Ég er fjúkandi reið

27. mars 2022

Ég neita að láta kalla mig gamla konu

Aldur er bara tala og ekkert annað

Þessir andskotans aldursfordómar í íslensku þjóðfélagi eru óþolandi

Þeir sem komnir eru yfir 65 ára, margir hverjir, halda að það sé sniðugt að kalla sig elli smelli, heldri borgara, og guð  veit hvað.

Sumir verða gamlir þegar þeir eru tvítugir. Aðrir halda æsku sinni fram í rauðan dauðann

Ég stend oft frammi fyrir því að þurfa að sannfæra yfirvöld um að vegabréfið mitt sé ófalsað þar sem fólk trúir ekki að ég geti verið fædd árið sem stendur í vegabréfinu.

Ég held því fram að þeir sem hafa mestu fordómana gegn þeim sem eru til dæmis komnir á eftirlaun á Íslandi séu yfir 65 ára gamlir.

Þetta vesalings fólk sem veit ekki hvernig það á að haga sér eftir eitthvað ákveðið ár gerir gott úr öllu saman með því að skella á sig flottum smellum sem þau halda að séu ofboðslega sniðug.

Vesalings fólkið sem leiðist svo hryllilega og er svo upp fullt af fordómum vegna eigin aldurs að það missir af hverju tækifærinu á fætur öðru til þess að njóta lífsins lifandi.

Til þess að ná fram bættum kjörum fyrir þá sem eru hættir að vinna vegna aldurs verða þessir fordómar að víkja.

Virðing fyrir fólki á öllum aldri er forsenda þess að allir geti lifað sómasamlegu lífi á Íslandi.

Á meðan fólk sem er hætt að vinna er í fararbroddi fyrir fordómaliðinu þá breytist ekkert.

Ég á frábæra vini hér í litla landinu mínu sem eru með mörg ár í pokahorninu og njóta lífsins á allan hátt mun betur en þegar þau voru á þrítugs aldri.

Ég var að skoða myndir af mér fyrir 5 árum og þær sem hafa verið teknar núna. Ég lít betur út í dag en ég gerði fyrir 5 árum og sýnist enn yngri að árum í dag.

Heilsusamlegt líferni er lykillinn að eilífri æsku. Bótóx gellurnar og gaurarnir eru þeir sem ættu að skoða framtíðina sína.

Þar til ég dey ætla ég að njóta hvers einasta augnabliks í lífinu. Ég ætla mér ekki þá dul að þetta rifrildi mitt hafi einhver áhrif. Mér blöskraði bara enn eina ferðina ótrúleg heimska margra og ég sá í commenti að þeir sem væru ríkari og betur menntaðir væru meira virði en verkamaðurinn og verkakonan. Sá sem það skrifaði er líklega einn af elítunni og þetta ómerkilega óþarfa fólk hefur líklega þrifið undan honum skítinn á  fínu skrifstofunni eða á spítalanum eða tæmt ruslið sem hann og fjölskyldan hentu!

Guð minn almáttugur hvað sumt fólk getur verið ótrúlega heimskt í hrokanum.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: