Þórunn og Ellert eru formenn LEB og FEB – Samstíga draga þau lappirnar í ókunnum dansi!

2.febrúar 2019

Góðan daginn

Kerfið sem við búum til getur verið hlægilegt einstaka sinnum.

Nú á að fara í mál við ríkið vegna upptöku á sparnaði okkar í lífeyrissjóði.

Hunskist FEB og LEB til þess að styðja málið verður hægt að stofna söfnunarreikning og ganga frá lögmæti hans og fólk getur farið að leggja inn.

Þar sem FEB og LEB svara ekki bréfum dregst málið og hvað liggur að baki tregðu Ellerts og Þórunnar get ég ekki útskýrt.

Ég ætla að styðja þetta mál og það kemur til með að taka nokkur ár og kosta mikla peninga.

Þar sem reikningur söfnunarinnar er ekki tilbúinn datt mér það snjallræði í hug að leggja til hliðar það sem ég ætla að gefa, 10 þúsund á mánuði, og fannst mér tilvalið að nota reikning sem ég á í Íslandsbanka sem geymslu í bili.

Allt er þetta nú gott, enn þá!

Þegar ég fór að hugleiða að líklega fengi ég einhverja vexti á innleggin ef þau stæðu óhreifð í einhvern tíma varð mér eiginlega hálf illt.

Og nú kemur brandarinn sem ég hef eiginlega ekki getað hætt að hlæja að.

Ég legg inn, fæ vexti frá bankanum og greiðslur til mín frá TR lækka!

Já, það er satt. Greiðslur frá TR lækka vegna vaxtatekna!

Sparnaðurinn, sem er í raun bara tímabundin geymsla, þar til ég get lagt inn hjá lögsóknarsöfnunarreikningi, lækkar tekjur mínar!

Er þetta ekki unaðslegt kerfi?

Í landinu mínu, litla landinu þar sem ég bý, gæti þetta ekki gerst, en á Íslandi er plokkuð hver einasta króna og krónubrot af okkur eldri borgurum sem eru ekki í elítunni.

Er nokkuð undarlegt að fólk leggi á flótta frá landi sem kúgar almúgann alla daga með einskærum kvikindisskap og stendur svo í pontu alþingis og ber sér á brjóst. Katrín og Bjarni eru líklega ógeðfeldustu stjórnmálamenn sögunnar og ekki síst forsætisráðherra sem glennir varirnar í örsnöggu brosi sem dettur um leið ofan í koppinn. Trúir hún því virkilega að almúginn á Íslandi sé fífl?

Bros forsætisráðherra eru viðbjóðsleg og fjármálalæsi fjármálaráðherra er minna en hjá 2ja ára barni.

Hvað ætla ég svo að gera í málinu sem ég byrjaði á, þ.e. söfnuninni?

Jú, ég tek peningana til Portúgal og safna þeim þar!

Þegar Ellert og Þórunn vakna af svefninum og svara bréfum Wilhelms er auðvelt fyrir mig að snúa peningum til baka.

Auðvitað ætti ég ekki að þurfa að dansa þennann dans.

Ég er ekki að tala um vaxtatekjur upp á milljónir. Það gætu kannski orðið nokkrir þúsund kallar í mesta lagi.

Tilheyrði ég auðuga fólkinu, þessum örfáu, á Íslandi horfði málið auðvitað allt öðruvísi við. Ég borgaði lægri skatta, ég fengi greitt frá TR hálfan ellilífeyrir og EKKERT skerti hann. Auðvitað á þjóðfélagið að sjá fyrir hinum ríku.

Hvernig getur mér dottið annað í hug?

Líklega er ég nautheimsk að skilja ekki plottið og halda að réttlæti sé eitthvað heilagt.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: