Ég vona að viðkomandi verði við góða heilsu allt sitt líf.

Allir sem lifa verða 67 ára og sumir eldri en það. Þá er fólk orðið eldri borgarar. Eldri borgarar margir hverjir eru þeir sem byggðu upp landið fyrir commentarann og nú kemur í ljós hjá skrifaranum hugurinn sem hún ber til þeirrar kynslóðar.

Vonandi verður þakklæti næstu kynslóðar til commentararins stærra í sniðum en hennar til minnar kynslóðar.

Hugsið!

Veltið fyrir ykkur hvaðan lífsgæði þau sem þið njótið koma!

Nemið staðar og setjið ykkur í spor þeirra sem ekki hafa í sig og á alla daga mánaðarins!

Horfið út fyrir kassann og í guðanna bænum verið ekki svo hrokafull að halda að fyrir ykkur geti ekkert komið og að þið munið aldrei tilheyra þessum fáránlegu stéttum sem heita öryrkjar og eldri borgarar!

Lífið er einfaldlega lotteri og sumir komast í gegnum það á silfurskýi en aðrir þurfa að vaða gráan veruleikann.

Það væri notalegt ef EINHVER af hinu fína liði sem situr á hinu háa Alþingi tæki sig til og prófaði einn mánuð eða 2 að lifa af tekjum öryrkja eða eldri borgara! Síðan færi þessi ágæti þingmaður, eða þingmenn inn í þinghúsið og héldu þrumandi ræðu um að nú þyrfti eitthvað að gera, EITTHVAÐ, takið eftir þvi að ég segi EITTHVAÐ.

Hvað kemur svo til með að gerast?

jú, reynslan er þessi:

Hrópararnir og grátfólkið kemst í völdin og allt breytist. Ekkert hægt að gera fyrir þá lægst launuðu, bara fyrir þá hæst launuðu.

Þetta er eiginlega grátlegt og hlægilegt um leið en ómerkilegt er það svo sannarlega.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: