Eftirlaun frá Lífeyrissjóði eru eftirágreidd laun!!!!!

  1. Desember hugleiðing árið 2021

Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru eftirágreidd laun!

Þetta virðast stjórnmálamenn, margir  forystumenn eldri borgara og fleiri ekki geta komið inn í skilningarvitin hjá sér.

Þegar laun eru reiknuð út og um mánaðarlaun er að ræða er formúlan þessi:

Mánaðarlaun mínus félagsgjald mínus greitt í lífeyrissjóð.

Síðan er reiknaður skattur af Mánaðarlaunum mínus greitt í lífeyrissjóð.

Greidd laun eru: Mánaðarlaun mínus greitt í lífeyrissjóð mínus félagsgjald mínus skattur = útborguð laun.

Launagreiðandi gerir skil á af dregnum gjöldum í lífeyrissjóð ásamt framlagi atvinnurekanda.

Launagreiðandi gerir skil á af dregnum skatti (staðgreiðslu skatta)

HVAÐ ER ÞAÐ SEM FÓLK SKILUR EKKI VARÐANDI AFDREGIN PRÓSENT Í LÍFEYRISSJÓÐ?

Þetta eru engin ný sannindi. Ég afritaði af síðu VR um kjarasamninga og er það hér í lokin og fólk getur séð hvernig kjarasamningur lítur út þar sem fjallað er um lífeyrissjóð.

EN, það sem pólitíkin og margir baráttumenn eldri borgara skilja ekki er að greiðslur í lífeyrissjóði eru LAUN sem skattur er greiddur af þegar eftirlaun eru borguð út, eftir 65 ára aldur eða hærri aldur.

Flokkur fólksins, Samfylkingin, Sjallar, Framsókn og VG hafa öll talað fyrir hærra frítekjumarki vegna atvinnutekna. Núna eru þessi mörk 100 þúsund plús 25 þúsundin sem allir njóta!

Nú á að hækka frítekjumarkið upp í 200 þúsund vegna atvinnutekna plús 25 þúsundin sem allir njóta, sem sagt, þeir sem enn eru á vinnumarkaði eftir 65 ára geta fengið 225 þúsund krónur án skerðinga en þeir sem fá tekjur frá lífeyrissjóði frá 25 þúsund króna frítekjumark.

Nú þegar eru komnar á blússandi ferð upphrópanir frá pólitíkusum og almenningi að þetta gamla lið eigi að halda kjafti því frítekjumarkið hækki um áramót upp í 200 þúsund krónur!

Hvað eru það margir sem munu hækka? Jú, líklega ca 1500 manns af 37.000.

Ísland er samt við sig.

Murkið lífið úr þeim sem hafa meðal- og litlar tekjur á sama tíma og hlaðið er undir hina vellauðugu. Þetta er stefna stjórnvalda í dag.

Hinn heimski almenningur sem trúir lygum FF og BB á líklega ekkert betra skilið.

Þeir sem éta upp lygina úr BB og co varðandi himinháa hækkun frítekjumarks ættu að láta skoða skilningarvitin.

Eftirfarandi er tekið af síðu VR “Kjarasamningar VR og FA 2019

“9.4. Lífeyrissjóðir

9.4.1. Starfræksla lífeyrissjóða

Samkomulag er um að starfræktir skuli lífeyrissjóðir sem starfi samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum eða þeim sem samningsaðilar síðar samþykkja og á skrifstofuog verslunarfólk sem fyrrgreindur samningur nær til rétt á að gerast aðilar að þeim.

– Sjá lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

9.4.2. Ávöxtun

Samningsaðilar eru sammála um að auk ávöxtunar ráðstöfunarfjár í samræmi við 9. gr. samþykktar lífeyrissjóðsins sé rétt að lífeyrissjóðurinn ávaxti fé sitt með lánum til atvinnuveganna með sem hagkvæmustum hætti.

9.4.3. Iðgjöld

Iðgjöld til lífeyrissjóða reiknast skv. gildandi reglum.

Frá 1. júlí 2018: 11,5%.

9.4.4. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna skal skipuð jafnmörgum fulltrúum frá samtökum vinnuveitenda og VR.

9.4.5. Viðbótarframlög til lífeyrissparnaðar

Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð greiðir vinnuveitandi framlag á móti með eftirfarandi hætti:

Mótframlag vinnuveitenda nemur 2% gegn 2–4% framlagi starfsmanns.

Yfirlýsing 2011 um lífeyrismál

Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram vinnu að samræmingu lífeyrisréttinda á vinnumarkaði. Yfirlýsingu þessari er ætlað að auðvelda sátt um meginþætti lífeyrismála.

Meginmarkmiðið er að allir lífeyrissjóðir á vinnumarkaðnum starfi á sjálfbærum grunni og að lífeyrisréttindi þróist í samræmi við þarfir fyrir ásættanlegan lífeyri. Á vettvangi samningsaðila verður unnið

á þeim forsendum að hækka þurfi iðgjöld til lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði úr 12% í 15,5% á árunum 2014–2020.” tilvitnun lýkur

ÞAÐ ER SKÝRT AÐ GREIÐSLUR Í LÍFEYRISSJÓÐI ERU TEKJUR OG EKKERT ANNAÐ. ÞEGAR TEKJURNAR ERU SVO GREIDDAR ÚT ER GRIEDDUR SKATTUR.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: