14. janúar 2023
Það er undarlegt að vera sökuð um að reyna að drepa börnin á efri hæðinni með því að kveikja upp í arninum þegar kallinn stendur úti með dóttur sína við hlið sér og vindurinn feykir sígaréttureyknum beint framan í barnið. Það er ekki óholt!
Ég kunni ekki við að taka mynd af greyinu þar sem hann var með barnið en þessi er þegar stelpan er farin yfir götuna.
Frúin á neðri hæðinni kom út og spurði hann hvernig gengi með reykinni inni hjá honum og það sást á látbragði að allt var að fara til fjandans vegna brjáluðu kellingarinnar fyrir neðan hann, semsagt verið að tala um mig!
Hann hefur lýst því yfir að þau séu öll hóstandi og alveg að farast en eina manneskjan sem ég heyri hósta er kallinn og það er eðlilegt þar sem hann er stórreykingamaður. þeir hósta jú upp slíminu á morgnana og yfir daginn!
Þetta er bara hlægilegt og ég bíð róleg eftir næstu uppákomu þegar hann safnar liði og bankar upp á aftur.
Þetta ágæta fólk fór ekki niður og bar út 25 fötur af vatni úr kjallaranum. Nei, þau létu það bara vera og þóttust ekki sjá hvað var að gerast. Sem betur fer hefur ekki ringt í 3 daga og mér tókst nokkurn vegin að koma öllu vatninu út áður en næsta törn hefst.
Það er auðvitað ágætis líkamsrækt að beygja sig og moka vatni upp í fötur og bera svo út og henda . Ég er ekki viss um að hjartað í mér þoli margar svona lotur en það kemur í ljós.
Mér finnst þetta allt ferlega andstyggilegt en á ekki kost á því að flytja burt svo valið er að bretta upp ermar og gefa vitleysingum langt nef eða þannig.
Hulda Bjornsdottir
