Hækkun frítekjumarks vegna greiðslna úr lífeyrisjsóði – Hvar er það frumvarp?

23.desember 2017
Góðan daginn kæru lesendur
Dagur skötunnar er í dag. Ekki í Portúgal heldur á Íslandi samkvæmt venju sem var áður en ég flutti burt fyrir langa langa langa löngu.
Ég viðurkenni fúslega að ég sakna skötuboðsins heima hjá vinkonu minni og manni hennar á Arnarnesinu. Engin kæst skata hjá mér, aldrei, æi æi æi.
Ég fæ stundum nýja skötu í fiskborðinu hjá vinum mínum í Intermarze og kaupi hana og grilla eða sýð og alltaf kemur þessi kæstu skata söknuður upp.

Í kvöld ætla ég að senda öllum jólakveðju hér en núna er uppi á teningnum kvart og kvein.

Inga og Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna launatekna eldri borgara.
Inga og Flokkur fólksins ætla kannski seinna að leggja fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum.

Svo ætlar flokkurinn líka að gera eitthvað fyrir öryrkja, seinna.

Það er ágætt að skrifa greinar í dagblöð og vera hugljúfur.

Það er eiginlega enn betra að vera í sambandi við raunveruleikann og gera sumt núna en ekki seinna.

Ég ætla ekki að halda því fram að Flokkur fólksins sé ekki fullur af góðu fólki. Nei, alls ekki.

Ég ætla ekki heldur að segja að þau séu ekki að vinna eins og ljón á þingi, það væri nú annað hvort, komnar myndir og alles á Facebook þar sem þau eru sýnd og grúfa sig yfir einhverja pappíra, sem sagt er að sé fjárlagafrumvarpið.

Ekki ætla ég heldur að segja að þau hlusti ekki á hagsmunasamtök og fari eftir þeirra tillögum. Nei, alls ekki.

Það sem gerðist var að Flokkur fólksins hlustaði á samtök eldri borgara FEB og LEB og rök þeirra um algjöra nauðsyn þess að létta af skerðingum vegna launatekna eldri borgara.

Hagsmunasamtökin FEB og LEB ráku ekki gengdarlausan áróður fyrir því að skerðingar vegna lífeyrissjóðstekna yrðu afnumdar.
Af hverju ekki?
Ég er svo illa innrætt að það læðist að mér sá grunur að hér sé um eiginhagsmuna pólitík að ræða. Formaður FEB þ.e. fyrrverandi og núverandi formaður LEB ásamt fleirum sem eru í fararbroddi fyrir þá sem eru í þessum samtökum hafa einfaldlega laun, ágætis laun, fyrir vinnu sína og vilja meira.

Það var sterkur leikur að gagnrýna fyrrverandi formann LEB og troða svo þáverandi fráfarandi formanni FEB í embættið.
Sterkur leikur fyrir hagsmunapotið en ekki fyrir hinn almenna eftirlaunaþega.

Auðvitað má ekki gagnrýna hvorki Gráa herinn, sem er partur af FEB eða LEB. Það er guðlast.

Ég segi enn og aftur, líklega í hundraðast skipti, þessi samtök í þeirri mynd sem þau eru og barátta þeirra fyrir áframhaldandi vinnu eldri borgara þar til við drepumst er hættuleg.

Auðvitað hlusta nýliðar eins og Flokkur Fólksins á svona lið. Flokkur fólksins er svo blár enn á bak við eyrun að hann sér ekki í gegnum svikin. Hann sér ekki í gegnum hræsnina hjá FEB og LEB og Gráa Hernum.
Frumvarp flokks fólksins verður væntanlega ekki samþykkt en það er komið fram og það er mjög slæmt mál. Svona upphlaup er til þess eins að rýra málstað þeirra sem vilja ekki eða geta ekki unnið fram í rauðann dauðann.
Ég vona svo sannarlega að Flokkur fólksins sjái að sér og hætti svona vitleysu og ígrundi mál betur.

Það væri hroðalegt ef þau hlypu upp til handa og fóta og kæmu með frumvarp fyrir öryrkja þar sem vinnubrögðin væru svipuð og í máli eldri borgara.

Grái herinn, FEB og LEB eru hættuleg á meðan áhersla þeirra breytist ekki. Formaður FEB talar niður til okkar frá hásæti sínu og kallar okkur minnstu bræður sem rétta þurfi hjálparhönd.
Ég hélt í einfeldni minni þegar núverandi formaður FEB var kosinn að það væri til góðs fyrir félagið. Ó nei, það hefur komið á daginn að enn einn konungurinn hefur sest í valdastól. Konungur sem þarf ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum og hefur ekki hugmynd um líðan almennings sem berst í bökkum alla daga, ekki bara fyrir jól, ALLA DAGA.

FEB hefur innan sinna vébanda 11 þúsund félagsmenn.
Eldri borgarar eru 40 þúsund eða þar um bil.
FEB hefur með málflutningi sínum hunsað vilja þeirra sem EKKI eru í félaginu og jafnvel þeirra sem í félaginu eru.

Þýðir eitthvað fyrir mig að segja við Gráa herinn að stjórnmálamenn hafi hlustað á málflutning hersins? Nei, það þýðir ekki. Þau segja mig fara með rangt mál og jafnvel blokka upplýsingar sem byggðar eru á tölum frá ekki ómrekilegra apparati en TR, einfaldllega vegna þess að ég skríð ekki fyrir höfðingjunum og voga mér að mótmæla.

Nú hamast herinn við að reyna að klóra í bakkann og ferst það óttalega aumingjalega. Það er erfitt að verja vondann málstað með trúanlegum rökum. Slíkur málstaður er varnarlaus.

Ég veit ekki hver ætti að taka við forystu í LEB eða FEB. Ég hvet hins vegar fólk eins og þau sem nú sitja á þingi fyrir Flokk fólksins að hlusta á fleiri raddir en þær sem hljóma ótt og strítt frá FEB og LEB. Þær raddir tala ekki fyrir hönd mína og mikils meirihluta þess sem nú étur það sem úti frýs.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: