Pólitíkusar á Íslandi hata eldri borgara sem tilheyra millistétt og fátækum.

21. desember 2021

Eingreiðsla til öryrkja, skatta og skerðingalaust.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir þá sem hafa barist fyrir málinu og gleðitíðindi fyrir þá öryrkja sem koma til með að njóta.

Ég ætla hreint ekki að gera lítið úr þessu framtaki stjórnarandstöðunnar og þeirra sem hafa talað fyrir málinu núna og tvö undanfarin ár.

Ég óska öryrkjum sem þessa njóta hjartanlega til hamingju. Þetta er ekki stór upphæð en þegar ekkert er til í vasanum þá er allt mikið.

Vonandi tekst TR að greiða þetta fyrir jól svo fólkið geti nýtt sér fyrir jólamat að minnsta kosti.

Mér sýnist á því sem ég hef flett á Facebook að stjórn og stjórnarandstaða séu hvort í sínu lagi að hrósa sér fyrir gjörninginn og ég ætla ekki að blanda mér í þá umræðu.

Það sem ég ætla að tala um er vinkona mín sem var 66 ára öryki í fyrra og þá fékk hún jólauppbótina skatta og skerðingarlausa.

Núna, er þessi sama vinkona mín 67 ára og komin á eftirlaun frá TR og hætt að vera öryrki í kerfinu.

Ekkert hefur breyst hjá þessari vinkonu minni annað en að hún varð 67 ára. Hún er enn sami öryrkinn líkamlega og hún var fyrir síðustu jól. Hún hefur enn jafn lítið á milli handanna núna og fyrir síðustu jól.

Þessi vinkona mín fær enga jólauppbót skatta og skerðingalaust núna árið 2021.

Þessi vinkona mín hefur ekki efni á því að bæta sér eitt eða neitt upp fyrir þessi jól af því að hún fái jólabónus gjöf frá ríkisstjórninni upp á 53 þúsund krónur skatta og skerðingalaust.

Nei, þessi vinkona mín er komin í hóp fólks sem stjórnvöld og pólitíkusar á Alþingi hata. Hún er orðin 67 ára og þegar hún átti afmælið hætti hún að vera öryrki í kerfinu.

Öryrkjar eiga öflugan formann samtaka sinna.

Eldri borgarar eiga engan slíkan og sitja eftir ár eftir ár í súpunni og öllum er sama.

Það er þó reyndar einn hópur eldri borgara sem á öflugan baráttumann og hóp sem stendur með þeim í gegnum þykkt og þunnt.

„Það eru 1.279 manns (3% aldraðra) hafa beinan ávinning af hækkun frítekjumarks atvinnutekna, þar af 67% karlar og 33% konur.

Mesti ávinningurinn er hjá tekjuhæstu 10% eldra fólks en tekjulægri 70% finna varla fyrir breytingunni. „

Þessi hópur eru þeir sem geta haldið áfram að vinna eftir 67 ára aldurinn og nú fá þeir um áramótin rausnarlega gjöf frá ríkisstjórn og pólitíkusum á Alþingi. Þessi hópur getur nú unnið skerðingarlaust fyrir 200 þúsund krónur á mánuði á meðan hinir, þessir rúmlega nokkrir tugir þúsund mega fá 25 þúsund krónur frá lífeyrissjóði áður en 45% skurðarhnífurinn reiðir til höggs.

Réttlætið er ranglæti á Íslandi.

Þeir sem eru ríkari verða ríkari og þeir sem eru fátækir verða fátækari.

Vinkona mín, öryrkinn árið 2020, varð fátækari og illa séð í augum valdhafa þegar hún vogaði sér að eiga afmæli árið 2021 og verða 67 ára og losna við örorku að mati þeirra sem berjast fyrir bættum hag öryrkja.

Forysta öryrkjabandalagsins berst ekki fyrir vinkonu mína.

Forysta öryrkjabandalagsins hefur í nógu að snúast fyrir þá sem eru undir 67 ára aldri, því miður.

Það versta er að þeir sem komnir eru á 67 ára aldurinn og eru ekki í hópi hinna útvöldu eiga í raun enga alvöru baráttumenn á hinu stjórnlausa Alþingi eða á meðal pólitíkusa eða valdamanna í Íslensku þjóðfélagi.

Ég óska þeim öryrkjum sem eru undir 67 ára til hamingju með jólabónusinn sem þeir fá nú 3ja árið í röð.

Vonandi verða ekki skerðingar neins staðar í kerfinu hjá þeim sem njóta glaðningsins. Kannski getur einhver staðfest að þessi 53 þúsund skerði EKKERT.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: