Ný samtök fyrir öryrkja og eldri borgara – Það eina sem eitthvað vit er í

To my foreign readers. This is about the situation in Iceland, written in Icelandic. Sorry about that but there will come one in English tomorrow.

28.janúar 2018

Skrif 2.

Hvað er hægt að gera núna þegar Grái herinn er algjörlega búinn að missa sig í pólitískan áróður og virðist heillum horfinn?

Ekkert?

Jú það er hægt að gera eitt og annað.

Það er hægt að hafa mótmælafundi.

Það er hægt að skrifa mótmælabréf.

Það er hægt að stofna nýtt félag eldri borgara sem væri í samfloti með öryrkjum og þessi samtök gætu snúið bökum saman og barist saman.

Félag eldri borgara og öryrkja væri góð lausn.

Þessir tveir hópar eru ólíkir en þeir eiga samt meira sameiginlegt en það sem sundrar.

Auðvitað er það sorglegt að til skuli vera félagsskapur sem hefur 11 þúsund manns innanborðs en eins grútmáttlaus og raun ber vitni.

Það er sárara en tárum taki að pólitík skuli nú vaða uppi hjá þeim sem hlustað er á þegar kjör eldri borgara ber á góma.

Kjör eldri borgara og öryrkja eru hápólitísk en þau eiga ekki að vera flokks pólitísk eða hægt að nota þau sem skiptimynt í kosningum, hvort sem er til Alþingis eða sveitarstjórna.

Nýjastu tilþrif Gráa hersins að birta grein þess sem varð efstur í kjöri á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er auðvitað þvílíkt hneyksli en í raun mjög gott því hið sanna eðli hersins kemur í ljós.

Gæðingurinn er þekktur fyrir allt annað en að bera hag þeirra sem búa við kröpp kjör fyrir brjósti. Þessi gæðingur er varla með mikinn skilning á því hvernig það er að skrimta, rétt skrimta af tekjum. Nei, hann er vanur að rúnta með fúlgur fjár og hefur ekki þurft að velta fyrir sér hverri krónu.

Svona gæðingum hampar Herinn grimmt.

Ég hef ekki legið á skoðun minni um herinn og ætla ekki að gera það.

Herinn er hættulegur kjörum eldri borgara.

Herinn er pólitískur poppúlisma hópur sem er skítsama um venjulega eldri borgar.

Það þarf að koma á fót samtökum eldri borgara og öryrkja sem standa í lappirnar og þurfa ekki að sleikja sig upp við stjórnmálaöfl sem tútna út á spillingu og valdagræðgi.

Það þarf að stofna samtök eldri borgara og öryrkja sem þora að standa á móti pólítíkusum sem ljúga endalaust fyrir kosningar og veikjast svo skyndilega um leið og þeir eru komnir að kötlunum og muna ekkert eftir loforðunum sem þeir keyptu atkvæðin fyrir.

Grái herinn er nú að hampa Sjálfstæðismafíunni eins og ekkert sé eðlilegra og segjast vera að benda á málflutninginn.

Sér fólk ekki í gegnum þetta?

Hvað er eiginlega að þeim eldri borgurum sem ekki hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn?

Ég kalla eftir fólki til þess að vinna saman að kjörum eldri borgara og öryrkja. Ég kalla eftir því að þeir sem hafa talað sem mest um að nú eigi að fara í mál við ríkið og reka það fyrir Mannréttindadómstóli, búi til ný samtök.

Samtök eldri borgara og öryrkja, sem hafa það að markmiði að sækja rétt þessara hópa, hvað sem það kostar.

Það getur enginn einn gert þetta en hópur fólks sem hefur áhuga getur það.

Við getum ekki treyst FEB, LEB eða hernum sem er angi af FEB.

Þessi samtök eru pólitískur skrípaleikur og ekkert annað. Þeirra sjálf skiptir meira máli en einhverjir gamlingjar úti í bæ.

Við þurfum ný samtök. Við þurfum samtök sem þora og vilja. Við þurfum að standa saman og hafa hátt þar til baráttan og réttlætið hefur skilað árangri.

Ég er viss um að öryrkjar eru tilbúnir í svona slag. Öryrkjar eru ekki aumingjar, frekar en fólk sem er komið yfir 67 ára. Öryrkjar eru duglegt fólk sem hefur orðið fyrir áföllum sem eru stærri en hjá venjulegu fólki. Þeir vita hvað það er að berjast fyrir rétti sínum.

Venjulegt fólk sem komið er yfir 67 ára aldurinn er með kjark og þor. Þetta fólk vill og getur. Það er engin ástæða til þess að láta aumingja í forystu samtaka aldurshópsins halda okkur endalaust í fátækra gildru á meðan forystan drekkur úr gull staupum.

Nú þurfum við, hin venjulegu, að taka til okkar ráða.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: