25. ágúst 2022
Skerðingar og skattar!
Hvernig er þetta allt saman á mannamáli?
Hver hirðir mismuninn?
Ég spyr alþingismenn:
Er þetta jafnræði og er þetta sanngjarnt?
Hvers vegna sitja ekki allir eldri borgarar við sama borð þegar komið er að skerðingum?
Mun einhver alþingismaður svara þessari spurningu? Ég efast um það.
Vita þingmenn að skerðingar renna í vasa ríkisins?
Það vita allir, og líklega líka þingmenn, að skattar renna í ríkissjóð en vita þeir hvert skerðingarnar renna?
Hér eru dæmi um misréttið og skýring á því hve mikið ríkið hirðir af ellilaunum þeirra sem eru með 199 þúsund krónu mánaðartekjur ef þeir á annað borð hafa einhverjar tekjur utan þess lífeyris sem ríkið skammtar:
Dæmi 1.
Einungis tekjur frá TR: Heildartekjur fyrir skatt krónur 286.619, heildartekjur eftir skatt krónur 250.393
Dæmi 2.
199 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði. Heildartekjur á mánuði fyrir skatt krónur 407.319 (frá líf krónur 199.000 + frá TR krónur 208.319), heildartekjur á mánuði eftir skatt: krónur 330.738
Dæmi 3.
199.þúsund krónur í atvinnutekjur.
Heildartekjur á mánuði fyrir skatt krónur 485.619 (frá atvinnu krónur 199.000 + frá TR krónur 286.619), heildartekjur á mánuði eftir skatt: krónur 379.323
Dæmi 4.
199 þúsund krónur í fjármagnstekjur.
Heildartekjur fyrir skatt krónur 407.319 (frá fjármagnstekjum krónur 199.000 + frá TR krónur 208.319) , heildartekjur á mánuði eftir skatt: krónur 351.939
Það er ekki sama hvaðan tekjur koma.
Hver hirðir mismuninn? Jú, það er ríkið.
Ríkið hirðir með skerðingum og sköttum en það er ekki sama við hvaða borð þú situr.
Það er ekki sama hvort 199.000 krónurnar þínar koma frá Lífeyrissjóði, atvinnurekenda eða fjármagnstekjum.
Er þetta sanngjarnt og er þetta að gera öllum jafn hátt undir höfði?
Ég spyr stjórnmálamenn!!
Hulda Björnsdóttir