Ég er hokin af barátu fyrir bættum kjörum eldri borgara – þingheimi er sama

18.september 2018

Hér eru nokkrar tilvitnanir í lög um almannatryggingar og ellilífeyri í framhaldi af bréfi mínu til þingmanna um réttindi til töku hálfs lífeyris og sleppa þá við allar skerðingar og fá fulla greiðslu frá TR (hálf eftirlaun), jafnvel þó viðkomandi hafi milljón á mánuði eða meira í tekjur.

Á sama tíma skerðast greiðslur mínar frá TR vegna 152 þúsunda króna tekna frá lífeyrissjóði.

69.greinin fjallar um hvernig upphæðir eftirlauna skuli breytast árlega og ég velti fyrir mér hvort þetta ákvæði sé virt fullkomlega, þ.e. að tekið sé mið af launaþróun og verðlagi samkvæmt vítsitölu neysluverðs.

 

  1. gr.

Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Hér á eftir er svo almennt um ellilífeyrinn og hið stórkostlega frítekjumark krónur 25 þúsund, sé ekki verið að tala um hálfan ellilífeyrir, sem venjulegt fólk hefur auðvitað ekki efni á að nýta sér.

“Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári. Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Ellilífeyrisþegi skal hafa 25.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris. [Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 100.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.] 1) Lækkun vegna tekna tekur þó ekki til hálfs ellilífeyris sem greiddur er skv. 4. mgr. 17. gr. þar til lífeyristaka að fullu hefst.

17.gr. – Heimilt er að greiða hálfan áunninn ellilífeyri samkvæmt lögum þessum frá 65 ára aldri til þeirra sem eiga rétt á ellilífeyri frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og hafa fengið samþykki viðkomandi sjóða til að taka hálfan lífeyri hjá þeim og fresta töku lífeyris að hálfu.

Heimildir skv. 3. og 4. mgr. eru bundnar því skilyrði að samþykkt hafi verið umsókn um áunnin réttindi hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum, sbr. einnig 2. mgr. 52. gr., að teknu tilliti til hinnar varanlegu lækkunar skv. 3. mgr. 23. gr., verði að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri skv. 1. mgr. 23. gr.

Ákvæði 1.–5. mgr. eiga einnig við um heimilisuppbót samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

Einhver tók sæti á Alþingi sem varamaður og var henni talið tekna að hún væri hokin af reynslu.

Ég verð að viðurkenna að ég er hokin af undrun yfir því að enginn þingmaður skuli hafa svarað bréfi mínu um hálf eftirlaun og að aðeins einn skuli hafa svarað fyrra bréfi mínu þar sem ég útskýri hvernig minn lífeyrissjóður niðurgreiðir það sem TR greiðir mér.

Flokkur fólksins sem af miklum móði telur okkur trú um að hann sé fyrir hina lægstu hefur ekki svarað mér. Flokkurinn er þó með 4 þingmenn innanborðs. Nei sá flokkur er upptekinn við Shengen og fleira þvíum líkt. Einn ágætur úr þeim hópi sagði mér að hann væri vel í tengslum við almúgann, væri meira að segja alinn upp hjá verkamannafjölskyldu, þegar ég vændi hann um að vera úr tengslum við okkur sem erum bara venjulegt fólk. Já, og hann kallaði mig meira að segja “Mín Kæra”. Hah.

Samfylkingin sem er nú með þingmann hokinn af reynslu hefur ekki séð ástæðu til þess að svara bréfum mínum þó ég sé hokin af lífsreynslu.

Sjálfstæðisapparatið er auðvitað samt við sig og ekkert að svara einhverju FÓLKI sem angrar það með bréfum.

VG er upptekið við ljósaréttlætingar á fundi sem haldinn var fyrir aðalinn og auðvitað er ekki að búast við svari þaðan.

Viðreisn hefur sýnt sitt rétta eðli í síðustu ríkisstjórn og er skítsama um eldri borgara.

Framsókn og Miðflokkurinn eru auðvitað upptekin af því að hreinsa ráðherra af áburði um óábyrga frammistöðu.

Píratar eru eini flokkurinn sem hefur svarað en reyndar bara einn þingmaður þeirra og svaraði hann mér strax.

Var ekki séð um að löggæslumenn gráir fyrir járnum passaði upp á að sótsvartur almúginn væri ekki að abbast upp á þingheim við setninguna? Ég sá ekki betur.

Auðvitað er sauðsvartur almúginn bara til óþurftar og á að halda sig á mottunni.

Ekki að senda bréf til þingmanna, ekki að gagnrýna að menn séu látnir taka ábyrgð á gerðum sínum í ráðherrastól og alls ekki að vera svo heimskur, þessi sauðsvarti almúgi, að halda að einhver bréf sem send eru fyrir kosningar sé plagg sem takandi er mark á. Nei, það er bara til þess að fá X í pottinn.

Við munum sum eftir bréfi fjármálaráðherra frá árinu 2013, bara svo því sé haldið til haga.

Ég velti fyrirmér núna, og er hokin af áreynslunni, hverjum datt í hug hálfi ellilífeyririnn fyrir hina vellauðugu? Hver var það sem kom með þessa hugmynd?

Ég hef reyndar séð frú formann Landssambands eldri borgara áÍslandi kvarta yfir því að eitthvað sé að framkævmdinni og því þurfi að kippa í liðinn. Annað hef ég ekki rekist á um þetta ótrúlega mál, nema það sem Finnur Birgisson skrifaði fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann benti á að enn væri verið að auka óréttlætið í kerfi TR.

Tugir þúsunda hafa séð opna bréfið mitt til þingmanna frá 9 september á Facebook. Hundruðir hafa deilt póstinum. Margir hafa sett inn komment og lýst sig sammála mér og lýst yfir undrun á kerfinu.

Sumir hafa verið vonlitlir en aðrir þó talað um að við þyrftum að láta heyra í okkur meira en nú er.

Líklega fellur þessi ríkisstjórn fljótlega og Samfylkingin kemst að. Fari flokkurinn í eina sæng t.d. með hinum dæmalausa sjálfstæðis útibúsflokki “Flokki Fólksins” lýst mér ekki á.

Ég ætla svo sem ekkert að hafa skoðun á því hverjir stjórna eftir næstu kosningar en eitt er þó víst að þeir sem ALLTAF hafa kosið D listann munu gera það áfram, sama á hvaða aldri þeir eru.

Það er engin hætta á því að loforða súpan renni ekki af stað en spurningin er hverju trúir fólk.

Þeir eldri borgarar sem hafa kosið og munu kjósa Sjálfstæðisflokkin eiga auðvitað ekki skilið að ég sé að berjast fyrir bættum kjörum þeirra, eða hvað?

Kannski eru mestu vonbrigði mín “Flokkur Fólksins” sem hefur sýnt sig með atkvæðagreiðslum í þinginu að vera flokkur heldri stréttarinnar og koma orð stúlkunnar sem sagði við pabba sinn fyrir kosningar “Pabbi ætlarðu virkilega að kjósa þetta” , oft upp í huga minn. Það er nefninlega ekki nóg að setja upp helgisvip í ræðustól og skrifa hugljúfar greinar í Moggann um “fólkið okkar”.

“FÓLKIÐ OKKAR” er fyrir bý.

Hokin af baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara á Íslandi læt ég þessu lokið núna.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: