30.mars 2018
Hér að neðan er útreikningur af síðu TR varðandi örorkulífeyrisþega sem hefur engar aðrar tekjur en þær sem koma frá TR.
Takið eftir að heildartekjur frá TR eru eftir skatt kr.204.352.
Öorkulífeyrir kr. 44.866
Aldurtengd örorkuuppbót kr. 6.730
Tekjutrygging kr. 143.676
Frammfærsluuppbót kr. 43.322
Frádreginn skattur kr.-88.137
Persónuafsláttur kr. 53.895 (100% nýting persónuafsláttar)
Samtals per mánuð eftir skatt kr. 204.352
Þegar búið er að borga húsaleigu sem er 220 þúsund þá er komin upp staða sem er mínus 15.648 krónur.
Er ekki eitthvað einkennilegt við þetta dæmi?
Auðvitað veit ég ekki hvort viðkomandi fær einhverjar aðrar uppbætur, ég þekki ekki hvert einstakt mál.
Mér finnst hins vegar eitthvað ekki ganga upp í svona dæmi, þ.e. að viðkomandi geti greitt húsaleigu sem er 220 þúsund krónur á mánuði.
Af hverju lifir viðkomandi? Hvaðan koma peningar fyrir mat t.d.?
Það er hægt að telja manni trú um eitt og annað og ég er óttalega auðtrúa en svona gengur of langt, meira að segja hjá auðtrúa einstakling eins og mér.
Hulda Björnsdóttir