Hvað sæti eftir af 200 þúsund króna frítekjumarki?

30.ágúst 2022

Hvað mundi gerast ef frítekjumark greiðslna frá TR hækkaði upp í 200.000 á mánuði?

Hvaða afleiðingar hefði það á greiðslur frá sveitarfélagi, félagslegri aðstoð?

Hvað situr eftir af þessum 200.000 þegar upp er staðið hjá t.d. eftirlaunamanneskjunni?

Það er ekki nóg að horfa bara á eitt atriði, það þarf að skoða afleiðingarnar til enda.

Ég hef grun um að það væri ekki sérlega hagstætt sem út kæmi þegar allt væri skoðað.

Vandinn við kerfi almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar er svo flókið að líklega skilur enginn manneskja það fullkomlega, og margir sem sitja á Alþingis skilja líklega minna en ekkert í því kerfi sem hefur verið stagbætt eins og bútasaumsteppi.

Dæmi 1.

Einungis tekjur frá TR: Heildartekjur fyrir skatt krónur 286.619, heildartekjur eftir skatt krónur 250.393

Hér mundi 200 þúsund króna frítekjumark ekki hafa nein áhrif.

Dæmi 2.

N‘UNA:   199 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði. Heildartekjur á mánuði fyrir skatt krónur 407.319 (frá líf krónur 199.000 + frá TR krónur 208.319), heildartekjur á mánuði eftir skatt: krónur 330.738

Hér mundi 200.000 króna frítekjumark hækka útborguð laun um krónur um 48.585 þúsund á mánuði og dæmið líta svona út:

Heildartekjur á mánuði fyrir skatt krónur 485.619 (frá lífeyrissjóði krónur 199.000 + frá TR krónur 286.619), heildartekjur á mánuði eftir skatt: krónur 379.323 krónur á mánuði

MISMUNURINN ER KRÓNUR 48.585 EFTIR SKATT samkvæmt reiknivél TR

Bíddu nú við:

Hvað varð um 200 þúsund frítekjumarkið?

200.000 mínus 48.585 samasem 151.415 krónur sem ríkið tekur til sín í skatt af hækkuðu frítekjumarki.

Þessar tölur eru samkvæmt reiknivél TR og tekjur frá Lífeyrissjóði eru 199.000 á mánuði og manneskjan fær ekki heimilisuppbót.

Ég veit ekki hvernig aðrar félagslegar bætur mundu breytast. Ég þekki það kerfi ekki en vafalaust mundi eitthvað fara úr skorðum þar.

Það er allt í lagi að velta svona dæmum fyrir sér til enda finnst mér

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: