Guð hvað þetta er allt dásamlegt

17.10.2021

Ég set sáralítið inn á Facebook þessa dagana en spurði í morgun hvað ellilífeyrir ætti að hækka mikið um áramótin.

Ég held svei mér þá að fólki finnist þetta hlægileg spurning en mér finnst hún harla eðlileg.

Eftirlaun hafa verið sama talan frá áramótum og mér finnst tími til kominn að einhver hækkun fáist.

Ég nenni ekki að fletta því upp en mér finnst ég hafa séð einhvers staðar að hækkun upp á 3,5 prósent sé væntanleg. Kannski er þetta bara óskhyggja hjá mér.

Þar sem stjórnarmyndunarviðræður standa yfir er ekki amalegt að hugsa til þess að framsókn eða grænir setji sjöllum stólinn fyrir dyrnar og heimti hækkun á launum til þeirra sem komnir eru á eftirlaun.

Var ekki eitthvað um loforð fyrir síðustu kosningar?

Ég viðurkenni fúslega að ég fylgdist ekki með af miklum móði og sá bara einn umræðuþátt, þennan með gardínuhönskunum!

“Fjárhæðir greiðslna TR hækka um 3,6% frá 1. janúar 2021. Bráðabirgðagreiðsluáætlun fyrir árið 2021 var birt á Mínum síðum þann 23.desember. Endanleg greiðsluáætlun mun liggja fyrir í janúar 2021.”

Mér finnst ótrúlegt að hækkunin verði minni árið 2022 eða hvað?

Ég ætlaði ekki að skrifa um hækkunina en hún er svona aukaafurð.

Það sem mér liggur á hjarta eru gamlir alþingismenn.

Mér finnst að menn sem komnir eru yfir 70 eigi EKKI AÐ VERA Á ALÞINGI.

Ég er ekkert að segja að 70 ára fólk sé gamalmenni. Ég er bara að segja að þetta fólk á ekki að sitja á Alþingi.

Mér finnst út í hött þegar gamlir kallar geta tekið upp á því að bjóða sig fram fyrir flokka sem eiga ekki mikla möguleika á stórmennum í framboð en geta skreytt sig með nokkrum frægum nöfnum og þjóðin kýs svo gamalmennin án þess að hugsa sig 2svar um.

Einn frægur 72 ára er kominn á þing

Annar frægur 68 ára kominn inn á þing

Fleiri frægir gamlir menn eru komnir á þing.

Geta þessir gömlu menn tekið fullan þátt í störfum þingsins? Hafa þeir hreinlega líkamlegt þol í langar fundasetur stundum fram á rauða nótt?

Svo komast menn inn á þing með svikum eins og guðsmaðurinn.

Ég held að það sé kominn tími til að setja aldurstakmörk á hverjir geta gefið kost á sér til Alþingis og líklega væri gott að hafa reglur um hvenær má skipta um flokka og yfirgefa kjósendur sem hafa greitt atkvæði þeim flokki sem kom viðkomandi inn á þingið.

Það er svo frábært að sjá hverjir njóta vinsælda meðal kjósenda.

Ef þið hafið verið rokkarar eða pulsusalar þá gæti verið gott að gefa kost á ykkur til Alþingis. Ég er næstum fullviss að kjósendur mundu glaðir taka ykkur að sér og gefa ykkur umboð til þess að gambla með þjóðartekjurnar í að minnsta kosti fjögur ár.

Ég tala nú ekki um þá sem hafa verið guðsmenn. Þeir eiga greiðan aðgang að hinu háa alþingi.

Ég er svo einföld að halda að sannir barátumenn ættu frekar að vera utan vallar og láta Alþingi í friði.

Ég er líka svo einföld að halda að allir litlu flokkarnir séu meira og minna valdapot sem gæti alveg eins mallað og lifað góðu lífi innan þeirra flokka sem nú þegar eru til og eru stærri en fimmeyringur.

FF komst inn með hóp fólks núna af því að þau höfðu peninga frá skattgreiðendum til þess að reka kosningabaráttu sem nýi flokkurinn sem Gunnar Smári fer fyrir hafði ekki. Nú fær sá flokkur fjármagn og getur að öllu óbreyttu komið einhverjum inn á þing eftir 4 ár og það er fínt.

Austur peninga í stjórnmálaflokka er óskiljanlegur og austur peninga í formenn flokka á Alþingi er líka alveg óskiljanlegt sukk.

Til hvers eru gamlingjar að koma sér á Alþingi?

Eru þeir að sækjast eftir betri eftirlaunum?

Ég veit auðvitað ekkert um þetta allt saman. Ég er bara venjulegur borgari sem er komin á þann aldur að þurfa að spá í hvenig ég og mínir líkir fara að því að ná endum saman í óðaverðbólgu á landi þar sem skattsvik og svínarí eru í hávegum höfð

Það er malað undir elítuna og nú standa 3 flokkar að mér skilst í því að raða niður stólum og gæluverkefnum fyrir sig og sína. Vonandi gengur þeim vel og guðsmaðurinn blessar svo samkomuna alla að lokum á stórum fundi í höllinni.

Guð hvað þetta er eitthvað dásamlegt allt saman.

Hulda Bjornsdottir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: