Hvar var eftirlitið af hálfu FEB í Reykjavík og nágrennis?

7.ágúst 2019

Góðan daginn

Eins og flestir vita þá hef ég ekki verið neinn sérstakur aðdáandi FEB í Reykjavík og nágrenni og hefur fundist að félagið væri frekar að vinna fyrir þá sem betur stæðu en okkur sem stöndum nokkuð höllum fæti eða erum hreinlega á hausnum.

Nú bregður svo við að verið er að afhenda hús sem mikill áróður hefur verið fyrir af hálfu þessa ágæta félags og man ég ekki betur en frú fyrrverandi formaður hafi í öllu sínu veldi staðið með skóflu í hönd (þetta getur þó verið misminni og óskhyggja) og mokað upp mold!

Samkvæmt upplýsingum sem ég fann núna á síðu FEB i Reykjavík og nágrenni stendur meðal annars þetta:

“Heildarkostnaður við að reisa fjölbýlishúsin tvö við Árskóga nemur röskum fjórum milljörðum króna. Kostnaðurinn verður 401 milljón hærri en gert var ráð fyrir þegar að kaupsamningar voru gerðir.”

Nú spyr ég:

Hvernig var staðið að gerð samninga?

Var ákvæði í samningum um að kostnaður gæti farið hundruði milljóna fram úr áætlun?

Var ákvæði í samningum um að aukin kostnaður félli á kaupendur?

Hverjir gerðu þessa samninga fyrir hönd FEB?

Hverjir fylgdu eftir framkvæmd bygginga fyrir hönd FEB?

Hverjir voru látnir vita að íbúðir kaupenda mundu hækka um margar milljónir vegna aukins kostnaðar við bygginguna?

Af hverju kom milljóna hækkun FEB svo gjörsamlega á óvart?, eða vissi stjórnin eða framkvæmdaaðilar um breytta stöðu og þögðu í þeirri von að fólk mundi bara samþykkja þegjandi og hljóðalaust margra milljóna hækkun?

Það er ekki verið að tala um einhverja þúsund kalla í hækkun. Það er verið að tala um milljónir á íbúð!¨

Fólk hefur selt fyrri eignir sínar til þess að geta keypt þessa og stendur þar af leiðandi á götunni og á að því er virðist við fyrstu sín engra kosta völ annarra en að samþykkja sukkið!

Það er eitthvað mjög bogið við þetta mál allt saman.

Ég er ekkert endilega að segja að vísvitandi hafi verið stefnt að því að blekkja fólk en ég er að segja að eitthvað er hér í þessu ferli sem stemmir ekki og finnst mér skýringar FEB sem ég fann á síðu félagsins óttalega aumingjalegar svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Ég ætla að leyfa mér að leggja til að nú verði FEB í Reykjavík og nágrenni tekið til rækilegrar endurskoðunar frá grunni og hlutlaus aðili taki að sér að skoða til hvers þetta félag er og hvort það sé í raun að vinna að hagsmunum félagsmanna, eldri borgara, og bættra kjara þeirra.

Það er ágætt að hafa klúbba sem sjá um að skemmta með dansiböllum og jólakortasölu ásamt utanlandsferðum og jafnvel klúbb sem gerir fallega þætti í sjónvarpi um hvað það sé dásamlegt að verða 67 ára á Íslandi og telja þar upp allt það dásamlega sem sé í boði og hvar sé hægt að kaupa flottustu jepplingana og drekka fínasta koníakið!

Það er stór hópur eldri borgara, fólks sem orðið er 67 ára eða eldra, sem hefur það virkilega skítt og ég sé ekki sjónvarpsþætti um það fólk á vegum FEB. Ég hef heldur ekki séð ráð um það á vegum FEB hvernig fara skuli að því að skrimmta út mánuðinn þegar eftirlaunin eru þrotin á 3ju viku mánaðar.

Ég gæti haldið áfram að telja upp fleira en læt þetta duga í bili.

Það er réttlætismál að fólk fái að vita hvernig stendur á sukkinu og kostnaðaraukanum. Það er ekki nóg að skrifa hugljúf bréf eins og það sem er á síðu FEB núna. Það kemur málinu ekkert við hvernig byggt var í fortíðinni fyrir eldri borgara, en auðvitað skil ég að stjórnin þurfi að reyna að róa óróleg gamalmennin sem hafa verið svikin svo hrikalega.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: