Gargandi kall

25. desember 2022

Dyrabjöllunni var hringt og öskrandi menn fyrir utan

ég fór til dyra og þar stóðu 2 karlmenn, kallinn uppi sem er annað hvort frá Siriu eða Morokkó, og hinn var sá sem er frá Braisliu, risastór og mikill gaur.

Erinndi þessara tveggja var að segja mér að það væri reykur uppi hjá kallinum fyrir ofan þegar ég kveikti upp í arninum.

Siriinn argaði og gargaði og ég hélt að hann ætlaði að berja mig. Hinn hélt aftur af honum. Þetta gekk nokkurn tíma og þá kom nágranni af neðri hæðinni til þess að athuga hvað væri í gangi.

Forsaga málsins er að fyrir nokkrum vikum kom kallinn og kvartaði yfir reyk. Ég fékk mann til þess að skoða hvað væri í gangi og þá kom í ljós að rör úti upp úr strompi er of stutt, eða eitthvað svoleiðis

Ég bauðst til að láta laga strompinn fyrir nokkrum vikum en sá brjálaði vildi ekki að ég gerði það og sagði að þetta væri vandamál condominiums, sem er auðvitað rétt en þá þarf að tala við þau, ég bauð honum að koma með mér og tala við companíið en það vildi hann ekki.

Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að drepast ekki úr kulda og eftir að ég spurði fyrrverandi nágranna hvort þetta hefði verið valdamál þegar þau bjuggu fyrir ofan mig sagði hann ekki svo vera.

Þetta er ekki það eina sem sá brjálaði hefur gert.

Fyrir nokkrum dögum hafði kallinn lagt of nærri mínum bíl og komst ekki út úr stæðinu. hann gerði sér lítið fyrir og keyrði inn í minn og færði hann þannig. Ég horfði á þetta og auðvelt hefði verið fyrir vitleysinginn að koma og hringja dyrabjöllunni og biðja mig að færa minn bíl en það var of mikil fyrirhöfn. Kellingin hans argaði og gargaði af svölunum og þau vildu ekki að ég kallaði á lögregluna.

Ég bauð kallinum áðan, þegar hann gargaði yfir reyknum að kalla á lögregluna, en það vildi hann ekki.

Það er eitthvað einkennilegt við þetta all saman. Hann keyrir á flottum stórum bens og ég sé hann aldrei fara til vinnu á morgnana og koma á kvöldin. Auðvitað gæti hann unnið á netinu en þetta er einkennilegt.

Á morgun ætlar nágranninn niðri að taka þann argandi til Ansiao og tala við condominum companíið! Hann vill fara með henni en vildi engan vegin fara með mér þegar ég fór fyrir nokkrum vikum, eftir fyrsta kvart frá gaurnum.

Þetta fólk er brjálað. Það er ekki nokkur vafi á því og ég er dauðhrædd. Auðvitað átti ég að taka þetta upp á símann hjá mér og næst geri ég það þegar gaurinn lemur dyrnar.

Nú þori ég auðvitað ekki fyrir mitt litla líf að kveikja í arninum og sit í kuldanum.

Mann helvítið er brjálaður. Hann hefði getað talað við mig um málið í rólegheitum en kaus að garga og ógna mér. Hefði hinn ekki haldið aftur af honum væri ég líklega ekki að skrifa þetta.

Næst kalla ég á lögregluna um leið og hann ræðst að mér, það er alveg víst. Og auðvitað tek ég hann upp á símann máli mínu til stuðnings.

Eitthvað verður að láta undan og ég er ekki viss um hvað það verður.

Þessi jóladagur verður minnisstæður, það eitt er víst.

Like

Comment

Share

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: