Pólitískur fnikur er ógeðslegur, finnst mér!

  1. mars 2018

Góðan daginn kæru lesendur

Þá er komin niðurstaða í máli TR og Sigríðar Sæland Jónsdóttur varðandi mistök sem urðu við endanlega prentun á lögum no. 116/2016 sem samþykkt voru 13.október 2016.

Endanlegar dómkröfur stefnanda, Sigríðar Sæland Jónsdóttur, voru að að TR greiddi henni 41.776 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr.6.gr. laga nr.38/2001 um vexti og vrðtryggingu af 20.888 krónum frá 1.janúar 2017 til febrúar 2017, en af 41.776 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

TR var sýknuð.

Nú bregður svo við að í umfjöllun í MBL og FRÉTTABLAÐINU er sagt að FLOKKUR FÓLKSINS ætli með málið áfram til æðri dómsstiga og alla leið til Mannréttindadómstóls.

Flokkur fólksins er EKKI nokkurs staðar nefndur, eftir því sem ég best get séð eftir að hafa lesið allan dóminn nokkrum sinnum.

Hvernig getur Flokkur Fólksins farið með mál sem hann virðist ekki hafa verið aðili að í dómsskjölum.?

Ég verð að segja að mér finnst PÓLITÍSKUR FNIKUR af þessum ummælum. Mér líkar ekki slíkur fnikur.

Áður en fólk missir sig algjörlega og finnst ég andstyggileg þá væri ágætt að staldra aðeins við.

Ég spyr mig hvers vegna Flokkur Fólksins komst á þing?

Jú, það var fyrir baráttu gegn ofríki yfirvalda gagnvart hinum verst settu í þjóðfélginu, eða var það ekki?

Ekkert nema gott eitt um það að segja.

Hitt er svo annað mál, og þetta er mitt álit, að oft á tíðum finnst mér flokkurinn nokkuð hvatvís og nefni ég þar til dæmis frumvarpið um frítekjumark atvinnutekna, sem varð til þess að auka misréttið, að mínu áliti.

Þetta var fyrsta frumvarp flokksins minnir mig.

Hvatvísi finnst mér stjórna gífuryrðum nú varðandi dóm í máli Sigríðar Sæland Jónsdóttur.

Flokkur Fólksins getur haldið áfram að baða sig í reiði fólks sem býr við ömurleg kjör og skrimmtir af naumt skömmtuðum tekjum frá TR.

Er lausn vanda þessara hópa að rjúka með smámál til Mannréttindadómstóls?

Er þetta í fyrsta sinn sem lögum er breytt vegna handvammar í endanlegri prentun?

Getur það verið að þó nokkrum sinnum áður hafi þurft að leiðrétta ný lög vegna þess að einhver var að flýta sér að skrá þau inn og innsláttarvilla læddist með?

Þetta á auðvitað löglærður formaður stjórnmálaflokks að vita miklu betur en ég, eða er það ekki?

Ástæða þess að ég studdi þessa málssókn í upphfi var að loksins var farið að framkvæma í stað þess að bla bla blaa endalaus, eins og ég sagði í gær.

Nú tel ég að mál sé að linni og finnst mér að Flokkur fólksins ætti að beina kröftum sínum að því að styðja þá sem nú eru að undirbúa málssókn í málinu sem skiptir verulega máli og leyfa þessu að hvíla sig. Það er komin niðurstaða í 41.776 króna málinu en í dvala liggur mál sem skiptir milljónum fyrir þá sem hafa sparað í Lífeyrissjóði.

Stóra málið er hvernig ríkið notar lögbundnar greiðslur í Lífeyrissjóði til þess að niðurgreiða greiðslur frá TR.

Ríkið stelur lögbundnum sparnaði þínum og mínum, lesandi góður, í hverjum einasta mánuði með skerðingum á greiðslum frá TR.

Finnst Flokki Fólksins ekki kominn tími til þess að snúa sér að alvöru máli og hugsa stórt, eða er það kannski ekki í anda baráttunnar? Ég bara spyr!

Er mikilvægara að baða sig í ljósi máls sem var fyrirfram dæmt til dauða?

Mér finnst mikilvægara að snúa sér að stóra málinu.

Mér finnst mikilvægara að leggja litla málið til hliðar og taka höndum saman með þeim sem eru í alvöru að vinna að stóra málinu.

Stóra málið þarf stuðning allra og engar pólitískar upphrópanir. Allir vita að það er réttlætismál sem kæmi öllum til góða, bæði þeim sem nú eru á lífi og komandi kynslóðum.

Er stóra málið of stórt fyrir FLOKK FÓLKSINS?

Skiptir pólitískt skúmbað meira máli en hagsmunir allra þeirra sem hafa farið að lögum alla sína starfsæfi og lagt fyrir lögbundinn sparnað í Lífeyrissjóði í þeirri von að þegar síðasta skeið ævinnar hæfist yrði þessi varasjóður ekki skertur vegna aðgerða misvitra pólitíkusa?

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: