Dómur Héraðsdóms RVK. Mál nr.E-2175/2017 – Tryggingastofnun ríkisins

27.mars 2018
Þá er komin niðurstaða í máli gegn ríkinu
1. Flokkur fólksins greiðir EKKI málskostnað. Málskostnaður er greiddur úr ríkissjóði.
samtals 1.824.920
Ég tel rétt að halda þessu til haga því í upphafi máls var látið liggja að þvi að FF mundi greiða af eigin fé kostnaðinn við þessa málssókn.

2. Þá að niðurstöðunni.
Enn eru ekki mikil viðbrögð. Ekkert enn á síðu flokksins og herinn með smá klausu og bendil á dómsorð á síðu Héraðsdóms.

Niðurstaðan er sú að TR er sýknuð.

Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart.

Þegar málið hófst var ég ánægð með að loksins væri eitthvað annað gert en að tala og tala. Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að ekki væri líklegt að mál þetta ynnist.

Mér þótti hins vegar gott að nú væri fólk að rísa upp og mótmæla í verki en ekki bara með innantómum eldhúsborðs umræðum.

Nú er þetta mál frá og væri liklega best að snúa sér að því sem virkilega skiptir máli, það er þjófnaði ríkisins á tekjum úr Lífeyrissjóðum og hvernig þær tekjur skerða greiðslur frá TR og eru notaðar til þess að niðurgreiða greislur ríkisins.

Það mál þarf að fara fyrir mannréttindadómstól en fyrst í gegnum dómskerfið á Íslandi. Þetta tekur langan tíma og kannski verður ekki komin niðurstaða áður en ég drepst.

Fyrir komandi kynslóðir tel ég þó að slíkur málarekstur sé mikilvægur og skora á FEB að hysja nú upp um sig buxurnar og ganga í málið af alvöru. Þó það verði einstaklingur sem sækji málið þarf hann að hafa að baki sér samtök sem styðja hann frá upphafi til enda. Það getur enginn einn staðið í svona rekstri sem yrði bæði dýr og tímafrekur.

Auðvitað væri best ef FEB, LEB, Flokkur fólksins og fleiri stjórnmálaflokkar, verkalýðsforystan og fleiri sameinuðu krafta sína en líklega ekki mikil von til þess. Valdagræðgin er of mikil.

Ég býst við því að fólk verði reitt yfir þessari niðurstöðu Héraðsdóms í dag.

Ég vona bara að það verði ekki eytt of miklu púðri í þetta mál. Það hefur í raun þjónað tilgangi sínum. Það hefur vakið fólk af værum blundi og verk komið í stað endalauss blaðurs um hvað eigi að gera og gera svo ekki neitt.

Nú finnst mér vera tími til þess að taka næsta skref og hefja vinnu við hið raunverulega mál, við það sem skiptir máli. Málið sem varðar skerðingar á lögbundnum sparnaði í Lífeyrissjóði.

Eitt stendur þó upp úr enn í þessu máli og það eru hin hroðalegu vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Íslendinga. Engin mál koma fram, þ.e. stjórnarfrumvörp, fyrr en örstuttu fyrir þingslit eða frí. Allt keyrt áfram og enginn tími til þess að horfa gagnrýnum augum á það sem á svo að samþykkja.
Þetta er ekki nýtt fyrirbæri.
Ég hef fylgst með þessu í áratugi og sé enga breytingu. Þetta hefur verið með sama hætti allan þann tíma sem ég lifað og kannski lengur.
Með þessu fyrirkomulagi er gefið að villur slæðast inn, villur eins og voru hvatning að þessar málssókn sem nú hefur tapast.

Alþingi þarf að taka sig á og breyta vinnufyrirkomulagi. Einhverjir þingmenn hafa reynt að malda í móinn en ekki hlustað á þá.

Ég hvet fólk til þess að lesa Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr.E-2175/2017
Það er ekki neinn skemmtilestur en getur þó opnað augu þeirra sem lesa fyrir einhverju.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: