25. október 2021
Nú er ég búin að fara yfir Facebook hinna nýju þingmanna fyrir flokk sem ætlar að berjast fyrir bættum kjörum hinna lægstu í þjóðfélaginu og ég finn ekki stafkrók um málið!
Það er rétt að taka það fram að þetta eru bækur þeirra sem frægastir eru og ég er ekki að tala um þann eina sem hefur staðið í baráttunni síðan 2012 að minnsta kosti.
Mér finnst alveg ótrúlegt að svona kallar skuli vera kosnir til þess að taka afdrifaríkar ákvarðanir um hag þjóðarinnar um ókomna framtíð.
Má ég biðja um aldurstakmark á þingmönnum, takk fyrir!
Núna sitja kata og co að sumbli ætlaði ég að segja en það er ekki það sem ég meina, ekki í eiginlegri merkingu.
Sumblið er ekki drykkja, það er valda pot og sú síbrosandi brosir enn breiðar núna og virðist enn hamingjusamari en áður.
Ég spyr eins og sú sem ekki veit:
Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa Íslendinga mikið og lengi að fíflum?
Kosning virðist vera ólögleg, eða talning atkvæða, í allavega einu kjördæmi og mér finnst skína út úr þessu öllu saman að ÞETTA HAFA LÍKLEGA VERIÐ SVONA LENGI og engin ástæða til þess að gera veður út af smámunum bara af því að upp komst um máið!
Klausturdóninn og guðsmaðurinn sitja á þingi og munu áfram véla um ágæti þeirra eigin hagsmuna.
Í einum flokki veit ég um afskaplega mikinn baráttumann fyrir bættum kjörum þeirra sem minna mega sín og var honum snyrtilega hafnað en annar sem er að vísu FRÆGUR flaug inn.
Minn smekkur er auðvitað ekki til þess að hrópa húrra fyrir en voðalega finnst mér aumt að sjá hverjir komust inn á þing núna, ég get bara ekki gert að því að vera svona illa innréttuð.
Auðvitað á ég ekkert að vera að skipta mér af því sem mér kemur ekkert við og forsetinn er búinn að segja að þetta sé allt í fína lagi, það er stjórnarmyndunarviðræður eins og þær fara fram núna og hann kemur í mynd með kötu brosandi út að eyrum eftir fund rétt eins og alla aðra daga.
Hver stjórnar landinu núna?
Hver er ábyrgur núna?
Er það kannski seðlabankastjórinn og hans lið sem heldur skútunni gangandi?
Gengið hefur ekki breyst mikið til batnaðar, ef þá bara nokkuð!
Afkoma fátækra hefur ekki batnað.
Ætli hamborgara gaur lagi þetta eitthvað?
Ég veit ekkert um það því ég hef ekki séð stafkrók frá bolamanninum um málefni t.d. eldri borgara og öryrkja, en hann er jú í flokki sem berst fyrir þeim hópum, svona innan gæsalappa.
Ég nenni ekki að segja hvað mér finnst um myndbandið sem gaurinn setti í loftið þar sem hann hneigir sig og beygir og þakkar fyrir traustið.
Er fólk fífl?
Vinkona mín segir það oft.
Kannski eru íbúar á þessari eyju undir einhvers konar álfa áhrifum og gera bara það sem þeir er sagt að gera jafnvel þó það sé AÐ SVELTA SÍÐUSTU VIKU MÁNAÐARINS.
Það er kominn nóvember næstum því, og jóla útstillingar út um allt, um allan heim meira að segja.
Nú hefst kvíðatímabil hinna fátæku.
Kvíðatímabilið er harkalegra núna en nokkru sinni fyrr á landi sem hleður undir ríkisliðið og gefur ekkert fyrir þá sem byggðu upp landið undir rassinn á þeim sem nú setjast á bekki og stjórna sukkinu næstu 4 árin.
Til hamingju íslenskir kjósendur. Þið fenguð og fáið það sem þið vilduð og líklega það sem þið eigið skilið.
KATA, bb og framsóknar maddaman hlæja að ykkur.
Hulda Björnsdóttir