Hvernig er hægt að hjálpa Wilhelm og konunni hans?

21.nóvember 2018

Hvernig er hægt að hjálpa Wilhelm og konunni hans að komast af án þess að skilja?

Ef þau skilja og búa ein fá þau hvort um sig heimilisuppbót að upphæð krónum 60.516

Wilhelm fær að vísu minna því hann er með lífeyrissjóðstekjur og þær niðurgreiða part af heimilisuppbótinni en kona hans á ekki réttindi í lífeyrissjóði og fengi því upphæðina óskerta.

Fyrir samþykkt nýju laganna um Almannatryggingar sem gengu í gildi árið 2017 var frítekjumarkið 109.600 krónur

Eftir samþykkt nýju laganna um Almannatryggingar var frítekjumarkið 25 þúsund krónur

Auðvelt er að hjálpa Wilhelm og konunni hans með því einu að hækka frítekjumarkið upp í 109.600 krónur.

BB lofaði að frítekjumarkið færi upp í 100 þúsund á einhverjum árum en nú er allt á blússandi góðæris róli og ekki nema sjálfsagt að hækka markið upp í 109.600 krónur fyrir allt liðið. Bara si svona Bjarni Benediktsson.

109.600 eru ekki 120 þúsund sem tvöföld heimilisuppbót er, en þar sem Willa tekjur frá Lífeyrissjóði skerða uppbótina hans þá held ég að þetta gæti komið nokkuð vel út fyrir hjónin.

Nú er ekkert annað en vinda sér í þetta.

Umræður um fjárlög eru á Alþingi og tilvalið að breyta þessu og hjálpa hjónunum út úr ógöngunum sem þau eru að komast í.

Ég efast ekki um að allir sjái hvað þetta er einfalt, það er að segja þeir sem ráða málum, alþingismenn.

Það er óþarfi að flækja einföld mál og hér er lausnin lögð á borð á silfurfati fyrir þingheim og ég efast ekki um að tillögunni verði tekið opnum örmum og samþykkt við umræðuna í dag. Ekki spurning!

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: