Heimskir Skaftalingar stjórna gengi krónunnar

10. janúar 2023

Það er sárgrætilegt að sjá hvernig krónan djöflast nú og verðmæti hennar verður að engu.

Hvað er eiginlega að gerast núna?

Hvers vegna stekur hún eins og púkinn á fjósþakinu?

Hvað er seðlabankinn að gera?

Það þarf enginn að segja mér að það væri ekki hægt að koma í veg fyrir þessi stökk og það þarf heldur ekki að reyna að sannfæra mig um að einhverjar hástemmdar yfirlýsingar komi mér í skilning um að þetta sé jú bara svona af því að krónan er ekki EVRA.

Þetta er allt af mannavöldum.

Þeir ríku verða ríkarai og þeir fátæku fátækari, þannig er þetta á Íslandi og hefur líklega alltaf verið.

Ég skil ekki að fólk, almenningur, skuli ekki kveikja á perunni og sjá hvað þetta er allt saman heimatilbúið og gert af yfirlögðu ráði.

Nú koma einhverjir spekingar og ætla sér að koma þessari konu í skilning um að hún skilji ekkert.

Gott og vel. Ég get vel viðurkennt að ég er ekki jafn gáfuð eða mikilfengleg og skaftalingarnir sem tala niður til mín.

Þessir skaftalingar eru glaðir með sitt og er alveg skít sama um hvernig ég og aðrir líkir mér fara að því að gera skynsamlegar áætlanir og horfa á þær allar fjúka út um gluggann út í veður og vind.

Mikið pakk er þetta sem stjórnar með handstýringu gengi krónunnar.

Ég held áfram að vera EKKI skaftalingur, og ég held áfram að rífa mig þegar mér sýnist og gefa skaftalingunum langt nef. Þið eruð heimskingjarnir sem skiljið ekki venjulegt bókhald.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: