Dómsmálaráðherra á atkvæða veiðum !

23. september 2021

KORTER Í KOSNINGAR OG LOFORÐ RENNA ÚT

Er ekki eitthvað einkennilegt að skyndilega á fimmtudegi komi á síðu Gráa Hersins tilkynning um að dómsmálaráðherra ætli að gefa málsóknarkostnað vegna málaferla á hendur ríkinu?

Er ekki einkennilegt að í þessu sama máli, sem hófst fyrir rétti í nóvember í fyrra, minnir mig, að allt í einu núna korteri fyrir kosningar skuli ráðherra loksins vakna og taka við sér?

Trúir fólk þessu virkilega?

„GJAFSÓKN ÞÝIÐR AÐ HLUTI ÞESS KOSTNAÐAR SEM TIL HEFUR FALLIÐ FÆST ENDURGREIDDUR ÞEGAR DÓMUR HEFUR VERIÐ KVEÐINN UPP, – ÞÓ EFTIR NÁNARI ÁKVÖRÐUN DÓMSINS.“

Ég sé ekki betur en í framangreindri setningu sé varnagli og undir dóminum komið hvort gjafsókn verður eða ekki. Ráðherra getur ekki lofað neinu. Hún hefur ekki valdið, valdið er hjá dóminum.

Skiptir máli hvort málið vinnst eða tapast?

Er þetta gjafsókn bara fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur?

Hvað verður ef málið tapast í héraði og verður áfrýjað?

Er ekki líklegt að ríkið muni áfrýja?

Ef Málssóknin tapast þá verður afrýjað áfram og ef Málssóknin vinnst þá hlýtur ríkið að áfrýja.

Þetta er ekkert einfalt og hefur held ég alltaf verið búist við því að málið þyrfti að fara í gegnum öll dómsstig á Íslandi og jafnvel til Mannréttindadómstóls.

Ég er ekki að draga úr þeim sem í þessu standa og eiga þau öll stuðning minn óskertann.

Það sem ég er að gera athugasemd við er að dómsmálaráðherra sem trúlega er að falla út af þingi er að veiða atkvæði og kjósendur gleypa hrátt, margir hverjir.

Dómsmálaráðherra og sjallamafían í ríkisstjórn er út smogin og kann að spila á auðtrúa almenning.

Dettur einhverjum í hug að ráðherra sé að láta sér detta í hug að standa við svona loforð út í bláinn?

Virkilega ????????????????

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: