Hugleiðing á laugardegi – Það er kaldur og dimmur laugardagur í litla landinu mínu

  1. nóvember 2018

Nokkrar hugleiðingar á laugardagsmorgni.

Ég hef eytt góðum tíma í dag við að hlusta á umræður á Alþingi um fjárlögin.

Undur og stórmerki hafa gerst.

Ég er sammála BB um eitt atriði. Hann sagði í ræðu sinni að ekki væri skynsamlegt eða rétt að þeir sem hafa háar atvinnekjur fengju frítekjumark sitt afnumið.

Ég er hjartanlega sammála manninum, aldrei þessu vant, og hef lagt á það áherslu í mínum málflutningi að þak þyrfti að vera á afnámi skerðinganna.

Í framhaldinu velti ég fyrir mér hverjir það eru sem hamast og heimta afnám skerðinga vegna atvinnutekna og sýnist mér það í flestum tilfellum vera þeir sem eru að vinna og sjá fram á að þeir geti haldið áfram að vinna eftir 67 ára aldurinn og vilji fá eftirlaun frá TR.

Þetta ágæta fólk, margt af því, minnist ekki á hvernig við sem höfum fylgt lögum á starfsæfi okkar og greitt í lífeyrissjóði til þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld erum látin niðurgreiða það sem kemur frá TR.

Líklega veit þetta ágæta fólk ekki mikið um hvernig Almannatryggingakerfið virkar.

Ég verð bæði sár og reið fyrir hönd fjöldans sem hefur samviskusamlega greitt af launum sínum í Lífeyrissjóði og situr svo þegar upp er staðið nokkurn vegin við sama borð og þeir sem aldrei, einhverra hluta vegna, hafa sparað í þessa sjóði.

Sumir þeirra sem ekki hafa sparað hafa svikið undan skatti alla sína hundstíð og fá svo eftirlaun frá TR og finnst ekkert athugavert við það.

Formaður FF skrifar enn og aftur um hvernig lífeyrissjóðirnir séu að notfæra sér skatt sem við borgum af framlagi okkar í sjóðina. Ég hreinlega nenni ekki eina ferðina enn að reyna að koma konunni í skilning um að við greiðum EKKI skatta af framlagi okkar í lífeyrissjóð fyrr en við förum að taka út réttindi okkar og þeirri staðgreiðslu er skilað rétt eins og öllum almennilegum launagreiðendum ber að gera. Það hefur verið reynt að koma vitinu fyrir frúna í þessu máli í rúmt ár og ekkert gerist. Ég gefst upp og læt henni hér eftir að rugla út í eitt.

Að hlusta á umræður á Alþingi er ágætt.

Það hvarlar hins vegar að mér hvort þeir sem ég hallast að núna og gætu hugsanlega breytt aðstæðum öryrkja og aldraðra ásamt þeim sem minnst mega sín í íslensku þjóðfélagi mundu tala eins ef þeir væru við stjórnvölinn.

Er það ekki sorglegt að efinn um efndirnar og fallegu orðin vegi svo þungt í ljósi reynslunnar að jafnvel hið besta fólk njóti ekki vafans í hugum kjósenda?

Mér finnst það sorglegt.

Segjum að þessi ömurlega mannfjandsamlega stjórn fari frá og kosningar gangi í garð.

Hvað gerist?

Jú, allir flokkar, ALLIR FLOKKAR, lofa öllu fögru til þess að fá atkvæði kjósenda.

Síðan færu í stjórn Samfylking, Píratar og kannski Viðreisn. Ég hef ekki mikla trú á Viðreisn sem flokki fyrir venjulegt fólk. Ég mundi vona að ekki yrðu Miðflokksmenn við stjórnvölin og alls ekki MINI sjálfstæðisflokkurinn. Þá er nú fátt um fína drætti.

Líklega þurkast VG út eftir næstu kosningar en Sjálfstæðisflokkurinn á trygga kjósendur sem mundu örugglega veita honum brautargengi eina ferðina enn. Það virðist vera algjörlega vonlaust að koma þessu viðbjóðslega apparati græðgi og eiginhagsmunapotara frá. 30 prósent eldri borgara kjósa þetta aftur og aftur og aftur.

Græðgin mun líklega halda velli hversu oft sem kosið verður.

Loforð gleymast um leið og komið er í stjórnarstólana.

Hvað er til ráða?

Ég held að það þurfi að leggja niður Alþingi og ráða góðan erlendan framkvæmdastjóra fyrir landið. Það þýðir ekkert að hafa einhvern innlendan því hann kæmi án efa úr röðum eina prósentsins.

Auðvitað verður þetta aldrei gert.

Valdapotararnir þurfa sitt og allt stjórnkerfið er rotið í gegn og verður líklega ekki bjargað.

Ég vona að ég verði dauð þegar næsta hrun skellur á en líklega er ekki mikil von til þess að 10 ár líði áður en núverandi liði tekst að flytja peningana til skattaskjólslanda og gefa skít í þá sem eftir sitja.

Viðbjóðurinn er algjör og skrípasker er líklega réttnefni.

Það er ágætt að tala um að ég tali niður til þeirra einu sem eru að berjast fyrir aumingjana. Þeir sem svo tala lýsa sjálfum sér betur en ég get gert. Við erum ekki aumingjar eða minniborgarar eða undirmálsfólk. Við erum venjulegt fólk sem flest hefur fylgt lögum og reglum þjóðfélagsins og lagt okkar af mörkum í þeirri trú að þegar á bjátaði vegna örorku eða aldurs værum við vel undirbúin. Þeir sem kjósa að tala niður til okkar geta gert það en þeir ættu að halda sig á sínum heimavelli og láta okkur hin í friði.

Mér dettur ekki í hug að ganga í hóp þeirra sem trúa lýðskrumi og fagurgala. Það er ekki nóg að baða út öllum öngum og hafa hátt. Það er nauðsynlegt að vita hvað er verið að tala um og þekkja kerfið áður en farið er að bulla út í eitt, jafnvel úr hinum háæruverðuga ræðustól Alþingis og vera ámynntur þaðan er ekki vitnisburður um góða framkomu. Það er sterkara að sýna gott fordæmi en að æpa hátt.

Besta dæmið sem nú blasir við í heiminum er Trump og hans tryggu fylgifiskar.

Það er auðvelt að falla í sömu gildru og Trumps fylgjendur þegar lýðskrum tekur völdin og aumingja fólkið sem trúir skruminu rekur sig að lokum á og fellur með háum skelli.

Ég gagnrýni þegar mér finnst ástæða til og ég hrósa þegar mér finnst það eiga við. Það er engin skömm fyrir mig að viðurkenna ef ég hef haft rangt fyrir mér og kannast ég fúslega við það. Allar skoðanir eru jafn réttháar en kannski eru sumar hættulegri en aðrar eins og dæmin sanna.

Ég er mjög sjaldan sammála fjármálaráðherra en þegar ég hlustaði á hann í morgun tala fyrir því að ekki ættu allir rétt á að njóta afnáms skerðinga frá TR var ég sammála honum og viðurkenni það fúslega en það þýðir ekki að ég mundi eða muni yfirleitt nokkurn tímann kjósa flokk hans.

Hulda Björnsdóttir

 

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: