Er andskotanum ekki skemmt?

  1. ágúst 2019

Boa tarde, segjum við hér í Portúgal þegar komið er fram yfir hádegi og við höfum fengið okkur hádegisverð.

Ég hef undanfarið verið að grúska í kjörum örykja og verð ruglaðri með hverjum deginum. Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera kerfi flókið og hvernig það er enn flækt með nýju skerðingar reglunni þar sem 35 aurarnir voru gefnir eftir og nú er bara 65% skerðing í staðinn fyrir 100% áður.

Maður gæti haldið að allt sem öryrkjar fá greitt væri nú undir 65% reglunni. Það væri svo einfalt og allir gætu skilið það.

Nei, endilega að flækja flókið mál enn meira er mottó þessarar viðbjóðslegu ríkisstjórnar, sem er held ég verri en allar hingað til í viðbjóðslegum grimmdar tökum á þeim sem eru öryrkjar, eldri borgarar eða fátækt fólk á Íslandi.

Ég rakst á grein í “Lifðu núna”, sem er snepill sem ég er ekki hrifin af enda skrifaður fyrir eldri borgara sem hafa það fínt og aldrei talað um eða við þá sem virkilega ættu að vera í svona snepli. Í þessum snepli sem ég sá var talað við frú formann eldri borgara í Hafnarfirði og dásamað líf hennar og mannsins þar. Gott ef þau voru ekki viðriðin fiskútflutning áður en þau urðu eldri borgarar!!!! Og það er nú ekki slæmt. Í sneplinum var talað um að frú formaður væri svo ægilega lukkuleg með að félög eldri borgara sæu um að fólk í þeim grúppum hefðu næga hreyfingu og companý. Það væri svo erfitt að verða einmana á efri árum!!!!!

Svo sagði frú formaður að félagið í Hafnarfirði ætlaði að styrkja lögsókn Gráa hersins varðandi skerðingar á lífeyrissjóðstekjum. Ekki talaði frúin um að hún sjálf ætlaði að styrkja málið. Og ofan á allt annað er frúin afgamall Sjalli eins og svo margir sem hafa hernumið félög eldri borgara vítt og breitt um landið.

Þegar ég sé svona greina í svona sneplum verð ég æf, svo vægt sé tekið til orða.

Öryrkjar eru ungir og miðaldra og allt þar á milli og hætta að verða öryrkjar þegar þeir verða 67 ára.

Öryrkjar eru í þeirri stöðu vegna slysa og vegna ýmissa annara ástæðna bæði andlegra og líkamlegra.

Á Íslandi er ríkisstjórn, og margar undanfarnar ríkisstjórnir, sem virðast hata allt sem heitir fátækt og heilsuleysi og erfiðleikar. Til þess að þurfa ekki að horfast í augu við raunverulegar staðreyndir loka ríkisstjórnir augunum fyrir þessum óskammfeilnu aðstæðum og gera allt sem hægt er til þess að losna við óþjóðalýðinn sem vogar sér að vera öryrki, fátæklingur eða eldri borgari. Aðferðin er einföld:

Svelta liðið.

Svelta heilbrigðirskerfið.

Svelta þjónustu við eldri borgara.

Svelta öryrkja og passa að þeir geti engan vegin séð glætu í framtíðinni aðra en að ljúka lífinu áður en framtíðin hefst.

Fátækt fólk, hvar í stétt sem það er, virkar eins og holdsveiku manneskja á ráðamenn. Passa upp á að þetta lið, fátæka fólkið, sé ekki að flækjast fyrir og skemma flottu myndina sem til dæmis frú forsætis talaði um í þætti á CNN af mikilli gleði og hló óspart. Nei, hún var ekki að óhreinka hendur sínar með því að minnast á að fólk deyr úr hungri og vosbúð á Íslandi í dag.

Ég held að forysta öryrkja sé að reyna að bæta hag þeirra en hún á við ramman reip að draga þar sem eru BB og frú forsætis ásamt sjálftökuliði úr öllum flokkum áratugum saman.

Þegar ég flutti til Kína var ég sett út úr þjóðskrá með heimili á Íslandi eftir 6 mánuði, nákvæmlega og ekki degi seinna þó ég væri ekki komin með varanlegt dvalarleyfi í Kína. Ég er auðvitað ekki ráðamaður eða ráðherra sem býr í Breiðholti og hefur gert áratugum saman en með skráð heimili úti á landi og fær þar af leiðandi greiddann dreifbýliskostnað! Ég er heldur ekki flottur formaður sem úthúðar konum og þeim sem hann lítur niður á í fylliríi á bar þegar hann átti að vera að vinna vinnuna sína og ég er ekki þessi ágæti formaður sem býr í villu en var skráður á eyðibýli og þáði laun fyrir vinnu sem hann vann ekki svo mánuðum skipti. Nei það er ekki sama hver er. Þeir sem komast á spenann á Alþingi þurfa ekki að skipta um húsnæði eða búsetustað þó þeir séu sannanlega ekki alveg að fara eftir reglunum.

Liðið sem þarf að búa í vernduðu hverfi af því að það er svo erfitt að fara í gönguferðir á ókunnum slóðum skammast sín ekki fyrir að hafa húsnæðið af einhverjum sem er fátækur öryrki í neyð og húsnæði gæti bjargað geðheilsu og jafnvel lífi hans. Nei, svoleiðis ráðamenn nýta sér hverja smugu og gefa svo þeim sem ætti að vera í fremstu röð áhersluatriðanna smá dúsur og ætast til að dúsuþegarnir komi þeim aftur á spenann í næstu kosningum.

Það er auðvelt að lofa upp í ermar og enn auðveldara að svíkja loforðin þegar speninn er kominn í höfn.

Þeir sem mjólka spena þjóðfélagsins eru ekki að hugsa um sveltandi öryrkja sem ekki eiga minnsta möguleika á að fá læknisþjónustu þegar líf þeirra liggur við. Nei, mjólkurkýrnar eru líklega að djamma á Spáni og víðar og hafa það gott í hitanum þar, syngjandi sælar og glaðar.

Kjör öryrkja eru kolsvartur blettur á þjóðfélagi sem getur séð fyrir bankastjórum sem eru látnir hætta og fá í verðlaun 40 ára lágmarkslaun verkamanns, bara fyrir það eitt að hætta sem bankastjórar.

Hvað ætli það þurfi margir öryrkjar að svifta sig lífi, eða deyja úr hungri og vosbúð áður en ráðamenn þjóðarinnar fara að sýna mannúð og hætta að líta á þetta fólk sem holdsveikt fólk sem ekki má koma nálægt?

Hvað ætli það þurfi margir eldri borgarar að deyja á elliheimilium og spítölum liggjandi í hlandi og saur síðustu klukkutíma ævinnar, áður en ráðamenn koma með úrlausnir í heilbrigðismálum?

Það er engin hætta á því að ráðamenn þjóðarinnar þurfi nokkurn tíman að liggja ósjálfbjarga úr hungri og vosbúð. Þeir hafa komið sér vel fyrir og passa upp á að ekki halli á þeirra framtíð.

Andskotinn hlýtur að hlakka til þess dags þegar sumir setjast að hjá honum og hann fær að sjá um að þeir njóti afraksturs mannúðar og gæsku á einu ríkasta landi heimsins þar sem þeir pössuðu upp á örfáa og sáu samviskusamlega um að hinir ætu það sem úti frýs.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: