Hvað eru skerðingar bóta Almannatrygginga?

16. desember 2017

Við tölum sífelt um skerðingar og ég velti fyrir mér hvort fólk viti í raun hvað verið er að tala um.

Ég ætla að taka hér dæmi þar sem ég gef mér að einstaklingur hafi 146.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði og hins vegar einstaklingur sem hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyrir frá TR.

Í dæminu um gifta einstaklinginn langar mig að benda á að þeir sem ekki búa á Íslandi eru undir sama hatti, þ.e. þeir fá ekki heimilisuppbót.

Stjórnmálamenn tala oft fjálglega um 280 þúsund lífeyri. Sú tala er með heimilisuppbót og er ekki grunnlífeyrir. Grunnlífeyrir er 228.734 krónur samkvæmt reiknivél TR í dag 16.12.2017

Dæmi 1.

Einstaklingur í sambúð eða giftur og fær 146.000 greitt frá Lífeyrissjóði:

Greiðsla per mánuð frá Tr. Kr. 174.284 – skattur + persónuafsláttur = 162.810

Greiðsla per mánuð frá Líf kr. 146.000 – skattur = kr. 92.068

Heildargreiðsla per mánuð að frádregnum sköttum = 254.878

Dæmi 2.

Sami einstaklingur en nú fær hann ekki greitt frá Lífeyrissjóði:

Greiðsla per mánuð frá TR kr.228.734 (grunnlífeyrir) engin heimilisuppbót – skattur kr.84.494 + persónuafsláttur = 197.147

Niðurstaða:

Dæmi 1 fær greiddar 245.878 krónur á mánuði

Dæmi 2 fær greiddar krónur 197.147 á mánuði

Mismunur er krónur 57.731 og er það talan sem eftir stendur af 146 þúsund króna greiðslu úr Lífeyrissjóði. Sá hefur greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsæfi ásamt sköttum og skyldum. Hann hefur verið búsettur á Íslandi alla starfsævi sína.

Grái herinn hefur barist grimmt fyrir því að launatekjur eftirlaunaþega væru ekki skertar.

Ég hef ekki séð sömu hörku frá hernum til varnar greiðslum frá Lífeyrissjóðum.

Hvað ætli valdi því?

Nú hefur herinn náð því marki að atvinnutekjur verða væntanlega ekki skertar á sama hátt og tekjur úr Lífeyrissjóði.

Ríkisstjórnin ætlar ekki að gera neitt til þess að leiðrétta þetta misrétti. Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort þingheimur, yfirleitt, skilji hvað hann er að tala um þegar rætt er um skerðingar bóta Almannatrygginga.

Kannski ættu þingmenn að hætta að skrolla síma sína og fara að vinna vinnuna sína og kynna sér hvað felst í aðgerðarleysi fjárlagafrumvarps núverandi, nýrrar, ríkisstjórnar.

Í báðum dæmum hér að ofan eru gefnar sömu forsendur um hjúskaparstöðu viðkomandi. Í öðru dæminu stelur ríkið af greiðslum úr lífeyrissjóði, í hinu dæminu er ekkert til þess að skerða.

Vaknið þingmenn Vinstri grænna. Það er vonlaust að Sjálfstæðisflokkur vakni, hann hefur sofið síðan árið 2013 þegar BB skrifaði eftirlaunaþegum hjartnæmt bréf til þess að véla út úr þeim atkvæði. BB lofaði öllu fögru en sveik ekki bara sumt. Hann sveik allt sem í bréfinu góða var lofað.

Hið sorglega er að nú er BB í fjármálaráðuneytinu, aftur, og getur sett upp stór augu og talið fólki trú um að allt sé nú svo voða gott á landinu, hagsæld mikil og miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Jú, hagsældin er líklega meiri en nokkru sinni fyrr en hún er ekki fyrir almenning. Hún er fyrir hina ofurríku.

Þingmenn, þegar þið skoðið launaseðilinn ykkar fyrir desember bið ég ykkur að minnast þeirra sem hafa fengið 197.147 krónur í sitt umslag þennan desember. Þið skuluð líka hafa í huga þá sem fengu krónur 254.878 í sitt umslag. Eftir að þið hafið skoðað þetta gæti verið gott fyrir ykkur að hugleiða hvernig þið færuð að því að lifa út mánuðinn á krónum 197.147 krónum og hvort þið væruð hamingjusöm með að sparnaður ykkar í Lífeyrissjóð alla ykkar starfsævi væri étinn upp af opinberu apparati. Þeir sem spöruðu gætu verið í sömu sporum og dæmi hér að ofan en líklega er ykkur bara alveg hjartanlega sama.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: