Okkar tími er núna !

One more blog about the situation in Iceland, the land of  prosperity where the elderly and handicapped are left behind and are just numbers. Sorry my foreign friends who are following my blogs. There will be an English blog soon.
30. janúar 2018
Góðan daginn
Þá er þessi mánuðurinn að verða búinn. Næstur er febrúar með 28 daga og er það gott mál. 3 dagar skipta máli fyrir eftirlaunaþega og öryrkja.
3 dagar geta verið tilhlökkunarefni og kannski hægt að hafa eitthvað á borðum hérumbil allan mánuðinn.
Það er mikið rætt um að eitthvað þurfi að gera í málum þessara hópa.
Já, það er rétt.
Svo einkennilega vill til að við erum hvorki exel skjal eða aumingjar.
Formaður FEB lítur á okkur sem hina minnstu bræður sem þurfa aðstoð.
Ég sé rautt þegar ég les svona kjaftæði.
Við, eldri borgarar og öryrkjar erum ekki eitthvað ómerkilegt skjal.
Við erum fólk.
Við erum lifandi verur.
Já, við erum reyndar líka eitthvað sem vaknar fyrir kosningar. Við erum atkvæði.
Þegar við verðum atkvæði opnast flóðgáttir loforða og samkenndar og allir verða svo ægilega góðir, allt í einu, og vilja allt gera fyrir aumingjana.
Svo er talið upp úr kössunum og þá gleymist þetta fólk, VIÐ.
Síðan við hátíðleg tækifæri kemur formaður FEB og LEB og fleiri og tala um hvað það sé nú mikill kærleikur í því að hjálpa þessum litlu meðbræðrum.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst lítið koma til skrifanna.
Mér finnst málflutningurinn ómerkilegur.
Ég verð reið þegar ég er kölluð minnsti bróðir samfélagsins.
Ég verð öskureið fyrir hönd allra hinna sem eru komnir yfir 67 ára og eru bara misjafnlega vel stödd, og topparnir tala niður til okkar.
Auðvitað hafa þingmenn komið sér vel fyrir og þurfa ekki að kvarta yfir eftirlaunum sínum eða að nokkrum detti í hug að kalla þá hina minnstu bræður.
Nei, það var ágætur sjálfstæðismaður sem gekk frá því áður en hann lét af embætti, fyrir langa löngu, að kjör alþingismanna og ráðherra væru tryggð þegar að eftirlaunum kæmi.
Hræsnin lætur ekki að sér hæða.
Ég sagði það í fyrradag að nú þyrfti að stofna ný samtök, samtök sem berjast fyrir rétti eldri borgara og öryrkja. Samtök sem væru knúin af hugsjón en ekki einhverjum viðbjóðslegum flokks pólitískum hagsmunum.
Hvað fólk getur tekið þetta að sér?
Ég veit það ekki.
Ég er hins vegar bjartsýn að eðlisfari og trúi því að í báðum hópum leynist einstaklingar sem loga af eldmóði og vilja framkvæma í stað þess að tala endalaust um að gera þurfi eitthvað og svo er ekkert gert.
Þetta eitthvað er svo undarlega þaulsætið.
Eitthvað er ekki til neins.
Eitthvað er bara orð sem fer nokkuð vel innan um önnur falleg fyrirheit.
Ég kalla eftir því að nú taki fólk sig saman og framkvæmi. Jarði hugtakið eitthvað og lífgi við “Þetta er það sem við erum að gera”
Barátta er skemmtileg en hún getur verið erfið.
Það hefst ekkert nema með baráttu.
Í gær öskraði ég á brjálaðan nágranna á Íslensku, nágranna sem hefur öskrað á allt og alla í þau 7 ár sem ég hef búið hérna. Íslenskan kom sér vel. Kauði skildi auðvitað ekkert og hélt að ég væri að tala ensku og skipaði mér að tala portúgölsku.
Þessi gaur hefur öskrað á konuna sína þar til hún skildi við hann og flúði í burtu. Hann hefur öskrað á mömmu sína og lamið í plokkfisk. Hann hefur öskrað á unga þroskahefta stúlku sem hann náði á sitt vald en hefur nú verið fjarlægð frá honum. Hann öskraði á mig í gær og hamaðist í mér með lygum og þvættingi.
Hingað til hef ég þagað. Í gær, þegar ég stóð á svölunum mínum í náttfötum með hárið út í allar trissur og frekar ófrínileg ákvað ég að nú væri komið nóg.
Ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Þurfti reyndar að hafa fyrir því að finna blótsyrðin á íslenskunni þar sem ég nota þau ekki venjulega en þetta tókst.
Í morgun læddist kauði út með skottið á milli lappanna. Líklega hefur engin kona verið jafn hrikalega ósvífin að öskra á hann og mótmæla ruglinu. Ekki fyrr en í gær. Þá gerðist það.
Þegar ég vaknaði í morgun eftir góðan nætursvefn datt mér í hug hvað þessi 7 ára hryllingur í kringum mig ber keim af þeirri endalausu baráttu sem eldri borgarar og öryrkjar búa við á Íslandi.
Nú er semsagt tíminn kominn til þess að rísa upp og bæta kjör eldri borgara og öryrkja á Íslandi. Auðvitað er ég ekki að leggja til að fólk haldi af stað í náttfötunum og illa útlítandi í morgunsárið.
Kæra fólk, okkar tími mun ekki koma nema við gerum róttækar breytingar sjálf.
Nú er okkar tími.
Nú er auðvaldið og slepjan að renna sitt skeið.
Nú rísum við upp.
Með kærri baráttukveðju
Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: