Opið bréf til alþingismanna – bréf 2 – um kjör eldri borgara

14.september 2018

Kærkomnar upplýsingar til þingheims, sem ólmur vill bæta kjör hinna fátæku og hyglir ekki þeim betur stæðu í þjóðfélaginu.

Upplýsingar af vef TR:

Hálfur ellilífeyrir og hálfur lífeyrissjóður

Frá og með 1. janúar 2018 er mögulegt að taka 50% ellilífeyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

Hver eru skilyrðin til að taka hálfan ellilífeyri?

  • Vera 65 ára eða eldri.
  • allir skyldubundir lífeyrissjóðir, innlendir og erlendir, sem viðkomandi á rétt í hafa samþykkt töku á hálfum lífeyri.
  • Að samanlögð réttindi frá  öllum lífeyrisjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR.
  •  Að greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR hefjist samtímis.

Er hægt að fá heimilisuppbót með hálfum lífeyri?

  • Já. Þeir sem eru einhleypir og búa einir geta átt rétt á heimilisuppbót.
  • Með hálfum ellilífeyri greiðist hálf heimilisuppbót.
  • Heimilisuppbót með hálfum ellilífeyri er ekki tekjutengd.
  • Ef lífeyrisþegi er ekki í eigin húsnæði þarf að skila inn húsaleigusamningi.
  • Sækja þarf um heimilisuppbót.

Má ég vinna samhliða töku hálfs ellilífeyris?

Já, því tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR

 

Hér er eitt og annað sem mér finnst vert að skoða.

Dæmi 1:

Hafi ég 300.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði fæ ég hálfan ellilífeyri frá TR sem er þá krónur 119.742

Síðan fæ ég heimilisuppbót, hálfa, krónur 30.258 og eru þessar tölur fyrir skatt, eftir skatt eru þetta 148.485 krónur á mánuði, engar skerðingar, bara veisla.

Dæmi 2.

Hafi ég 300.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði og 500.000 krónur í tekjur af atvinnu fæ ég hálfan ellilífeyri frá TR krónur 119.742

Til viðbótar fæ ég hálfa heimilisuppbót krónur 30.258

Eftir skatt eru þetta 148.485 krónur á mánuði, óskertar krónur frá TR

Dæmi 3.

Hafi ég 500.000 krónur frá Lífeyrissjóði og 600.000 krónur atvinnutekjur fæ ég frá TR, ef ég tek hálfan ellilífeyri, krónur 119.742 og í heimilisuppbót krónur 30.258. Þetta gera 150 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og eftir skatt 148.485.

Engar skerðingar og bara veisla.

Svona er þetta hjá hinum efnameiri á meðan aumingi eins og ég sem hef ekki nema 152 þúsund frá lífeyrisjsóði og þarf að taka fullan ellilífeyri frá TR og Lífeyrissjóði, fæ ekki heimilisuppbót þar sem ég bý erlendis og TR skerðir ellilífeyri minn niður í 182.334 (fullur ellilífeyrir eftir skerðingar vegna tekna frá Lífeyrissjóði)

Minn ellilífeyrir er krónur 182.334 á mánuði fyrir skatt á meðan hálfur ellilífeyrir manns sem hefur 1.100.000 krónur á mánuði í tekjur (frá lífeyrissjóði plús atvinnutekjur) er krónur 150.000 þúsund á mánuði fyrir skatt.

Mismunur er 32.334 krónur, mér í hag!

Fyrir hverja var hálfur ellilífeyrir settur upp?

Jú fyrir hina ríku, þeim er hampað á meðan ég auminginn þarf að niðurgreiða með sparnaði mínum eftirlaun frá TR.

Finnst ykkur þetta réttlátt?

Mér þykir þetta hróplegt órettlæti og auðvitað þarf að vinda ofan af svona vitleysu.

Munu alþingismenn leiðrétta þessa vitleysu?

Ég veit það ekki en geri þó tilraun til þess að senda þessar hugleiðingar og upplýsingar, sem byggðar eru á vef TR, til allra þingmanna.

Vonandi sjá þingmenn óréttlætið og verða fljótir að leiðrétta ruglið.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: