Grein 3 vegna nuna.is og fullyrðinga um skattaparadís í Portúgal

12th December 2017

Grein 3 vegna gylliboðs nuna.is – https://www.facebook.com/valhallaparadis/?ref=br_rs

Þegar vondur málstaður er fyrir hendi þá eru athugasemdir ekki vel þegnar.

Þetta kemur vel fram hjá Valhalla síðunni, sem auglýsir grimmt gull og græna skóga í hinu ágæta landi mínu Portúgal.

Ef rennt er í gegnum comment á síðunni er ljóst að þeir sem reyna að malda í móinn eru ekki velkomnir. Athugasemdum þeirra er eytt og nú hefur verið lokað fyrir athugasemdir á þeim þræði sem ég fylgdist með.

Ég hef skrifað 2 greinar um málið á facebook síðu mína og póstað þær public.

Allir sem hafa áhuga á gylliboði Valhalla ættu að minnsta kosti að renna í gengum það sem ég hef að segja. Ég bý í landinu og er eftirlaunaþegi frá Ísland og þekki málið því nokkuð vel.

Portúgal er ekki frískatta land. Hér eru borgaðir skattar rétt eins og annars staðar í heiminum. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem sjá sóma sinn í því að nota opinbera þjónustu eins og heilsugæslu og vegakerfi ásamt fleiru og halda að slík þjónusta sé ókeypis.

Það vill nú svo einkennilega til að einhver þarf að borga læknum og starfsfólki sjúkrahúsa laun. Lögregla í Portúgal vinnur ekki í sjálfboðavinnu, þeir fá greidd laun. Ótrúlegt en satt!

Þessi einhver sem greiðir eru skattgreiðendur.

Flotta fólkið sem sýnt er á youtube er auðvitað á hraðferð í átt að þeim tíma ævinnar sem heilsugæsla er mjög mikilvæg.

Greiði þetta flotta fólk ekki skatta í landinu getur það ekki fengið heilbrigðisþjónustu. Er það ekki rökrétt?

Ég hvet fólk eindregið til að hafa í huga að hljómi tilboð of vel til þess að geta verið satt þá er það ábyggilega ekki satt.

Mér þykir áhugavert svo ekki sé meira sagt hvernig Valhalla skríbentar svara á Facebook. Þeir vísa nær undantekningalaust í auglýsinguna og ef ekki þá benda þeir fólki á að hafa samband við einhvern.

Þeir sem hafa áhuga og vilja til þess að kynna sér þessi ótrúlegu skattafríðindi í Portúgal gætu hæglega haft samband við RSK og TR á Íslandi. Svo gætu þeir haft samband við IRS hér í Portúgal en auðvitað þyrftu þeir að tala portúgölsku. Þeir gætu einnig, ef þeir vildu, haft samband við mig í gegnum Facebook síðu mína. Ég er tilbúin til þess að svara öllum þeim spurningum sem ég get. Viti ég ekki svarið eru hæg heimatök hjá mér að afla upplýsinga þar sem ég þekki vel til i opinberum apparötum hér í landinu og hef greiðan aðgang að upplýsingum sem eru áreiðanlegar.

Skattsvik eru viðbjóðsleg í mínum huga. Þeir sem þau stunda eru að láta mig borga fyrir sig opinbera þjónustu og mér þykir það ekki gott. Ég hef nóg með mig þó aðrir séu ekki að þröngva sér upp á mitt framlag til samfélagsins.

Jú, það er til gullvisa hér í landinu en það er ekki fyrir venjulegt fólk. Það er eins og ég hef áður bent á fyrir hina vellauðugu. Ég býst varla við að vellauðugir Íslendingar hafi þörf fyrir að flýja til Portúgla. Mér þætti líklegra að þeir færu til Spánar, sem er þróaðra land en Portúgal.

Látið ekki blekkja ykkur með gylliboðum eins og Valhalla apparatið er að bjóða ykkur.

Mér var bent á nuna.is og þess vegna er ég að blanda mér í þessa ósvífni þeirra sem um síðuna og auglýsinguna sjá. Hefði góður vinur minn á Íslandi ekki vakið athygli mína á málinu væri ég bláeyg og vissi ekkert um svikin. Ég tel það skyldu mína að vara við þegar ég sé rangfærslur líkar þeim sem nuna.is hefur fram að færa. Þeir hafa greinilega borgað fyrir auglýsinguna á Facebook og þess vegna kemur hún endalaust fram í Fréttaveitu (held að þetta sé rétt nafn hjá mér á íslensku). Þið sem hafið áhuga gætuð til dæmis tilkynnt auglýsinguna sem rusl hjá Facebook. Hópurinn sem nuna.is er að sækjast eftir er á Íslandi og þess vegna hefur fyrirbærið ekki birst hjá mér óumbeðið. Ég tilheyri ekki markhóp nuna.is

Hulda Björnsdóttir

 

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: